Þjóðviljinn - 19.04.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.04.1989, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 19. apríl 1989 73. tölublað 54. árgangur Fjármálaráðuneytillífeyrissjóðir Vaxtamúrinn bnrtinn Tímamótasamningar um skuldabréfakaup lífeyrissjóðanna. Raunvextir strax Í6% og lœkka Í5% íjúlí. Stórhlutikaupanna gengistryggður. Húsnœðisstofnun tryggtlánsfé. Ólafur RagnarGrímsson fjármálaráðherra: Fylgt eftir með vaxtalœkkun á spariskírteinum og íhankakerfinu. Benedikt Davíðsson stjórnarform. SAL: Tilbúnirað styðja við vaxtalœkkunarstefnu stjórnvalda Þessi samningur inarkar tima- mót varðandi þróun raun- vaxta og ekki síður varðandi að- lögun íslensks vaxtastigs að er- lendum peningamarkaði. Með Alverið Ólgavegna fækkunar starfsmanna Hœgagangur íÁlverinu. Rœtt umyfirvinnubann. Forstjórinn vill verulega fœkkun verkamanna. Engar nýráðningar. SigurðurT. Sigurðsson: Liggur við að menn séu farnir að sakna Ragnars Mikillar óánægju gætir meðal verkamanna í Alverinu í Strautnsvík með þá ákvörðun forstjóra verksmiðjunnar að fækka starfsmönnum með því að ráða ekki í þær stöður sem losna. Einnig eru starfsmenn ósáttir við launakjör en Álverssamningarnir giida til 1. september n.k. - Það er óhætt að segja að tölu- verð ólga sé meðal starfsmanna í Straumsvík út af ýmsum málum. Mér sýnist á öllu að það geti gengið það langt með nýja for- stjórann að menn fari að sakna Ragnars, sagði Sigurður T. Sig- urðsson formaður Verkamanna- félagsins Hlífar í samtali við Þjóðviljann í gær. - Þótt búningarnir breytist þá virðist stefnan vera sú sama. Það liggur fyrir krafa frá þeim um að fækka starfsfólki, og það svo rösklega að það nær engri átt að okkar viti, sagði Sigurður. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans hafa verið uppi hugmynd- ir í Álverinu um að sett verði á yfirvinnubann, en engin ákvörð- un hefur verið tekin í þeim efn- um. Hins vegar munu vinnuaf- köst vera með minnsta móti vegna óánægju starfsmanna. Oskum um endurskoðun og breytingar á starfskjörum hefur í engu verið svarað en samningar eru í gildi fram í ágústlok. Sam- kvæmt þeim hækka laun um 2,7% 1. maí n.k. og aftur um 1% þann 1. ágúst. Þessar hækkanir telja starfsmenn alls óviðunandi, með tilliti til nýgerðra kjara- samninga BSRB og ríkisins og þeirrar kaupmáttarrýrnunar sem orðíð hefur frá því samningarnir voru gerðir í fyrravor. Christian Roth forstjóri ÍSAL vildi ekkert láta hafa eftir sér um stöðu mála í álverinu að svo stöddu. Hann sagði þó að við- ræður ættu sér stað á milli aðila. -Ig./-phh. þessum samningum hefur verið rutt úr vegi helstu hindrunum fyrir þeirri raunvaxtalækkun sem stjórnvöld hafa stefnt að, segir Olafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra um nýjan samning fjármálaráðuneytis og samtaka lífeyrissjóðanna um kjör á skuldabréfakaupum sjóðanna af Húsnæðisstofnun ríkisins. Samn- ingurinn sem gildir til næstu ára- móta gerir ráð fyrir því að vextir á skuldabréfum með innlendri verðtryggingu fari þegar niður í 6% og síðan niður í 5% frá og með júlíbyrjun n.k. Ráðgert er að lífeyrissjóðirnir kaupi skuldabréf af Húsnæðis- stofnun fyrir um 7 miljarða á næstu 9 mánuðum og á það að tryggja stofnuninni nægjanlegt lánsfé út árið. Það sem af er árinu hafa sjóðirnir keypt skuldabréf af Húsnæðisstofnun fyrir um IVz miljarð. Nýmæli er í þessum samning- um að hluti skuldabréfakaupa líf- eyrissjóðanna, allt frá 15-40% af heildarkaupum hvers lífeyris- sjóðs, mun miðast við gengis- tryggingu og erlenda nafnvexti, sem í dag fela í sér um 5% raun- vexti. Þá gerir samningurinn ráð fyrir að skuldabréfin verði verð- tryggð með núgildandi lánskjara- vísitölu, en ágreiningur aðila um gildi þeirrar vísitölu verður leystur fyrir dómstólum. Reynist almennt raunvaxtastig í landinu verða hærra á samnings- tímanum