Þjóðviljinn - 20.04.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.04.1989, Blaðsíða 6
þJÓÐVILJINN Málgagn sósfalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Stórt skref í umhverfismálum Forsætisráðherra hefur lagt fram á þinginu stjórnarfrumvarp um umhverfismál og er þar gert ráð fyrir að stofna sérstakt umhverfis- ráðuneyti 1. september í haust. Menn eru búnir að vera að þvæla þessum málum fram og aftur á þinginu nú í rúman áratug án nokkurs árangurs, - aldrei náðst pólitísk samstaða og gefið eftir fyrir minnstu mótbárum. Það þarf ekki að skyggnast lengi um til að sjá að ástæðan er sú að hingaðtil hefur ekki verið fyrir hendi raunverulegur áhugi þingmeirihluta um þetta mál. Umhverfismál hafa verið höfð í hlutverki skrautfjaðrar og ekki tekin í alvöru. Þeim mun ánægjulegra er að stjórnarflokkarnir skuli nú hafa náð saman í alvöru um þetta frumvarp, sem vel gæti valdið straumhvörfum í stjórnun og skipulagi þessara mála hérlendis. Það skiptir gríðarlegu máli að þessum málum helgist sérlegir starfsmenn með faglegar skyldur við þau ein, og sérstakur ráð- herra sem ber á þeim pólitíska ábyrgð. Róttæk nýjung í stjórnkerfinu, nýtt ráðuneyti fyrir málaflokk sem menn vissu ekki að væri til fyrir nokkrum áratugum, - hver út- færsla semværi hlýtur að kalla á gagnrýni.Og yfir gagnrýni er stjórn- arírumvarpið engan veginn hafið. Skilgreining umhverfismála er þannig of þröng í frumvarpinu, nær aðeins yfir mengunarvarnir og náttúruvernd, en ætti að minnsta kosti að fela í sér skipulagsmál að auki. Þá er Ijóst að ýmsar rannsóknastofnanir sem snerta mjög umhverfismálefni verða áfram innan hefðbundinna fagráðuneyta. Hinsvegar eru í frumvarpinu ákvæði um endurskoðun innan tveggja ára, og þar er tiltekið að samstarfsnefnd ráðuneyta fjalli um ýmsa umhverfisþætti sem ekki eru á valdi nýja ráðuneytisins. Auk þess að fylgjast með ýmsum lögum og reglugerðum á sviði náttúruverndar og mengunarvarna er ráðuneytinu nýja að auki falið það mikilvæga verkefni að búa til landnýtingaráætlun með sérstakri áherslu á landvernd, og kynni þessi efnsþáttur frum- varpsins að verða hvað afdrifaríkastur. Einmitt ákvæðin um landnýtingaráætlunina hafa orðið tilefni til gagnrýni frá forystumönnum í landbúnaði og þeim stjórnmála- mönnum sem telja sig sérstaka fulltrúa bænda. Þeim væri hollt að spyrja sig hvort ekki hefði veist ráðrúm til skynsamlegri stefnu útúr landbúnaðarkreppunni síðustu árin ef áður hefði tekist samstaða um nýtingu landsins með heildaráætlun í þeim efnum. Það er einkar ánægjulegt fyrir Alþýðubandalagsmenn að með samþykkt frumvarpsins er gamalt baráttumál flokksins í höfn. Hugmyndir um umhverfisráðuneyti komu fyrst upp þar, enda varð flokkurinn til þess fyrstur stjórnmálahreyfinga að setja umhverf- ismál í pólitískt samhengi á íslandi. Erekki á neinn hallað þóttnöfn þeirra Magnúsar Kjartanssonar og Hjörleifs Guttormssonar séu nefnd sérstaklega í því sambandi. Það er líka ánægjulegt að breið samstaða virðist vera að mynd- ast á þingi um að koma frumvarpinu í höfn þrátt fyrir ýmsa van- kanta, og er málefnaleg afstaða Kvennalistaþingmanna gagnvart frumvarpinu samtökum þeirra til sóma. Innan Borgaraflokksins er einnig augljós grundvallarstuðningur við málið, - og kynni sá stuðningur raunar að eiga sér taktískar forsendur meðfram. Sjálfstæðisflokkurinn er hinsvegar í fýlu einsog venjulega. í fréttum af þjóðmálavettvangi og í umræðu um stjórnmál frá degi til dags eru það æði oft efnahagsstærðirnar sem yfirgnæfa: rekstrargrundvöllur atvinnuveganna, framfærslukostnaður, fisk- veiðakvóti, vaxtastig. Og víst er mikið kjöt á þeim beinum. Þegar metinn er pólitískur árangur, afrakstur grasrótarstarfs, ávöxtur pólitískrar umræðu, löggjafarvinna þingmanna, tilgangur stjórnarsamstarfs, afrek ríkisstjórnar- þá verður