Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 8
SJAVARUTVEGUR Norræn samstarfsáætlun um sjávarútvegsmál Norrænt samstarf á sviði sjávarútvegsmála var í fyrstu fólgið í samskiptum á milli yfir- valda og atvinnulífs í hinum ein- stöku löndum við ýmiss tækifæri og á vettvangi Norrænu fiski- málaráðstefnunnar. Síðan hófst formlegt samstarf í Norræna sam- starfshópnum fyrir sjávarútvegs- mál og í Embættismannanefnd- inni um sjávarútvegsmál. Norrœna fiski- málaráðstefnan Fyrsta nærræna fiskimálaráð- stefnan var haldin í Hindsgavl í Danmörku árið 1949. f upphafi. var ráðstefnan haldin á hverju ári, en síðar annað hvert ár. Þátt- takendur eru sjávarútvegsráð- herrar Norðurlandanna og full- trúar sjávarútvegsráðuneytanna, samtaka í sjávarútvegi, fisksölu- aðila, fiskiðnaðar og rannsókna- stofnana. Fjallað hefur verið um fjölda mismunandi málefna er snerta sjávarútveg og fiskvinnslu. Norrœni samstarfs- hópurinn fyrir sjávarútvegsmál Samkvæmt tillögu 10. þings Norðurlandaráðs komu ríkis- stjórnir Norðurlandanna á fót föstum samstarfshóp fyrir mál er varða sjávarútveg og fiskiðnað. Tilhögun og starfssvið stofnunar- innar voru rædd og samþykkt á Norrænu fiskimálaráðstefnunni í Þrándheimi í ágúst 1962. Starfs- hópnum var ætlað að fylgjast með þróun í sjávarútvegi og fást við ýmiss vandamál, sem tengjast fiskveiðum einstakra Norður- landa eða viðskiptum þeirra sín í milli og móta afstöðu gagnvart öðrum löndum um þessi mál. Fyrsti fundur hópsins var í Kaup- mannahöfn, 14. janúar 1963 og síðan hafa fundir verið með hálfs árs millibili. Stofnun ráðherranefndarinnar (1971), skrifstofu ráðherranefnd- arinnar (1973) og embættis- mannanefnda á vegum ráðherra- nefndarinnar hefur skapað aukna möguleika á norrænu samstarfi. Norræn embættis- mannanefnd um sjávarútvegsmál Norræna ráðherranefndin stofnaði Embættismannanefnd- ina um sjávarútvegsmál 18. des- ember 1985. Fyrsti fundurnefnd- arinnar var haldinn 17. ágúst 1986 á Akureyri. Embættismannanefndin hefur stofnað til og eflt samstarf á sviði fiskeldis. Nú er verið að taka tækniþróun í sjávarútvegi og vinnslu með í samstarfsáætlunina með það fyrir augum að auka verðmæti framleiðslunnar. Nefndin hefur auk þessa fjallað um fiskstofna og umhverfismál. Nefndin hefur látið taka saman yfirlit yfir rannsóknir, er gerðar hafa verið á Norðurlöndunum á sviði sjávarútvegs og fiskvinnslu. Samkvæmt ákvörðun ráð- herranefndarinnar var embættis- mannanefndin gerð ábyrg fyrir norrænu samstarfi um sjávar- spendýr. Það var gert að ósk Norrænu embættismannanefnd- arinnar um umhverfismál og í samráði við hana. Samstarfið er ekki komið í fastar skorður, en oftast hefur verið reynt að leysa einstök mál heima fyrir í sam- ræmi við norræn langtímasjónar- mið um ábyrga nýtingu auðlinda sjávar. Á vegum embættismanna- nefndarinnar hefur jafnframt starfað sérstakur starfshópur um fiskeldismál, sem framkvæmir faglegt mat og röðun á umsókn- um til verkefna í fiskeldi. Grundvöllur og markmið rannsókna- samstarfs Norrænt samstarf á þessu sviði, sem öðrum, byggist á Helsing- forssáttmálanum frá 1962 (endurskoðaður 1971). Á grund- velli hans fer fram samvinna um ótal mál með það meginmar- kmið, að nýta auðlindir landanna skynsamlega og að leysa sam- eiginleg vandamál. Auk þess er reynt að samræma afstöðu og koma á framfæri sameiginlegum norrænum sjónarmiðum og fá með því móti meiri hljómgrunn og víðtækari áhrif. Efling norrænnar samvinnu hefur mikla þýðingu í sjávarút- vegi. í því sambandi má nefna nýtingu fjölda fiskstofna, ört vax- andi