en samningurinn við líf- eyrissjóðina gerir ráð fyrir, verð- ur vaxtastig þess hluta skulda- bréfanna sem bundin eru inn- lendri verðtryggingu, leiðrétt í janúar á nk. ári. Nái hins vegar þau markmið sem ríkisstjórnin hefur sett sér í vaxta- og peninga- málum fram að ganga í kjölfar þessa samnings við lífeyrissjóð- ina, mun ekki þurfa að koma til leiðréttingar á vöxtum. Fjármálaráðherra sagði í gær að í beinu framhaldi af þessum tímamótasamningi myndu vextir af spariskírteinum ríkissjóðs verða lækkaðir á samsvarandi hátt. Seðlabankinn myndi taka mið af því raunvaxtastigi sem væri ríkjandi og hér væri búið að móta grundvöll fyrir almennri raunvaxtalækkun eins og stjórnvöld hefðu stefnt að. Benedikt Davíðsson stjórnar- formaður Sambands almennra lífeyrissjóða, sagði að lífeyris- sjóðirnir hefðu alla tíð verið til- búnir að fylgja eftir vaxtalækkun- arstefnu stjórnvalda að upp- fylltum ákveðnum tryggingum. Ef þessi raunvaxtalækkun næði fram á almennum peningamark- aði myndi það einnig hafa áhrif á útlánsvexti lífeyrissjóðanna. Pétur Blöndal framkvæmda- stjóri Landssambands lífeyris- sjóða segir þetta samkomulag ekki hafa í för með sér áhættu fyrir lífeyrissjóðina. Hér væru farnar ýmsar nýstárlegar leiðir sem væru til bóta en hann hefði ekki trú á því að þær skiluðu al- mennri rauvaxtalækkun. -lg- Verkfallsbrothind- raft. Verktallsverðir í BHMRkomuígærí veg fyrir að dr. Jakob Magnússon aðstoðar- forstjóri Hafrann- sóknastofnunar kæm- ist um borð í f rystitog- arann Harald Krist- jánsson HF. i Hafnar- fjarðarhöfn. Dr. Jakob hafði ætlað sér að f ara meðtogaranumí karfaleiðangurdjúpt út af Suðurlandi enda. sérf ræðingur stof nun- arinnaríöllusemlýtur að lifnaðarháttum karfans. Ekki kom til átaka og sneri dr. Jak- ob við eftir smá orða- hnippingarvið verkfallsverði. Mynd: ÞÓM. Viörædur í KI og ríkið III mgangi KI vill rœðafrekar sérmál kennara og röðun ílaunaflokka en gerirfyrirvara um launaliði. LofturMagnússon: Ekki útilokað að samið verði á undan HÍK Kjararáð Kennarasambands Islands og samninganefnd ríkisins funduðu í gær og lagði kjararáð KÍ þar til að áfram yrðu rædd ýmis mál er snúa „að kenn- uruni sérstaklega og bættu skóla- starfi," eins og segir í fréttatil- kynningu. KÍ gerir hins vegar fyrirvara um þá launaliði sem samninganefnd ríkisins hefur gert tillögu um og eru sambæri- legir þeim sem um var samið í BSRB-samningnum. Loftur Magnússon, varafor- maður KÍ var fáorður eftir fund- inn, en sagðist aðspurður ekki útiloka neina möguleika í stöð- unni, ekki einu sinni þann að KÍ næði samningum á undan HÍK sem nú stendur í verkfalli. Á fundinum í gær lagði kjara- ráð KÍ fram hugmyndir um að samninganefndir ræddu sérstak- lega röðun í launaflokka og launaþrep, orlof, heimavinnu, endurmenntun og framhalds- menntun, kennsluskyldu byrj- enda og yfirvinnumál. Þá færi fram endurskoðun á mati fyrir háskólaár og rædd yrðu sérmál ýmissa hópa innan KÍ. Samn- inganefnd tók við hugmyndum Kltil skoðunar og ákveðið var að næsti fundur viðræðuaðila verði haldinn á morgun. Því virðist sem nokkuð miði í þessum viðræðum á meðan lítið haggast hjá Hinu íslenska kenna- rafélagi og öðrum félögum BHMR. Hætt er hins vegar við að nái KÍ samningum áður en HÍK eða önnur BHMR-félög hafa samið komi það til að valda úlfúð meðal kennarafélaganna tveggja. KÍ hefur heitið HÍK stuðningi á meðan á verkfalli þess síðastnefnda stendur og hefur sýnt þann stuðning í verki með fjárframlögum. Semji KÍ hins vegar á undan HÍK er hætt við að gamlar ýfingar taki sig upp og draumur margra um sameiningu þessara systrafélaga verði fyrir bí. Þessi staða gæti því orðið til þess að dráttur verði á því að KÍ skrifi undir samninga, en eins og varaformaður KÍ orðaði það er öllum möguleikum haldið opn- um. phh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.