Þjóðviljinn - 20.04.1989, Síða 8

Þjóðviljinn - 20.04.1989, Síða 8
„Apríl er grimmastur mán- uður,“ sagði skáldið Eliot, þó vissi hann minnst um hvernig vorið leikur íslendinga. En maðurinn er vanafast dýr og þó að hríðin lemji rúður hringir fólk fullt af áhuga í garðyrkju- menn og trjáræktarráðunauta og spyr hvað það eigi að vera að gera í garðinum sínum. „Þær hringja konurnar og spyrja hvenær þær megi klippa birkið sitt,“ sagði Ás- geir Svanbergsson deildar- stjóri hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur þegar við hringd- um til hans einn dag þegar sólin skein milli bylja og báð- um hann að koma með okkur í leiðangur um bæinn til að líta á tré og annan jurtagróður. Við hentum spurninguna á lofti og spurðum: Hvenœr má klippa birkið? „Það er alveg óhætt að klippa birki núna ef rétt er farið að,“ svaraði Asgeir. „Pað er alveg óhætt að snyrta til dæmis mann- hæðarhátt limgerði, klippa mjóar greinar. Birkið grætur auðvitað svolítið en það skemmist ekkert á því. En það bíður hnekki ef digr- ar greinar eru klipptar af núna. Þær á frekar að klippa þegar birk- ið er útsprungið, þá grætur það minna. Birkið hefur grunnar ræt- ur og vaknar snemma. Það er heilmikill vökvaþrýstingur í því þó að við sjáum ekkert líf utan á því. Þessum þrýstingi léttir þegar það hefur breitt úr laufinu." En hvað með víði? „Víðir er sjálfsagður í lim- gerði, harðgerður og nánast ódrepandi hvernig sem með hann er farið. Hann má alltaf klippa nema síðsumars, það væri eins og að taka úr honum meltingarfær- in. Ef fólk ætlar að koma sér upp fallegu limgerði á það að velja heilbrigðar ungar plöntur. En það er ekki nóg. Alltof oft ætlar fólk limgerðinu of lítið pláss og vandar ekki undirbúninginn. Vaxtarrýmið verður að nægja plöntunum. Það þarf að setja þær niður í góðri fjarlægð frá stétt og ofan í næga mold. Svo þarf að muna að gefa plöntu sem er klippt árlega áburð. Einnig þarf að muna að plantan þarf sólskin, það má ekki setja hana niður bak við vegg. Þó að víðirunnar þoli misjafna meðferð þá haldast þeir ekki fal- legir nema þeir fái gott atlæti. Það þarf að halda beðinu hreinu, hreinsa burtu rusl og losa mold- ina til að plantan geti andað. Ómerkilegar pestir drepa fólk í vanþróuðum Íöndum þó að þær vinni ekki á okkur; alveg eins þola plöntur plágur betur ef vel er hugsað um þær og þær fá næga næringu." Haustfeti og nornavendir Við erum komin niður á Lauf- ásveg þegar þessari fræðslu um limgerði er lokið. Þar eru margir fallegir garðar enda hverfið gam- alt og skjólsælt. Þar vaxa sírenul- imgerði vel sums staðar, en þau blómstra ekki ef þau eru klippt. Víða eru hávaxin tré í görðum en þar má sjá mörg dæmi um sið sem einu sinni var landlægur: sum háu og glæsilegu trén eru alltof nærri húsunum. „Þessir hlynir og gömlu reynitrén voru flutt inn sprotar frá Danmörku og sett þétt upp við húsin til skjóls,“ segir Ásgeir. „Fólk vissi ekki hvort þau gætu lifað íslenskan vetur. Nú varar fólk sig betur á þessu, en ég kann alltaf vel við að hafa tré upp við hús. En sjáðu þarna,“ segir hann og bendir, „þarna hefur fólkið í húsinu sett límband neðarlega á stofninn á hlyninum sínum til að verjast haustfeta. Fiðrildin klekja út eggjum sínum uppi í trénu en púpurnar verða svo þungar að þær falla til jarðar. Svo skríða kvendýrin upp trén á haustin og ef þau komast alla leið verða blöðin götótt og ljót á sumrin. Haustfeti er sólginn í hlyn og sírenur. Það er upplagt að setja breitt límband með límið út á stofninn svona metra frá jörðu til að hefta för þeirra." Hvernig verða trén svona beinvaxin og flott? „Það er hægt að klippa þau til á unga aldri til að hindra að stofn- inn skipti sér of fljótt eða of oft. En það eru skiptar skoðanir um klippingu trjáa. Það getur komið skemmd í tréð út frá sári og þau bjóða upp á smithættu. En ef þetta er gert á ungu tré og notuð hrein og vel beitt tæki, á sárið að hverfa alveg. Börkurinn bólgnar og hylur staðinn þar sem greinin var, eftir verður bara kvistur inni í trénu.