Þjóðviljinn - 18.04.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.04.1989, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Samrœmdu prófin Felld niður eða frestað? Vegna verkfalls HÍK hefur kennsla ígrunnskólum riðlast. Menntamálaráðuneytið stendur frammifyrirþvíaðfrestaprófunum eðafellaþau niður, fáist ekki undanþága. Menntamálaráðherra tekur ákvörðun í síðasta lagi á morgun Samræmdu prófin í grunn- skólum áttu að nefjast næstkomandi mánudag en nú er útlit fyrir að þeim verði frestað eða jafnvel að þau verði felfd nið- ur. Astæða þessa er verkfall HIK, en samsetning kennara eftir stétt- arfélögum í grunnskólum er mjög mismunandi. í sumum skólum eru nánast allir kennarar í KI og hafa nemendur í þeim skólum hlotið fulla kennslu en þar sem kennarar í HÍK eru fjölmennir hafa nemendur eðlilega misst af kennslu. Nemendur standa því mjög misvel að vígi eftir skólum þegar kemur að því að þreyta samræmdu prófin. Hrólfur Kjartansson hjá grunnskóladeild sagði í samtali við Þjóðviljann að reynt yrði að fá undanþágu fyrir kennara í HÍK. Hann vildi hins vegar ekki spá um hvort slík undanþága fengist, en yrði svarið neikvætt yrði prófunum frestað eða þau hreinlega felld niður. Ákvörðun í þessu máli væri í höndum menntamálaráðherra og lægi hún fyrir í síðasta lagi á miðvikudag, þ.e. á morgun. Engin formleg inntökuskilyrði eru fyrir þá nemendur sem þreytt hafa samræmdu prófin, inn í menntaskóla eða aðra framhalds- skóla. Framhaldsskólunum er hins vegar í sjálfsvald sett hvort þeir setja einhvers konar lág- marksskilyrði fyrir inntöku nem- enda og því er nemendum augljóslega mismunað ef þeir hafa fengið mismikla kennslu áður en þeir gangast undir sam- ræmd próf. phh BHMR „Ráðherra þruglar“ Páll Halldórsson: Fjármálaráðherra virðist ekki hafa lesið kröfugerð okkar eða ekki skilið hana. Boltinn erhjá ríkinu. Svanfríður Jónasdóttir: Málin eru íbiðstöðu að ætti kannski að íhuga að veita kennurum undanþágu svo þeir gætu veitt fjármálaráð- herra lestrarkennslu. Samninga- málin standa einfaldlega þannig að fjármálaráðherr? veit ekkert út á hvað málið gengur og þruglar í fjölmiðlum um 70 eða 100% hækkun sem fylgi í kjölfar kröfu- gerðar okkar, sem er gjörsamlega út í loftið. Hann hefur einfaldlega ekki lesið kröfugerðina eða þá ekki skilið hvað um er að ræða. Meðan þeir standa í sinni fávisku niðri í fjármálaráðuneyti með slíkar fmyndanir er ekki talað saman, sagði Páll Halldórsson, formaður BHMR um stöðu samningaviðræðna í viðtali við Þjóðviljann í gær. Páll sagði málið einfalt. „Við sendum þeim okkar kröfugerð og þeir svöruðu með beinagrind, sem þeir kölluðu svo. Við svö- ruðum þá með hugmyndum sem slaka verulega á kröfunum, þ.e. að breyta þessu í þriggja ára samning í stað þess að taka allt á einu bretti. Þeir hafa aldrei tekið á því máli, né farið í neinar al- vöruviðræður um þær hugmynd- ir. Þannig að ef við héldum áfram að gefa eftir þá myndu þeir bara bíða eftir enn einni eftirgjöfinni, sennilega þangað til við værum komnir niður í BSRB- samkomulagið. Málið er að þeir hafa ekkert komið til móts við okkur,“ sagði