Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 12
Linda Sif Þorláksdóttir Ég reyki ekki og hef aldrei gert, ef undanskilið er smá fikt á ungl- ingsárum. Reyklausi dagurinn er gott átak og ég veit um marga sem segjast munu hætta að reykja. "SPURNINGIN™ Ætlar þú aö reykja á morgun (í dag)? Sigríður Ásgeirsdóttir Ég hef nú aldrei á ævi minni reykt og fer því ekki að taka upp á því úr þessu. En mér líst vel á framtakið og reyklausir dagar eru af hinu góða. Hallmann Sigurðsson Já, ég býst nú frekar við því, svona af gömlum vana. Reyk- lausir dagar eiga hins vegar vel rétt á sér. Geir Gunnlaugsson Já, óg geri ráð fyrir því eins og aðra daga. Annars er ekkert nema gott um reyklausa daga að segja þótt ég taki ekki þátt í því sjálfur. Gísli Eiríksson Ég reyki kannski í dag þótt mér lítist vel á reyklausa daga. Ætli ég hætti ekki einhvern daginn. þlÓÐVILIINN ___________Miðvlkudaqur 12. apríl 1989 69, tðlublað 54. árqangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN ÁLAUGARDÖGUM 681663 Reykingar Hálfur kílómetri á ári „Reyklaus dagur. “ Sá sem reykirpakka á dag hefur á einu ári sogað í sig 500 rettumetra og verið aðí800 tíma. Margir reykingamenn breyttu reykvenjum fyrir ári Idag er „reyklausi dagurinn“ þriðja árið í röð og skulu þá reykingamenn hugleiða fíkn sína en venjulegt fólk sýna hinum van- abundnu ástúð og hlýju. Reykingamenn geta til dæmis kannað þau afrek sem þeir hafa unnið síðan á reyklausa deginum um svipað Ieyti í fyrra, en - eins- og segir á áróðursspjaldi sem tó- baksvarnarnefnd hefur gefið út í tilefni dagsins - þá hefur sá sem fer með pakka á dag reykt sam- tals á árinu hálfan kflómetra af sígarettum. Sá hefur tekið 50-60 þúsund smóka af meðal annars vinýlklóríði, brennisteinsvetni og ammóníaki, fyrir utan nikótín, tjöru og annað venjulegt góð- gæti. Hann er að samtals 800 klukkustundum eða 100 dags- verki á ári, hefur eytt í retturnar andvirði sólarlandaferðar og minnkað lífslíkurnar um einn til tvo mánuði á árinu. Og er þá allt það alvarlegasta ótalið: mæðin, hóstinn, verkirnir í lungunum, þreytan, lyktar- leysið, óþrifnaðurinn og mórall- inn. Þetta er þriðji reyklausi dagur- inn í röð, en alls sá sjötti, og þeir hjá Tóbaksvarnamefnd telja árangurinn vísan. Samkvæmt könnun eftir reyklausa daginn í fyrra höfðu tveir af hverjum fimm reykingamönnum minnkað reykingar sínar þennan dag eða haldið hann út reyklausir. Einnig er vitað að ýmsir hafa notað þessa daga til að hætta alveg vegna þess stuðnings sem þá fæst af um- hverfinu. Þess er vænst að reykingamenn taki sérstakt tillit til sjálfra sín og annarra í dag, og tóbaksvarna- nefndin og vinnueftirlitið vilja að menn noti daginn líka til að gaumgæfa reglur um reykingar, sérstaklega á vinnustöðum. Reyklausi dagurinn fellur sam- anvið heilbrigðisdag á loftmiðl- unum og verða í dag og kvöld sérstakar dagskrár helgaðar heilbrigði og reykingum á flest- um stöðvum, og verður sumsé að beita sérstakri lagni í dag til að komast upp með óheftar reyking- ar með samviskuna í lagi. Kann- ski góður dagur til að hætta? -m Tóbaksneysla Konumar þrjóskast við Þriðjungurfullorðinna íslendinga reykir, voru 40% fyrirfjórum árum. Stúlkur undir tvítugu reykja meira en karlkyns jafnaldrarþeirra M% íslenskra kvenna og35% karla á aldrinum 18-69 ára neyta tóbaks, langflestir reykja sígarettur þótt pipa og vindlar haldi sínum hlut hjá körlum. Tó- baksneysla er töluvert minni hjá þeim sem notið hafa lengri skóla- göngu en hinum og af einstökum starfsstéttum reykja opinberir starfsmenn minnst en fólk í sjáv- arútvegi mest. Þetta kemur fram í könnun á tóbaksneyslu sem tóbaksvama- nefnd fékk Hagvang til að gera á síðasta ári en slíkar kannanir hafa verið gerðar á hverju ári frá 1985. Hafa þær leitt í ljós að tó- baksneysla minnkar stöðugt og hraðar hjá körlum en konum. í samanburði við eldri kannan- ir kemur í ljós að tóbaksneysla karla á aldrinum 15-49 ára náði hámarki fyrir 20 árum, þá reyktu 55% karla, en síðan hefur hún minnkað niður í 35%. Árið 1958 reyktu 30% kvenna á sama aldri. Tóbaksneysla kvenna náði há- marki fyrir 10 árum þegar rúm- lega 40% þeirra reyktu en nú reykja 34% þeirra. Karlar reykja hins vegar meira, 18 sígarettur á dag til jafnaðar, en konur 14. Reykinqavenjur eftir aldri, 1988. RSa reyku'a 5 o-l yagleca 15- 20- 25- 30- 35- 40- 45- 50- 55- 60- 65- 70- 75- 19 24 29 34 39 44 49 54 59 64 69 74 79 ARA ARA ARA ARA ARA ARA ARA ARA ARA ARA ARA ARA ARA Línuritið sýnir að áróður gegn tóbaksreykingum hefur borið verulegan árangur því 30-40% (slendinga á aldrinum 30-79 ára hafa reykt en eru hættir því. Tóbaksneysla er mest í aldurs- minnkar síðan og helst þetta 30- flokknum 25-29 ára, um 40%, 35% fram að 55 ára aldri. Þá dregur verulega úr henni og þeg- ar komið er um sjötugt reyktu liðlega 20% þeirra sem í úrtakinu vom. Þá hefur Landlæknisembættið látið kanna sérstaklega reykinga- venjur skólafólks á aldrinum 15- 20 ára og kemur þar í ljós að vem- lega hefur dregið úr reykingum í þessum aldurshópi á síðustu ámm. Árið 1984 reyktu 27,9% drengja en nú reykja 15,5% þeirra. 33,8% stúlkna á aldrinum 15-20 ára reyktu árið 1984 en nú er hlutfallið komið niður í 21,6%. Athyglisvert er hins vegar að stúlkumar reykja talsvert meira en drengirnir. Kannanir í gmnn- skólunum benda til þess að reykingar yngstu hópanna hafi einnig minnkað, árið 1974 reyktu 23% nemenda á aldrinum 12-16 ára daglega en árið 1986 var þessi tala komin niður í 9%. Samanlagt þýðir þetta að ís- lendingar eru nú komnir í hóp þeirra þjóða sem minnst reykja. Þeir virðast ætla að fylgja þeirri heilbrigðisáætlun sem stjórnvöld samþykktu árið 1987 en sam- kvæmt henni er stefnt að því að útrýma tóbaksreykingum fyrir aldamót. -ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.