Þjóðviljinn - 20.04.1989, Blaðsíða 1
Strandhögg
Verktakar
ígersku
ævintýri
Icecon hefurgert tilboð íbyggingu
fiskeldisstöövar íSovétríkjunum. Skýrist ívor
hvort íslenskir verktakar hasla sér völl íSovét.
Hagvirki býður í verk í Glasgow
Gleðilegt sumar! Óíaglæröir veöurspámenn töldu í gærkvöldi að útlit væri fyrír rigningu um allt land nú á
sumardaginn fyrsta, þannig að regnhlíf in beri sigurorð af sólgleraugunum í skrúðgöngum dagsins. Allt um
það líta menn vonglaðir frammá veg og fagna fyrsta degi hörpu í dag. Mynd Jim Smart.
Verktakafyrirtækið Icecon, í
eigu Sambandsins, SH og SIF
hefur gert tilboð í byggingu fisk-
eldisstöðvar í Pedrovosk í Sovét-
ríkjunum, en Álafoss mun hafa
haft milligöngu um verkið. Hag-
virki er undirverktaki í tilboðinu.
Þetta mun vera í fyrsta skipti sem
íslenskir verktakar gera tilboð í
verkefni í Sovétríkjunum.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans mun Rússum hafa fundist
tilboð Icecon í hærra lagi. Þó telja
menn alls ekki loku fyrir það
skotið að samningar náist en talið
er að málin skýrist í þessum mán-
uði eða næsta. Páll Gíslason hjá
Icecon vildi ekkert tjá sig um
málið á þessu stigi.
Jóhann Bergþórsson forstjóri
Hagvirkis vildi heldur ekki tjá sig
og vísaði á Pál. Hagvirki hefur
hinsvegar fleiri járn í eldinum en
það gerska og hefur nýverið gert
tilboð í endurbyggingu verslun-
armiðstöðvar og íbúðarhúsnæðis
í Glasgow í Skotlandi. Pað verk
hljóðar upp á um 200 miljónir
króna.
BHMR og ríkið
Engin sátlatillaga í sjónmáli
H
GuðlaugurÞorvaldsson sáttasemjari: Allt ofmikið ber í milli til að raunhœft sé að leggjafram
sáttatillögu. IndriðiH. Þorláksson: Að óbreyttum kröfum BHMR er tilgangslaust að rœða
málin, Páll Halldórsson: Boltinn er hjá ríkinu
ífyrradag. IndriðiH. Þorláksson,
formaður samninganefndar ríkis
nútur sá sem samningavið-
ræður BHMR og ríkisins hafa
verið í virðist nú herðast æ meir.
Forystumenn samninganefnda
deiluaðila hafa hvor um sig lýst
því yfir að ekki sé grundvöllur
fyrir frekara frumkvæði af þeirra
hálfu fyrr en gagnaðili lýsi sig
reiðubúinn að slá af sínu og Guð~
laugur Þorvaldsson ríkissátta-
semjari telur að enginn grund-
völlur sé fyrir framlagningu sátt-
atillögu í málinu,
„Ríkið hefur ekki rætt af al-
vöru okkar síðustu tillögur og
boltinn er því í þeirra höndum.
Við erum hins vegar tilbúnir til
viðræðna um flesta hluti því
margt er órætt," sagði Páll Hall-
dórsson í samtali við Þjóðviljann
BSRB
Urslif á morgun
Urslit í atkvæða^reiðslu um
nýja kjarasammnga BSRB
verða tilkynnt á morgun hjá flest-
um stærstu félögum sambands-t
ins. Atkvæðagreiðslu er þegar
lokið hjá nær ölluin félögunum.
í gærkvöld höfðu, nokkur félög
þegar lokið talningu atkvæða en
ákveðið var að bíða með að birta
úrslit þar Jil á morgun. )
Meðal þeirra félaga sem Iokið
hafa talningu atkvæða eru Póst-
mannafélagið og Starfsmannafé-
lag Reykjavíkurborgar. Kjör-
fundi hjá borgarstarfsmönnum
lauk í gærkvöld en hann hafði þá^
staðið í tvo daga.tAlls voru um
800 búnir að greiða atkvæði síð-
degisjí gær af\um 2600 félags-
mönnum. -Ig.
ins lýsti því yfir í gær að ekki væri
tilefni til fundar meðan BHMR
héldi kröfum sínum óbreyttum til
streitu.
