Þjóðviljinn - 18.04.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.04.1989, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRETTIR Harmleikurinn á Hillsborough 94 látnir Lögregla harðlega gagnrýndfyrir að opna hliðin, segist hafa gertþað afótta við að annars yrði troðningur utan vallar Dó fyrir móður sína Giuseppe Clemente Di Vinc- enzo, sex ára gamall drengur í Agrigento á Sikiley, sem reyndi að vernda móður sína fyrir eitur- lyfjaneytanda, er ráðist hafði að henni með hníf, lést í gær af sár- um sem eiturlyfjaneytandinn veitti honum. Gerðist það á laug- ardag að eiturlyfjaneytandinn braust inn í hús móður Giusepp- es, skammt frá Agrigento, ógn- aði henni með hnífi og heimtaði peninga. Drengurinn hljóp þá fram fyrir móður sína og bauð ræningjanum sparigrís sinn. Eiturlyfjaneytandinn mölvaði sparigrísinn, stakk síðan dreng- inn í brjóst og kvið og særði einn- ig móður hans, áður en hann hafði sig á brott. Móðirin er þunguð og komin fimm mánuði á leið, en talið er að hvorki hún né ófædda barnið séu í lífshættu. Samstaða lögleidd Dómstóll í Varsjá lögleiddi í gær hið óháða verkalýðssamband Samstöðu, sem verið hefur í banni stjórnvalda í sjö ár. Er hér fyrst og fremst um formlega ráð- stöfun að ræða, þar eð stjórnvöld hafa fyrir löngu í raun viðurkennt Samstöðu með því að taka upp samningaviðræður við forustu hennar um framtíð Póllands. Slysið á Hillsboroughleikvang- inum í ShefTield á laugardag- inn, er 94 menn biðu bana, er það versta hingað til í knattspyrnu- sögu Bretlands. Mannskæðasta slysið af því tagi þarlendis fyrir laugardag s.I. átti sér stað 1971 í Glasgow, er 66 áhorfendur að knattspyrnuleik krömdust til bana. Mesta slys í knattspyrnu- sögu heimsins til þessa varð 1964 í Perú, en í því fórust yfir 300 manns. Flestir þeir sem fórust á Hills- borough voru frá Liverpool og flestir ungir, margir börn og ung- lingar. Þeir ýmist köfnuðu í þrengslunum, tróðust undir eða krömdust til bana upp við stál- grindagirðingu, sem sett hafði verið upp til að koma í veg fyrir að áhorfendur ryðjist inn á leikvanginn. Af þeim sem lífs komust af úr troðningnum eru um 50 á sjúkrahúsum, þar af 19 á gj örgæsludeildum. Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, lét svo um mælt á sunnudag að óskapaat- burðurinn á Hillsborough sýndi að ráðstafanir þær, sem hingað til hefðu verið gerðar til að tryggja öryggi áhorfenda á breskum knattspyrnuleikvöllum, væru ekki fullnægjandi og fyrirskipaði gagngera rannsókn í málinu. Hörmungaatburðuri'nn varð er nýhafinn var leikur Liverpool og Nottingham Forest í ensku bikar- keppninni. Upphaf óskapanna var að lögregla opnaði hlið aftan við áhorfendastæði fyrir um 3000 stuðningsmönnum Liverpool- liðsins, en stæðin voru þá þegar nærri full og flestir þeirra, sem fyrir utan voru, munu hafa verið miðalausir. Þeir þustu þegar inn um hliðin af miklum ákafa, með fyrrgreindum afleiðingum. Lög- reglan er harðlega gagnrýnd fyrir að hafa opnað hliðin, en hún seg- ist í engu hafa vikið frá venjum, sem hingað til hafi gefist vel. Ennfremur segja talsmenn lög- reglu að hún hafi óttast að til ósp- ekta og troðnings kæmi utan við hliðin, ef þau yrðu ekki opnuð fyrir þeim sem þar biðu. í breskum blöðum er nú farið hörðum orðum um ófullnægjandi