Þjóðviljinn - 13.04.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.04.1989, Blaðsíða 6
MINNING Stefán Ögmundsson lést þriðja þessa mánaðar á áttugasta ald- ursári. Nokkrum dögum síðar hélt Lúðrasveit Verkalýðsins vortónleika sína í Langholts- kirkju. Formaður hornaflokks - ins ávarpaði hljómleikagesti, og að því búnu var blásinn lýð- veldisóðurinn sem Hulda og Emil Thoroddsen ortu á sjálfstæðis- hátíðinni 1944. Þar segir: - svo aldrei framar íslands byggð sé öðrum þjóðum háð. - Þessi stutta athöfn lúðrasveitarinnar var með einkar látlausum alvörublæ, - einmitt svona átti að minnast að- alhvatamannsins að stofnun sveitarinnar, þótt enn hafi ekki gengið eftir ósk Huldu skáld- konu. Stefán var alla ævi búinn að berjast í fylkingarbrjósti í stríð- inu við yfirvöld borgarastéttar- innar, hvort sem þau kenndu sig við frelsi einstaklinga eða ríkis- vald, og hafði aldrei slakað á kröfum um fegurra mannlíf og sanna menningu sósíalismans. Honum hefur því þótt tími til kominn 1953, að verkalýðsfé- lögin og önnur samtök launafólks eignuðust sína eigin lúðrasveit til að spila alþýðulög, ættjarðarljóð og baráttusöngva á fundum og í kröfugöngum, og þurfa aldrei framar að vera upp á fyrrnefndar yfirstéttir komin í þeim efnum. En Lúðrasveit Verkalýðsins verður ekki til á einum degi þótt ekkert skorti á músíkalskan stór- hug, - Stefán var búinn að undir- búa stofnun hennar vel og vand- lega og safna liði. Voru raunar hæg heimatökin - hann var prentsmiðjustjóri Þjóðviljans og kom kjarni lúðurþeytara upp úr kjallaranum á Skólavörðustíg 19. Lúðrasveit Verkalýðsins byrjaði að æfa í mars 1953, og spilaði í fyrsta sinn opinberlega 1. maí þá um vorið. Ári áður höfðu gengið dómar í 30. marsmálum fýrir hæstarétti, og þar var Stefán Ögmundsson dæmdur í fangelsi. Hann hafði komið með hátalara niður á Austurvöll 30. mars 1949 og brúkað hann til að segja mann- fjöldanum fyrir framan Alþingis- húsið sannleikann af landráðun- um sem verið var að fremja þar innan dyra. Fyrir það fékk hann 18 mánuði. Hernámsandstæðing- ar sem minni bógur var í hlutu vægari dóma fyrir að „hindra með ofbeldi störf æðstu löggjaf- arsamkundu þjóðarinnar" - eins og það heitir á máli göfugmenna að verjast barsmíðum hvítliða- sveitar íhaldsins. Enginn þó minna en 6 mánaða tugthús, en allir sviftir kosningarétti og kjör- gengi ævilangt. 30. marsdómarnir voru skil- orðsbundnir og fyrir bragðið missti maður af því að sitja inni Stefán Ögmundsson F.22. 7.1909-D.2. 4.1989 með Stefáni - án þess þó að missa glæpinn. En það fékkst uppbót á þessu því nokkrum árum síðar sátum við báðir í Þingholtsstræti 27 á heimilum bkkar hvor á sinni hæðinni, og tókst nánari kunn- ingsskapur með dæmdum. Stundum fannst manni eins og Stefán væri þungbúnari en áður, - gat það verið að hann tæki nærri sér hæstaréttardóminn? - því ekki það? - forystumaður í verkalýðsbaráttu er í nokkrum fjötrum þótt hann sé frjáls ferða sinna, ef búið er að ræna hann öllum mannréttindum og meina þar með að miklu leyti þátttöku í pólitískri baráttu. En þetta var allt öðru vísi, - Stefán lét sér allan hæstaréttarderring í léttu rúmi liggja og tók ekki minnsta mark á dómskerfi borgarastéttarinnar - svoleiðis nokkuð var honum and- skotans eitt. En hitt þótti honum helvíti hart að landsölumenn og handbendi þeirra, pólitískir ó- lánsskarfar, mættu halda áfram iðju sinni í skjóli blekkingavaðals um lýðræðisást og friðarsókn am- eríska auðvaldsins og heimsyfir - ráðaböðla þessmeð fjölmiðlara- halarófuna