Þjóðviljinn - 13.04.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.04.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Amarflug Alltí sómanum? Hluthafar vonast til að 660 miljónir króna liggifyrir innan tveggja mánaða. Breytti 477 miljóna króna neikvœðri eiginfjárstöðu íjá- kvœða um tœplega 200 miljónir Aðalfundur Arnarflugs hf. var haldinn í gær. í ársreikningum kom fram að ciginfjárstaða fé- lagsins um síðustu áramót var neikvæð um 476,6 miijónir króna, en endurfjármögnun fé- lagsins um 660 mi|jónir króna sé langt á veg komin. Náist það tak- mark verði eiginfjárstaðan já- kvæð um tæplega 200 miljónir króna og sagði Kristinn Sig- tryggsson, framkvæmdastjóri fé- lagsins að hann vonaðist að það Borgarar Foimlega klofið „Sáttaboði“ Inga Björns og Hreggviðs hafnað Þingflokkur Borgaraflokksins hafnaði í gærkvöld því tilboði sem þeir Ingi Björn Albertsson og Hreggviður Jónsson höfðu gert um sættir í flokknum. Þeir tvímenningar sem ekki hafa mætt á fundi þingflokksins um margra vikna skeið, kröfuðst yfirlýsingar frá þingflokknum þess efnis að Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir harmaði þá atburði er hún greiddi veg ríkisstjórnarinn- ar fyrr í vetur og að flokkurinn styddi ekki stjórnina né ætlaði í viðræður um samstarf við stjórn- arflokkana. Aðalheiður hafði áður lýst því yfir að hún myndi aldrei skrifa uppá slíka yfirlýsingu og á fundi flokksins í gærkvöld voru aðrir þingmenn flokksins henni sam- mála. Ljóst er að eftir þessa formlegu afgreiðslu hafa leiðir skilist með þeim tvímenningum og öðrum þingmönnum flokksins. Er jafnvel búist við því að þeir Ingi Björn og Hreggviður tilkynni um stofnun nýs þingflokks næstu daga. mark næðist innan tveggja mán- aða. í áætlunum Amarflugs fyrir þetta ár er hins vegar gert ráð fyrir að tap verði á rekstrinum um tugi miljóna, en í fyrra nam rekstrartapið 224 miljónum króna. Um áramót námu skammtímaskuldir 473 miljónum og eins og segir í áritun erndur- skoðanda, er það hærri tala en samtala veltufjármuna. Þær 660 miljónir króna sem fyrirtækið hyggst ná saman til endurfjármögnunar skiptist á eftirfarandi hátt. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fella niður að breyta í víkjandi lán, 150 miljón króna skuld félagsins. Á þessu er hins vegar fyrirvari um samþykki Alþingis. Þá vonast Arnarflug til að sölu- hagnaður af fyrrum þotu félags- ins sem nú er eign ríkisins nemi a.m.k. 150 miljónum og þær renni til Arnarflugs. Þá hafa KLM og fleiri viðskiptaaðilar ákveðið að breyta 45 miljóna skuld Arnarflugs í víkjandi lán eða að hún verði felld niður. Endurskoðandi telur sér þó ekki fært að færa félaginu til tekna nema 20 miljónir af þessu fé á reikningum. Þá er enn í gangi hlutafjársöfnun upp á 155 miljón- ir króna og segja stjórnendur að vilyrði hafi fengist fyrir mestum hluta þeirrar upphæðar. Loks hafa hluthafar lagt fram trygg- ingar í skuldabréfum og öðrum eignum fyrir hlutafjáraukningu að upphæð 160 miljónum. Þessar tryggingar eru að hluta þær sömu og Arnarflugsmenn buðu ríkinu til tryggingar 200 miljón króna láni, en ríkið hafnaði þar sem þær uppfylltu ekki sett skilyrði. Arnarflugsmenn eru hins veg- ar vongóðir um framhaldið og benda á að mikil aukning hafi verið í flutningum félagsins. Eða eins og Kristinn Sigtryggsson sagði: „Við teljum að vandinn sé leystur, en það á enn eftir að leysa hann betur.