Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.04.1989, Blaðsíða 12
SJÁVARÚTVEGUR Ríkismat siávarafurða Gæðaátak í sjávarútvegi Meðþvíer stefnt aðþvíað nýta auðlindirþjóðarinnar til að skapa meiri útflutningsverðmœti, með hœrri arðsemi og minni kostnaði en verið hefur Að undanförnu hafa starfs- menn Ríkismats sjávarafurða og sjávarútvegsráðuneytisins farið um landið og kynnt fyrirhugað gæðaátak í sjávarútvegi. Það hefur verið kynnt fólki sem starfar í atvinnugreininni, sjómönnum, útgerðarmönnum, fiskvinnslu- fólki, verkstjórum og fram- kvæmdastjórum fiskvinnslufyrir- tækja svo einhverjir séu nefndir. Jafnframt því sem upplýsingar um gildi þess hafa verið tíundað- ar í fréttabréfi Ríkismatsins. Við undirbúning gæðaátaks í sjávarútvegnum hafa menn gengið út frá því sem vísu að sjáv- arútvegsráðuneytið hafi frum- BRUNABOÐI BB-1 FYRIR BÁTA AÐ 100. BRT. Brunaboði BB-1 er nýtt ör- yggistæki fyrir minni báta. Aðvarar um eld, hita, reyk og sjó. Sérstaklega gerður fyrir ís- lenskar aðstæður. Ódýrt tæki í hæsta gæða- flokki. Traust þjónusta. Sölustaðir um land allt. RAFIÐN SÍMI 91-84422 Ertu íbílahugleiðingum? Ódýr, rúmgóðurfjölskyldubill á góðu verði. Eins og aðrir Lada bílar hefur Lada Safir reynst afbragðsvel hér á landi, enda kraftmikill og sterkur. Veldu þann kost, sem kostar minna! Bifreiðarog fandbúnaðarvéiar hf. Ármúla 13, Suðurlandsbraut 14L Sími681200. kvæði að stefnumótun í gæðamál- um sjávarútvegsins sem síðan verði kynnt fyrir alþjóð. En það er alkunna að opinberir aðilar geta ekki einir sér leyst þau við- fangsefni sem fyrir liggja heldur verður að ætlast til þess af fyrir- tækjunum sjálfum að þau finni þau úrræði sem duga. Hins vegar þurfa stjórnvöld að skapa þá um- gjörð sem stuðlar að þessari þró- un og fylgja eftir þeim framförum sem þegar hafa átt sér stað. Engu að síður þurfa fyrirtækin að vera undir opinberu eftirliti sem veitir þeim svigrúm til at- hafna og hvetur til framfara. Þá verður einnig að sjá til þess að fyrirtæki í sjávarútvegi séu fær um að annast hlutverk sitt. Þörfin á heildarátaki í gæða- málum sjávarútvegsins er fyrst og fremst til að tryggja stöðu hans á næstu árum og til að fullnægjandi árangur náist er nauðsynlegt að fara nýjar leiðir. Mikilvægt er að takist að vernda viðskipta- hagsmuni þjóðarinnar þannig að enginn einn aðili geti spillt þeirri ímynd sem íslenskar sjávarafurð- ir hafa á mörkuðunum. Þegar er ljóst að innri markaður Evr- ópubandalagsins 1992 muni leiða til aukinna krafna og til þess að uppfylla þær kröfur er þörf á vissri aðlögun. Þar er verið að taka upp aðferðir sem eru leið- beinandi og henta vel við okkar aðstæður. Hér er átt við stöðlun og samræmingu á kröfum og vott- un á gæðakerfum. Með gæðastjórnun er stefnt að aukinni arðsemi í framhaldi af betri markaðsstöðu vegna þess að fyrirtækin gera sér betri grein og ná betri tökum á að mæta þörf- um viðskiptavina sinna og stand- ast kröfur þeirra. Þá lækkar gæðastjórnun kostnað vegna þess að færri mistök verða væntanlega gerð og þar með fer minna hrá- efni til spillis, eða er bjargað í annars konar vinnslu þar sem það er ekki boðlegt á markaði sem gerir miklar kröfur. Með þessu er stefnt að því að nýta auðlindir þjóðarinnar til að skapa meiri útflutningsverðmæti með hærri arðsemi og minni kostnaði en verið hefur. _prh ...kjörin leið til sparnaðar er Kj örbók Landsbankans Betri, einfaldari og öruggari leið til ávöxtunar sparifjár er vand- fundin. Háir grunnvextir og verðtryggingarákvæði tryggja góða ávöxtun. Að auki koma afturvirkar vaxtahækkanir eftir 16 og 24 mánuði. Samt er innstæða Kjörbókar alltaf laus. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.