í eftirdragi og sovét- níð og kommúnistahatur í bak og fyrir. Þess vegna var honum oft þungt í skapi. En auðvitað voru þingholtsstrætingar klárir á því að föðurlandssvikarar borgara - stéttarinnar höfðu sjálfir hlotið út- legðardóm á Islandi, - dóm sem aldrei verður áfrýjað, enda ofar öllum hæstarétti og ekki skilorðs- bundinn, en svo harður að hann stendur til hinsta kvölds. Um þessar mundir var Lúðra- sveit Verkalýðsins í húsnæðis- hraki eins og endranær og mun- aði mjóu að mörgum alþýðlegum tónlistarunnanda héldi við ör- væntingu, - því verkalýðnum hafði láðst að reisa hljómleika- höll yfir spilara sína. Ekki varð Stefáni Ögmundssyni mikið um þessi tíðindi, - sá var nú ekki lengi að redda æfingaplássi, hvort heldur það var í húsi Prentarafé- Iagsins við Þjóðleikhúsið á Hverfisgötu, bflskúrnum á bak við Sósíalistahúsið í Tjarnargötu, kaffistofu sorphreinsunar- deildar Reykjavíkurborgar við hliðina á Tugthúsinu á Skóla- vörðustíg eða í Mírsalnum á lóð Þingholtsstrætis 27. En það er eitt að bjarga hljóð- færaleikurum af vergangi, og annað að fá heila lúðrasveit belj- andi inn á gafl hjá sér. Þar að auki urðu stjórnar- og nefndafundir í Mír oft að hrökklast undan of- forsi tónlistarinnar inn í stofu hjá þeim hjónum Elínu og Stefáni. Þau voru mestir talsmenn menn- ingartengsla íslands og Ráð- stjórnarríkjanna,samhent þar eins og í öllum hugsjónamálum sín- um, - og Elín formaður Kvenna- deildar Mír um skeið. Eiginmað- ur hennar sagði okkur frá vor- fundi stúlknanna heima hjá þeim eitt kvöldið. Lúðrasveit Verka- lýðsins hafði þá nýlega eignast kynngimagnaða útsetningu af Al- þjóðasöng Vérkamanna og voru blásarar ákveðnir að komast til botns í tónverkinu. Ekki var kvennafundur fyrr settur en veggir og loft tóku að nötra undan þrumugný og loftþrýstingi og heyrðist að lokum ekki mannsins mál fyrir fortissímóinu handan við þilið. Rofnuðu brátt öll menningartengsl við Rússa og annað fólk. Þar kom þó er leið á kvöldið að hljómlistarmenn verkalýðsins þraut erindið og datt á dúnalogn í pásunni. Sat nú Kvennadeild Mír öll eins og hún lagði sig agndofa í djúpri þögn góða stund, uns formaðurinn frú Ella reis á fætur og ávarpaði gesti sína svofelldum orðum: - Já - það er satt - hún er búin að vera óvenjuslæm í vor. - Svo hló Stef- án sínum glaða strákshlátri opn- um munni og andlitið hélt áfram að hlæja löngu eftir að sögumað- ur var hættur því, en hlátur hans dillandi í andrúmsloftinu allt um kring og mun halda lafram að bergmála inni í vinum hans og kunningjum enn um sinn. Lík- Iega hefur Stefán alltaf langað til að spila með okkur í lúðra- sveitinni, - þetta er í ættinni, bróðursynir hans tveir í Sinfóní- unni, Kristján og Stefán, ólust upp í bflskúrnum í Tjarnargötu 20, og Stefán Ögmundsson var í rauninni kátur og sprækur strák- ur inn við beinið alla ævi - þrátt fýrir alvöru stéttabaráttunnar sem aldrei linnti. Hann vissi líka að lúðrasveit er öðrum þræði strákaklúbbur, og blásarar stund- um næsta ábyrgðarlausir - svo- leiðis. Þó er hætt við að hann hefði ekki blásið mikinn í Lang- holtskirkju á dögunum þegar kom að stjörnufánamarsi Kana. Ekki út af því að músík Jóns So- usa sé verri en annað í þeim dúr, - heldur vegna þess að í hersetnu landi gilda öðruvísi lög um alla hluti, og hér á landi eiga stars and stripes ekki að blakta forever. Við Stefán hittumst í síðasta sinn niðri á Austurvelli núna 30. mars. Þar fluttu leikarar og al- múgamenn dagskrá um atkvæð- agreiðsluna á Alþingi og sögðu