Þjóðviljinn - 18.04.1989, Page 1

Þjóðviljinn - 18.04.1989, Page 1
Þriðjudagur 18. apríl 1989 72. tölublað 54. órgangur Blóðbankinn Neyðarástand ríkir Ólafurjensson: Neyðarástandríkjandisem versnar með hverjum deginum. Gœtiþurftað senda sjúklinga á sjúkrahús erlendis, dragist deila BHMR og ríkisins mikið á langinn Sextán félagar í Félagi íslenskra náttúrufræðinga sem starfa við Blóðbankann hafa staðið í verkfalli síðustu vikuna. Ólafur Jensson, yfirlæknir í Blóðbankanum, segir að nú ríki neyðarástand vegna þess að bráðatil- fellum sem þurfi að sinna fari sífellt fjölgandi. FÍN hefur veitt undanþágu fyrir tvo félaga til starfa við Blóðbankann. Mynd Jim Smart. Við höfum getað tekið inn nýtt blóð í nokkrum mæli til að nota í bráðatiifellum. En nú eftir þessa fyrstu viku í verkfalli þyng- ist róðurinn því sífellt fjölgar til- fellum sem ekki þola bið. Það má segja að hér ríki neyðarástand,“ sagði Ólafur Jensson, yfirlæknir Blóðbankans, þegar Þjóðviljinn innti hann eftir áhrifum verkfalls Félags íslenskra náttúrufræðinga á starfsemi Blóðbankans. Alls eru 16 félagar I FÍN í verkfalli í Blóð- bankanum og hafa 11 þeirra unn- ið við söfnun og meðhöndlun blóðgjafa. Hefur verið veitt unda- nþága fyrir einn félaga í FIN til starfa við Blóðbankann frá upp- hafi verkfalls og annan eftir að verkfallið hófst. Sagði Ólafur að reynsla væri fyrir því að það mætti þola verk- fall af þessu tagi nokkuð vel fyrstu vikuna, hægt væri að sinna bráðatilfellum, svo sem vegna slysa og annars. „Það sem er að gerast núna er að þau tilfelli, sem slegið hefur verið á frest, eru að verða bráðatilfelli. Það eru fund- ir á hverjum morgni með starfs- mönnum og rekstrarstjórn spítal- ans til að ræða málin og það er greinilegt að róðurinn þyngist með degi hverjum," sagði Ólafur. Hann sagði að Félag íslenskra náttúrufræðinga hefði veitt und- anþágur þegar sannanlega væri um neyðartilfelli að ræða. „Við erum náttúrlega háðir ákvörðun- um læknanna á deildunum og þeirra ráðgjafa um hvað teljast bráðatilfelli. Það er raunverulega neyðarástand í gangi sem verður umfangsmeira eftir því sem lengra líður og öngþveitið vex. En maður reiknar með að lausn finnist á þessum deilum sem fyrst,“ sagði Ólafur. Ekki taldi Ólafur raunhæft að flytja inn blóð erlendis frá, þá væri verið að taka mikla áhættu því ekki væri unnt að gæðameta slíkar blóðsendingar. Á hinn bóginn kæmi til greina að senda sjúklinga, sem ekki gætu fengið nauðsynlega þjónustu hér heima, til útíanda. „Það er auðvitað meiriháttar álag á sjúklinga og aðstandendur, að ógleymdum kostnaði, þannig að menn eru ekki áfram um þá lausn. Það hef- ur enn ekki komið til þessa, en það er alveg klárt að til þess kann að koma, ef þessi deila heldur lengi áfram,“ sagði Ólafur Jens- son. Alvarlegt ástand er einnig að skapast í skólastarfi og í dag eða morgun verður tekin ákvörðun umhvort samræmdu prófinverða haldin á þessu vori. phh Sjá síðu 2 Þorlákshöfn Lifandi humar til Ameríku Smári hf.: 120 kíló af humri á dag úr 450-500 gildrum. Markaðirí Bandaríkjunum, Japan, Sviss og Frakklandi - Við metum það svo að grund- völlur sé fyrir þessum veiðum og útflutningi. Nýjungin er fólgin í því að við sendum humarinn lif- andi út til kaupenda og fyrir vikið fæst betri nýting á honum en ella. Humarinn er látinn liggja á ís í 5 kflóa pakkningum og þannig á hann að geta lifað í þrjá sólar- hringa,“ sagði Þorvaldur Garð- arsson forstjóri lax- og seiðaeldis- fyrirtækisins Smára hf. í Þorláks- höfn. Að fengnu leyfi frá sjávarút- vegsráðuneytinu í síðasta mánuði hófust tilraunaveiðar með hum- argildrur úti fyrir suðurströnd- inni og núna eru Smáramenn með 450-500 gildrur í notkun og reikna með að fjölga þeim upp í 2 þúsund. Að meðaltali hafa feng- ist um 120 kíló í gildrurnar á dag. í fyrradag fór 100 kílóa sending til Bandaríkjanna en áður höfðu verið sendar tvær 5 kílóa tilraun- asendingar þangað og til Japans. Að sögn Þorvaldar Garðars- sonar er mikill áhugi á lifandi humri í Bandaríkjunum, Japan, Sviss og Frakklandi og víðar. Þá hafa danskir aðilar sýnt áhuga á að kaupa frystan humar. Þor- valdur bjóst við að flytja humar- inn út ýmist frosinn eða lifandi í sumar, eftir aðstæðum. Um 1200 krónur hafa fengist fyrir kílóið af