Þjóðviljinn - 13.04.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.04.1989, Blaðsíða 7
ERLENDAR FRETTIR Varsjárbandalag Burt með skammdræg kjamavopn Lagt til að viðrœður verði hafnar umfœkkun þesskonar vopna í Evrópu og jafnvel útrým- ingu þeirra Varsjárbandalagið birti í gær tillögu þess efnis, að viðræður hæfust fljótlega með því banda- lagi og Atlantshafsbandalaginu um skammdræg kjarnavopn í Evrópu, með fækkun þeirra eða jafnvel útrýmingu fyrir augum. Var tillagan birt í lok ráðstefnu utanríkisráðherra Varsjárband- alagsríkja í Austur-Berlín. I yfirlýsingu utanríkisráðherr- anna segir, að Varsjárbanda- laginu sé ekkert að vanbúnaði að hefja við Atlantshafsbandalagið undirbúningsviðræður um fyrir- komulag viðræðna um fækkun umræddra vopna. Væri eðlilegt að þær viðræður færu fram sam- hliða viðræðunum í Vín um fækk- un í herjum væddum hefðbundn- um vopnum og að fækkun skammdrægu kjarnavopnanna færi fram í áföngum. Ennfremur er í yfirlýsingunni gert ráð fyrir viðræðum um eftir- lit með framkvæmd þessa vopn- aniðurskurðar, ef samkomulag náist um hann. Oskar Fischer, utanríkisráðherra Austur- Þýskalands, sagði við þetta tæki- færi að varanlegt öryggi fengist ekki í Evrópu nema með fækkun skammdrægra kjarnavopna þar. Svo eru kölluð þau kjarnavopn, er draga allt að 500 kílómetrum. Vestrænir stjórnarerindrekar hafa komist svo að orði að til- lagan sé athyglisverð, en einn þeirra kvaðst ekki telja að Atl- antshafsbandalagið hefði áhuga á að útrýma skammdrægum kjarn- avopnum. Hvað sem því líður má búast við að þessi nýja tillaga að austan verði til að auka óeiningu þá um Lance-flaugarnar, sem þegar er fyrir hendi innan banda- lagsins. Það hefur nú í Evrópu 88 slíkar flaugar, er draga 120 km en gerast nú gamlaðar. Bandaríkin og Bretland vilja að hið snarasta verði ákveðið að setja nýjar og langdrægari flaugar í stað þessara gömlu, en Vcstur-Þýskaland og Belgía kjósa heldur að slá endur- nýjuninni á frest og hefja við- ræður um fækkun þesskonar vopna við Varsjárbandalagið. Reuter/-dþ. Lance-flaug í Vestur-Þýskalandi-tillaga Varsjárbandalags líkleg til að auka deiiur innan Nató um endurnýjun þeirra vopna. Evrópubandalag Dregur hægt úr atvinnuleysi Langmest á Spáni og írlandi, langminnst í Lúxembúrg Atvinnuleysi í aðildarríkjum Evrópubandalagsins var í febr. s.l. minna en í nokkrum öðrum mánuði í sex ár, samkvæmt skráningu Eurostat, hagskýrsl- ustofnunar bandalagsins. Nú er atvinnuleysi í bandalagsríkjunum 9.7 af hundraði og hefur jafnt og þétt farið minnkandi síðan í okt. 1984, er það var 11 af hundraði. Atvinnuleysið er sem fyrr mest meðal fólks undir 25 ára aldri og var 18.5 af hundraði ífebr. s.l. Úr því hefur þó dregið verulega frá því 1984, en í sept. þ.á. var það 24.4%. Langmest er atvinnu- leysið á Spáni og írlandi (18.3% og 17.2%) og þar næst á Italíu, í Frakklandi og Belgíu (12.0%, 10.2% og 10.2%). Langskást er ástandið í þessum efnum í Lúx- embúrg, þar sem atvinnuleysi er aðeins 2.0% og í Vestur- Þýskalandi, Portúgal, Dan- mörku, Bretlandi og Hollandi er það á bilinu frá 5.9% upp í 9.9%. Frá Grikklandi birti Eurostat engar tölur. Tekið er fram, að taka verði fréttinni með vissum fyrirvara, sökum þess að reglur um atvinnuleysisskráningu eru mismunandi eftir löndum. Þrátt fyrir það að smátt og smátt dragi úr atvinnuleysi hefur ekki orðið