Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 2
eru af þeim sem mér finnst ekki rétt. Ef þetta eru tæki, sem ég ætla ekki að draga úr, að séu til meira öryggis við vinnu á opnu þilfari, þá finnst mér ekki að menn eigi að láta nokkrar krónur hafa þar úrslitaáhrif. En eins og ég segi erum við að skoða þessi mál, en erfiðast við það er hvaða kröfur á að gera til þessara bún- inga. Um Ieið og það liggur fyrir verða menn að hlíta þeim og geta þá um leið ekki keypt hvað sem er. - Við munum reyna að flýta þessari athugun eins og auðið er. Þetta hefur verið rætt í Sigling- amálaráði sem í sitja fulltrúar hagsmunaaðila, sem er ráðgef- andi fyrir Siglingamálastofnun og ég á von á því að þetta komi þar aftur til umræðu í lok næsta mán- aðar. Fljótlega eftir það býst ég við að ákvörðun verði tekin um hvort lögleiða eigi flotgallana eða ekki. Sleppibúnaður SJÁVARÚTVEGUR Fiskvinnslan er í sífelldum mæli að færast frá landi og út á sjó. Þessum breytingum fylgir meiri hávaði en verið hefur um borð í skipum og telur siglingamálastjóri það eitt af brýustu verkefnum stofnunarinnar á næstunni að bæta úr því sem lýtur að hávaðamengun. - í mínum huga er það ekki spurning að þessi búnaður hefur leitt til aukins öryggis gúmmí- björgunarbáta. En ég vil alls ekki segja að sjálfvirki sleppibúnaður- inn hafi leitt til falsks öryggis um borð í bátunum eins og sumir hafa viljað halda fram. Falskt ör- yggi orsakast af því að menn gefa sér eitthvert ákveðið öryggi sem er svo ekki til í reynd. Menn hafa nefnilega gert meiri kröfur til þessa búnaðar en hægt er að ætl- ast til af honum sem er vissulega slæmt. Ég er sannfærður um það að með tilkomu sjálfvirka sleppi- búnaðarins hefur öryggi gúmmí- björgunarbáta verið breytt og bætt frá því sem áður var. Hvort það sé ekki hægt að bæta hann og auka öryggið enn meir er ég ekki vafa um að sé hægt. - Núna eru í gangi ákveðnar athugunar á þessum búnaði um hvað sé hægt að gera til að bæta hann. Þau sjónarmið sem fram hafa komið að þessi búnaður eigi helst ávallt að virka þegar skip ferst, sekkur eða hvolfir, að þá sé tryggt að gúmmíbjörgunarbátur- inn komi strax upp. f dag eru tvær tegundir sjálfvirks sleppibúnaðar í notkun hérlendis sem er annars- vegar búnaður framleiddur af vélaverkstæði Þórs, Sigmunds- búnaðurinn, og hinsvegar búnað- ur sem framleiddur er af véla- verkstæði Ó. Olsen í Njarðvík. Sú þróunarvinna sem verið hefur í gangi miðast að því að varpa ljósi á það hvað við getum í raun ætlast til af þessum búnaði og hvað þarf að endurbæta í honum til að ná fram enn meira öryggi. En við megum ekki rugla þessu saman: virkni búnaðarins og þeim göllum sem fram hafa kom- ið að hann hefur ekki virkað þeg- ar hann hefur verið prófaður. Þetta er það sem ég segi barna- sjúkdómar sem hefur sem betur fer mjög fækkað á undanförnum árum og eru vonandi að komast í það horf sem verður vel við unað. En sem sagt þá er krafan í dag að þessi sjálfvirki sleppibúnaður sé núna um borð í öllum fiski- skipum. Aðeins 3 sýndu áhuga - Á síðasta ári fórum við af stað með margþættar aðgerðir til að bæta stöðugleika fiskiskipa. Það var í fýrsta lagi bæklingur sem við gáfum út sem var dreift í öll skip og í annan stað höfum við verið að gera úttekt á ákveðnum skipum, þe. smærri bátum sem voru smíðaðir fyrir gildistöku nú- verandi reglna. f þriðja lagi þá var boðið upp á námskeið úti á landi um síðustu áramót, í Stykk- ishólmi, ísafirði og í Vestmanna- eyjum. Þetta áttu að vera viku- löng námskeið fyrir starfandi sjó- menn. Það sorglega við þetta allt saman var að aðeins 3 sjómenn á öllum þessum stöðum sýndu þessum námskeiðum áhuga og það var á ísafirði. Á hinum stöðunum enginn. Þetta tómlæti er auðvitað umhugsunaratriði út af fyrri sig. - Afhverju, skal ég ekkert um segja. Tímsetning námskeiðanna var valin í samráði við heima- menn, forsvarsmenn sjómanna. Þannig að ég tel að við höfum staðið eins vel að þessu