Þjóðviljinn - 19.04.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.04.1989, Blaðsíða 11
Jakob S. Jónsson, ieikstjóri. Mynd: Þóm LESANDI VIKUNNAR sem þú ætlar ekki að missa af? „Já, Sál mín er hirðfífl í kvöld. Svo langar mig líka að sjá Ing- veldi á Iðavöllum og Haust- brúði." En í bíó? „Ég ætlaöi að sjá Regnmann- inn en hætti við að fara í það bíó þegar ég frétti að fötluðum dreng hefði verið vísað þar á dyr. Mér finnst það tvískinnungur að taka mynd eins og Regnmanninn til sýningar, sem fjallar um ein- hverfan mann, og geta ekki tekið því að fólk sé líka öðruvísi í saln- um.“ En í sjónvarpi? „Ég reyni að horfa á fréttir. Ég hef gaman af þáttum Hemma Gunn, hann er góður sjónvarps- maður. Að öðru leyti er ég alæta á sjónvarp." En í útvarpi? „Það er tilviljanakenndara. Ég vil ekki hafa það í gangi allan dag- inn en reyni að sjá í dagskránni hvort eitthvað spennandi er framundan." Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? Efnahagsmálin myndi ég leysa fljótt Hvað ertu að gera núna, Jak- ob? „Ég er að setja upp þrjá ein- þáttunga eftir afa minn, séra Jak- ob Jónsson, sem á að frumsýna á kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju í maí í vor. Þetta er skemmtilegt verk, einkum vegna þess hvað ég er með góða leikara - Erling Gíslason, Þórunni Magneu, Há- kon Waage og Önnu Kristínu Arngrímsdóttur. Annars bý ég í Svíþjóð, lauk þar leikhússfræði fyrir nokkru og hef verið að bæta á mig óskyldum fögum síðan, meira mér til gam- ans. Þar er ég núna ásamt öðrum að stofna fjölmiðlaskóla, hvers áhersla er áhrif fjölmiðla á börn og unglinga. Við erum búin að vera að undirbúa skólann í tvö ár.“ Hvað varstu að gera fyrir tíu árum? „Þá var ég að byrja að vinna sem leikstjóri, setti upp mitt fyrsta leikrit á Búðardal vorið 1979. Það var Saumastofan eftir Kjartan Ragnarsson. Á sama tíma sá ég um þáttaröð hjá út- varpinu sem hét „Við og barnaár- ið“ - barnaárið var einmitt fyrir tíu árum.“ Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór? „Stórt er spurt! Ég var ekki gamall þegar leiklistin náði í mig, en þegar ég var lítill á Eskifirði dreymdi mig um að verða sjó- maður, einkum þegar þeir komu inn með drekkhlaðna báta af síld. Þá fengu pollar tuttugu og fimm aura fyrir að velta tunnu til síldar- stúlknanna. En ég var prests- sonur og var rekinn heim af bryggjunni. Sextán ára verkstjóri mældi mig fimm ára pollann út frá hvirfli til ilja og sagði: Hvað ert þú að gera hér? Pabbi þinn á nóga peninga. Farðu heim! Það voru fyrstu kynni mín af stétta- mismunun!" Hvað gerirðu helst í frístund- um? „Ég skil ekki orðið. Ég vinn eins og aðrir! Þó þykir mér gott að slappa af og horfa á sjónvarpið og lesa.“ Hvaða bók ertu að lesa núna? »Ég er alltaf með nokkrar bækur í takinu í einu. Nú er ég til dæmis að lesa ævisögu Emils Zola, splunkunýja bók eftir sænskan höfund, fantagóða. Hann dregur upp lifandi mynd af Parísarborg þeirra tíma og lífi Zola og fléttar greiningu á verk- um hans inn í frásögnina. Svo er ég að lesa merkilega bók eftir Stephen W. Hawking sem heitir á ensku A Brief History of Time (Stutt saga tímans). Hún gerir margt til að umbylta skilningi manns á heiminum. Loks hef ég vinnunnar vegna verið að lesa Biblíuna upp á nýtt, það er gríð- arlega spennandi bók.“ Hvað lcstu í rúminu á kvöldin? „Ég les ekki í rúminu á kvöld- in.