Þjóðviljinn - 18.04.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.04.1989, Blaðsíða 5
FRÉTTIR Siglunes hf. Greiðslutrygginga krafist Bæjarstjórn ákveður á nœstafundi hvort málsmeðferð skiptaráðanda áþrotabúi Sigló hf. verður vísað til dómsmálaráðuneytis til skoðunar Baejarsjóður og fyrirtaeki hans auk annarra þjónustufyrir- taekja í Siglufirði taka það ekki ■ mál að taka Siglunes hf. í við- skipti nema öruggar tryggingar séu fyrir greiðslu þeirra. Þá er jafnframt útséð um að Þormóður rammi hf. leigi fyrirtaekinu afnot af frystiklefum þess. Að sögn Sigurðar Hlöðvers- sonar formanns bæjarráðs í Siglu- firði verður það skoðað og vegið á næsta bæjarstjórnarfundi sem haldinn verður 25. apríl hvort þess eigi að fara á leit við dómsmálaráðuneytið að það skoði vinnubrögð skiptaráðanda þegar hann leigði þrotabú Sigló hf. fyrri eigendum aðeins þremur klukkutímum eftir að fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota. Á aðalfundi Þormóðs ramma hf. sem haldinn var nyrðra um helgina fékk Róbert Guðfinns- son framkvæmdastjóri sjálfdæmi um það frá stjórninni hvort Sigl- unes hf. verður tekið í viðskipti eða ekki. Að sögn Róberts eru þeir frystiklefar sem Sigló hf. leigði hjá fyrirtækinu undir rækju enn í leigu þrotabúsins og sagði hann því óheimilt að framselja þann leigusamning. Því verður stjórn Sigluness hf. að leita annað eftir frystigeymslum undir rækju- afurðir sínar. Aftur á móti verður útgerðum þeirra rækjuskipa sem veiða fyrir Siglunes hf. seldur ís eins og hverjum öðrum við- skiptavinum óski þær þess, en ekki í gegnum Siglunes. Að lokum skal þess getið að heildarskuldir þrotabús Sigló hf. við verkalýðsfélagið Vöku í Siglufirði eru 11 miljónir króna með vöxtum vegna vangoldinna greiðslna í lífeyris- og sjúkrasjóð á árunum 1984 og 1985. _grh Kees Visser og Pétur Magnús- son við verk sín á sýningunni í Nýló. Ljósm Smart. Lokasýning Nylista- safnsins Síðasta sýningin á Vatnsstígnum Síðasta sýning Nýlistasafnsins í húsnæðinu að Vatnsstíg 3b var opnuð um sl. helgi. Sýningin stendur til mánaðamóta, en þá verður húsnæðið rýmt fyrir aðra starfsemi. Nýlistasafnið hefur tekið á leigu geymsluhúsnæði fyrir verk í eigu safnsins, en óvissa ríkir um framtíðarhús- næði þess og sýningarsal, en menningarmálanefnd Reykjavík- ur hefur sýnt áhuga á að aðstoða við að útvega safninu viðunandi húsnæði til frambúðar. Á lokasýningunni í gamla húsnæðinu við Vatnsstíginn sýna 10 listamenn, eitt til þrjú verk hver. Þau sem sýna eru Asta Ól- afsdóttir, Finnbogi Pétursson, Hannes Lárusson, Jón Sigurpáls- son, Kees Visser, Ólafur Sveinn Gíslason, Pétur Magnússon, Ráðhildur Ingadóttir, Svava Björnsdóttir og Þór Vigfússon. Nýlistasafnið er sjálfseignar- stofnun, og var stofnað 1978. Fé- lagar eru um 80, og eru þeir skuldbundnir að gefa safninu reglulega verk eftir sig. Safnið hefur rekið sýningarsalinn að Vatnsstíg 3b síðan 1980, og þar hafa verið haldnar á 3. hundrað sýningar, þar sem áhersla hefur verið lögð á að kynna nýsköpun í myndlist. Nýlistasafnið er opið daglega frá kl. 16-20, um helgar frá kl. 14-20. -ólg Sjálfsbjörg Anægja með vistheimili fyrir fjölfatlaða Góðum árangri Lionshreyfingarinnar fagnað Stjórn Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Reykjavík og ná- grenni, hefur lýst yfir mikilli ánægju með væntanlega bygg- ingu vistheimilis fyrir fjölfatlaða á Reykjalundi. ítrekar stjórnin rétt fjölfatlaðra einstaklinga