og hægt var. Við teljum að það þurfi að taka á þessu máli þe. ekki bara líta á skipin heldur fræðsluþátt- inn líka. En hinu er heldur ekki að leyna að margir skipstjórnar- menn sem eru alveg klárir á stöðugleika sinna skipa og margir sjómenn sem skilja yfirleitt mjög vel byrjunarstöðugleika eða að þeir finni hvort skipið er stíft eða veikt. Hins vegar átta menn sig TUDOR FÆRAVINDU - RAFGEYMAR Tilboðsverð á hinum geysivinsælu TUDOR rafgeymum. Takmarkaöar birgðir. TUDOR rafgeymir með 9 líf. síður á svokölluðum formstöðug- leika sem byggist fyrst og fremst á fríborði skipsins sem getur skipt sköpum. Varðandi stöðugleikann er ísingin auðvitað það hættulegasta sem skip geta lent í og sjómenn gera sér flestir væntanlega grein fyrir áhrifum ísingar á stöðug- leika skipa. Hins vegar er það svo að menn geta lent í mjög mikilli ísingu þar sem lítið er hægt að gera. Þá er það reglan hjá sjó- mönnum að flýta sér út af því svæði sem ísingin er og komast í öruggt var. Mengun - Það hafa nú ekki verið gerð- ar neinar samanburðarrannsókn- ir á því hvernig sorpmengun er núna við strendur landsins og áður en átak okkar og útvegs- manna hófst hér um árið. Þó vit- um við að margfalt meira sorp kemur núna í land en áður og eins hefur aðstaða til sorplosunar í höfnum landsins stórbatnað frá því sem áður var. Að þessu leyti hefur fjölmargt áunnist. Að vísu kvarta menn enn yfir sorpmeng- un á fjörum. En við vitum líka að þessi úrgangur er að velkjast í mánuði eða jafnvel ár í hafinu áður en hann rekur að landi. Ef fram fer sem horfir held ég þó að við munum sjá árangur af þessu starfi okkar eftir nokkur ár. - Eitt af vandamálunum núna að mínum dómi er að það skortir enn verulega á að fullkomleg að- staða sé til olíulosunar í höfnum landsins eins og fyrir sorp þó það sé auðvitað mun flóknara. Núna erum við að vinna að því að koma upp betri aðstöðu. Én sá regin- munur er hins vegar á olíunni og annars vegar á plastinu að olían hverfur innan tíðar en plastið sést og erfiðara að fylgjast með því. - Þegar verið er að tala um að verjast olíumengun í höfnum landsins þá höfum við lagt áherslu á að viðkomandi búnaður sé til staðar í sjálfum höfnunum. Hér höfum við búnað bæði til að króa olíuna af og taka hana upp. Ef um er að ræða lítið magn af henni, nokkur tonn, þá eru það fyrstu klukkutímarnir sem skipta höfuðmáli og þessvegna er það aðalatriðið að hreinsibúnaður sé til staðar í viðkomandi höfn frem- ur en hér fyrir sunnan. Við höfum lagt fram tillögur um mengunar- varnarbúnað í öllum höfnum landsins sem kynntar voru á hafn- arsambandsþingi sveitarfélaga sl. haust og nú þegar hafa nokkrar hafnarstjórnir lýst yfir áhuga sín- um og eru að vinna að tillögugerð þar að lútandi. Viðhorfin hafa líka breyst til hættunnar á olium- engun vegna aukins fiskeldis í ná- grenni þeirra en áður var. Þannig að menn verða að hugsa meira um þetta ef þeir ætla ekki að setja þessa starfsemi í hættu. Áhrif mengunar á fisksölu - Vissulega er sú hætta fyrir hendi að mengun af völdum geislavirkra eða annarra þrá- virkra efna berist hingað frá öðr- um hafsvæðum ss. frá Norðursjó, írska hafinu og í kringum Bretl- andseyjar með hafstraumum hingað til lands. Geislavirk efni hafa mælst hér á grunnslóð en hingað til sem betur fer langt undir hættumörkum. Hins vegar höfum við bent á það að þó að ekki séu miklar líkur á að meng- un á þessum svæðum verði það mikil að hún geti orðið hættuleg hér við land, þá getur umræðan ein um aukna mengun hérlendis haft áhrif á sölu fisks héðan. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að almenningur er orðinn miklu meðvitaðri um mengun en áður og svo vitum við að um- ræðan um mengun í sjó hefur nú þegar dregið úr fiskneyslu í Evr- ópu. Þannig að það er okkur mjög mikið í hag að það verði dregið úr þessari mengun. - Varðandi geislavirku efnin fengum við samþykkta tillögu 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.