Páll. Svanfríður Jónasdóttir, að- stoðarmaður fjármálaráðherra og fulltrúi í samninganefnd ríkis- ins sagði að samninganefnd ríkis- ins hefði hafnað tilboði BHMR eins og það lá fyrir og ítrekað sitt fyrra tilboð. „Þannig að það má segja að málin séu í biðstöðu og erfitt að segja hvert framhaldið verður. Ég veit ekki hvaða mat fjármálaráðherra hefur lagt á samningstilboð BHMR en það var mat samninganefndar ríkisins að það þýddi tugprósentahækkun og voru þá ekki allir liðir metnir inn. Saminganefndir aðila reyndu sl. fimmtudag að komast að samkomulagi um hvað kröfu- gerð BHMR þýddi í raun, en það tókst því miður ekki,“ sagði Svanfríður Jónasdóttir. Nú er komið á aðra viku í verk- falli og áhrifa þess gætir hægt og sígandi í æ meira mæli. Hvernig metur Páll framhaldið? „Ég er auðvitað sannfærður um að þeir neyðast til þess að fara að ræða við okkur. Þeir hafa enn ekki svarað okkar síðasta tilboði þannig að boltinn er hjá þeim.“ phh Góður sigur á Belgum Skáksveit Taflfélags Reykjavíkur sigraði skáklið belgíska félagsins Anderlecht, með IV2 vinningi gegn 5‘/2 í fyrstu umferð Evrópu- keppni félagsliða í skák. Teflt var í Brússel og voru tefldar tvær um- ferðir. Belgar sigruðu í þeirri fyrri með 3>/2 gegn 2'/2 en landinn sneri taflinu við í síðari umferð og sigraði stórt 5-1. f sveit TR tefldu þeir Jón L. Árnason, Margeir Pétursson, Heigi Ólafsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Karí Þorsteins og Þröstur Þórhallsson. í sveitina vantaði Jóhann Hjart- arson sem er að tefla í heimsbik- armótinu á Spáni. Ferðalöngum fjölgar Alls komu um 15.700 ferðamenn til landsins í sl. mánuði. Þar af voru um 9.600 íslendingar og ríf- lega 6 þús. útlendingar. í sama mánuði í fyrra komu tæplega 14 þús. ferðmenn til landsins. Þar af um 8 þús. landar og tæplega 6 þús. erlendir ferðamenn. Það eru því einkum aukin ferðalög landans sem skýra aukna umferð um Leifsstöð í sl. mánuði. Það sem af er árinu hefur ferða- mönnum fjölgað um nær 1200. Voru um 36.600 fyrstu þrjá mán- uðina í fyrra en ríflega 37.800 á sama tíma á þessu ári. Nýr formaður bankamanna Yngi Örn Kristinsson, hagfræð- ingur í Seðlabankanum, var kjör- inn formaður Sambands ís- lenskra bankamanna á nýaf- stöðnu þingi sambandsins. Hin- rik Greipsson fyrrverandi for- maður gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Helsta umræðuefni þingsins var atvinnuöryggi bank- astarfsmanna, en stöðum banka- manna hefur fækkað um 100 á síðustu mánuðum og fyrirsjáan- legur er enn frekari samdráttur, vegna fækkunar banka og sparn- aðarráðstafana. Tónlistarmenn héldu hátíð í nýju miðstöðinni í Rauðagerðinu um sl. helgi og hór spila Tómas R. Einarsson og nemendurfyrir gesti. Mynd: þóm. Hljómlistarmenn í nýtt húsnæði Félag íslenskra hljómlistarmanna fagnaði flutningi á starfsemi sinni í nýtt húsnæði félagsins um sl. helgi. FÍH hefur fest kaup á Rauðagerði 27, þar sem Ingvar Helgason hf. var áður til húsa. Með þessum húsakaupum hefur öll starfsemi félagsins verið sameinuð á einum stað, en auk félagsheimilis og skrifstofu verður í Rauðagerðinu Tónlistar- skóli FÍH, góður