Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 7
SVONA GERUM VIÐ _______________SJÁVARÚTVEGUR_____________ Um stærð fiskiskipa- flotans og fleira Skúli Alexandersson alþingismaður skrifar SJÁVARÚTVEGUR Enginn fræöilegur útreikningur liggur fyrir um að f iskiskipaf lotinn haf i verið of stór á undanförnum árum. Nauðsyn á breyttum veiðiháttum. Úreldingarsjóður fiskiskipa fyrsta skrefið í átt að auðlindaskatti Skúli Alexandersson alþingismaður Alþýðubandalagsins á Vesturlandi. Enginn fræðilegur útreikning- ur iiggur fyrir um það að fiski- skipaflotinn hjá okkur íslending- um hafi verið of stór á undanförn- um árum. Á síðustu árum skrap- dagakerfisins kom það fyrir að sá afli sem leyft var að veiða náðist ekki. Ýmis ytri áhrif, lítil fæðu- framleiðsla og kuldi í hafinu voru völd að aflasamdrætti áranna 1983 og 1984, frekar en stór fiski- skipafloti - og fleira kom þar til. Pað má endalaust deila um það með hvað stórum flota sé hag- kvæmast að veiða. í því sambandi þarf að skoða ótal fleiri þætti en hugsanlegt aflamagn hvers skips. Til dæmis verðmæti hvers skips, gæði afla og aflasamsetningu, nýtingu annarrar fjárfestingar o.fl., o.fl. Gerðar hafa verið tilraunir til að hamla gegn stækkun flotans með stjórnvaldsaðgerðum, ma. var lagt bann við innflutningi á fiskiskipum. Með lögum nr. 97 / 1985, um stjórn fiskveiða 1986 - 1987 og með reglugerð fyrir Fiskveiða- sjóð íslands um lánaflokka, var mörkuð stefna varðandi endur- nýjun fiskiskipaflotans. í reglu- gerðinni var sett sú aðalregla að lán sem var vegna nýsmíði, inn- flutnings eða endurbóta á fiski- skipum yrðu við það miðuð að afkastageta fiskiskipaflotans færi ekki vaxandi. Flestar þessar til- raunir hafa mistekist og kannski mest sú síðasta. Þrátt fyrir úthlutun á einstakl- ingsbundnum og framseljan- legum veiðiheimildum hefur af- kastageta flotans aukist. Trúlega hefur hagkvæmni við þorsk- veiðar minnkað mikið á undan- förnum árum, þar er ekki um stærð fiskiskipaflotans að sakast, heldur verður að sakast um það hvernig sótt hefur verið í stofn- inn. Þar hefur átt sér stað ótrúleg kraftasókn jafnt af bátum sem togurum á ungfiski - sem hefur leitt til þess að á næstu árum verð- ur að gera ráð fyrir, ef ekki verð- ur breytt um veiðiaðferðir, að ársafli næstu ára verði um og innan við 300 þúsund tonn í stað 400 þúsund tonna eða þar yfir, en þorskstofninn er talinn eiga að geta staðið undir þeirri meðal ársveiði. Hér breytir engu til batnaðar hvort lög um stjórn fiskveiða hafa verið sett til langs tíma eða skamms tíma í einu, nema síður næst þegar þú ferðast innanlands Tíminn er takmörkud auðlind. Flugið sparar tíma og þar með peninga. Flugleiðir og samstarfsaðilar í lofti og á láði tengja yfir 40 þéttbýliskjarna innbyrðis og við Reykjavík. Með þaulskipulagðri og nákvæmri áætlun leggjum við okkur fram um að farþegum okkar nýtist tíminn vel. Þannig tekur ferð landshorna á milli aðeins stutta stund efþú hugsar hátt. FLUGLEIÐIR sé. Sú skipulagsbreyting sem hef- ur átt sér stað hefur næstum öll verið í óhagkvæmnisátt þe. að aflaheimiidir skipa sem aðaliega hafa stundað veiðar á smáfiski, togara, hafa verið auknar - sú þróun hefði kannski orðið áleitn- ari ef gildistími laga um stjórn fiskveiða hefði verið til lengri tíma en verið hefur. Skrítin kenning Það er skrítin kenning þegar sagt er að „umframafkastagetu fiskiskipaflotans" sé beint að ein- hverjum öðrum tegundum en þorskinum. Hérernefnilega ekki um neina „umframafkastagetu" að ræða heldur aðeins sókn í