Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 1
SJÁVARÚIVEGUR APRIL 1989 þJOÐVILIINN Báturinn er besta björgunartækið Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri: Ekki hugaðað öryggismálum sem skyldi. Lögleiðing vinnu- flotgallans íathugun. Sjálfvirki sleppibúnaðurinn hefur leitt til meira öryggis.Minna hent afsorpi ísjóinn. Vitum sáralítið umferðir kjarnorkukafbáta íhafinu í kringum landið Það er segin saga að þegar sjóslys verða beinist athygli manna að öryggi skipa og báta en þess á milli fer heldur lítiðfyrirþeirri umræðu. Svo var einnig eftir að tveir vertíð- arbátar sukku með hálftíma millibili fyrir vestan og sunnan fyrir skömmu þegar 14 sjó- menn björguðust en einn fórst. í þessum tveimursjóslys- um vakti það athygli þegar Nanna VE sökk eftir að sjór komst hindrunarlaust inn um skutlúgur að aftan án þess að dælur höfðu undan og höfðu þá margir allt á hornum sér varðandi útbúnað bátsins. Sýnu verra var þegar það var haft eftir skipverjum á Sæ- borgu frá Ólafsvík að þeir hefðu ekki haft neina æfingu í meðferð gúmmíbjörgunar- báta og vissu þar af leiðandi ekki gjörla hvernig þeir áttu að bregðast við þegar í nauðirnar rak. í báðum þessum slysum sem og þegar rækjubáturinn Kolbrún ÍS sökk fyrir utan Norðurtangann á ísafirði í vetur sannaði flotgallinn notagildi sitt sem öryggistæki svo um munaði. En án hans hefðu viðkomandi sjómenn sem lentu í sjónum í brunagaddi ekki bjarg- ast. Um þessi mál og önnur sem varða öryggi sjófarenda, mengun við strendur landsins sem og í hafinu umhverfis, stöðugleika skipa og báta, eftirlit Siglinga- málastofnunar og brýnustu verk- efni hernnar um þessar mundir og margt fleira ber á góma í við- tali Sjávarútvegsblaðsins við Magnús Jóhannesson siglinga- málastjóra. Ekki hugað að ör- yggismálum sem skyldi - Hvert einasta slys sem verð- ur á sjónum er einstakt í sinni röð og engin eins. í sjálfu sér er ekki hægt að kenna skutlúgunum ein- um sér um þegar Nanna VE sökk. Við þær aðstæður má segja að hvert óhappið hafi rekið ann- að, áttu þessar lúgur sinn þátt í því hvernig fór. En það er ekki hægt að líta framhjá því að þarna var röð atvika sem leiddu til þess að skipið fórst. J?að er nú þannig með fiskiskipin að það verður ekki hjá því komist að það séu lúgur á þeim. Það verður að taka inn veiðarfæri og koma afla fyrir í lest. Pað er nú aðalmunurinn á fiskiskipum og á öðrum skipum. Fiskiskipin þarf að opna á hafi úti, koma fyrir afla í lest við erfið- ar aðstæður þar sem önnur skip er sjóbúin í höfn við góðar að- stæður og ekki opnuð fyrr en komið er í næstu höfn. Ég er hins vegar á því að lokun íiskiskipa sem og allra skipa sé eitt af mestu öryggismálum á sjó. En það segir sig sjálft að það er útilokað að fullkomlega loka fiskiskipum því þá væri ekki hægt að draga inn veiðarfæri né koma aflanum fyrir. - J?að sem veldur mér mestum áhyggjum er hvað menn virðast lítið hugsa um eigið öryggi og skipið sjálft. En það er nú einu sinni svo að skipstjórnarmenn eiga að þekkja sitt skip og hvað má bjóða því og hvernig á að sjó- búa það. Á þessu held ég því mið- ur að séu allt of mikil vanhöld á að skipstjórnarmenn geri þetta. En ég held nú að það sé ekki hægt að kenna opinberum aðilum um ef sjómennirnir sjálfir kynna sér ekki sitt eigið skip. Og ég vil ítr- eka að það hvílir sú ábyrgð á skip- stjórnarmönnum að leiðbeina nýliðum, kynna þeim hvar björgunar- og önnur öryggistæki eru og kynna fyrir þeim allt sem viðkemur vinnuöryggi. - Ég verð nú að segja að það kom mér afar spánskt fyrir sjónir að heyra það frá skipverjum á Sæborginni frá Ólafsvík að þeim hafði ekki verið kennd meðferð gúmmíbjörgunarbáta. í fyrsta lagi höfum við gefið út sérstakan bækling um notkun og meðferð björgunarbáta sem hefur verið dreift um borð í öll skip, ásamt gerð fræðlsumyndar um sama efni. Þannig að ég tel að við höf- um gert það sem við getum varð- andi þessi mál. En það er hins vegar alveg útilokað að við troðum þessari fræðslu ofan í sér- hvern sjómann. - En það verður að segjast eins og er að það viðhorf sem oft á tíðum hefur verið kennt við „kalda karlinn" sé alltof almennt því miður. Það að eðlileg varúð sýni einhvern vott um hræðslu er þvílfk firra að tekur engu tali. Að hugsa sér að slík viðhorf geta kannski ráðið úrslitum um það hvort skip kemur heilt í höfn eða ekki er alveg fráleitt. Lögleiðingflotgalla í athugun - Fyrir tveimur árum voru lög- leiddir björgunarbúningar í hvert skip sem hafa mikið flot- og ein- Magnús Jóhannesson siglingamálastjórí. Mynd: Jim Smart. angrunargildi. Ef menn fara í þeim í sjóinn eiga þeir að geta lifað í 6 tíma við 0 gráðu heitan sjó og í lengri tíma sé sjórinn heitari. Petta eru fyrst og fremst neyðarbúningar sem ekki er hægt að vera í við vinnu. Varðandi vinnubúningana hefur ekki verið tekin ákvörðun um að lögleiða þá. Hins vegar höfum við marg- ítrekað lýst því yfir að við teljum þá sem vinnufatnað vera margf alt öruggari en þann hefðbundna sem menn þekkja hér frá fyrri tíð. Við höfum mælt með því að menn noti vinnuflotgallann við vinnu á opnu þilfari. En auðvitað verða menn lfka að nota þann búnað sem lögskipaður hefur verið ss. hjálma og líflínu, svo ekki komi til að menn fari í sjó- inn. - Vandamálið við lögleiðingu er það að setja kröfurnar. Á markaðnum núna er fjöldi bún- inga sem uppfylla mjög mismun- andi kröfur og vandinn hjá okkur þegar við lögleiðum eitthvað þá verðum við að segja hverjar þær eru og núna erum við að skoða þessa búninga með hliðsjón af því. Aftur á móti veit ég að það er í undirbúningi í Kanada að setja kröfur um þessa búninga og við fylgjumst með því hverjar þær verða. Hér er undirbúningur að umræðu um hugsanlega lögleið- ingu þeirra. Mér finnst hins vegar að viðhorf manna hér til þessara búninga taki of mikið mið af því hversu dýrir þeir eru vegna þeirra | opinberu gjalda sem innheimtir *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.