Þjóðviljinn - 19.04.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.04.1989, Blaðsíða 12
"SPURNINGIN™ Kennarar í verkfalli. Hvað halda nemendur sjálfsnáminu lengi áfram? |m — r 1 Auðunn Einarsson, smíðakennari Fjölbraut Breiðholti: Reynslan hefur sýnt að þ halda út svona 4-6 daga, eftir þ< skortir það aðhald sem kenne inn veitir. í au að tr- r* j| Jp** if j Eiríkur Bergmann Einar: son, nemi FB: Það er allt að fara til andskotar núna, ef þetta heldur áfram mik lengur nær ekki helming prófum. s- ts ið ur Sveinn Gylfi, nemi FB: Ég er ekki byrjaður að læra, k aðeins í bók en mann vantar a pressu. ki la ■i m::%, L i í Helen Símonardóttir, nemi FB: Ég ætla að reyna að klára kennarar verða bara ekki alltal verkfalli. af í & Ólöf Jónína Jónsdóttir, nemi FB: Ég get haldið áfram að læra alla ævi á eigin vegum. PJÓÐVIUINN Miðvikudagur 19. apríl 1989 73. tölublað 54. árgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN £04 'iA.n ÁLAUGARDÖGUM 681663 Ríkissjónvarpið Spaug og speki í sumar Mikil aukning á innlendu efni ísumar. Meirafyrir börnin. Mannlífog menntun ífyrirrúmi Isumar verður vcruleg aukning á innlendu dagskrárefni hjá ríkissjónvarpinu. Af helstu nýj- ungum innlendrar dagskárgerð- ar má nefna verulegt átak í dag- skrárgerð fyrir börn. Boðið verð- ur upp á klukkutíma þátt á sunnudögum þar sem blandað verður saman innlendu og er- lendu efni. Þátturinn nefnist Sumarglugginn og er í umsjón Árnýjar Jóhannsdóttur sem áður hefur séð um myndagluggann, Helga Möller sér um hluta af þess- um þætti þar sem fjallað verður um útilíf barna og unglinga. Sumarglugginn verður endur- tekinn á miðvikudögum. Daglegt barnaefni hefst klukkan 18.00 í stað 19 eins og áður hefur verið á sumrin. Spaugstofumenn halda áfram að gantast með landann, en á þeirra vegum er von á nýjum þætti er nefnist Myndagátan og verður hann á dagskrá á laugar- dögum en efninu verður haldið leyndu þar til hann hefur göngu sína um miðjan maí. Úr fylgsnum fortíðar Af öðrum liðum innlendrar dagrárgerðar má nefna þáttaröð sem forsvarsmenn þjóðminja- safnsins sjá um og nefnast þeir Úr fylgsnum fortíðar. Þessir þættir verða á dagskrá á fimmtudögum frá sumarbyrjun og eru þeir alls tíu talsins. Hafsteinn Hafliðason sem þekktur er fyrir garðyrkjuþætti sína hjá útvarpinu mun hafa um- sjón með þáttaröð er nefnist Grænir fingur og verða þar teknir fyrir flestir þættir blóma- og garð- ræktar. Þessir þættir verða á dag- skrá á miðvikudögum. Gönguleiðir nefnast forvitni- legir þættir úr íslenskri náttúru þar sem farið verður í ferðalög undir leiðsögn sögufróðra og staðkunnugra manna. Umsjón með þáttum þessum hefur Jón Gunnar Grjetarsson og verða þeir á dagskrá á fimmtudögum. Maður vikunnar hverfur af skjánum í sumar og í stað þess þáttar verður heilsað upp á fólk í dagsins önn í þætti sem ber heitið Fólkið í landinu. í ár eru 100 ár liðin frá fæðingu Gunnars Gunnarssonar rithöf- undar og i tilefni af því hefur sjónvarpið látið gera sérstaka dagskrá um þennan merka lista- mann. Handritið er unnið af Matthíasi Viðari Sæmundssyni en dagskrárin er í umsjón Jóns Egils Jónssonar. Mannlegi þátturinn hans Egils Helgasonar verður á sínum stað, Helga Thorberg stýrir nokkrum Ugluspeglum og Kolbrún Hall- dórsdóttir er með þátt í smíðum fyrir sumarið þar sem fjallað verður um það sem efst er á baugi innanlands. Páfanum gerð góð skil í tilefni af komu Páls páfa hing- að til lands verður bæði innlent og erlent efni sem tengist heimsókninni, m.a. beinar út- sendingar frá Þingvöllum. 29., 30. og 31. maí verða sýndir þættir Einn vinsælasti leikari Breta, Rowan Atkinson fer með aðalhlutverkið í nýjum gamanmyndaflokki „The Black Adder". Hafsteinn Hafliðason verður með „Græna fingur" á miðvikudögum í sumar. frá BBC þar sem fjallað er um starf hans og líf og nefnast þeir þættir Papa Wojtyla. Að kvöldi hvítasunnudags verður frumflutt leikrit Svövu Jakobsdóttur Næturgangan í leikstjórn Stefáns Baldurssonar og stjórnar Tage Ammendrup upptökunni. Hringsjá á laugardögum Klukkan 19.30 á laugardögum verður á dagskrá fréttatengdur þáttur í umsjón Sigurðar G. Tómassonar þar sem fengið verð- ur fólk utan úr samfélaginu til þess að velta fyrir sér frétt vik- unnar og er vonast til þess að sú umfjöllun varpi öðru ljósi á frétt- ir og þolendur frétta heldur en hin daglega mötun. íþróttir á fimmtudagskvöldum í sumar verða sérstakir íþrótta- þættir í lok seinni frétta þegar ti- lefni gefst til þess. Fastir íþrótta- þættir verða á fimmtudagskvöldum og laugar- dögum kl. 16-18. íþróttaþættir á mánudögum falla niður, en í þeirra stað kemur að minnsta kosti 10 mín. íþróttafréttaauki í lok Kastljóss á sunnudagskvöld- um. Nýstárlegt við dagskrá sjón- varpsins í sumar er m.a. það að skemmtiefni fyrir alla fjölskyld- una fær ákveðið pláss í dagsk- ránni daglega milli kl. 19 og 20. Af þeim þáttum sem þar ber á góma má nefna skemmtiþætti Benny Hill, framhaldsþætti um ambáttina ísaura, hinn sívinsæla Batman leðurblökumann og síð- ast en ekki síst þáttaröð frá BBC sem á ensku heitir The Black Adder með einum vinsælasta leikara Breta í aðalhlutverki Rowan Atkinson. Unnendur kol- svartrar kímni ættu alls ekki að láta þessa þætti fram hjá sér fara. Black Adder hefur göngu sína miðvikudaginn 26. apríl. eb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.