nein stórbreyting til batnaðar í þeim efnum, auk þess sem niður- skurður opinberra útgjalda til fé- lagsmála hefur sumsstaðar rýrt kjör þeirra verst settu. Telja margir að þetta valdi vaxandi ólgu í þjóðfélögum, sem m.a. komi fram í fylgistapi gróinna stjórnmálaflokka og fylgis- aukningu „óánægjuflokka“ af ýmsu tagi. Reuter/-dþ. Gríif keisara- fjölskyldu fundin Sovéska blaðið Moskvufréttir skýrði svo frá í gær að þarlendur rithöfundur, Gelí Rjabov, hefði þegar árið 1979 fundið gröf Nik- ulásar annars, síðasta Rússakeis- arans, drottningar hans Alexönd- ru, barna þeirra fimm og fjögurra þjóna nálægt borginni Sver- dlovsk, sem áður hét Jekaterín- búrg. Þau voru öll tekin af lífi í júlí 1918. Með viðtali við Rjabov um þetta í blaðinu birtist mynd af höfuðkúpu, sem rithöfundurinn segir vera af Nikulási keisara. Til þessa hafði verið álitið að líkun- um hefði verið fleygt niður í göng yfirgefinnar námu, eftir að þeim hefði að mestu verið eytt með sýru. Rjabov segir að fyrst nú síð- ustu árin hefði orðið mögulegt fyrir sig að tilkynna þennan sögu- lega fund sinn opinberlega. Reuter/-dþ. Hjúkrunar- konur myrtu 49 Fjórar hjúkrunarkonur við sjúkrahús í Vínarborg hafa játað á sig að hafa orðið 49 öldruðum sjúklingum að bana á s.l. sex árum með því að gefa þeim inn stóra skammta af vissum lyfjum og að kæfa þá með því að dæla vatni í lungu þeim. Segjast hjúkr- unarkonurnar hafa gert þetta til að spara sér erfiði við störfin og einnig af meðaumkvun með þjáðum sjúklingum. Helmut Zilk, borgarstjóri Vínar, hefur nú vikið yfirlækni sjúkrahússins úr starfi, en sá er sakaður um að hafa neitað lögreglunni um upp- lýsingar, sem hefðu getað leitt til uppljóstrunar morðanna fyrr en raun varð á. Reuter/-dþ. SWAPO-liðar enn í felum Kyrrt er nú á vígstöðvunum nyrst í Namibíu og hefur náðst samkomulag við SWAPO um að liðsmenn samtakanna hverfi norður til Angólu undir eftirliti friðargæsluliðs Sameinuðu þjóð- anna. Aðeins sárafáir þeirra hafa þó gefið sig fram til þessa og er ástæðan talin vera ótti við Suður- Afríkumenn, sem þarna hafa mikið lið í bækistöðvum. Ágrein- ingur er risinn í málinu milli S.þ. og Suður-Afríkumanna, sem krefjast þess að fá að fylgjast með undanhaldi SWAPO-liða og yfir- heyra þá, jafnharðan og þeir gefi sig fram. Indókína Víetnamar frá Kampútseu í septemberlok Deilt um eftirlit. Samkomulag Huns Sen og Sihanouks ekki útilokað Víetnamsstjórn tilkynnti í miðri s.l. viku að hún hefði ákveðið að allur víetnamskur her í Kampútseu yrði farinn þaðan fyrir septemberlok n.k. Stjórnin í Phnompenh, sem Víetnamar styðja, stendur að þessari yfirlýs- ingu með þeim. Yfirlýsingunni hefur víða verið vel tekið og er talið að hún kunni að leiða til þess, að Phnompenh- stjórnin fái senn sæti Kampútseu hjá Sameinuðu þjóðunum, en það sæti fyllir nú sem kunnugt er fulltrúi bandalags andstæðinga téðrar stjórnar. Hinsvegar er ljóst að þessi ráðstöfun Víetnama bindur ekki ein saman endi á ill- deilur í Kampútseu. Víetnams- stjórn lætur í ljós að hún vænti þess að Kína bregðist við yfirlýs- ingunni um heimkvaðningu herja með því að hætta að vopna Rauða kmera. Kínastjórn hefur lýst því yfir að hún muni að vísu hætta vopnasendingum til þeirra, þó ekki fyrr en staðfest hafi verið að allt víetnamskt herlið sé á brott úr Kampútseu. Víetnamar vilja að Indland, Pólland og Kanada skipi í nefnd er fylgist með heimför hersveita þeirra og stöðvun vopnaflutninga til andstæðinga Phnompenh- stjórnar, en því hafna andstæð- ingar þeirrar stjórnar á þeim for- sendum að Indverjar og Pólverj- ar séu of hliðhollir Víetnömum. Kampútseanskir stjórnarand- stæðingar, sem og Kínverjar, vilja af Sameinuðu þjóðirnar hafi þetta eftirlit á hendi, að það vill Phnompenhstjórnin ekki þar eð hún hefur ekki fengið sæti Kam- pútseu hjá S.