Þjóðviljinn - 13.04.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.04.1989, Blaðsíða 1
Enga gengisfellingu ÁsmundurStefánsson: Útíbláinn að viðgerum kröfu um gengisfellingar. Skýrsla sjávarútvegsnefndar ASI erfráþvíí janúar. Leggjum höfuðáherslu á að kaupmáttur verði tryggður „Ég held að það megi einfald- lega slá því föstu að það stendur ekkert til af okkar hálfu að gerast talsmenn atvinnurekenda gagn- vart ríkisvaldinu um gengisfell- ingu, það er út í bláinn að við tökum eitthvert slíki hlutverk að okkur. Sú skýrsla sjávarútvegs- nefndar ASÍ sem Útvarpið hefur verið að vitna í og segir að gengis- fellingar sé þörf, hún er að stofni til frá því í október á síðasta ári og var fullunnin í janúar. Þannig að hún er ekki nýtilkomin," sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ í samtali við Þjóðviljann í gær. Sagði Ásmundur að atvinnu- rekendur neituðu frekari við- ræðum við ASÍ fyrr en Þjóð- hagsstofnun hefði svarað tiltekn- um spurningum atvinnurekenda um mat á samningum BSRB, hver áhrif það hefði, ef greiðslum verði hætt úr verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins og fleira. Búist væri við að svör lægju fyrir nú á föstudag. „Það er hins vegar ljóst að það er fyrst núna að samningar stærstu félaga okkar eru lausir eða frá mánudeginum að telja. Ef ekki fást skýr svör frá atvinnurek- endum í næstu viku blasir við að félögin muni afla sér verkfalls- heimilda. Við horfum fyrst og fremst á niðurstöðu samninga varðandi kaupmátt en einblínum ekki á krónutölur. Ríkisstjórnin hefur í dag engin loforð gefið hvorki um gengi né verðlag. Við munum að sjálfsögðu hlutast til um að verðhækkunum verði haldið í lágmarki," sagði Ás- mundur Stefánsson. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans búast ASÍ menn við erfið- um samningum við VSÍ og þung- um. Krafa atvinnurekenda og sérstaklega útflutningsfyrirtækj a um gengisfellingu er þung. Hefur verið talað um að ef samningar BSRB verði yfirfærðir á ASÍ- fé- laga kalli það á um 2% gengisfell- ingu og önnur 5% komi til þegar greiðslum úr verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins verði hætt í júlí. Þá er miðað við að aðstæður eins og fiskverð erlendis haldist óbreytt frá því sem nú er. phh Hafnarfjörður Maður fórst við hafnaimynnið Dráttarbátur með dýpkunarpramma sökk Maður á sextugsaldri fórst er dráttarbáturinn Björn sökk rétt utan við Suðurgarðinn í Hafnarfirði um tvöleytið ~í gær. Annar maður sem var um borð í pramma sem dráttarbáturinn var að fara með út fyrir hafnargarðana, reyndi að bjarga þeim sem var um borð í dráttarbátnum en tókst ekki og synti þá upp að hafnargarðinum. Dráttarbáturinn var í eigu Dýpkunarfélagsins hf, sem hefur unnið við dýpkun í Hafnarfjarðarhöfn nær óslitið síðan í desember. Báturinn var að fara með pramma fullan af botnleðju út fyrir hafnarmynnið tii þess að losa hann. Að sögn Eðvards ólafssonar rannsóknarlögreglumanns er aðdragandinn að slysinu enn óljós. Báturinn hafi lagst skyndilega á hiiðina og sá er var á prammanum kastað sér til sunds og reynt að opna brúarhurðina en ekki tekist. Þegar slysið átti sér stað, var varðskip nýkomið í Hafn- arfjarðarhöfn. Fóru kafarar þaðan þegar á slysstað og köfuðu niður að dráttarbátnum, en fundu skipverjann ekki. Dýpkunarskipið Reynir kom sfðan á slysstað og tókst að ná dráttarbátnum upp með gröfu. Hinn látni fannst í brú skipsins. Ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu. -Sáf Kafarar komu köðlum utan um dráttarbátinn í gröfuna á dýpkunarskipinu og þannig náðist bát- urinn upp. Mynd Jim Smart. BHMR Alltí hnút Óvíst umfundahöldídag. Ríkistilboði hafnað Mikil óvissa er um fundahöld í deilu BHMR og ríkisins í dag, viku eftir að verkfall skall á. Samninganefnd BHMR hafnaði í gær tilboði ríkisins, en felldi þess í stað fyrri kröfugerð sína inn í til- boðið. í tilboði ríkisins var lagt til að samið yrði út þetta ár um launa- hækkanir sambærilegar og í BSRB-samningnum en samið um önnur sératriði til þriggja ára. Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila til sín árdegis í dag en óvíst er um frekari fundahöld. Siglóleigan Skiptaréttur beittur þrystingi Svo virðist sem forráðamenn Sigluness hf. og fyrrum eigendur Sigló hf. hafi beitt skiptarétti í Siglufirði mikhim þrýstingi í því skyni að fá réttinn til að fallast á að leigja þeim þrotabúið til 7 mánaða, sama dag og Sigló hf. var úrskurðað gjaldþrota. Þennan dag 6. apríl um hádeg- isbil komu forráðamenn Siglun- ess hf. og þáverandi eigendur Sigló hf. og Guðmundur Krist- jánsson bústjóri þrotabúsins til Siglufjarðar og um þrjúleytið var Sigló hf. úrskurðað gjaldþrota. Þremur tímum seinna var búið að leigja Siglunesi þrotabúið. Þrotabú Sigló hf. á ekkert nema hússkrokkinn um verksmiðjuna. Flestfram- leiðslutœkin íeigu norrœns kaupleigufyrirtœkis. Að sögn Erlings Óskarssonar bæjarfógeta í Siglufirði lá for- ráðamönnum Sigluness afar mikið á að skiptarétturinn gengi að tilboði þeirra um leigusamn- ing og gekk rétturinn að því. Ella hefðu þeir dregið tilboðið til baka. Erlingur vildi ekki gefa upp hver leiguupphæðin væri og sagði aðeins að þetta væri góður leigu- samningur fyrir búið og tryggði hagsmuni þess, enda allt topp- tryggt. Aðspurður afhverju bréfi heimamanna um ósk um við- ræður við skiptaráðanda um leigu hafi ekki verið sinnt sagði Er- lingur að það hefði borist of seint. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans réð það baggamuninn í af- stöðu skiptaréttarins til leigu- samningsins við Sigluness hf. að þrotabúið á í raun og veru ekkert annað en hússkrokkinn um verksmiðjuna en vel flest fram- leiðslutækin er í eigu Sven Linner sem er norrænt kaupleigufyrir- tæki. Áður en Sigló hf. var úr- skurðað gjaldþrota höfðu eigendur þess gert 7 mánaða samning við kaupleigufyrirtækið sem þeir lögðu fram við skipta- réttinn! Að sögn Jóns Guðlaugs Magnússonar aðaleiganda Sigl- uness hf. og framkvæmdastjóra Marbakka hf. í Kópavogi var kaupleigufyrirtækið inní málinu allan tímann og gaf ma. út viljayf- irlýsingu í janúar um að það stæði með þáverandi eigendum Sigló hf. í hverju sem væri. í vikunni verður auglýst eftir kröfum í þrotabú Sigló hf. í Lög- birtingarblaðinu en kröfuhafar hafa 2 mánuði til að leggja þær fram. Vegna réttarhlés í sumar er ekki búist við að fyrsti skipta- fundur verði fyrr en seint í sumar eða í haust. Á morgun föstudag verður fjallað nánar um Siglóleiguna í fréttaskýringu í Nýja Helgarblað- inu. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.