til að búa á eigin heimili með þeirri þjónustu sem nauðsynleg er. Þá fagnar stjórnin góðum ár- angri Lionshreyfingarinnar í landssöfnuninni „Léttum þeim lífið“ með sölu á rauðu fjöðrinni, en alls tókst að safna um 25 milj- ónum króna til byggingar vist- heimilisins að Reykjalundi. „Stefna Sjálfsbjargar í húsnæð- ismálum er sú að fatlaðir eigi heima innan um ófatlaða. Til þess að svo megi verða, þarf húsnæði að vera aðgengilegt öllum, skipulag í góðu lagi og þjónusta fyrir hendi. „Sjálfs- ákvörðunarréttur og sjálfstæði einstaklingsins verður að sitja í fyrirrúmi. Heimaþjónustu þarf ekki síst að efla svo þessu mark- miði verði náð,“ segir m.a. í húsnæðisstefnu samtakanna. Þá hefur stjórn Sjálfsbjargar lýst yfir stuðningi sínum við sam- starf og fyrirhugað átak Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra og Áhugahóps um bætta umferð- armenningu. Sjálfsbjörg telur að kynning á afleiðingum umferð- arslysa og viðhorfum þeirra sem hafa fatlast af völdum slysa, sé mikilvægur þáttur í því að bæta umferðarmenningu og breyta hugarfari og hugmyndum al- mennings þannig að fatlað fólk verði metið til jafns við aðra þegna þjóðfélagsins. Stjórn Sjálfsbjargar í Reykja- vík og nágrenni skipa nú þau: Ragnar Gunnar Þórhallsson form., Sigurður Björnsson vara- form., Jón H. Sigurðsson gjald- keri, Ruth Pálsdóttir ritari og Hildur Jónsdóttur vararitari. -•g- Verðandi foreldrar Námskeið á heimaslóðum Boðið upp áfrœðslu um meðgöngu og fœðingu. KenntíÁrbœ, Breiðholti og Grafar- vogi Það er mikill áhugi hjá verð- andi foreldrum að fá að fræðast um meðgönguna og fæð- inguna og góð fræðsla er ekki síður nauðsynleg en gott eftirlit á meðgöngutímanum, segja þær Guðrún Ólöf Jónsdóttir og Hrefna Einarsdóttir Ijósmæður, sem ætla að standa fyrir nám- skeiðum fyrir verðandi foreldra nú í sumar. Námskeiðin eru hugsuð fyrir foreldra (mæður) á fyrri hluta meðgöngu, eða síðari hluta, eftir 24 vikur. Þau eru í sjö skipti, tvær klukkustundir hvert. Námskeið- in verða haldin í félagsmiðstöðv- unum Árseli í Árbæ, Gerðu- bergi, Breiðholti og í Fjörgyn í Grafarvogi. Þær Guðrún og Hrefna segjast hafa ákveðið að efna til þessara námskeiða vegna þess að þörfin sé mjög brýn. Heilsuverndar- stöðin anni ekki eftirspurn eftir fræðslu og erfitt sé að komast á slík námskeið á sumrin á spítölu- num, m.a. vegna sumarleyfa. Þá sé það einnig nýjung að færa námskeiðin út í hverfin þar sem unga fólkið býr. Frekari upplýs- ingar og skráning er í síma 675716 alla virka daga frá 13.30-16.00. Ljósmæðurnar Hrefna Einarsdóttir t.v. og Guðrún Ólöf Jónsdóttir: Sumarnámskeið fyrir verðandi foreldra. Mynd-Jim Smart. Þriðjudagur 18. april 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Andlát Hákon Bjarnason látinn Hákon Bjarnason fyrrv. skóg- ræktarstjóri er látinn á áttugasta og öðru aldursári. Hann fæddist í Reykjavík 13. júlí 1907. Hákon lauk prófi í skógrækt frá skógræktardeild Landbúnaðarháskólans í Khöfn árið 1932. Hann var við fram- haldsnám í Englandi og Stokk- hólmi og var síðan skipaður skóg- ræktarstjóri frá 1. mars 1935. Hann gegndi þeirri stöðu í rúm 42 ár. Flákon var tvíkvæntur. Eftirlif- andi kona hans er Guðrún Bjarnason. Stjóm Sjálfsbjargar í Reykjavík og nágrenni. Fremri röð frá v: Jón H. Sigurðsson, Sigurður Björnsson. Aftari röð frá v: Ruth Pálsdóttir, Ragnar Gunnar Þórhallsson og Hildur Jónsdóttir. Wt k'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.