“ phh Vaxtamunarnefndin Skil í næstu viku Jón Sigurðsson: Er vongóður um að vextir haldi áfram að lœkka. Hækkun vaxta erlendis gœti þó sett strik í reikninginn Nefnd sú er Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra skipaði til að kanna þróun vaxtamunar í bank- akerfinu og leiðir til að draga úr þeim mun, skilar af sér f næstu viku. Jón Sigurðsson, viðskipta- ráðherra staðfesti þetta í samtali við Þjóðviljann í gær. Um þá vaxtalækkun sem bank- arnir ákváðu í gær, sagði Jón að hana mætti að einhverju leyti þakka hinum nýju Seðlabanka- lögum, þó svo að ákvörðunin hefði verið tekin af bönkunum sjálfum í þetta sinn. Hann teldi að nú væri boltinn hjá ríkinu um að lækka vexti á ríkisskuldabréf- um og vonaði að um vaxtalækkun semdist í viðræðum ríkisins og líf- eyrissjóðanna sem nú standa yfir. „Það er ekki fjarlægt að minu mati, það 5% mark sem ríkis- stjórnin setti sér að ná vöxtum niður í. En þar var vel að merkja átt við vexti á ríkisskuldabréfum og því má búast við að vextir í bankakerfinu og annars staðar verði eitthvað hærri. Hvar sú tala kann að liggja nákvæmlega get ég hins vegar ekki sagt um. En ég er vongóður um að vextir haldi áfram að lækka, þó á móti geti komið að vextir erlendis virðast hafa tilhneigingu til að hækka þessa dagana. En um það fáum við auðvitað engu ráðið,“ sagði Jón Sigurðsson. phh Verður það hlutverk Hótel Borgar að hýsa stærstan hluta af starfsemi Alþingis? Úr því fæst skorið á næstu dögum. Mynd-Jim Smad. Aff»ingt Þingað á Borginni Almennur áhugiþingmannafyrir kaupum á Hótel Borg. Tilkostnaður áætlaður undir 10% afbyggingarkostnaði nýrrarþinghallar. Borgaryfir- völd ekki beint hrifin. Situr Davíð uppi með Oddfellow-húsið? Flest bendir til þess að fyrir lok þessa árs verði Alþingi búið að flytja stóran hluta af starfsemi sinni yfir í húsakynni Hótel Borg- ar. Þannig yrði bætt úr brýnum vanda í húsnæðismálum þingsins til næstu framtíðar. Forsetar AI- þingis lögðu í fyrradag fram í sameinuðu þingi tillögu til þings- ályktunar þar sem þeir óska eftir heimild til að ganga frá samning- um um kaup á Hótel Borg og láta gera nauðsynlegar lagfæringar á húseigninni ef af kaupunum verð- ur. Tillaga þessi er flutt í framhaldi af niðurstöðum nefndar sem for- setar þingsins skipuðu fyrr í vet- ur, en nefndinni var falið að kanna hvort kaup á Borginni gæti reynst æskilegur kostur fyrir Al- þingi. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að það sé skynsam- legt fyrir Alþingi að festa kaup á Borginni og með endurbótum fyrir um 60 miljónir sé hægt að koma þar upp vinnuaðstöðu fyrir stærstan hluta þingmanna, mötu- neyti, fundaraðstöðu nefnda, bókasafni og vinnuaðstöðu fyrir starfsmenn þingsins. Aöstaöan verömeiri en húsið Hugsanlegt kaupverð fyrir hót- elið er talið vera á bilinu 100-150 miljónir. Sigurður Þórðarsson vararíkisendurskoðandi sem var formaður úttektarnefndarinnar, segir að það hafi komið mönnum verulega á óvart í hve slæmu á- standi hótelið er. Hins vegar sé ekki ráðgert að brjóta eitt eða neitt niður, heldur lagfæra og endurbæta herbergi og salar- kynni. Heimildarmaður úr hótelrek- stri segir að miðað við ástand her- bergja á Borginni sem séu líkast því sem þekkist