öryggisráðstafanir á breskum knattspyrnuvöllum og á þingi er þess krafist m.a. að stálgrinda- girðingar eins og sú, sem aðskilur áhorfendastæðin á Hillsborough og leikvanginn, verði afnumdar. Mið-Ameríka Samkomulag risa- velda á döfinni? Breyttstefna Bandaríkjanna viðvíkjandi Níkaragva. Bakersýnir áhuga á tillögu sovésku stjórnarinnar um að risaveldin hœtti að sjá stríðsaðilum fyrir vopnum Iræðu, sem Gorbatsjov Sovét- ríkjaforseti flutti í opinberri heimsókn sinni til Kúbu fyrir skömmu, lagði hann áherslu á að deilumál Mið-Ameríku yrðu leyst á friðsamlegan hátt og lét á sér skilja að hann teldi það mega tak- ast, ef allir utanaðkomandi aðilar hættu hernaðarlegum stuðningi við Mið-Ameríkuríki og aðra stríðsaðila þar. Gorbatsjov endurtók hér uppástungu, sem sovéska stjórnin kom fram með fyrir rúmum 15 mánuðum. Hér er fyrst og fremst átt við risaveldin tvö. Sovétríkin sjá her Níkaragva fyrir vopnum og Bandaríkin hafa vopnað kontr- ana, fjandmenn Níkaragva- stjórnar, og halda uppi salvador- ska stjórnarhernum með vopnum og hernaðarráðgjöf. Hondúras hefur og þegið af Bandaríkjunum mikla hernaðarhjálp gegn því að leyfa kontrum að athafna sig það- an. Bandaríkjastjórn Reagans vís- aði þessari uppástungu Sovét- manna á bug á þeim forsendum, að ef að henni yrði gengið fælist í því viðurkenning á því að Sovét- ríkin hefðu jafnan „rétt“ á við Bandaríkin til að hlutast til um mál Ameríkuríkja. Þessi við- brögð komu ekki á óvart, þar eð allt frá öndverðri 19. öld hafa Bandaríkin haft sem meginreglu, að ekkert stórveldi mætti skipa málum þar í álfu, að þeim sjálfum vitaskuld frátöldum. Þar að auki var Reagan fjarri skapi að bindá endi á stríð kontra og sandinist- astjórnar Níkaragva fyrr en síðar- nefndi aðilinn væri gersigraður. Bushstjórnin var nokkuð lengi að ákveða sig viðvíkjandi Mið- Ameríku sem fleiru, en nú virðist hún hafi mótað eigin stefnu í mál- um þessa heimshluta, a.m.k. að einhverju marki. Eftir heilmikla fyrirhöfn tókst James Baker, utanríkisráðherra, að ná samkomulagi við þingið, þar sem demókratar ráða, um að Banda- ríkin skyldu halda áfram að sjá kontrum fyrir fæði og klæðum þangað til í lok febr. næsta ár, en í þeim mánuði eiga að fara fram kosningar í Níkaragva. Að því tímabili loknu ætlast stjórn og þing Bandaríkjanna til að kontra- liðið verði leyst upp og að liðs- menn þess setjist að í Níkaragva. Ekki þýðir þetta að Banda- ríkjamenn láti af afskiptum um málefni Mið-Ameríkuríkis þessa. Þeir munu að líkindum reyna að þoka stefnu Níkaragva, bæði í innanríkis- og utanríkismálum, sér í hag. Takist það, má vera að Bandaríkin létti í staðinn af Ník- vargva viðskiptabanninu, sem þau hafa haft á því landi í fjögur ár, og verði því innanhandar um fyrirgreiðslu hjá alþjóðlegum fjármálastofnunum. Telji Banda- ríkjastjórn sig hinsvegar ekki hafa erindi sem erfiði í framtíð- arsamskiptum sínum við Níkara- gva, er varla útilokað að gamla harðlínustefnan verði tekin upp aftur gagnvart því ríki. Baker hefur í þessu sambandi látið í ljós áhuga á áðurnefndri uppástungu sovésku stjórnarinn- ar. Það kann því að vera að risa- veldin komist að samkomulagi hvað Níkaragva varðar. Erfiðara kann það verða með Salvador. Úrslit forsetakosninganna þar nýverið og gangur mála yfirleitt