söguna af landráðunum, - sömu söguna og hæstiréttur dæmdi Stefán fyrir að segja mannfjöld- anum á Áusturvelli óheilladaginn mikla fyrir 40 árum. En nú voru engir heimdellingar sendir út úr Alþingishúsinu til að berja fólk kylfum og allt fór fram með friði í þungri alvöru. Stefán var líka á stóra 30. mars fundinum í Há- skólabíói og átti því láni að fagna að fá að standa enn einu sinni uppréttur í troðfullum salnum og sannfærast um samtakamátt og óbugað þrek hernámsandstæð- inga áður en hann fór heim til sín að deyja. Það er líka mikið lán að hafa verið samtímamaður Stef- áns, og gott var að fá að koma á kveðjustund sem Elín og dætur þeirra hjóna, aðstandendur, vinir og félagar höfðu í Húsi Bóka- gerðarmanna á Hverfisgötu, þar sem Lúðrasveit Verkalýðsins æfði kröfugöngumarsana endur fyrir löngu. Það má vera að ein- hverntíma hafi ómað fegurri hljómlist á strætum og torgum Reykjavíkur, en óvíst að Nallinn hafi nokkurn tíma verið tekinn í meiri alvöru en í gamla daga hjá okkur strákunum í Lúðrasveit Stefáns Ögmundssonar. Jón Múli Árnason. Stefán Ögmundsson andaðist að kvöldi 2. aprfl, 1989, 79 ára að aldri. Ég sá Stefán síðast á fundi herstöðvaandstæðinga í Háskóla- bíói þennan sama dag. Á glæsi- legum fundi var þess minnst að 40 ár voru liðin frá þeim atburði að íslandi var þröngvað inn í hern- aðarbandalagið NATO. Stefán var meðal þeirra sem hlutu dóma fýrir mótmæli, 30. mars 1949, gegn inngöngunni í NATO. Fyrir mér 11 ára unglingnum og fjöl- mörgum öðrum varð hann hetja, eins og aðrir þeir sem þá stóðu á rétti þjóðarinnar gegn þeim landsölusamningi. Þjóðin átti líka eftir að sýkna þessa menn, og dómsvaldið heyktist á að fram - fylgja ranglátum dómum sínum. Síðar man ég eftir Stefáni á ein- um fyrsta fundi sem ég sótti í Só - síalistafélagi Reykjavíkur. Þá var tekist á um framtíð Sósíalista- flokksins, og Stefán einarðlega í flokki þeirra, sem voru á móti því að sá flokkur yrði lagður niður. Slíka ræðu sem Stefán hélt á þess- um fundi hafði ég aldrei heyrt fyrr. Hún var flutt af tilfinninga- hita, sem ég hélt að væri bara til miklu sunnar á hnettinum, og rökvísi sem þessum gömlu kommum einum var lagin. Þetta flaug í gegnum hugann, þegar ég frétti um andlát Stefáns. Ég átti undanfarið ár talsvert samstarf við Stefán á Útvarpi Rót. Hann var þar með í þætti fyrir rúmu ári um 30. mars ’49. Úpp úr þessum þætti vann hann svo viðamikið efni sem nýlega birtist í tímritinu Rétti. En ég leitaði oftar til hans eftir ráðlegg- ingum þegar ég var að rifja upp verkalýðssögu í þáttum sem ég sé um á Rótinni, og hann lagði mér til efni og flutti það jafnvel. Við Stefán höfðum rætt það að hann kæmi miklu meira inn í þessa þætti með pistla úr verkalýðs- sögu. Hann var áhugasamur um hana, og var auk þess einn merk- asti forystumaður íslenskrar verkalýðshreyfingar um langt skeið. Ég flyt aðstandendum Stefáns samúðarkveðjur. Ég vona að andi þessa góða og einlæga bar- áttumanns megi lengi lifa. Ragnar Stefánsson Stefán Ögmundsson er dáinn. Samtök herstöðvaandstæðinga minnast hans sem ötuls baráttu- manns fyrir hlutlausu og herlausu Islandi, frjálsu undan fjötrum hernaðarbandalaga og laust við spillingu hersetu og hermangs. Stefán var einn þeirra sem harðast beittu sér gegn inngöngu íslands í Nató og hann fékk líka hvað hörðust launin úr hendi mis- viturra valdamanna í eitt af þeim mörgu skiptum þegar réttvísinni hefur verið misbeitt. Stefán hélt þó alltaf sannfæringu sinni og stóð jafnan framarlega í fylkingu þeirra