Þjóðviljinn - 13.04.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.04.1989, Blaðsíða 11
Utanríkis- ráðherra verður sér enn til skammar Ummæli Jóns Baldvins utan- ríkisráðherra nýlega um Græn- friðunga eru alveg forkastanleg. Hann líkti baráttu þessara manna við aðferðir nasistanna á sínum tíma. Það er furðulegt að maður í þessari stöðu skuli viðhafa aðra eins firru og að líkja Grænfrið- ungum við einhverja mestu glæpamenn mannkynssögunnar. Grænfriðungar hafa unnið mjög gott starf í sambandi við umhverfisvernd þó að þeir séu á villigötum í baráttu sinni gegn hvalveiðum. Vitaskuld á að veiða hvali eins og önnur sjávardýr, en menn verða auðvitað að fara með gát þar eð viðkoma þessara dýra er mjög hæg. Það vita fáir betur en íslendingar og þess vegna er þeim treystandi til að stjórna veiðunum af skynsemi. Þó að íslendingar séu Græn- friðungum reiðir og það með réttu, munu fáránleg ummæli utanríkisráðherrans aðeins skaða málstað okkar sjálfra. Jóni Bald- vin ferst heldur ekki að væna and- stæðinga okkar í hvalamálinu um ofbeldisaðgerðir, hann styður sjálfur í orði og á borði mestu ofbeldismenn sem nú eru uppi, það er að segja ísraelsmenn. Meðferð þeirra á Palestínufólk- inu bæði núna þessa dagana og gegnum tíðina er svo hroðaleg að maður er algerlega agndofa. Og að maður eins og íslenski utanrík- isráðherrann, sem kennir sig við frelsi, jafnrétti og bræðralag, skuli tala máli þeirra, er með slík- um ólíkindum að orð fá því ekki lýst. Guðjón V. Guðmundsson Laugardags- útgáfa Margir hafa hringt til Þjóðvilj- ans til að spjalla um „stóra blað- FRA LESENPUM ið“ 1. apríl - og það sem síðar kom í ljós: að það var síðasta laugardagsblaðið um óákveðinn tíma. Yngri lesendur blaðsins voru yfirleitt stórhrifnir af stóra brot- inu og mörgum þeim eldri var líka skemmt, en þeir voru samt ánægðir með að þetta skyldi ekki eiga að vera framtíðarbrot á blað- inu. Einn lesandi sagðist ætla að geyma blaðið og æfa sig á því áður en hann færi til útlanda og í stórbrotsblöðin þar! Annar sagði að það heföi gefið ákaflega góða tilfinningu að vera svona lengi með hverja opnu. Þeir sem kvört- uðu undan brotinu sögðu að þeir hefðu ekki ráðið almennilega við það, þurft að hnoða því saman til að geta lesið það, og svo væri ekki nokkur leið að lesa það í rúminu! Lesendur hafa tekið niðurfell- ingu laugardagsblaðs með skiln- ingi þó að öllum finnist afleitt að fá ekki nýtt blað á laugardegi. Einn lesandi sagðist lesa helgar- blaðið betur fyrir vikið, það væri svo efnismikið að hann kæmist ekki yfir það í einni atrennu. Annar sagði blaðinu upp með þeim orðum að það besta sem hann vissi væri að fá nýtt blað á helgarmorgnum og missir laugar- dagsblaðsins hefði svipt hann þeirri gleði þann dag. Við á ritstjórn vonum að bráðum komi betri tíð og blaðið eflist og dafni, bæði laugardaga og aðra daga, en þökkum kær- lega fyrir áhugann. Ætlum við að láta það viðgangast afskiptalaust? Margar ljósmyndir hafa verið teknar af jörðinni sem við byggj- um utan úr geimnum. Eina slíka ljósmynd hef ég fyrir framan mig þegar bréf þetta er ritað. Utan úr geimnum séð er jörð- in, þessi bláhvíta pláneta, vistlegasti og kærkomnasti un- aðsreitur sem gefur á að líta í geimnum, að sögn geimfara frá jörðinni. Þessi gimsteinn í geimnum er samt ekki sú paradís sem halda mætti, hátt frá himn- um séð, því undir hvítri skýjahul- unni byggir plánetuna mannkyn sem á í stöðugu stríði og deilum, og sannast þar hið fornkveðna að ekki er allt gull sem glóir. Sagan vitnar um að í gegnum aldirnar hefur mátt flokka mannkynið í tvo hópa, hina eigin- gjörnu og ágjörnu og hina fórn- fúsu unnendur bræðralags alls mannkyns. Hinir fyrrnefndu hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar, markmið þeirra er að auðgast á kostnað þeirra sem minna mega sín. Þeir eru oft kallaðir hægri menn og búa „í vestri“. Hinir síðarnefndu iðka bræðralag og kærleika til manna og sýna það í verki. Þeir vinna fyrir heildina, samfélagið, þannig að allir hafi sama rétt, allir hafi nóg og enginn þurfi að líða skort. Þessir menn eru nefndir vinstri menn og búa „í austri". Þeir eru gjarnan uppnefndir sósíalistar og kommúnistar, og í vestri hafa börn hægri manna fengið að heyra draugasögur alveg fram í andlátið af rússagrýiunni ógur- legu, jafnvei um hábjarta daga. Það hefur nefnilega ávallt ver- ið þannig, að þegar friðelskandi fólk hefur viljað koma á jafnrétti og bræðralagi, og bent á lesti fólks „af góðu fólki“, þá hefur slíkt verið kallað stríðsyfirlýsing í herbúðum íhaldsins. Þá hafa „sökudólgar" verið drepnir og jafnvel nú sem aldrei áður vígbú- ist, framleiddar helsprengjur og drápstækin sýnd. Það dugir ekk- ert minna hjá auðvaldinu vestur í Bandaríkjum Ameríku, og hér á landi, en að hóta friðelskandi fólki dauða og eyðileggingu. Þannig hefur þetta verið gegnum tíðina, og nú tekur helstefna auðvaldsins stefnu á ísland og ætlar að æfa sig í drápstækni kringum þjóðhátíðardag okkar. Ætium við að láta slíkt við- gangast afskiptalaust? Fari það sótbölvað! Ég mæli með því að við sýnum þessum hermönnum, yfirvaldi þeirra hér á landi og íslenskum skósveinum þeirra nokkur vel valin slagorð, með það í huga að penninn er máttugri en