undanfarið bendir til þess, að meirihluti landsmanna hafi skipað sér í fylkingar annarsvegar til hægri, með ARENA- flokknum sem nátengdur er morðsveitunum alræmdu þar- lendis, og hinsvegar með hinni marxísku Farabundo Martí- skæruliðahreyfingu. Alfredo Cristiani, nýkjörinn forseti af hálfu ARENA, hefur að vísu reynt að kynna sig sem hóf- semdarmann, er breyta vilji flokki sínum í mannúðlegra horf, en ekki eru margir trúaðir á að mikið sé á bakvið það. Líkur á að friður verði saminn þarlendis í bráð eru því takmarkaðar. Þrátt fyrir gríðarmikla banda- ríska hernaðarhjálp hefur Salva- dorsher ekki enn tekist að ná nema þráteflisstöðu í stríðinu, og Bandaríkjastjórn hefur því á- stæðu til að ætla að skæruliðar myndu hafa sigur innan tíðar, ef andstæðingum þeirra hættu að berast bandarísk vopn. Banda- ríkjastjórn o.fl. halda því fram, að skæruliðar fái sovésk vopn, væntanlega þá í gegnum Níkara- gva, en frásagnir fréttamanna, sem verið hafa meðal skæruliða, benda til þess að mikið af vopn- um þeirra sé herfang tekið af stjórnarhernum eða jafnvel keypt af kontrum, sem sitja aurafáir í Hondúras og bíða óvissrar framtíðar. Sennilegt er því að samkomulag risaveldanna um að þau bæði létu af vopn- aútflutningi til Mið-Ameríku kæmi harðar niður á stjórnarher Salvadors en Farabundo Martí- liðum. dþ. Þriðjudagur 18. apríl 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Einn hinna látnu borinn frá slysstað - um 50 slasaðir á sjúkrahúsum. Margra mál virðist raunar vera að miklu gagngerari breytinga sé þörf á hönnun breskra knatt- spyrnuleikvalla. Ian Clarke, 16 ára piltur sem með naumindum komst lífs af, segir m.a.: „Þetta var eins og að vera á kafi í vatni og komast ekki upp úr til að anda ... Ofan á mér voru lík ... í nótt gat ég ekki sofið. Ég sá alltaf fyrir mér andlitin á þessum dánu manneskjum.“ Reuter/-dþ. Faðir minn og tengdafaðir Brynjólfur Bjarnason fyrrverandi menntamálaráðherra lést í Roskilde í Danmörku 16. apríl. Elin Brynjólfsdóttir Gottfried Vestergárd Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og bálför Helgu Proppé Lúðvík Kristjánsson Véný og Vésteinn Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móðurokkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Stefaníu Þorvaldsdóttur Fossgerði, Beruneshreppi Þorgerður Þorleifsdóttir Eiríkur Jónas Gíslason Sigurður Þorleifsson Kristbjörg Sigurðardóttir Ragnhildur Þorleifsdóttir Jón Hannibalsson barnabörn og barnabarnabörn / ■s Aðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks verður haldinn á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, þriðjudaginn 25. apríl 1989, kl. 17.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kjara- og samningamálin. 3. Önnur mál. Kaffiveitingar. Reikningar Iðju fyrir árið 1988 liggja frammi á skrifstofu félagsins. Iðjufélagar fjölmennið. Stjórn Iðju ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagsfélagar Suðurlandi Fundur með fjármálaráðherra Fundur með Ólafi Ragnari Grímssyni fjármálaráðherra verð- ur haldinn miðvikudaginn 19. apr- íl kl. 20.30 að Kirkjuvegi 8, Sel- fossi. Margrét Frímannsdóttir alþm. mætir einnig á fundinn. Mætið vel og stundvíslega. Af- mæliskaffi í fundahléi. Ólafur Margrét

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.