þ. Sihanouk fursti, formlegur leiðtogi bandalags kampútse- anskra stjórnarandstæðinga, hef- ur ennþá í orði uppi þá kröfu að öll stjórnarandstöðusamtökin, þar á meðal Rauðir kmerar, fái hlutdeild í stjórn landsins í fram- tíðinni. En þessi afstaða Sihano- uks stafar líklega einkum af því, hve lítið lið hann hefur sjálfur, og áreiðanlega myndi hann feginn gefa Rauða kmera upp á bátinn, yrði þess kostur. Gert er ráð fyrir að þeir Hun Sen, oddviti Phnom- penhstjórnar, hittist til viðræðna í Djakarta 2. maí, og er ekki talið útilokað að þar náist með þeim samstaða um útilokun Rauðra kmera og framtíðarhlutdeild í stjórn Kampútseu Sihanouk til handa. Stjórnarandstæðingar skiptast í þrenn samtök, ein undir beinni forustu Sihanouks, önnur mjög andkommúnísk undir stjórn Sons Sann, sem eitt sinn var forsætis- ráðherra Kampútseu og Rauða kmera, sem eru öflugastir sam- taka þessara og lúta forustu Si- hanouks ekki nema að nafni til. Þeir fá vopn sín einkum frá Kín- verjum, sem enn hafa ekki með öllu vikið frá þeirri afstöðu að hinir illa ræmdu skjólstæðingar þeirra fái einhverja framtíðar- hlutdeild í stjórn landsins. Bandaríkin styðja Sihanouk og Son Sann, en liðssveitir þeirra eru ólíklegar til mikilla afreka og haldi stríðið í Kampútseu áfram, eru allar líkur á að það verði Phnompenhstjórnin og Rauðir kmerar, sem berjist til úrslita. Phnompenhstjórnin þykir nú sig- urstranglegri en fyrr, þar eð henni hefur gengið sæmilega í stjórnun efnahagsmála og hefur fylgi hennar meðal landslýðsins aukist. Það er efalaust m.a. þess- vegna, sem Víetnamar hafa hraðað heimkvaðningu hersveita sinna. Mestöll hjálp Bandaríkjanna, Kína og annarra til kampútse- anska stjórnarandstæðinga fer í gegnum Tafland, sem upp á síð- kastið hefur tekið að stíga í væng- inn við Phnompenhstjórnina. Tafland og Víetnam bitust í alda- raðir um ítök í Kampútseu og nú, þegar Víetnamsher er á förum þaðan, má vera að Taflandsstjórn telji sig hafa möguleika á að koma því til leiðar með vináttu og aðstoð við Hun Sen að Kampúts- ea, sem nú er víetnamskt fylgi- ríki, verði að minnsta kosti ekki fremur háð öðru þessara tveggja stærri grannríkja sinna en hinu. Þar að auki vill Taílandsstjóm áreiðanlega fyrir alla muni hindra að Rauðir kmerar komist aftur til valda. Eftir að þeir náðu völdum í Kampútseu 1975 illindaðist stjórn þeirra við Taflendinga, áður en verulega sló í brýnu með henni og Víetnömum. Banda- ríkjamenn hafa fyrir sitt leyti brugðist illa við þeim vináttu- votti, sem Taflandsstjórn hefur auðsýnt Phnompenhstjórninni. Þeir virðast enn vilja þá stjóm feiga og eru að líkindum ekki úrkula vonar um að geta ein- hvernveginn komið Sihanouk fursta, sem þeir lengi trúðu þó illa, og Son Sann til valda. En það er hættuspil sem ólíklegt er að kæmi öðrum að gagni en Rauð- um kmerum. dþ. Flmmtudagur 13. aprfl 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.