Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 4
Skipastóll Landhelgisgæslunnar er kominn til ára sinna og er elsta skipið, Óðinn sem er lengst til hægri á myndinni, komið á fer- tugsaldurinn. kynningu og þar til hafist var handa um björgun að nóttu til. - £kki alls fyrir löngu var sett á laggirnar nefnd til að skera úr um starfsskiptingu milli okkar og Slysavarnafélags íslands því það vantar skýrar reglur um hana. Okkur þykir eðlilegt að við sj áum um úthafið og þeir um strendur landsins enda höfum við flugvéla- kost til þess. Það að ekki skulu vera til nákvæmar reglur um hvert starfssviðið er getur valdið vissum erfiðleikum í samskiptum okkar við nágrannaþjóðirnar. Þegar hjálparbeiðni berst getur komið hik á menn þegar ekki er fullljóst hver á að sjá um hvað, en eins og kunnugt er skiptir tíminn afar miklu máli í þessu sambandi og nauðsynlegt að geta brugðist við á markvissan hátt. Sjómenn vilja stærri þyrlu - Okkur er vel kunnugt um þær óskir og ályktanir sem hagsmunasamtök sjómanna hafa verið að senda frá sér um nauð- syn þess að Gæslan eignist stærri þyrlu en hún hefur nú yfir að ráða. Þeirra óskir eru að þyrlan geti tekið í einni ferð heila skips- höfn, en í þessu máli sem og öðr- um veltur allt á velvilja fjár- veitingavaldsins til að veita pen- ingum til þess arna. - Fljótlega eftir að við fengum þessa þyrlu sem við notum nú til björgunarstarfa hófst samstarf við lækna á Borgarspítalanum. Þegar hjálparbeiðni berst er mjög miicilvægt að hægt sé að meta ástand sjúklings og hvort nauðsynlegt sé að senda þyrluna á vettvang. Það getur oft á tíðum verið mikið hættuspil fyrir áhöfn þyrlunnar að fljúga við slæmar aðstæður og því brýnt að hún fari ekki í loftið nema þess gerist þörf. - Þá höfum við haft mjög gott samstarf við slysavarnaskóla sjó- manna og björgunarsveitir SVFÍ um bjögunaræfingar og hvernig eigi að bera sig að þegar þyrlan kemur á vettvang. Því er ekki að neita að áhuginn á að fá þyrluna til æfinga er mikill og á stundum meiri en svo að við getum annað honum. Þessvegna höfum við reynt að samhæfa þessar æfingar til þess að sem flestar sveitir geti æft á sama tíma í stað þess að heimsækja hverja sveit út af fyrir sig. -grh Landhelgisgæslan Tímabært að huga að nýju skipi Gunnar Bergsveinssonforstjóri: Þurfum nýtt alhliða skip. Starfsemi Gœslunnar hefur mikið breystfrá tímum landhelgisstríðanna. Vísumþví tilföðurhúsanna að við ástundum nornaveiðar við möskvamœlingar. Þurfum ákveðnari reglur Þegar Islendingar stóðu í stríði við Breta, Þjóðverjaog fleiri þjóðir um yfirráðin yfir fiskimiðunum í kringum landið hér fyrr á árum voru starfs- menn Landhelgisgæslunnar hetjur hafsins og nánast dýr- lingar í augum landsmanna. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og tímarnir hafa breyst. (þá daga voru á launaskrá Gæslunnar vel yfir 200 manns en núna rétt um 100. Þá hefur skipastóll henn- ar minnkað að mun og í dag gerir Gæslan aðeins út 3 varðskip, eina Fokkerflugvél ogtværþyrlur. Til að forvitnast um ástand mála hjá Landhelgisgæslunni og hvað þar er að gerast um þessar mundir spjallaði tíðindamaður sjávarútvegsblaðs Þjóðviljans lítillega við Gunnar Bergsveins- son forstjóra hennar. Óðinn 30 ára - Núna gerum við út aðeins þrjú varðskip, Tý, Ægi og Óðin auk þess sem við höfum yfir að ráða einni Fokkerflugvél og tveim þyrlum. Okkur er skammtaður úthaldstími fyrir skipin og getum þessvegna ekki haldið þeim úti nema í samtals 30 