fiskeldi, og þörf fyrir aukna verðmætasköpun í fiskiðnaði, m.a. með markaðsrannsóknum. Aukin mengun í hafi og ósöltu vatni og tilkoma innri markaðar Evrópubandalagsins hafa jafn- framt mikla þýðingu fyrir sjávar- útveg. Á fundum norrænu sjávarút- vegsráðherranna á Akureyri, 1986 og nú síðast í Ábo, í des- ember 1987 sendu ráðherrarnir frá sér sameiginlega yfirlýsingu gegn losun skaðlegra efna og brennslu úrgangs á hafi úti. Þar kom jafnframt skýrt fram, að jafnvægi lífríkis í hafi, vötnum og ám er nauðsynleg forsenda á- framhaldandi fiskveiða. Ríkisstjórnir Norðurlandanna hafa á líkum nótum tekið undir tillögur Alheimsnefndar um- hverfis- og þróunarmála frá 1987 um ábyrga nýtingu auðlinda og eflingu hagvaxtar með tilliti til umhverfisins. Við stefnumótun um byggða- og atvinnumál þarf að taka tillit til stöðu kvenna í sjávarplássum og kvenna sem starfa við sjávarútveg. í hverju landi fyrir sig er verið að finna út hvar og hvernig tillögurnar geti komist í framkvæmd. Ráðherranefndin álítur mikil- vægt, að um þessi mál verði fjall- að og að samvinnuna um sjávarútvegsmál megi og eigi að skoða í ljósi þeirra. Á grundvelli ofanskráðs álítur ráðherranefndin að sérstök þörf sé á að hefjast handa um: • að ýta undir rannsóknir á sam- spili fiskstofna, samspili þeirra við stofna sjávarspen- dýra og umhverfið í sjónum bæði með nýtingu til neyslu og líftækni að leiðarljósi. # að nýta fyrirliggjandi þekk- ingu um mengun sjávar og ó- saltra vatna til að meta af- leiðingarnar fyrir fiska og sjávarspendýr og að reyna að meta hættuna á erfðamengun og bregðast við henni. • að efla skoðanaskipti og leitast við að samstilla viðhorf til mála á alþjóðavettvangi er varða nýtingu náttúruauð- linda. • að efla rannsóknir á sviði fi- skeldis með áframhaldandi þróun og vöxt fyrir augum. # að þróa hagkvæma veiðitækni t.d. með því að finna upp ný veiðarfæri eða nýjar veiðiað- íerðir. # að auka sölu sjávarafurða með skipulegri upplýsinga- söfnun um alþjóðleg mark- aðsmál. Ráðherranefndin telur einnig ástæðu til að efla samstarfið á sviðum er ekki varða auðlindirn- ar. Þar skal sérstaklega bent á eftirfarandi: Vinnuumhverfi og öryggismál eru mikilvæg í þessari atvinnu- grein vegna hárrar slysatíðni og er þörf á átaki til að bæta aðstöðu og fyrirbyggja vinnuslys. Bœtt vinnuumhverfi er jafn- framt nauðsyniegt fyrir eflingu jafnréttis í greininni. Menntun í sjávarútvegi. Komið hefur verið á fót auknum tengsl- um og upplýsingamiðlun milli menntastofnana með þriggja ára norrænu samstarfsverkefni. Þar eð áframhaldandi þróun atvinnu- greinarinnar mun gera breyttar kröfur til menntunar þykir eðli- legt að efla þessa samvinnu enn frekar og jafnframt að nýta menntun til að auka jafnrétti. Markaðsmál. Tilkoma innri markaðar Evrópubandalagsins, fríverslun með fisk innan EFTA og Viðskiptasvæðis Evrópu (EES) getur allt haft veruleg áhrif. Breyttar markaðsaðstæður gera auknar kröfur til upplýs- ingastreymis, samráðs og stjórn- unar framboðs. Sjávarútvegur- inn verður að leggja sitt af mörk- um til þeirrar samstarfsáætlunar Norðurlanda, er varðar samein- ingu Evrópu. Tengsl við heilsufar. Hafa ber í huga að fiskveiðar eru ekki að- eins fjárhagslega mikilvægar heldur geta þær einnig verið vett- vangur heilnæmrar útivistar. í þessu sambandi eru möguleikar á norrænu samstarfi um bætta að- stöðu til veiða við strendur og stöðuvötn með heilsubót og yndisauka að leiðarljósi. Á svæð- um þar sem sjávarútvegur er mikilvæg atvinnugrein gegna að- 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.