Þjóðviljinn - 20.04.1989, Blaðsíða 5
FRETTIR
Grunnskólar
Engin sam-
ræmd próf
Skólastjórar íReykjavík
œtla ekki aðnota
samrœmduprófin.
Áslaug Brynjólfsdóttir
frœðslustjóri: Stóð ekki
til að hafa samræmdpróf
samkvœmt bréfi
ráðuneytisins
- Mér hefur fundist gæta nokk-
urs misskilnings varðandi bréf
menntamálaráðuneytisins til
skólastjóra grunnskóla og
fræðslustjóra. Þar kemur skýrt
fram að það eigi ekki að færa inn
neinar einkunnir fyrir samræmd
próf. Það hefur því alls ekki stað-
ið til að leggja fyrir slík samræmd
próf nú í vor, segir Áslaug Brynj-
ólfsdóttir fræðslustjóri í Reykja-
vík.
Á fundi skólastjóra grunnskól-
anna í Reykjavík með fræðslu-
stjóra og fulltrúum menntamála-
ráðuneytisins sem haldin var í
gær, var áréttuð sú afstaða að
engin samræmd próf yrðu haldin
að þessu sinni til að meta námsár-
angur nemenda. Þess í stað var
hverjum skóla falið að búa til sín
eigin próf og meta þannig náms-
árangurinn.
- Pað sem skólamönnum
stendur hins vegar til boða og
bent er á í bréfi ráðuneytisins, er
að þau prófgögn sem liggja fyrir
er óllum heimilt að nota á einn
eða annan hátt, en um almennt
samræmt próf er alls ekki að
ræða, sagði Aslaug. -Ig.
Wincie talar víð nemendur. Forystumenn skólafélaga í efstu bekkj-
um grunnskóla héldu í gær fund með Wincie Jóhannsdóttur formanni
HlK um ástandið í skólunum, og gengu síðan sömu erinda á fund
Guðrúnar Ágústsdóttur aðstoðarmanns menntamálaráðherra. Mynd
ÞÓM.
Alþingi
Ríkið til liðs við MFA
Félagsmálaskóli alþýðu bjóði alhliðafrœðslu um verkalýðshreyfinguna, þjóðfélagið og í
almennum námsgreinum auk þjálfunar í tjáningu í rœðu og riti
með stofnun skólans væri að hverjum félaga hennar sem njóta Ætlunin er sú að skólinn starfi
skapa starfandi og verðandi for- vill möguleika til haldgóðrar á vegum ASÍ og BSRB en að
herra fyrir stjórnarfrumvarpi um ustumönnum samtaka launa- fræðslu í þeim greinum sem
Félagsmálaskóla alþýðu. I máli fólks, áhugamönnum um störf tengdastar eru starfi alþýðusam-
hennar kom fram að markmiðið verkalýðshreyfingarinnar og takanna.
Fyrir skemmstu mælti Jóhanna
Sigurðardóttir félagsmálaráð-
Landspítalinn
Astandiö orðið alvarlegt
Verkfall háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga kemur œ verr niðurá þjónustu Landspítalans
Landspítalinn hefur orðið að
draga stórlega úr sjúkraþjón-
ustu sinni síðustu daga vegna þess
hve verkfall háskólamenntaðra
hjúkrunarfræðinga hefur dregist
á langinn. Forráðamenn spítal-
ans segja að verkfallið nú komi
mun verr niður á starfseminni en
í fyrri verkföllum háskólamanna,
þar sem sífellt stærri hluti hjúkr-
unarfræðinga er háskólaménnt-
aður. Læknaráð Landspítaians
skoraði í gær á deiluaðila að setj-
ast þegar að samningaborði og
leiða kjaradeiluna til lykta.
í gær varð að rýma enn fleiri
sjúkrarúm' á handlækningadeild
spítalans. Alls hefur því 7
deildum á Landspítalanum verið
lokað og um 130 sjúkrarúm verið
rýmd. Þá getur spítalinn ekki
sinnt bráðavakt næstu daga eins
og til stóð, og verður bráðavakt í
dag á Landakotsspítala og á
morgun og laugardag á Borgar-
spítala.
- Ástandið er mjög erfitt og
það er orðið alvarlegt, þótt ekki
sé um neyðarástand að ræða. Það
er eingöngu fársjúkt fólk sem fær
inni og þótt ekki sé um eiginlega
bráðavakt að ræða verðum við að
sinna bráðaþjónustu fyrir okkar
sjúklinga, segir Anna Stefáns-
dóttir hjúkrunarframkvæmda-
stjóri á handlækningadeild. Nær
helmingur hjúkrunarfræðinga á
þeirri deild eru háskóla-
menntaðir og því í verkfalli.
Að sögn Önnu hefur verið sótt
um nær 50 undanþágur til verk-
fallsnefndar og nær allar verið
veittar. - Við gerum okkur hins
vegar fulla grein fyrir því að eftir
því sem þetta verkfall dregst á
langinn, því erfiðara verður að fá
undanþágur og það mun ekki
bæta ástandið. sagði Anna Stef-
ánsdóttir.
-•g-
Menningar- og fræðslusamband
alþýðu fari með málefni hans.
Rekstrarkostnaður skólans verði
greiddur af ríkissjóði en heima-
vistar að 4/5. Stofnkostnaður
kennsluhúsnæðis og heimavistar
verður ennfremur greiddur að 4/5
hlutum úr ríkissjóði.
í Félagsmálaskóla alþýðu er
ráðgert að menn sæki „fræðslu
um hina íslensku og alþjóðlegu
verkalýðshreyfingu og viðfangs-
efni hennar, sögu, skipulag,
starfshætti og stefnu. Veita skal
fræðslu á sviði félagsfræði og hag-
fræði auk meginatriða íslenskrar
félagsmálalöggjafar," einsog
segir í þriðju grein lagafrum-
varpsins. í henni stendur enn-
fremur að skólanum verði heimilt
að bjóða uppá fræðslu í almenn-
um námsgreinum, ss. stærðfræði,
íslensku og erlendum tungumál-
um og að mikil áhersla verði lögð
á að þjálfa nemendur í tjáningu
hugsana sinna, jafnt í ræðu sem
riti. ks
Hlutastarf
Þjóðviljinn leitar að góðum starfsmanni til að
afla blaðinu nýrra áskrifenda. Um er að ræða Vz
starf um óákveðinn tíma.
Nánari upplýsingar veitir afgreiðslustjóri, Björn
I. Rafnsson (ekki í síma). Skriflegar umsóknir
með upplýsingum um fyrri störf sendist fram-
kvæmdastjóra blaðsins, fyrir 27. apríl.
þJÓÐVILJINN
Frá Fósturskóla Islands
Námskeið á Akureyri
Námskeið um gildi ævintýra og þjóðsagna í
uppeldi verður haldið á Akureyri dagana 26. og
27. maí nk. kl. 9-18 báðadagana. Kennari: Hall-
freður Örn Eiríksson, þjóðháttafræðingur.
Umsóknir þurfa að berast skrifstofu skólans
fyrir 12. maí nk.
Skólastjóri
AÐ JOKIAFOLD 41GRAFARV0GI
BR TIL SÝNIS IDAG.
SÝNINGARTÍMI KL.14-19
HAPPDRÆTTIDVAIARHBMIUS ALDRAÐRA SJOMANNA
III
Etasjónvarp
er fjárfestíng
ív-þýskum
gæðumog
fallegum
lítum
>
iUR'
SKIPHOLTI ? SIMAR JOOÍO & 26600