“ Hvenær á maður að klippa til tré? „Það fer eftir tegundum hve- nær er best að klippa þau. Best er að fá ráðleggingar hjá garðyrkju- manni. Það er merkilegt hvað fólk er tregt til að leita til garð- yrkjumanna eins og það sé ein- hver munaður. Menn borga dýra- læknum stórfé fyrir að reka sprautu í hundinn en tíma ekki að kalla á garðyrkjumann til að líta á trén og runnana." Nú bendir Ásgeir á sérkenni- legt fyrirbæri í birkitrjánum sem er kallað „nornavendir“, þétt vandarleg þyrping greina, mjög myndræn. En þetta er ekki hollt fyrir tréð, þvert á móti stafar þetta af sjúkdómi, heftir vöxt trésins og breiðist út ef verkfæri eru ekki sótthreinsuð eftir að „nornavendirnir" eru klipptir af. Á götuhorni sjáum við beinvaxna og fallega ösp. „Þær eru frábær tré,“ segir Ásgeir, „svo fljótvaxnar að þær eru orðn- ar að nytjaviði eftir hálfa manns- ævi. Fegurðin er náttúrlega af- stæð, en ég er hrifinn af ilminum. Ekkert jafnast á við ilminn úr asparlundi á vorin.“ Skjálfa laufin á þeim? „Nei, ekki á Alaskaöspinni sem hér vex aðallega. það er laufið á blæöspinni sem skelfur." Gras og tré í borginni Hvernig á fólk að fá gott gras í garðinn sinn og losna við mos- ann? Spyr sá sem ekki veit. , „Ég er gamall bóndi,“ segir Ásgeir, „og botna ekkert í gras- sláttarvenjum Reykvíkinga. Hann er ekkert góður fyrir grasið þessi sífelldi sláttur. Grasið hakk- ast í tveggja til þriggja millimetra búta sem leggjast eins og plast- þynna yfir allt saman. Þess vegna kemur mosi í grasrótina. En mosinn stafar líka af skugga. Gras getur ekki vaxið í myrkri, þess vegna er erfitt að hafa bæði tré og gras því stór tré varpa stórum skugga. Eins getur skugginn af næsta húsi legið yfir lóðinni mestallt árið, eða skuggi af hárri girðingu. Af öllu þessu getur mosi í grasrót stafað. í ríki náttúrunnar er ekkert einfalt, margir þættir spila ævinlega sam- an þar.“ Er ennþá verið að setja niður greni í Reykjavík? „Já, grenitrén eru alltaf jafn falleg. Sitkagrenið sem nú er mikið notað verður nokkur hundruð ára gamalt. Það eru bara fjórutíu ár síðan byrjað var að rækta það hér þannig að þau eru óttalegir unglingar ennþá, sitkagrenitrén í Reykjavík.“ En hefur ekki verið órœkt í greni? „Nei, engin sérstök órækt, en það lifa ýmis sníkjudýr á greni- trjám, til dæmis lýs. Lúsastofninn Grenilundur við Hringbraut. reynitré og annað þeirra vex upp í krónu álmsins. Þetta er svolítið klaufalegt, er það ekki? „Jú, álmurinn er miklu eldri en reynitrén, hann var gróðursettur um 1906 og á eftir að lifa miklu lengur en þau. Hann þyrfti að fá að njóta sín og sýna hvað hann getur orðið.“ Á leiðinni suður Suðurgötu spyrjum við Ásgeir hvort hann eigi uppáhaldstré. „Nei, ég ólst ekki upp með trjám og á ekkert uppáhaldstré. En þú mátt spyrja mig hvaða fisk- ur sé uppáhaldsfiskurinn minn.“ Hver er uppáhaldsfiskurinn þinn? „Það er steinbítur." Álímbandinuá hlyninum máskoða pöddurafýmsu tagi. Hjá Erlingi Gísla- syni og Brynju Benediktsdóttur vex birkihríslan upp úr svalagólfinu. Aðalskipulag Reykjavíkur 1984-2004 Greinargerð og kort Er til sölu á eftirtöldum stöðum: Víða við Laufásveginn eru myndarleg tré í görðum, jafnvel trjágöng eins og hér. Nornavönduríbirki. Þettaereinskonar krabbamein í trénu. Danskt beyki við Miðbæjarskólann. Gamalt og nýtt. Öðrum megin við Ásgeir er myndarlegt grenitré frá 1943, hinum megin heldur hann um ösp sem er orðin hátt á þriðja metra þó hún sé aðeins þriggja ára. „Hún veður upp, öspin," segir Ásgeir. gengur í bylgjum eins og rjúpn- astofninn, hann fjölgar sér of- boðslega svona á sjö til átta ára fresti, svo gengur það yfir. En það er eins með grenið og lim- gerðin, það má ekki setja það niður skammt frá götu. Þetta verða hávaxin tré og ræturnar verða að hafa nóg pláss, annars falla þau.