“ Hvaða bók myndirðu hafa með þér á eyðiey? „Ef mér gæfist einhver fyrir- vari á slíkum útlegðardómi þá myndi Biblían standast kröfurnar einna best. En ég held að ég hefði eitthvert dægurpólitískt kver líka með, til mótvægis!" Hver var uppáhaldsbarnabók- in þín? „Ég las mikið sem barn, allar venjulegar barnabækur og strák- abækur, Bob Moran, Enid Blyton... En það situr alltaf í mér að ég byrjaði - einhvern tíma fyrir skólaaldur - að lesa Útlend- inginn eftir Camus og gat aldrei klárað hana! Mestu áhrifin á mig tilfinningalega hafði lítil bók sem hét Marsellínó, um lítinn dreng og kraftaverk.“ Hvað sástu síðast í leikhúsi? „Hvað gerðist í gær? hjá Al- þýðuleikhúsinu. Það er að mörgu leyti mjög góð sýning. Ég er ekki hrifinn af því að leikhúsið sætti sig við saggakjallara og háaloft, það gefur stjórnvöldum tækifæri til að skjóta sér undan ábyrgð, en hinu verður ekki neitað að margt spennandi gerist á slíkum stöð- um. Þar á undan sá ég Nashyrn- ingana í Menntaskólanum við Hamrahlíð og skemmti mér mjög vel.“ Er eitthvað í leikhúsum núna „Og ég spyr á móti: Hefurðu ástæðu til að spyrja?" Hvaða stjórnmálamann langar þig mest til að skamma? „Mig langar til að skamma einn stjórnmálamann af því að ég er viss um að hann væri búinn að gleyma því daginn eftir.“ Hvernig myndir þú leysa efna- hagsmálin? „Efnahagsmálin myndi ég leysa fljótt.“ Hvernig á húsnæðiskerfið að vera? „Það sem mér finnst skipta máli með húsnæðiskerfið eins og allar grundvallarþarfir mannsins er að öllum gefist kostur á að hafa þak yfir höfuðið." Hvaða kaffitegund notarðu? „Hlífðu mér við þessari spurn- ingu.“ Hvað borðarðu aldrei? „Það var ýmislegt sem ég hafði ákveðið að borða aldrei, en tengdamóðir mín, hafnfirsk, hef- ur borið þá rétti flesta á borð fyrir mig og nú borða ég allt.“ Hvar vildirðu búa annars stað- ar en á íslandi, eða ætti ég að segja annars staðar en í Svíþjóð? „Við ætlum að setjast að hér heima þó að við séum núna bú- sett í Svíþjóð. En mig hefur alltaf langað til að prófa að búa þar sem ég gæti ekki gert mig skiljan- legan, til dæmis þegar ég kaupi brauð úti í búð. Vera gersamlega bjargarlaus. Það gæti verið svo víða.“ Hvernig finnst þér þægilegast að ferðast? „í bíl.“ Hvernig sérðu framtíðarlandið fyrir þér? „Þar hafa menn frelsi til orðs og æðis, þar hafa allir nóg að bíta og brenna án þess að það sé á kostnað náungans. Svo vil ég gjarnan hafa fjöll og dali og dá- lítið af trjám." Hvaða spurningu langar þig til að svara að lokum? „Hvað mér finnist vera í lofti.“ Hvað finnst þér vera í lofti, Jakob? „Mér finnst vera vor í lofti.“ SA þJÓÐVIUINN FYRIR50ÁRUM Landvarnarstjórar skipaðir í Engl. og Skotlandi. Mikill viðbún- aður af hálfu Breta og Frakka í Gíbraltar. Dansleik heldur Glímufélagið Ármann í Iðnó í kvöld (síðasta vetrardag) kl. 10síðdegis. Nýja bandið leikur. Ljóskastarar. Að- göngumiðar kosta kr. 2.00 og fást í Iðnó frá klukkan 6 í dag. I DAG 19. APRÍL miðvikudagur í tuttugustu og sjöttu viku vetrar, þrítugasti dag- ur einmánaðar, 109. dagur árs- ins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 5.42 en sest kl. 21.14. T ungl vax- andiáöðru kvartili. VIÐBURÐIR Síðasti vetrardagur. Hauganes- bardagi 1246. Þjóðhátíðardagur Sierra Leone. DAGBOK APÓTEK Reykjavik. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöa vikuna 14.