aðra fiskstofna en þorskinn. Við vor- um ekki að nýta „umframaf- kastagetu" þegar hafin var stór- veiði á loðnu og það var ekki vegna „umframafkastagetu" að aðalhluti fiskiskipaflota okkar var á síldveiðum fyrir Norður- landi yfir sumarmánuðina meðan norðurlandssfldin var og hét. í öllum tilfellum erum við að nýta fískimiðin okkar- hvort sem fisk- urinn heitir rækja, grálúða, loðna eða sfld. Við megum þakka þeim sem höfðu forustu fyrir því að veiði var hafin á úthafsrækju, loðnu og grálúðu - stjórnvöld höfðu á því frekar lítinn áhuga, við megum þakka þeim sem áttu þessi „umframafkastagetuskip" til að nýta þessa stofna. Nú lítum við bjartsýn til vaxandi sfldar- stofna, verðum við ekki að eiga „umframafkastagetuskip" til að veiða sfldina á næstu árum? Nauðsyn á breyttumveiði- háttum Það er varla hægt að segja ann- að en það sé kaldhæðnislegt þeg- ar það er notað sem rök til að sanna það að fiskiskipaflotinn sé of stór, að nú verði að Iækka heildarkvóta af þorski um 10%. Er framtíðarsýn þeirra sem slík- um rökum beita sú að ársþorsk- veiði á íslandsmiðum verði um og innan við 300 þúsund tonn eða jafnvel minni á næstu árum? Ég hafna algjörlega slíkri framtíðar- sýn. Þótt nú syrti í álinn í sam- bandi við stöðu þorskstofnsins - er það ekkert líkt því sem ástand- ið var á Suðurlandssfldinni um 1970 - þar snerum við vörn í sókn - ekki með því að eyðileggja fiskiskipaflotann - heldur með því að stjórna og breyta veiði- háttum. A svipaðan hátt þurfum við að bregðast við með þorsk- inn. Við eigum ekki að gera okk- ur ánægð með fjórðungs skerð- ingu á þorskveiði vegna rangra veiðihátta - við höfum ekki efni á fiskveiðistefnu sem viðurkennir slíka veiðiskerðingu sem staðr- eynd, og sem færir þá framtíðar- sýn fram sem rök fyrir úreldingu á fískiskipastólnum. Allt tal um 120 daga bryggju- bindingu fellur reyndar heim og saman við það sem sagt er hér að framan. Þó er nú rétt að nefna það að sumar útgerðir amk. þurfa nokkra daga til viðhalds á skipum sínum og ýmsar frátafir orsakast af öðru en fyrirfram ákveðinni bryggjubindingu! Eins og áður segir er margt fleira en aukið afla- magn sem getur stuðlað að betri nýtingu fjárfestingar í físki- skipum. Ég tel að ef grannt væri skoðað þá væru ýmsir þættir sem ætti að skoða á undan auknum afla á hvert skip. Það eru þó mörg dæmi til um það þar sem hag- kvæmt væri að auka veiðiheim- ildir, hin dæmin eru örugglega mikið fleiri og er almenna reglan þar sem fyrst þyrfti að hugsa um er að bæta meðferð afla og auka þar með verðmæti hans og að draga úr kraftasókn og minnka þar með veiðarfæra- og viðhalds- kostnað. Stórkostleg fjárfesting Greinilegt er þó að ýmislegt er óljóst. Stórkostleg fjárfesting hefur átt sér stað á síðustu árum. Hinir nýju frystitogarar eru mjög dýr skip sem vafasamt er hvort eigi nokkurn rétt á sér þjóðhags- Iega og þaðan af síður ef Iitið er til byggðasjónarmiða. Nokkur mörg dýr og stór skip önnur hafa bætst í fiskiskipaflotann og byggja afkomu sína mörg hver á því að þeim takist að sölsa undir sig aflaheimildir, en með því er ekki verið að auka hagkvæmni nema síður sé. Þessi dýru skip (oftast togarar) og frystitogaram- ir auka sóknina í smáfiskinn. Vandamál í sambandi við þessi skip eru lítið rætt. Að hverju er stefnt? Ef stjórnvöldum ber skylda til að grípa til aðgerða til að draga úr stærð fiskiskipaflotans þurfa stjórnvöld, áður en þau taka til við að sinna þeim skyldustörfum, að gera almenningi grein fyrir því hverjir það eru sem eiga að njóta sameiningar á