Þjóðviljinn - 19.04.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.04.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Nú er svo komið málum að ekki verður lengur undan vikist að rifja upp fáeinar staðreyndir varðandi fræðslustjóramálið - til- urð þess og meðferð. Ótrúlega margir hávaðamenn virðast telja það til hagsmuna sinna að villa málið og hjúpa það hulu blekkinga um leið og stór- yrðafroðan er lapin eftir einum af bankatjórum þjóðbankanna í hverjum fréttatímanum eftir ann- að á „síbylgjum“ fjölmiðlafárs- ins. Allir vita að við, sem höfum verið skotspónn kjaftaskanna þurfum að vera meira en miðl- ungi dónalegir eða ósvífnir til að öðlast hjalvináttu þeirra sem næra þjóðina með yforborðsvit- neskju um alvörumál. - Þar fá dylgjur og óhróður úr munni framámanna margfalda athygli á við sannleiksleit eða hógværar ábendingar „venjulegs Islend- ings“. Svo hefur farið að Sverrir Har- mannsson hefur stöðugt ausið auri og óhróðri þá einstaklinga sem með snöfurmannlegum hætti bundu endi á „píslargöngu" Sturlu Kristjánssonar fyrir dóm- stólum. Héldu margir að enginn hefði meiri ástæðu til að fagna friðsamlegum málalokum en ein- mitt Sverrir. Ég trúi því enn að hann (Sv. H.) hefði átt að gleðjast manna mest yfir sáttum svo að óhappa- ferill hans sjálfs í fræðslustjóra- málinu yrði þá ekki lengur til frekari háðungar honum; og ekki heldur til þess að draga mannorð jafnvel háttsettra embættis- manna niður á plan stóryrða og auvirðilegra ályga. Nei, Sverrir vil halda áfram að „meiða“ - og nú er hvergi til spar- að. Ólin gengur á ýmsum og sýn- ist mér sem ráðherrann fyrrver- andi hafi nú næstum gleymt sér í sínu eigin „hatri“ - líklega pólit- ísku hatri á þeim Svavari Gests- syni og Ólafi Ragnari Grímssyni - en eitthvað annaz hlýtur að liggja að baki sífelldum svívirð- ingum Sverris Hermannssonar í garð Sturlu Kristjánssonar og raunar gervalls fræðsluumdæmis- ins á Norðurlandi eystra. Ég get á þessu stigi leyft mér að vona að hamagangur Sverris Hermannssonar verði ekki til þess eins að hann felli á eigin bragði það fólk sem hann áður byggði traust sitt á. Ég vona reyndar innilega að Sverrir hafi einungis byggt málflutning sinn gegn Sturlu á „ófullkomnum upplýsingum", en engin persónu- leg ætlan hafi af hans hálfu beinst til skaða Sturlu. Ég segi þetta vegna þess að svo var villt um fyrir dómendum í Borgardómi að það mátti heita borin von að á þeim grundvelli sem þar var lagður mundi Hæstiréttur komst að neinm annarri niðurstöðu - og því ekki una henni þá? Varðandi fjárlagahlýðni Rétt er að biðja lesandann að rifja upp nokkur atriði sem tengj- ast umræðu liðinna missera varð- andi fjárlagahlýðni. Upp í hug- ann koma Flugstöð! - Listasafn! - Landakot! - Ríkisútvarp! - Þjóðleikhús! - Skipaútgerð! - Forsetaembætti! Skoða mætti Þróunarsamvinnustofnun íslands - fjárreiður Hæstaréttar! já, ríkislögmanns og borgardóms - um leið og hugað er að samhengi fjárlaga- og ríkisreiknings hjá einstökum fræðsluumdæmum. Við verðum að gera glöggan greinarmun á a.m.k. þrenns kon- ar fyrirmælum sem unnið er eftir - og fjárlög marka að einhverju eða öllu leyti frá ári til árs. 1) Framkvæmdir - fyrirmæli á að hlýða fjjárlögum? Fáein orð um eftirköst „fræðslustjóramálsins“. Fyrri hluti. Benedikt Sigurðarson skrifar eru einungis mörkuð með tiltek- inni fjárhæð og umfang verksins ræðst aðeins af beinu framlagi - upphæð á fjárlögum sem gjarna byggist á áætlun um kostnað við tiltekna verkáfanga. (Oftast reynist vanáætlað en það er önnur saga). Fyrirmæli til