á Mission hótel- um í Istedgade, sé það ekki meira en um 50 miljón króna virði. Sig- urður segir að það sé trúlega rétt, en einnig verði að reikna með í kaupverðið staðsetningu og það hagræði sem Alþingi geti haft af aðstöðunni. Heildarkostnaður ef af kaupum yrði gæti því orðið rúmlega 200 miljónir, en þar munu síðan dragast frá tekjur af Skólabrú 12 sem Alþingi myndi selja og sparnað af leigugjöldum fyrir aðstöðu Alþingis víða í mið- borginni. Þegar dæmið væri reiknað að fullu yrði kostnaður vegna þessarar lausnar á húsnæð- isvanda Alþingis, innan við 10% af kostnaðaráætlun vegna bygg- ingar nýs Alþingishúss. Borgarstjorar með mótbárur Guðrún Helgadóttir, forseti Sameinaðs alþingis, segist ekki í BRENNIDEPLI eiga von á öðru en Alþingi sam- þykki heimildina fyrir þinglok í vor. Vel hafi verið staðið að undirbúningi málsins og það hlotið góðar undirtektir í öllum þingflokkum. Full samstaða hafi verið um kaupin í fjórum þing- flokkum en skiptar skoðanir í tveimur. Það eru einkum Sjálfstæðis- menn sem hafa lýst óánægju sinni með hugsanleg kaup Alþingis á hótelinu. Fyrrverandi og núver- andi borgarstjórar Sjálfstæðis- flokksins, þeir Birgir ísleifur Gunnarsson og Davíð Oddsson hafa þegar lýst andstöðu sinni og borgarráð samþykkti einnig sam- hljóða á þriðjudag tillögu frá borgarstjóra þar sem lýst er á- hyggjum vegna þessara hugsan- legu kaupa. Þeir Davíð og Birgir bera því m.a. við að ekki sé æskilegt að hótelhald verði lagt af í miðborg- inni og Alþingi verði að leita ann- arra leiða til að leysa sinn hús- næðisvanda. Þá segist Birgir ekki hafa trú á því að 60 miljónir dugi til endurbóta á hótelinu. Sigurður Þórðarson segir að hér sé alls ekki um vanmat að ræða. Áætlunin uppá 60 miljónir eigi að standast, enda ekki ráð- gerðar neinar stórbreytingar, að- eins lagfæringar. Guðrún Helgadóttir segir að áhyggjur borgarstjóra vegna þessara hugsanlegu kaupa komi sér á óvart. - Það eru fleiri hótel í miðborginni en Borgin, eins og Hótel Holt, og Hótel Saga er nánast í miðborginni. Ef Davíð hefur áhyggjur af því að missa hótelið, af hverju kaupir hann það þá ekki sjálfur? Oddfellow-húsið aöalvandamáliö? Heirnildir úr borgarkerfinu herma hins vegar að allt tal borg- arstjóranna um hótelhald í mið- borginni sé fyrirsláttur. Það sem máli skipti sé að borgin sé þegar búin að úthluta Oddfellow- reglunni lóð undir nýbyggingu og gengið hafi verið út frá því sem vísu að þingið myndi kaupa Oddfellow-húsið undir sína starf- semi til að leysa úr húsnæðis- vandanum þar til nýtt þinghús yrði byggt. Með því að kaupa Borgina, standi borgaryfirvöld frammi fyrir því að þurfa sjálf að kaupa Oddfellow-húsið, þó ekki sé til annars en að láta rífa það. Hvernig sem þau mál fara, er nær fullvíst að mikill meirihluti þingmanna fallist á tillöguna um kaupin á Hótel Borg. Guðrún Helgadóttir segir verði af þeim kaupum sé fundin lausn á húsn- æðisvanda Alþingis til frambúð- ar. - Það er ekki vilji fyrir því né fjármagn til, að ráðast í stórbygg- ingu fyrir Alþingi á næstu árum. Því gera menn sér fulla grein fyrir. Okkar erfiðu húsnæðisað- stöðu þarf hins vegar að leysa og það sem allra fyrst, segir forseti Sameinaðs þings. -fg* Fimmtudagur 13. apríl 1989 ÞJÓÐVIUINN - SIÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.