Þjóðviljinn - 20.04.1989, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 20.04.1989, Qupperneq 7
VIÐHORF Hugleiðingar hálaunamanns _ «* 11m Krítnrrt qA lnlrnn lni Samkvæmt fjölmiðlaálitinu, sem sumir halda að sé almenn- ingsálit, eru það hálaunamenn, sem eru í verkfalli og heimta meira í sinn hlut en aðrir. Hvað eru hálaunamenn? Sjálfur er ég t.d. í hæsta launaflokki og hæsta launaþrepi sem hægt er að kom- ast í á mínum vinnustað án þess að gerast forstjóri. Ég er líka bærilega ánægður með eigin kjör, er meira að segja að komast í tölu eignamanna, þ.e. þeirra sem eru svo vel settir að þeir fá að borga eignaskatt. Fjölskyldan er orðin létt á framfæri, fyrirvinnurnar tvær og húsnæðis- og námsskuldir óverulegar. Ég hef jafnvel látið mig dreyma um það að geta veitt mér þann lúxus, áður en ég kemst á eftirlaun að keyra um í nýjum bfl í hærri verðflokki en Trabant, jafnvel 7-900 þús. á núvirði. Hvers er unnt að æskja meira? í nóvember síðastliðnum kannaði Félagsvísindastofnun launagreiðslur í landinu. Meðal- tekjur fullvinnandi fólks reyndust 98 þúsund, karla 112 þúsund og kvenna 91 þúsund. Og viti menn, mánaðartekjur mínar að bflastyrk meðtöldum reyndust 7% yfir meðaltekjum karla, sem sagt hálaunamaður. Og þó. Var öllu til skila haldið? Var e.t.v. eitthvað vantalið, þannig að meðaltalið sé í raun réttri nokkru hærra? Og enn fremur er það nóg til að teljast hálaunamaður að vera rétt yfir meðaltalinu? Nei. Og úr þvf að sá sem er hálaunamaður miðað við starfsfélaga sína er rétt yfir meðallaginu, hljóta margir hinna að vera langt undir því. Ég er í hópi þeirra, sem líta svo á, að laun láglaunahópa séu alltof lág, og tel reyndar ýmsa háskólamenn til þeirra. Það er hins vegar engin lausn á þeirra málum að sjá of- sjónum yfir þeim, sem eru aðeins um launajöfnuð og markaðslaun Hólmgeir Björnsson skrifar betur settir. En hin háu meðal- laun stafa af því, að fjölmargir hafa mikið hærri laun, sumir langt yfír 200 þúsund. í því felst launamisréttið í þjóðfélaginu. Sumt af því er réttlætanlegt, svo sem laun ráðherra, hæstaréttar- dómara, þingmanna og manna í nokkrum öðrum ábyrgðarstöð- um. Uppsprengd laun eiga sinn stuðla að hagræðingu og styrkja stöðu þeirra. Svigrúmið var hins vegar umsvifalaust notað til að yfírbjóða laun á vinnumarkaði. Ný „bákn“ eins og Stöð 2 urðu til á sama tíma og merkustu menn- ingarstofnanir bjuggu við skort. Allt þetta varð til að skapa þenslu á vinnumarkaði og íslendingar söfnuðu einkum erlendum ríka þátt í því, að viðskiptahallinn nemur tug milljarða á ári. Þau eru m.a. undirstaða hins óhóf- lega innflutnings á bílum, þótt ólíkt verðmætamat manna valdi þar einnig miklu um. Undirrót misréttisins Það blandast víst fæstum hugur um, að launamisréttið hefur farið hraðvaxandi nú á níunda ára- tugnum. Furðulítil umræða hefur orðið um ástæðurnar. Það virðist gleymt að skilyrðin voru sköpuð á síðasta kjörtímabili Alþingis með ýmsum lagabreytingum. Ákvæði um skattlagningu fyrir- tækja voru rýmkuð í því skyni að launaflokkum og var skerðingin komin í um 20%. Lífskjörunum verður best líkt við það að lepja dauðann úr skel. Þá var í alvöru hart í ári, ólíkt því