fram- kvæmdaaðilanna eru aðeins krónutalan, - og vald til stöðvun- ar verka liggur hjá framkvæmda- stjórninni. Ég nefni flugstöð - nokkra miljarða - og Listasafn - a.m.k. 100 miljónir, sem Birgir ísleifur fv. menntamálaráðherra vildi vegna offorsins í Sverri Her- mannssyni við brottvikningu fræðslustjórans - vegna hamfara „ráðgjafa“ Sverris - var borin von að rekstur málsins fyrir Hæstarétti hefði nokkurt for- dæmisgildi varðandi fjárlaga- hlýðni eða gildi fjárlaga yfirleitt - ekki síst að teknu tilliti til fram- komu ríkislögmanns í málinu og þeirra upplýsinga sem fyrir lágu þegar Ólafur Ragnar og Svavar Gestsson tóku ákvörðun sína. Ákvörðun, sem er e.t.v. eins- dæmi í sögu ólögmætra uppsagna á íslandi. Ákvörðun sem er þeim þegar til á að taka hvaða fjárupp- hæð fjármálaskrifstofu mennta- málaráðuneytis hefur þóknast að setja inn í fjárlagatillögu. Alþingi verður að fyrirskipa (eða heim- ila) - með beinni lagabreytingu - fækkun kennslustunda ef meiningin er að draga úr kostnaði og slík ákvörðun hlyti þar með að gilda fyrir öll skóíahverfi á landinu. Ríkisreikningar Ríkisreikningar áranna 79-87 liggja fyrir - og þeir flytja fréttir „Ég get á þessu stigi leyft mér að vona að hamagangur Sverris Hermannssonar verði ekki til þess eins að hannfelli á eigin bragði þaðfólksem hann áðurbyggði traustsittá. Ég vona reyndar innilega að Sverrir hafi einungis byggt málflutning sinn gegn Sturlu á „ófull- komnum upplýsingum“ en enginpersónuleg œtlan hafi afhans hálfu beinst til skaða Sturlu. “ bara blása á sællar minningar við opnunarskálina. 2) Rekstur - þjónusta skv. samningi eða skv. fyrirmælum löglegra stjórnvalda - ráðuneyta, sem styðjast við löggjöf frá Al- þingi. Ég nefni Landakot - Ríkisút- varp - Þjóðleikhús. Ákvörðun um umfang rekstrar er að veru- legu leyti háð samþykktum ráð- herra eða löglegra stjórna en samningar eða bein lagafyrirmæli takmarka í einstökum tilfellum vald ráðherra til sparnaðar (Landakot) - þó almennt geti þeir skipað framkvæmdum eftir efnum á hverjum tíma. 3) Þjónusturekstur, t.d. skyldunámsskóli. Öll fyrirmæli eru bundin lögum er ákveða um- fang rekstrar - sama þjónustustig er markað fyrir allt landið (sbr. einnig lög um almannatryggingar o.fl.). Alþingi ersá aðili einn sem veitt getur afslátt af ákvæðum laga um umfang rekstrar - getur að sönnu samþykkt afbrigði sam- hliða afgreiðslu fjárlaga hverju sinni, en láist það hefur enginn ráðherra eða ráðuneytisstarfs- maður heimild til að fyrirskipa samdrátt í þjónustu og undir eng- um kringumstæðum heimild til að ákvaða að einstakar reglu- gerðir gildi aðeins í sumum fræðsluumdæmum (t.d. reglug. um sérk. nr. 270/77). Fræðslustjórar hafa engar heimildir í höndum til að fyrir- skipa stöðvun kennslu eða fækk- un kennslustunda í skólum þó þeir hefðu viljað koma áhuga- mönnum í menntamálaráðuneyt- inu til hjálpar við að draga úi þjónustu við fatlaða t.d. - ef fjár- beiðni menntamálaráðuneytisins er ekki í samræmi við fyrirséðan kostnað samkvæmt gildandi grunnskólalögum og reglugerð- um. Það sem meira er að þessa stöðu fræðslustjóranna geta ein- staklingar í ráðuneytum notað til að stöðva greiðslur til fræðslu- skrifstofa og skóla svo jafnvel komi til lokunar í „völdum fræðsluumdæmum". Svo má ekki gleyma að skólaárið og fjárlaga- árið fara ofurlítið á skjön því menn byrja alltaf framkvæmdir frá hausti skv. fjárlagatillögum næsta árs, - slíkt kann að skapa „eðlilegt misgengi". M.a. af framsögðu og svo til mikils sóma og var með öðru til þess fallin að spara ríkissjóði