„Því fer víðsfjarri að það taki
því að leggja fram sáttatillögu
eins og málin standa núna. Eg
veit ekki hvað er til ráða í stöðu-
nni, en ég tel það afskaplega ór-
áðlegt og væri aðeins til að spilla
málinu ef sáttatillaga yrði lögð
fram núna. Sáttatillaga er yfirleitt
ekki borin upp fyrr en afskaplega
lítið ber í milli og þá sem neyðar-
urræði," sagði Guðlaugur Por-
valdsson rikissáttasemjari í sam-
tali við Þjóðviljann í gær. Hann
sagði það vera sitt hlutverk að fá
menn til að semja, en ekki að
móta einhverja stefnu sem væri ef
til vill báðum deiluaðilum á móti
skapi. „Ef sáttatillaga er felld er
búið að læsa málinu enn meira en
áður," sagði Guðlaugur.
BHMR hélt í gær blaðamanna-
fund þar sem m.a. voru lagðir
fram útreikningar á launakröfum
BHMR fyrir nokkra starfshópa
og sýndu að launakröfur BHMR
eru allfjarri því að ná markaðs-
launum fyrir „sambærilega" hópa
á almennum markaði. I þeim
dæmum sem BHMR lagði fram í
gær voru launahækkanir á bilinu
30-45%. Á fundinum heyrðust
einnig raddir sem bentu á að í
samanburði við Norðurlönd væru
kjör háskólamenntaðra manna
hérlendis heldur klén. Ríkis-
stjórninni væri nauðsyn á að líta
lengra fram á veginn en til
haustsins, því annars blasti við að
háskólamenntaðir menn leituðu
út til Norðurlandanna í atvinnu-
leit, enda væru þeir flestir
fullfærir á þeim vinnumarkaði.
Deila ASÍ og VSÍ er nú komin í
hendur sáttasemjara og sagði
Guðlaugur Porvaldsson að aðilar
hefðu orðið ásáttir um að næsti
fundur yrði haldinn strax eftir
helgi. phh
Glasgow á stórafmæli um þess-
ar mundir að sögn Jóhanns og því
er mikil uppbygging í gangi þar.
Ástralskt fyrirtæki keppir við
Hagvirki um verkið en heima-
menn hafa ekki sýnt áhuga. Ef
Hagvirki fær verkið munu þeir
ráða Skota til starfa nema í
stjórnunarstöður. Ef af Rúss-
landsævintýrinu verður munu ís-
lendingar hinsvegar sjá þar um
öll verk. -Sáf
Alþingi
Hreyfing á
husbréfum
Húsbréfin úr
félagsmálanefnd neðri
deildarámánudag. VMSÍ
mœlir með samþykkt, ASl
á móti
Hreyfing er að komast á hús-
bréfafrumvarp félagsmálaráð-
herra á þingi, og í gær hlaut það
óvæntan stuðning í áliti VMSI til
nefndar í neðri deild. Áður hafði
ASÍ sent frá sér álit þar sem fram
kemur eindregin andstaða við
frumvarpið.
Að sögn Jóns Sœmundar Sig-
urjónssonar Alþýðuflokki, for-
manns félagsmálanefndar neðri
deildar sem nú fjallar um hús-
bréfin, er frumvarpið í þann
mund að hljóta lokaafgreiðslu og
á hann von á því að það fari til
deildar á ný á mánudag. í samtali
við Pjóðviljann í gær kvaðst hann
reikna með því að nefndarmenn-
irnir Guðrún Helgadóttir og Jón
Kristjánsson gerðu líkt og hann
að greiða frumvarpinu atkvæði í
samræmi við samkomulag stjórn-
arflokkanna en að Alexander
Stefánsson skilaði séráliti. Óvíst
væri um afstöðu stjórnarfjenda í
nefndinni en Jón Sæmundur
bjóst ekki við að þeir myndu
reyna að bregða fæti fyrir af-
greiðslu.
Jón Sæmundur vísaði þvf á bug
að Alexander, kunnasti andstæð-
ingur húsbréfa á þingi, reyndi^að
tefja málið í nefnd. Hann hefði
að sönnu leitað álíts og umsagna
fjölda sérfræðinga en það hefði
allt verið afar eðlilegt því hús-
bréfamálið væri umfangsmikið
og flókið. Hann sagði Alþýðu-
flokksmenn leggja höfuðáherslu
á að húsbréfin yrðu að lögum
fyrir þingslit sem og frumvarp um
verkaskiptingu ríkis og sveitarfé-
laga. ks