sem nú er, og margir bjuggu við kröpp kjör. Mig grunar þó að þau kjör sem þjóðfélagið bauð þeim, sem voru að hverfa heim frá framhalds- námi hafi skipað þeim í þann „Mig grunar þó að enn sé ástandið svipað og fyrir20 árum að því leyti að þeirsem hverfa heim um þrítugtað loknu löngu framhaldsnámi, margir stórskuldugir, séu meðal þess fjórðungs þjóðarinnar sem lakast er settur. “ skuldum, auk afruglara og trylli- tækja. Nú eru þessi fyrirtæki, sem rýmkuð skattalög áttu að skjóta fótum undir, að fara á hausinn hvert af öðru (og ganga svo aftur eins og hverjir aðrir draugar). Fyrri launaskerðingar Allan þann tíma, sem ég hef starfað í þjónustu ríkisins, hefur ítrekað verið vegið harkalega að kjörum opinberra starfsmanna, en aðrir hafa getað varist betur. Fyrir um 20 árum kom ég eigna- laus með fjölskyldu heim frá framhaldsnámi. Þá hafði verð- bólgunni verið beitt í formi vísi- töluþaks til að þrýsta niður launum ríkisstarfsmanna í efri fjórðung þjóðarinnar, sem lakast var settur. Sem betur fór rofaði til um nokkurra ára skeið, en aftur harðnaði í ári og enn var gripið til sömu ráða og áður og ekki með síðri árangri. Matthíasi Á. Matt- hiesen, þáverandi fjármálaráð- herra, tókst með því að hýru- draga starfsmenn sína að ná hallalausum ríkisbúskap árið 1976. Síðap hefur gengið á ýmsu en í heildina hefur bilið milli launataxta opinberra starfs- manna og svokallaðra markaðs- launa farið vaxandi. Málum hef- ur að nokkru leyti verið bjargað við með því að yfirborganir hafa breiðst út hjá ríkisstofnunum. Mig grunar þó að enn sé ástandið svipað og fyrir 20 árum að því leyti, að þeir, sem hverfa heim um þrítugt að loknu löngu fram- haldsnámi, margir stórskuldugir séu meðal þess fjórðungs þjóðar- innar sem lakast er settur að því leyti sem lífskjör verða mæld á efnalegan mælikvarða. Dæmi aff Svíum Vinsælt er meðal íslendinga, þegar þeir eru að berja lóminn að taka dæmi af öðrum þjóðum, þótt við séum meðal þeirra sem búa við best lífskjör. Nú ætla ég að snúa við blaðinu. Ég sótti grunnmenntun mína til Svíþjóðar fyrir 30 árum. Þá var menntun mikils metin þar í landi og launa- kjör eftir því. Á áttunda áratugn- um urðu Svíar hins vegar fyrir barðinu á harkalegri launajöfn- unarstefnu. Félagar mínir höfðu þá þegar komið sér vel fyrir og farnaðist vel. Afleiðingarnar hafa hins vegar orðið, að erfítt hefur reynst að laða hæfa menn til framhaldsnáms eftir almennt háskólanám. Þeir hafa talið fram- tíð sinni betur borgið með öðrum hætti. Nú eru afleiðingar þess svo farnar að sýna sig í því, að erfitt er að manna stöður sem losna, því að hæfa menn skortir. Ekki þýðir að leita til Dana, þeir láta ekki bjóða sér þau kjör sem bjóðast í Svíþjóð. Frekar er að Norðmenn taki þeim, en sjaldnast til fram- búðar. Við heyrum oft varnaðarorð um að almenn menntun sé í hættu vegna lélegra launa kennara, en dæmi Svfa sýnir að háskóla- menntun er einnig í hættu. Það er því í rauninni hagsmunamál allrar þjóðarinnar að menntun verði metin að verðleikum til launa, en sú krafa er einmitt undirrót yfirstandandi verkfalls BHMR. Hólmgeir er tölfræðingur hjá Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins og félagi í Félagi ísl. náttúru- fræðinga. á að hlýða fjárlögum? Fáein orð um eftirköst „fræðslustjóramálsins“. Síðari hluti. Benedikt Sigurðarson skrifar Hver „Hvernig getur staðið á því?