hljómleikasalur og fyrirlestrasalur auk aðstöðu til hljóðritunar. I stjórn FÍH eiga nú sæti þeir Björn Th. Árnason form., Árni Scheving, Runólfur B. Leifsson, Ásdís Þorsteinsdóttir og Ásgeir Steingrímsson. KÍ og ríkið Fundur í dag Launaliðir svipaðir og hjá BSRB „Launaliðirnir eru á svipuðum nótum og var hjá BSRB. Síðan eru einnig atriði í BSRB- samningnum sem snúa sérstak- lega að félögum í BSRB og á sama hátt lýsir samninganefndin sig reiðubúna að ræða sérstök mál er snúa beint að kennurum,“ sagði Svanfríður Jónasdóttir aðstoðar- maður fjármálaráðherra um þær tillögur sem samninganefnd ríkis- ins hyggst ræða við félaga í Kenn- arasambandi íslands á samninga- fundi í dag en sá fundur kemur í framhaldi fundar sem haldinn var sl. föstudag. Sigrún Ágústsdóttir sem sæti á í Kjaramálaráði KÍ sagði að kennarar vildu beina umræðun- um inn á sérmál kennara á fund- inum í dag eins og samninga- nefnd ríkisins hefði lagt þau upp, en auk þess vildi samninganefnd kennara ræða ný atriði. Sagðist hún telja að of lítið kjöt væri „á kennarabeinunum“ eins og hún orðaði það. Hún vildi hins vegar ekki tjá sig um hvort það gæti komið til álita að KÍ semdi við ríkið áður en samningar HÍK við ríkið væru í höfn. Engin afstaða hefði enn verið tekin til þeirra „BSRB-launa“ sem ríkið gerði tillögu um, þau yrðu að ræðast með hliðsjón af öðrum atriðum. Svanfríður Jónasdóttir sagði að að sínu mati hefðu kennarar lagt mesta áherslu á mál er snúa að endurmenntun, orlofsmálum og starfsmenntunarsjóði auk þess sem staða byrjenda hefði verið ofarlega á baugi, þá m.a. með til- liti til kennsluafsláttar. Sam- kvæmt heimildum gera „Hug- myndir um samningsgrundvöll“ eins og plagg ráðuneytisins er titl- að, ráð fyrir að samið verði til áramóta. phh Landspítali 120 ním lokuð Á Landspítalnum er áhrifa verkfallsins farið að gæta nokk- uð. Þar eru 60-70 hjúkrunar- fræðingar í verkfalli og 120 rúm lokuð. 40 undanþágur hafa verið veittar. Að sögn Péturs Jónssonar framkvæmdastjóra stjórnunar- sviðs Landspítalans hefur verið sótt um undanþágu fyrst og fremst vegna hjúkrunarfræðinga á vakt til þess að fyrirbyggja að raska þurfi ró fjölda sjúklinga og flytja þá milli hæða. eb Bakkus undir stýri Áfengisvarnaráð telur fulla á- stæðu til að minna á þrjá atburði sem átt hafa sér stað í vetur, þar sem Bakkus hefur ráðið ferðinni: Strand danska flutningaskipsins við Grindavík þar sem orsök var m.a. ölvun skipstjórans, banda- ríkjaþing hafnaði ákveðnum að- ila í embætti varnarmálaráð- herra, m.a. vegna drykkjuskapar hans, og nú nýlega varð eitt mesta olíumengunarslys á höfu- num er tanskip strandaði við suðurströnd Alaska. Orsök slyss- ins er talin vera ölvun skipsstjó- rans. Trúnaðarsími unglinga Ungmennahreyfing Rauða krossins opnaði í gærkvöldi sér- stakan trúnaðarsíma, sem sér- staklega er ætlaður ungu fólki á aldrinum 18-30 ára. Þessi síma- þjónusta fyrir ungt fólk verður opin á mánudögum, miðviku- dögum og föstudögum frá kl. 19- 22 á kvöldin. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN i Þriöjudagur 18. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.