Þjóðviljinn - 13.04.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.04.1989, Blaðsíða 12
"SPURNINGIN' Heldurþú aö verkfall BHMR dragist á lang- inn? (spurt í Sóknarsalnum) Runólfur Sigursveinsson, endurmenntunarstjóri Það er nú erfitt að segja fyrir um það en ég vona að það leysist fyrir helgina. Guðrún Matthíasdóttir, framhaldsskólakennari Nei, ég er nokkuð bjartsýn þessa síðustu daga. Það kom td. glögg- legafram ífréttaskýringu Þjóðvilj- ans í gær að samningar geta ver- ið í sjónmáli. Hins vegar á ég ekki von á góðum samningi, ekki mikið betri en BSRB náði. Gerard G. Chinotti, framhaldsskólakennari Ég get ekkert sagt um það en vona ekki. Þótt ég sé kannski heldur bjartsýnn get ég ekkert sagt um hversu langt verkfallið verður. Sigurrós Erlingsdóttir, framhaldsskólakennari Já, ég er hrædd um það. Mér sýnast stjórnvöld ekki taka mark á kröfum okkar sem eru véru- legar kjarabætur. Margét Bjarnadóttir, arunnskólakennari Eg veit ekki hvað segja skal. Ég geri mér vissar vonir með fundinn í dag (í gær) en annars gæti verk- fallið dregist á langinn. þJÓÐVILIINN Fimmtudaour 13. apríl 1989 70. tölublað 54. ároangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Gísli Sigurþórsson: 5-6 þúsund króna hækkun hrekkurskammt. Mynd Jim Smart. Verkfallsmiðstöð BHMR „Fólk þyrstir í upplýsingar“ Gísli Sigurþórsson staðarhaldari: Það varerfið ákvörðun aðfara í verkfall og veitirþví ekki afað menn sýni samstöðu Vinnustöðvun háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna var rétt vikugömul þegar Þjóðviljinn sótti bækistöðvar verkfallsmanna heim í gær. Jarðhæð hinnar glæsilegu Sóknarhallar er mið- stöð og samkomuhús verkfallsfól- ksins, fyrri hluta dags gefur að líta samninganefndir aðildarfé- laga BHMR ráða ráðum sínum en uppúr hádegi er opið hús. Hér ræður ríkjum Gísli Sigurþórsson staðarhaldari, og inntum við hann eftir því hvort verkfallsfólk mætti frá degi til dags. „Já. Hér fer allt af stað um tíu- leytið. Þá eru fastir fundir verk- fallsstjórna allra félaganna sem eru í verkfalli og Birgis Björns Sigurjónssonar, framkvæmda- stjóra BHMR, aðgerðir eru sam- ræmdar og farið er ofaní saumana á niðurstöðum gærdagsins. Eins bera fulltrúar aðildarfélaga sam- an bækur sínar og er það eigin- lega viðamesta starfsemin sem hér fer fram fyrir hádegi. Svo opnum við húsið kl. 1.30 fyrir al- menningi og þá fer fólk að koma. Allajafna koma hingað hátt á annað hundrað manns.“ Og baráttuhugur í mönnum? „Já, fólk þyrstir vitaskuld í upplýsingar um gang mála. Hing- að korna alltaf einhverjir úr samninganefndinni, oftast for- maður eða varaformaður, og gera grein fyrir stöðu mála. Menn vilja auðvitað fá upplýsingarnar frá sínum fulltrúum, fyrstu hendi, svo öruggt sé að ekkert fari á milli mála. Ennfremur er fólk náttúr- lega að styðja við bakið hvert á öðru með því að láta sjá sig hér. Það var erfið ákvörðun að fara í verkfall og veitir því ekki af því að menn sýni samstöðu.“ Hafið þið fengið fjárstuðning frá fleiri aðilum en Kennarasam- bandi íslands? „Ekki frá stéttafélögum en kennarar við grunnskólann á Kleppjárnsreykjum gáfu daglaun sín fyrsta verkfallsdaginn og ég veit að kennarar við einhverja aðra grunnskóla hafa í hyggju að feta í fótspor þeirra." Og þið gefið út fréttabréfið ekki satt? „Hið íslenska kennarafélag hefur ávallt í aðgerðum sínum (3 á 4 árum) gefið út blað sem við köllum Veggjalúsina, eiginlega dreifirit og tilgangurinn náttúr- lega sá að koma upplýsingum til sem allra flestra. Fyrstu tvö tölu- blöðin eru nýfarin áleiðis til allra félagsmanna HÍK.“ Er það almennt álit manna að BSRB-samningarnir hafi gengið of skammt? „Já, ég heyri það á öllum. Þessi krónuhækkun dugir rétt til að greiða áskrift að einu tímariti eða svo. Yngrafólkihérsem stendurí húsbyggingum finnst bara hlægi- legt að því sé boðin 5.000 króna hækkun sé það borið saman við gífurlegar hækkanir á td. lífeyris- sjóðslánum á ári hverju. Hjá mér sjálfum, svo dæmi sé tekið, hækkuðu þessi lán um 80 þúsund krónur frá maí í fyrra fram í nóv- ember. Þetta er meira en ein grunnlaun! Þannig að 5-6 þúsund króna hækkun hrekkur skammt.“ ks

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.