sem andæfðu hernáminu og vildu losa þjóðina úr helgreip- um Nató. Þann 2. apríl sl. héldu her- stöðvaandstæðingar fjölmenn- asta baráttufund sinn gegn her- náminu í langan tíma þegar þeir fylltu Háskólabíó. Stefán Ög- mundsson var á þeim fundi en að kvöldi þess dags var hann allur. Samtök herstöðvaandstæðinga minnast fallins baráttumanns með þökk og virðingu og senda konu hans, börnum og öðrum að- standendum innilegustu samúð- arkveðjur. Hans verður minnst þegar kjörorð hemámsandstæð- inga hafa uppfyllst: „ísland úr Nató, herinn burt.“ Samtök herstöðvaandstæðinga Tónlistarskólar Breytingum frestað í 2 ár Ekki tókst að ná samkomulagi um framtíðarrekstur tónlist- arskólanna í nefnd sem mennta- málaráðherra skipaði í febrúar- byrjun til þess að fjalla um mál- efni tónlistarskólanna. Var nefndin skipuð í tilefni frumvarps tii laga um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, en þar er gert ráð fyrir því að tónlistarskólarnir flytjist algjörlega yfir á sveitarfé- lögin. í skyrslu nefndarinnar koma fram fjölmargir upplýsingaþættir um tónlistarskólana hér á landi og þróun þeirra á undanförnum árum. Þar kemur m.a. fram að tón- listarskólar hér á landi eru nú 67 talsins og þar eru liðlega 900 nemendur við nám. Þegar lög um tónlistarskóla voru sett í fyrsta sinn árið 1963 voru skólarnir 16 að tölu með tæplega 1.400 nem- endur. Þá voru kennarar 93 en nú eru um 480 stöðugildi kennara við kennslu í tónlistarskólum. Meginbreytingin verður því eftir árið 1975 þegar ný lög um fjár- hagslegan stuðning við tónlistar- fræðslu voru samþykkt eins og fram kemur í meðfylgjandi töflu. Þá voru skólarnir 26 með um 3.200 nemendur. Lokaniðurstaða nefndarinnar er á þessa leið: Nefndarmenn voru sammála um að nauðsynlegt væri að hlúa að öflugri tónlistarfræðslu hér- lendis og að stefna bæri að auknu samstarfi á milli grunnskólanna og tónlistarskólanna. í nefndar- starfinu kom fram að tón- menntafræðsla í grunnskólum á undir högg að sækja og þykir ástæða til að leita leiða til að efla hana verulega. í tónlistarskólum víðs vegar um land hefur hins vegar blómgast lifandi og öflugt tónlistarstarf og má reyndar telja að það komi að hluta í stað tón- menntafræðslu grunnskólanna. Þó að allir nefndarmenn væru sammála um gott starf tónlistar- skólanna og að stöðu þeirra mætti ekki breyta til hins verra, þá var ekki samkomulag um með hvaða hætti það væri best gert. Tónlistarfólk telur að fyrirkomu- lagið í dag (samstarf ríkis og sveitarfélaga) sé að líkindum hið besta sem þekkist í heiminum og sé því heppilegast til að tryggja Framlög ríkisins til reksturs tónlistarskóla árin 1961-89. áfram blómlega starfsemi tónlist- arskólanna. Er m.a. vitnað til þess að tónlístarfólk í öðrum löndum líti á fyrirkomulagið hér- lendis sem fyrirmynd og að víða hefðu kennarar tekið upp baráttu fyrir þessu kerfi í sínum heima- löndum. Fulltrúar sveitarfélaga og félagsmálaráðuneytis töldu hins vegar að farsælla yrði að færa reksturinn í hendur sveitarfélag- anna m.a. vegna þess að þá færu saman frumkvæði, framkvæmd og fjárhagsleg ábyrgð. Lagt er til að strax verði hafist handa um að endurskoða lög um tónlistarfræðslu í heild og að farið verði betur ofan í kjöl þessara mála. Til þess þarf að ætla góðan tíma og lagði formaður nefndar- innar því til að sá hluti verka- skiptafrumvarpsins sem snýr að tónlistarskólunum komi ekki til framkvæmda fyrr en í ársbyrjun 1991. (Fréttatilkynning) 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.