stórar fjárhæðir. - Svavar Gests- son bauð Sturiu einungis fyrra starf sitt að nýju - væntanlega ódýrasta kostinn fyrir ríkið - og eðlilegastan miðað við stöðu málsins. Sturla kaus hinsvegar að þiggja tilboð um nám erlendis sem hann hafði í höndum frá Birgi ísleifi Gunnarssyni forvera Svavars í ráðuneytinu. Birgir var að líkindum búinn að ganga eins langt til lausnar deilunni og „flokksklafi" Sjálfstæðisflokks- ins leyfði honum. A.m.k. hef ég enga ástæðu til að efast um vilja Birgis ísleifs til fullra sátta í máli Sturlu þó einhverjir hafi e.t.v. gert honum slíka niðurstöðu tor- fundna. Það er útaf fyrir sig umhugs- unarefni nú hvers vegna Sverrir Hermannsson og „spilafólagar" hans forðast eins og heitan eldinn að geta tilrauna Birgis ísleifs til lausnar málinu. Hvaö er ohlyöni? í tengslum við þessa umræðu hefur borið á góma hugtakið „vilji Alþingis" og að „fjárlög séu öðrum lögum æðri“. Jafnvel hafa einstakir „þverslaufumenn" tal- að um „þykjustulög“ í þessu sam- bandi. Ég held að menn ættu að leita í smiðju til Ólafs Jóhannes- sonar og athuga hvað hann segir um gildi fjárlaga. Ólafur kennir okkur að fjárlög séu áætlun um tekjur og gjöld og einnig að fjár- lög breyta ekki öðrum lögum - um það er ekki ágreiningur, en framhjá því hefur verið horft í áróðri gegn einstaklingum og stofnunum upp á síðkastið. Hvort svokallaðar fjárheimildir sem einstök ráðuneyti konstrú- era án tilhlutunar Alþingis hafa eitthvert raunverulegt heimildar- gildi getur verið álitamál, en at- hyglisvert að mmrn. talaði í öðru orðinu alltaf um fjárheimildir en hinu um fjárlög þegar áróðurinn gegn Sturlu gekk í fjölmiðlum, á Þingi og fyrir dómstólumm Kjarasamningar marka ávallt endanlegan kostnað við rekstur skóla eins og allir vita - og skiptir þá sköpum hvernig farið er menntun og starfsaldri þeirra sem kenna. Lögboðnar kennslu- stundir eru hins vegar alltaf jafnmargar - og gildir þá einu sem eru í senn gleðilegar og skelfilegar. Einkum finnst mér áhugavert að skoða reikning 1986. Viti menn, þar má lesa að liðurinn „framhaldsdeildir í grunnskólum" (02720.110) að upphæð kr. 22,3 miljónir er ónot- aður. - Nú? bíðum við; kostnað- ur vegna framhaldsdeilda á Dal- vík, Húsavík og á Ólafsfirði að upphæð 4,2 miljónir er gjald- færður á grunnskólana. Það er fleira sem kemur á óvart; - liður- inn „sérkennsla f grunnskólum óskipt" (02720.180) 8.970 þús- und er líka ósnertur. (Siá bls. 83 í ríkisreikningi 1986.) - Á hann var þó vfsað um framkvæmd sér- kennslu á Norðurlandi eytra skólaárið 1985-6 og kennsla kom til gjalda u.þ.b. 450 vikustundir (til vors 1986). (Sbr. fjárlagatil- lögur 1986 bls 18 og fundargerð fræðslustjórafundar dags. 26. 8. g minnist þess að fræðsluráð Norðurlands eystra upplýsti að ábendingum fræðslustjórans fyrrverandi um þessi efni t.d. 6.3. 1986 var í engu sinnt og beiðni hans um aukafjárveitingu 5.10. 1986 var með öllu hundsuð (vaf- amál að Sv. Herm. fengi hana í hendur skv. hans eigin upplýsing- um morguninn eftir Sjallafund- inn í janúar 1987). Og áfram skal haldið lestrinum. Þegar hugað er að svokölluðum „fjárheimildum" - eins og framreiknuð fjárlög vegna (launa) taxtabreytinga og annarra „náttúrulögmála" er kölluð - þá spyr maður: Er ekki sami kjarasamningur í gildi í öllum fræðsluumdæmum? Er mögulegt að kauptaxtar hækki um t.d. 25% í Reykjavík á meðan hækkun á Vesturlandi er aðeins 10% ? Er mögulegt að fallast á að taxtabreytingar séu ekki þær sömu í öílum fræðsluumdæmum? - Ég segi nei - samningar KÍ og HÍK gilda í öllum fræðsluum- dæmum, jafnt og aksturstaxtar taka hliðstæðum breytingum hvarvetna á landinu ekki síst af því að ráðuneyti menntamála gefur þá sjálft út, ef ég man rétt. Bíðum nú við; er mannskratt- inn að segja að fræðslustjórinn hafi ekki farið fram úr fjárlögum? Það er von þú spyrjir. Að teknu tilliti til þeirra „ávís- ana“ sem menntamálaráðuneytið sjálft gaf út á fjárveitingar til sér- kennslu á Norðurlandi eystra 1985-6 (fræðslustjórafundur 26. 