ekki síður að taka með í reikninginn framfarir einsog þær sem boðaðar eru í stjórn- arfrumvarpinu nýja um umhverfisráðuneyti. Þingmenn eiga að samþykkja frumvarpið nú á næstu vikum. Sumardagurinn fyrsti Eftir langan vetur er víst að margur fagnar fyrsta degi hörpu, þótt útlit sé fyrir að rysjótt tíðarfar útmánaðanna haldi völdum enn um hríð. Sumardagurinn fyrsti er sennilega einhver allra íslenskasti dag- ur á almanakinu, og sérstakur hátíðisdagur ætlaður sumarfögnuði er eiginlega óhugsandi nema hér, á þeim norðurslóðum sem við höfum kosið okkur að heimkynnum, - á þeím norðurslóðum sem hafa kosið okkur að íbúum sínum. Þjóðviljinn óskar lesendum sínum gleðilegs sumars. KLIPPT OG SKORIÐ -m Aldarafmæli Hitlers Hitler á víst hundrað ára af- mæli í dag og hafa menn að vísu minnst skemmtilegri daga. Til er skrýtin hrollvekja, smá- saga um lækni einn í Austurríki sem er kallaður til sængurkonu. Veður er hið versta og ófærð, en læknirinn gamli hlýðir kallinu af skyldurækni sinni og brýst áfram í snarvitlausu veðri og kemur í tæka tíð til að bjarga barninu. Lesandinn er svo felmtri sleginn þegar hann les það í síðustu máls- grein sögunnar, að læknirinn var að flýta sinni för til frú Klöru Schiklgruber þann 20sta apríl 1889. Og hann fer náttúrlega að spyrja sjálfan sig: Munaði það kannski svona litlu að heimurinn slyppi við þann höfuðmorðingja allra tíma, Adolf Hitler? Hefði mannkynið verið miklu betur sett ef hann hefði kafnað í fæðingu? Við erum komin í próf þar sem spurt er stórt og því verður kann- ski fátt um svör: Hve miklu skiptir einstaklingurinn í sög- unni? Hvað hefði gerst hefði hann EKKI verið? Var hann engum líkur? Margir venja sig á að líta á stjórnartíð Adolfs Hitlers j Þýskalandi sem eitthvað dæma- Iaust, einhverskonar stórslys sem ekki á sinn líka fyrr eða síðar. Sú stóriðja dauðans sem stunduð var í útrýmingarbúðum nasista er svo herfileg, að hvenær sem menn vilja ná sér niðri á andstæðingum (amríkönum í Vietnam, komm- únisma Stalíns, ísraelum á hern- umdu svæðunum, Apartheid í Suður-Afríku og svo mætti lengi við bæta) með því að bera athæfi þeirra saman við Auschwitz og Hitler, þá finnst okkur full mikið að gert. Nei SVO slæmir eru þeir ekki, segja menn gjarna. Pað get- ur ekki verið Það er eðlilegt að menn vilji spara það nokkuð að bera pólit- íska kúgun eða glæpi saman við framgöngu Hitlers og hans manna. Samt er það rangt, að leggja þungar áherslur á það að Hitler hafi verið engum líkur að djöfulskap. Ekki síst vegna þess, að með því móti er eins og menn ýti til hliðar öllum erfiðum spurn- ingum um samábyrgð með Hitler og um kenningar, sem eru hættu- legar í sjálfu sér - vegna þess að þær geta leitt af sér ómældar hörmungar um leið og þeir sem á þær trúa hafa krækt sér í pólitískt vald. Hlekkur í keðju Sá ágæti þýski rithöfundur Heinrich Böll segir í skáldsögu, sem gerist á einum degi árið 1959, frá fjölskyldu sem með einum eða öðrum hætti er að rifja upp hvað hefur á gengið í Þýskalandi á þessari öld og hver er ábyrgð hvers og eins á því. Böll víkur með margvíslegum hætti að þýskri hernaðarhyggju, að trúnni á stálið - og af ásettu ráði minnist hann hvergi á Hitler. Það er Hindenburg, hershöfðingi og garpur úr fyrra stríði, sem er látinn vera einskonar viðkvæði við líf vopnaskakara, þeirra sem hafa étið af „sakramenti uxans." Meðal þeirra eru náttúrlega nas- istarnir og meðreiðarsveinar þeirra, en þar eru margir aðrir. Böll gerði þetta einmitt til að menn færu ekki að Ifta á Hitler- stímann sem eitthvað með öllu einstakt og afbrigðilegt og þar með úr sögunni eftir að Hitler beið sinn ósigur. Hann fann ekkert upp Þetta er vitanlega rétt. Hitler á sér kannski ekki sinn líka, en það scm hann boðaði og gerði átti sér margar rætur í þýsku samfélagi og í Evrópu heimsveldanna. Þýska