mánuði á ári sem okkur finnst vera alltof lítill tími þegar tillit er tekið til þess hafsvæðis sem okk- ur bera að hafa eftirlit með. Að okkar mati er orðið brýnt að huga að smíði nýs skips í stað Óðins sem er kominn til ára sinna en hann er orðinn 30 ára gamall. - Að mínu mati og okkar hér þurfum við að fá alhliða skip sem getur siglt í gegnum ís, tekið að sér viðgerðir á þeim raf- og sím- strengjum sem á sjávarbotni liggja auk þess að geta sinnt öðr- Gunnar Bergsveinsson forstjóri Landhelgisgæslu íslands. Mynd: Jim Smart. um verkefnum ss. við baujur og fleira í þeim dúr. En hvenær og hvort af þessu verður er pólitískt mál og spurning hvort ríkið sér sér fært að leggja út í þann kostn- að sem nýsmíðinni fylgir. Starfið hefur breyst - Það er óhætt að segja að starf Landhelgisgæslunnar hafi breyst töluvert frá því á tímum land- helgisstríðanna. Núna eigum við sem betur fer ekki í stríði við aðr- ar þjóðir eftir að fullnaðarsigur vannst í landhelgisstríðunum og getum einbeitt okkur að eftirliti með smáfiskadrápi og möskva- stærð veiðarfæra svo dæmi séu nefnd. En því er heldur ekki að neita að meðan við höfum ekki fleiri skip né fleiri úthaldsdaga en raun ber vitni er aðstoð okkar við flotann takmörkuð. Þó reynum við eftir bestu getu að hafa varð- skip úti á miðunum þar sem flotinn er hverju sinni. Það segir sig þó sjálft að það getur verið erfitt að koma öllum til aðstoðar sem þess óska. Þrátt fyrir þennan takmarkaða skipakost höfum við bæði Fokkerflugvél, eina miðlungsstóra þyrlu og aðra minni. Til þess að geta haldið úti öflugri landhelgisgæslu þurfum við meiri peninga og í þeim efn- um erum við ekki einir á báti. Nornaveiðar Gæslunnar - Að sjálfsögðu vísa ég því á bug að við ástundum einhverjar nornaveiðar gegn flotanum þegar við erum í okkar eftirlitsstarfi með möskvastærð veiðarfæra, eins og skipstjórnarmenn hafa haldið fram. Hið sama á við um eftirlit okkar með því að smá- fiskadráp sé ekki iðkað. Aftur á móti er því ekki að leyna að okk- ur vantar ákveðnari reglur í sam- bandi við möskvamælingarnar. Það eina sem við vitum í því sam- bandi að reglugerð er í bígerð hjá sjávarútvegsráðuneytinu, en hvenær hún sér dagsins ljós veit ég ekki. Það sem þarf er betri skilgreining á því hvernig skuli mælt og hvert frávikið má vera frá þeirri lágmarksmöskvastærð sem núna er í gildi. En eins og kunnugt hafa skipstjórnarmenn haldið því fram að ýmsar orsakir geti verið fyrir því að möskvinn minnki þó svo að viðkomandi hafi keypt sitt veiðarfæri með td. 155 mm möskvastærð. í þessu sem og í fleiri atriðum varðandi stærð veiðarfæra þurfa að liggja fyrir betri skilgreiningar á því hvað er hvað til að koma í veg fyrir misskilning um að við séum að klekkja á hinum og þessum. Við erum aðeins venjulegir lög- gæslumenn á hafinu og sinnum þessum málum samkvæmt því. Þannig að auðvitað vísa ég til föðurhúsanna öllum ummælum um að við ástundum nornaveiðar gegn flotanum. Vakt allan sólarhringinn - Það er óhætt að segja að stig- ið hafi verið stórt skref framá við í öryggismálum okkar þegar heim- ild fékkst til að hafa vakt allan sólarhringinn í stjórnstöð Land- helgisgæslunnar. Við það verður viðbragðstími mun styttri en ella þegar við fáum tilkynningu um slys eða óhapp. Fyrir þann tíma var aðeins bakvakt í stjórn- stöðinni sem gat leitt til þess að viðbragðstíminn gat orðið óeðli- lega langur frá því við fengum til- 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.