8. 1985 + fjárlagatillaga 1986 bls. 18) og að frádreginni gjaldfærslu vegna framhaldsskólakennslu 4,2 miljónir - þá verður nú lítið eftir af 10 miljóna umframnotkuninni sem Sverrir Hermannsson og fé- lagar klifa á. - Og enn skal lesa. Hvernig væri nú ástandið ef sama reikniregla á töxtum væri notuð fyriröll fræðsluumdæmi t.d. 20% hækkun fjárlaga til svokallaðra heimilda eins og er nærtæk tala fyrir ýmissa hluta sakir. Þá fer að versna í því - Reykjavík lendir umfram heimildir - en Norður- land eystra skilur eftir umtals- verða peninga. Samkvæmt ríkisreikningi not- aði Reykjavík 24,4% umfram fjárlagatöluna árið 1986 en Norð- urland eystra 16,7%. Hvernig gat það svo orðið að brottrekstrarsök hjá Sturlu? - Ég trúi vart eigin augum. Ekki síst þegar horft er til fjárreiðu embætta eins og ríkis- lögmanns, sem farið hefur ham- förum gegn Sturlu Kristjánssyni á forsendum fjárlagaóhlýðni að því er sagt er. Þá er komið að spurningu minni til þín, lesandi góður. Hvað kallar þú það þegar sér- stakur liður er veittur á fjárlögum til lögbundinna verkefna en er- síðan ekki nýttur - framkvæmd fellur niður eða framkvæmdir eiga sér stað en kostnaður við verkefnið er gjaldfærður annars staðar? Fjárveitingar til framhalds- deilda grunnskóla og sérkennslu í grunnskólum að upphæð rúm- lega 30 miljónir voru ekki nýttar, en starfsmenn ráðuneyta gjald- færðu kostnað vegna fram- kvæmdanna á lið grunnskóla a.m.k. á Norðurlandi eystra. - Allir muna hvaða afleiðingar slík bókfærsla hefur haft fyrir ein- staklinga, sveitarfélög og fjölda skólastofnana á Norðurlandi ey- stra. Ég kalla þetta athæfi „óhlýðni" við fjárlög- vilji Alþingis að engu hafður. Kannski erþetta refsivert - a.m.k. sýnist mér þetta ámælis- vert ekki sfst ef tilteknum öðrum einstaklingum er síðan gefið að sök að hafa farið framúr á fjár- lögum vegna gjaldfærslu sem þeir hafa sjálfir engin tök á. Þið eigið e.t.v. eftir að verða meira hissa - það rifjast nefnilega upp að hinn 5.10.1987 útbjó fjár- málaskrifstofa menntamálaráðu- neytisins „merkilega" saman- burðartöflu um fjárstjórn í grunnskólum. Taflan var lögð fyrir Borgardóm og dómendur. gleyptu við. En hvað nú? - Er ekki allt í lagi með það? - Nei, samanburðurinn stemmir ekki við ríkisreikning eins og hann liggur nú fyrir. Mmrn. hélt því m.a. fram að Reykjavík væri innan fjárlagaheimilda, en ríkis- reikningur sýnir að það er rangt. (Dómendur Borgardóms trúðu og þá var etv tilganginum náð.) Benedikt er skólastjóri á Akureyri. Síðari hluti greinarinnar birtist á morgun, fimnitudag. Myndabrengl Með tveimur viðhorfsgreinum í blaðinu í gær birtist mynd af hö- fundi annarrar greinarinnar, Sig- ríði Kristinsdóttur sjúkraliða, en var kynnt til sögu sem höfundur hinnar, Helga Hreinsdóttir kenn- ari. Um leið og við biðjumst afs- ökunar á þessum mistökum er rétt að benda höfundum á að láta mynd af sér fylgja greinum, og á það sérstaklega við um lands- byggðarmenn nema þeir séu þeim mun vissari um að til sé af þeim sæmileg mynd í safni Þjóð- viljans. Miðvikudagur 19. apríl 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.