“ söng Bubbi Ríkisreikningurinn fyrir 1986 lá fyrir á þessum októberdögum 1987. Endurskoðendur Alþingis voru jafnvel komnir með hann í hendurnar ekki löngu síðar- (29. 10. 1987). Vissu þeir þá ekki niðurstöðurnar í menntamála- ráðuneytinu þann 5.10.87? Ég reyni ekki að svara hér, en leyfí mér að vona að þeim sem stóðu í bréfaskriftum í menntamála- ráðuneytinu þann 5. okt. 1987 verði gert kleift að svara íslensku þjóðinni hvað þeir vissu ekki; og það af einhverjum aðila sem okk- ur er öllum skylt að svara - ef eftir spyr. Já og Sighvatur Björgvinsson les auðvitað ríkisreikninginn og hann veit lfklega hvað ber að gera ef ekki er farið að lögum (sbr. viðtal í Þjóðlífí í feb. 1989). Hafi hann beitt einhvern ósanngjörn- um aðdróttunum um óhlýðni við fjárlög þá verður hann örugglega fyrstur til að beiðast forláts á slíku - en mér er satt að segja alveg hulið hvernig hann getur látið sér detta í hug af lestri ríkis- reiknings v/1986 að Sturla Krist- jánsson hafi svívirt fjárlög - slík hugmynd fæst frekar annars stað- ar. Sighvatur man eins og margir að Sturla varð fyrst „fyrir að- kasti“ þegar hann benti okkur skólastjórum fyrir norðan á að ráðuneytið hefði ekki samþykkt áætlanir um sérkennslu og hefði því ekki vísað á neinn fjárlagalið um framkvæmd - því væri okkur nauðsyn að leita samþykkis sveitar- og bæjarstjórna um greiðslu kostnaðar við sér- kennsiu umfram heimildir fjár- laga, sem margir fengu, m.a. á Akureyri og Dalvík. Varstu búinn að gleyma því? Til upprifjunar: Menn muna sumir enn, Sighvatur, þegar þú veittist að Sturlu á þingi (j. 1980) fyrir ýmsar vammir sem þú upp- taldir - hvernig þér datt það allt í hug er sumum ennþá hulið því engin opinber gögn hef ég séð til staðfestingar áburði þínum. Enn skulum við lesa í ríkis- reikningi yfir ’86 liður 02.999.180 - án heimilda í fjárlögum, kr. 12.681 þúsund „Rfld og Reykja- víkurborg- hljómtæki“ (diskótek fyrir Davíð). Ætli þeim hafi fund- ist sniðuugt að nota fjárveitingu sem „ekki var notuð“ vegna t.d. framhaldsskólakennslu í grunn- skólum eða var e.t.v. verið að ráðstafa sérkennslupeningum? Ég er viss um að „venjulegur íslendingur" veltir því fyrir sér hvers konar siðferði ríki í ráðu- neytum sem hafa fjárlög að engu með þessum hætti - og svívirða megintilgang laga um skyldu- námsskóla, skóla sem á að tryggja nokkurt jafnrétti allra Iandsins barna. „Vitið ér enn...?“ Það er jú fleira sem finna má ef farið er að skyggnast í ríkis- reikninga. T.d. kemur fram sú fullyrðing endurtekið í skrif- legum framburði Sverris Her- mannssonar og vopnabræðra hans gegn fræðslustjóranum fyrr- verandi að fjárstjórn Sturlu Kristjánssonar hafi verið ámælis- verð; hann gjarna skorið sig úr varðandi framúrakstur fram úr heimildum. Við skoðun ríkis- reikninga vegna áranna 83-85 hvarflar að mér að halda því fram að slíkar fullyrðingar séu bein ósannindi og hvaða nöfn slíku má velja í vitnisburði fyrir dómi læt ég þér eftir lesandi góður. Hlutur