sverðið, eins og segir einhvers staðar. Einnig þess vegna verðum við að eiga gott málgagn og útbreiða það sem víðast, „um allar j arðir“. Það málgagn er Þjóðviljinn. Að lokum vil ég beina þeim tilmælum til Samtaka herstöðva- andstæðinga að þeir standi fyrir mótmælaaðgerðum vítt og breitt um suðvesturhornið og auglýsi þær vel og tímanlega. Nú reynir á samtakamátt friðelskandi manna. Látum ekki okkar eftir liggja. ísland úr NATO - herinn burt! Með baráttukveðjum, Einar Ingvi Magnússon Á fjölmennum fundi Samtaka herstöðvaandstœðinga í Háskóla- bíói 2. apríl var boðuð stofnun heimavarnarliðs til að fylgjast með œfingum bandarískra her- sveita á Reykjanesskaga í sumar. Vœntanlega verður liðssöfnun þessi kynnt nánar von bráðar. I DAG þJOÐVILJINN FYRIR 50 ÁRUM Chamberlain reynir enn að „semja“ við Mussolini. Brezka stjórnin dregur á langinn samn- inga við Balkanríkin um hernað- araðstoð. Þvottakvennafélagið „Freyja". Fundur með kaffidrykkju verður haldinn á Amtmannsstíg í kvöld kl. 8,30. Rætt verður um geng- ismálið o.fl. 13. APRÍL fimmtudagur í tuttugustu og fimmtu viku vetrar, tuttugasti og fjórði dagur einmánaðar, 103. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 6.03 en sest kl. 20.55. Tungl vaxandi á öðru kvartili. VIÐBURÐIR Stóridómur staðfestur af konungi 1565. Þjóðhátíðardagur Tsjad. DAGBÓK APÓTEK Reykjavik. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöavikuna 7.-13. apríl er í Breiðholts Apóteki og Apóteki Austurbæjar. Fyrrnefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 fridaga). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur..........sími 4 12 00 Seltj.nes..........sími 1 84 55 Hafnarfj...........sími 5 11 66 Garðabær...........sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavik..........sími 1 11 00 Kópavogur..........sími 1 11 00 Seltj.nes..........sími 1 11 00 Hafnarfj...........sími 5 11 00 Garðabær...........sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sim- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- allnn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna simi 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavik: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt læknas. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar15-18, og eftir samkomulagi. Fæðlngardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alladaga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstígopinalladaga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra ki. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alladaga 15-16og 19-19.30. Klepps- spftalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. SJúkrahú8lð Akureyri: alladaga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. SJúkrahúsAkraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavik: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf i sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka dagafrá kl. 10-14. Sími 688800. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opiö þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, SÍmi 21500, slmsvari. Sjálf sh jálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplysingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið of beldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Félag eldri borgara. Opiö hús I Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriöjudaga, fimmtudaga ogsunnudagakl. 14.00. Bilanavakt (rafmagns-og hitaveitu:s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamái. Simi 21260allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlið 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Samtök áhugaf ólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 12. apríl 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar............ 53,18000 Sterlingspund............... 89,91400 Kanadadollar................ 44,68000 Dönsk króna.................. 7,25510 Norskkróna................... 7,78280 Sænsk króna.................. 8,29900 Finnsktmark................. 12,60190 Franskurfranki............... 8,35700 Belgískur franki........ 1,34800 Svissn. franki.............. 31,92460 Holl.gyllini................ 25,00410 V.-þýsktmark................ 28,21000 ftölsk lira.................. 0,03851 Austurr. sch................. 4,00800 Portúg.escudo................ 0,34280 Spánskur peseti.............. 0,45490 Japanskt yen................. 0,40041 irsktpund................... 75,29000 KROSSGÁTA I Lárétt: 1 þekkt 4 nálg- 1 2 3 « S é 5 ast 8 töf 9 reykir 11 for- faðirinn 12 flatfiskur 14 samtök 15 kyrtil 17 gorti 19lesandi21 hratt 22 grannur 24 bað 25 fmyndun. Lóðrétt: 1 gripahús2 guðir 3 benda 4 röskur 5 áþján 6 minnast 7 ella 10 hæða 13 bragð 16 rispa17hnöttur18 borðuðu 20 heiður 23 m • 0 10 m 11 12 " 13 □ ’« m 18 1« L -J hest Lausn á sfðustu krossgátu Lárétt: 1 gums4skek8 Ökumann9ögri11 árna12fíknin14il15 Íðar17kjáni19asi21 Ias22naut25flói LÓAlAtt- 1 nrnf P mnrlr 10 L- J 10 20 íi 22 □ 24 r: 2« ' lwjiwii i yiui aiiiuik 3 skinin 4 smána 5 kar 6 enni 7 knalli 10 gígjan 11 iAirt 1 C roi iM ~7 L-IA < O i o loin i o raui i f kio 1 o ása 20 stóð 23 af Flmmtudagur 13. apríl 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.