humrinum lifandi. -grh Brynjólfur Bjamason látinn Brynjólfur Bjarnason lést á sunnudag í Danmörku, 90 ára að aldri. Brynjólfur er í þeirra hópi sem einna mest mót hafa sett á ís- lenskt samfélag þessarar aldar með störfum sínum að stjórnmál- um, en líklegt er að þegar fram líða stundir verði hans ekki síður minnst fyrir fræðilegt framlag sitt. Brynjólfur fæddist 26. maí 1898 að Hæli í Gnúpverjahreppi og var alinn upp á Ölvisholti í Flóa. Hann varð stúdent í Reykjavík 1918 og las raunvísindi og heimspeki í Kaupmannahöfn og Berlín til 1924, og var kennari við Kvennaskólann og Gagn- fræðaskólann í Reykjavík fyrstu árin eftir að heim kom. Á námsárum sínum heima og erlendis komst Brynjólfur í kynni við sósíalíska hreyfingu, og skipaði sér fljótt í forystusveit hins róttækasta hluta hennar. Hann var formaður Kommún- istaflokks íslands frá stofnun 1930 og til loka 1938, og varð einn þriggja þingmanna flokksins 1937, sat á þingi samfleytt 19 ár, frá 1938 fyrir hinn nýja Samein- ingarflokk alþýðu - Sósíalista- flokkinn. Brynjólfur hætti þing- mennsku 1956, í þann mund að Sósíalistaflokkurinn gekk til sam- starfs við aðra vinstrimenn í kosningasamtökum Alþýðu- bandalagsins. Brynjólfur varð menntamála- ráðherra þegar Sósíalistaflokkur- inn tók þátt í tímamótaráðuneyti Ólafs Thors, nýsköpunarstjórn- inni 1944-47, og voru fyrir hans tilstilli stigin róttæk framfara- skref í menntakerfinu, fræðslu- lögin sem síðan giltu í nær þrjá áratugi og umbæturnar í gagn- fræðaskólunum, verknámsdeild- irnar og landsprófið. Rauður þráður í þessu starfi öllu var að auka menntun alþýðu, jafna möguleika til náms og ryðja burt þeim fjötrum sem búseta og stéttaskipting lögðu á menntun- arkosti ungs fólks og um leið á það nýja iðnvædda samfélag sem ljóst var að sprytti úr hildarleik styrjaldarinnar. Væri orðstír Brynjólfs af þriggja ára ráðherra- starfi raunar einn saman nægur til að halda nafni hans á lofti. Allan þingtíma sinn var Brynj- ólfur Bjarnason einn af fáum ótvíræðum leiðtogum íslenskra stjórnmála, naut mikillar virðing- ar samherja og flestra andstæð- inga og þótti einn víðsýnasti gáfu- maður innan þingveggja þeim sem til þekktu, - sem meðal ann- ars leiddi til jress við aðstæður þeirra tíma að ráðist var að Brynjólfi í pólitík með meiri heift en að öðrum mönnum, ef til vill að undanteknum samstarfsmanni hans í fjóra áratugi, Einari Ol- geirssyni. Þeirra nöfn verða ekki sundur slitin þegar minnst er stjórnmála- starfs og verkalýðsbaráttu fyrr á öldinni, og telja margir að hreyf- ing róttækra vinstrimanna hefði átt sér aðra sögu og síðri ef ekki hefði notið ótvíræðra mannkosta og heilsteyptrar samvinnu þeirra Einars. Brynjólfur tók mikinn þátt í að koma ýmsum helstu pólitísku rit- um sósíalista á íslensku, og þýddi í félagi meðal annars rit Marx, Engels og Maós, en pólitísk verk Brynjólfs sjálfs í ræðuformi og ritgerða eru aðgengilegust í bókunum „Með storminn í fangið I—111“ í útgáfu Máls og menning- ar. Eftir að Brynjólfur hætti þing- mennsku dró hann smátt og smátt úr störfum sínum á dag- legum pólitískum vettvangi - sem hann síðar sagðist hafa litið á fyrst og fremst sem einskonar þegnskyldu sína. Var hvort- tveggja að tímarnir sem í hönd fóru buðu ekki þá kosti að Brynj- ólfur þættist til kallaður, og þó frekar hitt að hann kaus að hverfa til heimspekilegrar iðkunar. Eftir hann liggja sex fræðibækur um heimspeki, sú síðasta frá 1980, og að auki nýleg samræðubók hans við Halldór Guðjónsson og Pál Skúlason um þessi efni. Brynjólf- ur nýtur í þessum fræðum þess álits að vera af yngri mönnum kallaður fyrsti eiginlegi heim- spekihöfundur íslendinga. Brynjólfur kvæntist árið 1928 Hallfríði Jónasdóttur og áttu þau eina dóttur sem nú býr í Dan- mörku. Brynjólfur Bjarnason var einn þeirra sem á sínum tíma komu á fót dagblaðinu Þjóðviljanum, og var ritstjóri forvera hans, Verka- lýðsblaðsins. Þjóðviljinn minnist því eins frumkvöðla sinna um leið og kvaddur er forvígismaður í sósí- alískri hreyfingu, áhrifamaður í íslandssögu aldarinnar og virtur fræðimaður sem ekki hikaði þótt stórt þyrfti að spyrja. Blaðið sendir nánustu aðstandendum Brynjólfs innilegar samúðar- kveðjur. Ritstj.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.