hernaðarstefnu, sem vildi gera grannþjóðir undirgefnar nýju stórveldi, fann hann ekki upp. Hann fann ekki upp gyðing- ahatrið: hinn illræmdi frasi nas- istanna „Júðarnir eru okkar ó- gæfa" var ekki búinn til af þeim sjálfum, þeir fengu hann lánaðan hjá virðulegum prússneskum sagnfræðingi á fyrri öld, Treitschke. Gleymum því ekki heldur, að meðal alþýðu hafði krístin kírkja öldum saman hald- ið við sterkri gyðingaandúð: gyð- ingar voru þeir sem höfðu krossfest okkar Krist! Eða svo annað dæmi sé tekið: nasistar vildu „kynbæta" þýska þjóð, það ætluðu þeir að gera með undaneldi sem átti margt skylt við ræktun holdanauta og úrvalssvína. Það ætluðu þeir líka að gera með því að gera þá ófrjóa (eða drepa) þá sem væru van- heilir á geði, þroskaheftir - og kannski blátt áfram gamlir og gangslausir. Þegar menn lesa um hinar djöfulegu tilraunir og fram- kvæmdir nasista á þessu sviði gleyma menn því einatt, að hug- myndir um kynbætur á fólki og vangaveltur um það hvernig losna mætti við óæskilega erfð- astofna ( m.a. með geldingum og þvíumlíkum aðferðum), voru fullkomlega stofuhætar a virðu- legum borgaralegum heimilum Evrópu og Ameríku áratugum saman. Ekki síst voru þessar hug- myndir ræddar í stássstofs-um þeirra sem réðu fyrir Breska heimsveldinu, sem þá var svo mikið að þar settist aldrei sól til viðar. Með þessu er ekki verið að halda því fram, að hver og einn sem leikur sér að háskalegum hugmyndum um yfirburði eigin þjóðar (eða „kynstofns"), um nauðsyn mannkynbóta osfrv. sé næsta dag nasisti og morðingi í útrýmingarbúðum. En þessi saga öll er samt feiknarlega grimm áminning um að það er varasamt að umgangast slíkar hugmyndir með léttúð, svo skelfilegir eru möguleikarnir, þegar þær að- stæður kvikna saman, að menn taki þær alvarlega og hafi vald til að gera hvað sem þeim sýnist. Sigurvegarinn Chaplin Látum það gott heita að sinni. Þó skulum við espa draug Hitlers með því að minna á jafnaldra hans, sem líka á aldarafmæli í þessum mánuði, Charlie Chapl- in. Þegar sá stórgáfaði listamaður og gyðingur bjó til kvikmynd sína Einræðisherrann (þar sem farið er með dár og spé um Hitler), þá gat mörgum fundist að þar væri um að ræða máttlausa tilraun hins vanmáttuga til að ná sér niðri á feiknavaldi hins illa. En svo varð ekki: Chaplin og verk hans lifa góðu og gleðilegu lífi meðal okkar, meðan Hitler má snapa gams í eilífðinni. Getur það verið að eitthvert réttlæti sé að verki í sögunni? ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann. Mörður Árnason, Silja Aðalsteinsdóttir. Fréttast|órl: LúðvíkGeirsson. Aorir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Ellas Mar (pr.), Elisabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, Ólafur Glslason, Páll Hannesson, SígurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þor- finnurÓmarsson (íþr.), ÞrösturHaraldsson. Framkvæmdastjjóri: Hallur PállJónsson. 1 Skrif stofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrlfstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýslngast|órl: Olga Clausen. Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Agústsdóttir. Símavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. BílstjórkJónaSigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir Útbreiðslu- og afgreloslust|órl: Björn Ingi Ralnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhelmtumaður: Katrin Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúlo 6, Reykjavik, simar: 681333&681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, simar 681331 og 681310. Umbrotog setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Vorftilausasölu:80kr. NýttHelgarblað:110kr. Áskrlftarverð á mánuði: 900 kr. 6 SÍÐA - WÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. apr/l 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.