ríkislögmanns Það er einn stórmerkur kapit- uli í þessu efni - bæði fyrir dómi - við afneitun sáttaumleitana og svo opinberar yfírlýsingar Gunn- laugs Claessen er snerta málið. Frammistaðan minnir mig satt að segja á „bíóhasar" í Ameríku. í bíó er allt leyfílegt (enda allt í plati) - þar er lagt ofurkapp á að sakfella einstaklinginn - eða tor- velda mönnum að ná rétti sínum - réttlæti og sannleikur skipta litlu máli í filmum. f útlöndum hverfa gögn - borið er fé á fólk og „tilgangurinn helgar meðalið“ - kviðdómurinn veit ekki sitt rjúk- andi ráð. Það er Matlock einn (með Tyl- er Hudson sér til hjálpar) sem ræður við hið opinbera ákæru- vald í slíkum ham. Ég vona sann- arlega að svona hlutir gerist bara í bíó eða a.m.k. bara í útlöndum, en ég fæ samt óþægilega tilfinn- ingu fyrir því að á íslandi sé hinn ameríski stfll að ryðja sér til rúms þar sem „réttarfar kviðdómsins" er farið að skapa þrýsting á dóm- endur. Kviðdómurinn er þá hið illhöndlanlega „almenningsálit" sem yfirborðsvaðall fjölmiðlanna skapar. Fjölmiðlar eru því miður hvorki varkárir né góðgjarnir fram úr hófi - og mér sýnist þeir næra fordóma og dómhörku okk- ar yfirleitt prýðilega. Á þessa strengi sýnist mér hið opinbera embætti ríkislögmanns á íslandi spila árin 1987-1989. Ég sit eftir með spurninguna: Skiptir þá réttlætið eða „sannleikurinn“ engu máli fyrir ríkisvaldið - aðeins það að „vinna mál“? (Ég mun lesa bók Jóns St. Gunnlaugssonar aftur við fyrstu hentugleika). Að kynna sér málin Þegar við verðum öll búin að lesa ríkisreikninga, og lögfræð- ingarnir Magnús Öskarsson og dr. Gunnlaugur Þórðarson líka, verðum við auðvitað sammála um að þörf sé úrbóta en mér dett- ur jafnvel í hug að við verðum líka sammála um að mennta- málaráðuneytið (fjármálaskrif- stofan) hafi e.t.v. sjálft haft fjár- lög að engu - vísvitandi - j afnvel í ákveðnum tilgangi - og sú spé- lega „Freudiska kenning" eigi við sem segir að við tilteknar aðstæð- ur hætti sumum til að snúa eigin vömmum upp á aðra. Það er sorglegt að hafa slíka hluti fyrir augum sem hér hefur verið drepið á. Það er einnig mikil lfsreynsla því fólki sem hef- ur verið hrakyrt fyrir það eitt að bendaátilteknar staðreyndir - og andmæla ósönnum áburði - jafnvel fyrir að hafa skoðun (eða vera á öndverðri skoðun). Það er örugglega hræðileg reynsla fyrir fólk sem verður vitni að glæp á borð við morð að geta ekki sagt frá eða að enginn vilji trúa þeim sem greinir satt frá slíku. Við megum aldrei ætla neinni manneskju að þegja óréttlætinu í vil. Við megum undir engum kringumstæðum sætta okkur við að heiðarlegt fólk verði barið til þagnar - með fjölmiðlavaðli - eða hrætt til samábyrgðar með hótun um álygar eða e.t.v. eitthvað ennþá verra. (Þórarinn Eldjárn, Ellert Schram og fleiri lesa auðvitað ríkisreikninginn og komast að því sem lengi var vitað úr bridgespili að enginn skyldi „redobbla “ út á spil makkers sem stundar það að villa um fyrir öðrum.) Mér sýnist fullljóst að hræði- Framhald á bls. 11 Benedikt er skólastjóri á Akur- eyri. Fyrri hlutari greinarinnar birtist í gær, miðvikudag. Flmmtudagur 20. apríl 1989|ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.