“ Hvað verða þau há? „Vonandi ná þau ekki 50 metr- um eins og algengt er fyrir vestan. Turninn á Borgarspítalanum er 40 metra hár!“ Þegar hér er komið sögu erum við komin að Miðbæjarskólan- um. Austan í honum vex runni sem nokkur gul blöð hanga enn- þá á. „Þetta er danskt beyki,“ segir Ásgeir. „Það er sjaldséð og vex hér yfirleitt ekki til þrifa. En hér hefur það haft gott skjól og lifað. Beykið sölnar á haustin en fellir ekki iaufið fyrr en á vorin. Það er sérkenni þess að standa allan vet- urinn með bliknaðan laufhadd.“ Hvaða tegundir áfólk að rœkta sem býr til dœmis í Breiðholti? „Það er margt hægt að rækta í Breiðholtinu og fólk hefur gert furðumikið í görðum uppi á öræfum eins og í Seljahverfinu. Ösp, birki og greni ganga vel, en hlynurinn er erfiðari, hann þarf alla þá hlýju sem hægt er að fá. Borgin hefur verið að gera afar merkilega hluti í trjárækt undan- farin ár, og ég er ekki í vafa um árangurinn. Eftir tíu til fimmtán ár verður borgin allt önnur en nú er.“ Þegar hér er komið sögu erum við komin framhjá raskinu í Tjörninni og stöndum frammi fyrir Vonarstrætishlyninum á horni Suðurgötu og Vonarstræt- is. Hann er með elstu trjám í Reykjavík, reglulegur og fal- legur. Verður hann ráðhúsi að bráð? „Þó að umferð aukist hér í kring þola lauftré vel loftmengun, en titringinn frá þungri umferð þola þau verr. Rykmengun fer líka illa með þau.“ Hlynurinn er sem sagt í hættu. Næstur er Túngötuálmurinn. Hann er stór og fagur, en of nærri honum hafa verið sett tvö Grenilundir Við göngum framhjá Kirkjugarðinum við Suðurgötu og nemum staðar við greni- lundinn á horni Hringbrautar. „Hér var ómerkilegur melur þegar þessum grenitrjám var plantað 1952,“ segir Ásgeir. „Hér var ekkert torg og ansi næð- ingssamt. En trén uxu vel. Því miður hefur mannshöndin skemmt sköpulag trjánna núna með því að klippa neðstu greinarnar. Við það misstu trén mikinn grænan massa og bíða þess auðvitað seint bætur. Það er á við svæsna lúsaplágu að vera svipt einum fjórða af græna yfir- borðinu, því þau anda með grænu blöðunum. Auk þess leggur kald- an gust undir þau eftir að þetta var gert, en ástæðan til þess var að lundurinn var orðinn griða- staður fyrir alls konar drjóla. Við verðum núna vör við skemmdir á grenitrjám sem ég held að megi rekja til salts- tormsins í vetur þegar hafið gekk á land. Þær eru ljótar en vonandi ekki varanlegar. Stormurinn hef- ur drepið endana á greinunum en þar eiga að koma nýjar nálar.“ Við endum ferðalagið inni í Fossvogsdal í gróðurlendi Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur. Þar er annar grenilundur, eldri en sá í vesturbænum. „Þetta eru meðal elstu grenitrjáa í Reykjavík, þau eru frá 1943,“ segir Ásgeir. Hvað eru þau orðin há? „Þau eru núna tólf metrar. Við skulum bíða í hundrað ár í viðbót og athuga hvað þau verða orðin há þá!“ Trjáræktarmenn fengu stærri skammt af þolinmæði í sinn hlut en blaðasnápar — við getum ómögulega beðið svo lengi. í lok- in má geta þess að væntanleg er á næstunni endurútgáfa bókarinn- ar Tré og runnar eftir Ásgeir Svanbergsson frá Erni og Örlygi. Bókabúö Braga, Laugavegi 118 Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustfg 2 Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18 Bókaverslun ísafoldar, Austurstræti 10 Bóksala studenta, Studentaheimilinu við Hringbraut Penninn, Austurstræti 10, Kringlunni 10 og Hallarmúla 2 Borgarskipulag Reykjavikur, Borgartúni 3 (þriðju hæð) Borgarskipulag Reykjavíkur Fimmtudagur 20. apríl 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.