veiðiheimildum - að hverju er stefnt um framtíðar eignarhald á fiskiskipaflotanum. Svo þarf líka að svara því hvaða skipagerðir eru það sérstaklega sem draga þarf saman og hvaða veiðarfæri eru óhagkvæmust og hver hagkvæmust td. við þorsk- veiðar. Það þarf líka að koma svar við því hvort við eigum að halda áfram að framleiða útflutn- ingsvöru úr 8-12 daga gömlu hrá- efni á sama tíma og markaðirnir krefjast vöru úr sem ferskustu hráefni? Ennfremur er alls ekki hægt að komast undan því að svara þeirri spurningu hvort við ætlum að vera ánægð með það að þorskafl- inn í framtíðinni verði um og innan við 300 þúsund tonn á ári og stór hluti hefðbundinna þorskfiskimiða ördeyða eða hvort við eigum - og þá hvernig - að stefna að því að sækja um of yfir 400 þúsund tonna ársafla í þorskstofninn og byggja þar með upp veiði á okkar hefðbundnu fiskimiðum. Það er margt fleira óljóst. Vita- skuld skiptir máli hvort veiði- heimildirnar eru til lengri eða skemmri tíma. Það er hættulegra að hafa þær í langan tíma á með- an allt er óljóst með markmið og leiðir. Góðir fiskimenn geta varla notið sín í veiðileyfakerfi nema við einhverjar sérstakar aðstæð- ur. Allt tal um að „þeir sem fiskn- ari eru“ „myndu smám saman“ draga að sér veiðiheimildir er, að mér virðist, rökleysa. Allt aðrir þættir myndu hafa þar áhrif. Ég ætla ekki að halda því fram að fiskiskipaflotinn sé ekki of stór eða of lítill. Amk. sumir skipa- flokkar eru of fyrirferðarmiklir á miðunum, aðrir eru jafnvel of litlir og sumir hættulega úreltir. Umræða um þetta mál er því miður á þann hátt frá nokkuð ábyrgum aðilum, að aðeins er fullyrt að flotinn sé of stór og jafnvel að það sé skylda stjórnvalda að minnka hann. Ekkert er látið uppi um hvaða markmiðum skuli stefnt að nema sameina veiðiheimildir. Það er harla ótrúlegt að mál eins og þetta væri flutt með þess- um hætti ef annað mál væri ekki aðalatriði umræðunnar - hér sé um að ræða vel útfærða „Albaní- uumræðu". Fyrsta skref að auðlindaskatti Ég hafna allri umræðu um stærð og minnkun fiskiskipaflot- ans á þeim umræðugrunni sem sjávarútvegsráðuneytið heldur sig. Ég tel að sá málflutningur sé eingöngu til þess ætlaður að fá samþykkt fyrsta skref auðlinda- skatts á landsbyggðina og sjávar- útveginn. Þeirri skattheimtu er ég á móti. Ekki er gott að átta sig á hver eftirköst slíkt skref hefði. .Hugsanlega mætti tengja auðlindaskattstöku á sjávarút- veginn auðlindaskattstöku af inn- lendriu orku, af landi og lands- nytjum o.fl. o. fl. SJOMENN — ÚTGERÐARMENN SELJUM: Hraðfrystiskápa — Lausfrystitæki — Frysti — kælikerfi af öllum stærðum Frysti- og kæliklefa úr einingum Allt frá leiðandi fyrirtækjum svo sem Bitzer, Mycom, Kúba o. fl. ÖNNUMST: Uppsetningu og viðgerðir á öllum FRYSTI-KÆLITÆKJUM. Kœling hf. Réttarhálsi 2 110 Reykjavík Þúsund tonn ÞORSKAFLI A ISLANDSMIÐUM 1950-1989 10 ÁRA MEÐALTÖL 500 400 300 200 1950-59 1960-69 1970-79-^*1980-89 1989-7 * Áætlaö fyrir árln 1988 360 þús. tonn og 1989 300 þús. tonn. Lyktarlaus Ohuhrelnslr og Mýkróleyslr eru nýjar tegundlr hrelnslefna fyrlr olíuóhreinindl. Lyktarlaus Olíuhrefnslr er sérlega hentugur þar sem léleg loftræsting er t.d. í vélarrúm- um báta og skipa svo og í matvæfaiönaði. Míkróleysir er olíuhreinsiefni sem blanda má meö vatni til þynningar. Míkróleysir heldur fullri virkni þótt flöturinn sé blautur sem hreinsa skal. Míkróleysir brotnar algerlega niöur og veldur því ekki mengun. SÁPUGERÐIN Lyngási 1 Garðabæ, sími 651822 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.