-20. apríl er í Vesturbæjar Apóteki og Háaleitis Apóteki. Fyrrnefnda apótekiö er opiö um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frfdaga). Síöarnefnda apótekiö er opiö á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 4 12 00 Seltj.nes sími 1 84 55 Hafnarfj sími 5 11 66 Garöabær sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabilar: Reykjavik sími 1 11 00 1 11 00 Seltj.nes sími 1 11 00 Hafnarfj sími 5 11 00 Garöabær sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er i Heilsu- verndarstöö Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðieggingar og tíma- pantanir i síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eöa ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspitalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjöröur: Dagvakt, Heilsugæslan simi 53722. Næturvakt lækna simi 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamiö- stööinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyöarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feöratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spitalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstígopinalladaga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknirannarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfiröi: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- 8pítalinn:alladaga 15-16og 18.30-19. Sjúkrahúsið Akureyri: alla daga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyöarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Simi: 622266, opið allansólarhringinn. Sáltræðistöðin. Ráögjöf I sálfræöilegum efnum. Sími 687075. MS-félagiðÁlandi 13. Opið virkadagafrá kl. 10-14. Sími 688800. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opiö þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem oröiö hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Simi 622280, beint samband viö lækni/hjúkrunarfræöing á miövikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa veriðofbeldi eöa oröið fyrirnauðgun. Samtökin '78. Svaraö er i upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudaqs- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Simsvari á öörum timum. Síminn er 91-28539. Félag eldri borgara. Opið hús í Goöheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14.00. Bilanavakt (rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Simi 21260allavirkadaga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús" krabbameinssjúklinga Skógarhlíö 8 er „Opiö hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Samtök ahugafolks um alnæmisvand- ann sem vilja styöja við smitaöa og sjúka og aöstandendur þeirra. Hringið í síma91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 18. apríl 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar....... 52,74000 Sterlingspund.......... 90,17200 Kanadadollar............. 44,49700 Dönsk króna............... 7,28200 Norskkróna................ 7,79720 Sænskkróna................ 8,31730 Finnsktmark.............. 12,67180 Franskurfranki............ 8,36910 Belgískurfranki........... 1,35330 Svissn. franki........... 32,23030 Hoil gyllini............. 25,11310 V.-þýskt mark............ 28,32970 Itölsklíra................ 0,03860 Austurr. sch.............. 4,02520 Portúg.escudo............. 0,34260 Spánskur peseti........... 0,45570 Japansktyen............... 0,39908 Irskt pund............... 75,54700 KROSSGÁTA 1 [2 ■3— □ 4 6 S 3— ■ 9 1Ö 11 12 13 n 14 L.J 18 L. J 17 1« r^ L J 10 20 71 22 8 □ 24 • 2» ' Lárétt: 1 jötunn4lita8 kaupstaður 8 grátur 11 þefa12píndi14flas15 hjara17gramir19læri 21 eldstæöi22frásaga 24 svalt 25 uppspretta Lóðrétt: 1 kraftur2 bleytu 3 spjald 4 eggir 5 fljótið 6 tína 7 hraðan- um 10mögla13bors 16 ilmi 17 ílát 18 óhljóö 20aftur23drykkur Lausnásíðustu krossgátu Lárétt: 1 traf 4sýkt8 glettur9ofna11 ótti 12 slitur14AP15anir17 Skæru19efi21 aur22 naga 24 gras 25 ansa Lóðrétt: 1 tros 2 agni 3 flatar 4 stóri 5 ýtt 6 kuta 7 trippi 10 flíkur 13 unun 16regn 17sag 18æra20fas23AA Miðvikudagur 19. apríl 1989,ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.