Þjóðviljinn - 20.04.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.04.1989, Blaðsíða 11
MINNING Stefán Ögmundsson Fœddur 22. júlí 1909 - Dáinn 3. apríl 1989 ísland, í lyftum heitum höndum ver ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld 30. mars 1949 heyrði ég Stefán Ögmundsson fyrst nefndan. Ég sé hann fyrir mér þar sem hann gengur fyrir fylkingu áleiðis að Alþingishúsinu við Austurvöll. Sem forsvarsmaður Alþýðusam- bands íslands á hann að afhenda alþingismönnum ályktun frá úti- fundi, sem þá var að ljúka við Miðbæjarbarnaskólann, ályktun þar sem þess er krafist að það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Islands að hernaðarbanda- laginu Nató. Við illan leik tekst honum ásamt nokkrum öðrum að koma þessari ályktun til skila. Inni í þinghúsinu verður honum ljóst að það á að fara að samþykkja inngöngu okkar í Nató. And- rúmsloftið er magnað. „Enn ráð- ast mikil forlög smárrar þjóðar." Þegar hann kemur út tilkynnir hann fólkinu sem úti stendur hvað sé á seyði innan dyra. Við vitum hvernig fór. Hann var að segja sannleikann. Fyrir það var hann dæmdur af íslensk- um dómstólum sem óbótamaður, sem æsti upp lýðinn. Hann var dæmdur ærulaus maður, án þess að hafa kosningarétt eða kjör- gengi. Seinna var honum boðin náðun, en hann þáði hana ekki, enda taldi hann sig ekki sekan mann. „Hvað á ærulaust fólk að gera við sultutau“. Þegar ég frétti lát Stefáns varð mér að orði: „Æ, ég átti eftir að tala við hann um svo margt, fræðast af honum, hlusta á ráð hans.“ Stefán Ögmundsson var fædd- ur foringi, einurð hans og kjark- ur, ásamt viti til að fylgja eftir sannfæringu sinni, var svo mark- viss, svo auðskilin að enginn þurfti að fara í grafgötur um hvað hann átti við. Vald hans á ís- lenskri tungu, framsetning í ræðu og riti og hljómmikil röddin, sem fylgdi eftir sannfæringu hans, kveikti glóð í hugum flestra sem á hann hlýddu. Hann skildi stéttaskiptinguna, vissi hvaða stétt hann tilheyrði, þekkti andstæðinginn og þorði að berjast við hann. í upphafi kalda stríðsins, og eftir að járntjaldið féll milli austurs og vesturs tók Stefán þátt í því að reyna að brúa á milli þess- ara þjóða. Hann starfaði með samherjum sínum í Eystrasalts- löndunum, Noregi og Islandi að því að treysta vináttubönd og auka á skilning milli fólks, þrátt fyrir ólíka stjórnarhætti. Hann stuðlaði að því að íslendingar viðurkenndu sjálfstæði Austur- Þjóðverja. Ég starfaði með Stefáni í nokk- ur ár á þessum vettvangi og fór nokkrum sinnum með honum til Austur-Þýskalands. Alltaf dáðist ég jafn mikið að einurð hans, hvernig hann stóð á meiningu sinni, hver sem í hlut átti, hvort það var stórveldið í austri eða vestri. Og það var hlustað á hann. Stefán var með allra skemmtilegustu mönnum. Hann kunni skil á bókmenntum okkar, kunni ógrynni af ljóðum, kvað rímur. Það var gaman að kveða með honum rímur í útlöndum. Sérstakt dálæti hafði hann á rím- um Guðmundar Böðvarssonar „Rímur þær sem brenndar voru“, mikið ádeiluljóð, hvernig hann færðist allur í aukana þegar hann fór með síðustu hendinguna í rímunni. „Að þeir seldu ættjörð þína, aldrei datt þér það í hug“. Síðast frétti ég af Stefáni á bar- áttufundi hernámsandstæðinga, 30. mars sl. en þannig nefndi hann samtökin þó nafni þeirra væri breytt í herstöðvaandstæð- inga. Var það vel við hæfi. 40 ár eru liðin síðan hann hóf barátt- una, og hann veit að henni verður haldið áfram. Ég átti því láni að fagna að telja Stefán Ögmundsson til vina minna og samherja. Það var gott að hlíta leiðsögn hans. Hetjan er fallin með heiðri og sóma, en hugsjón hans mun lifa. Elínu konu hans, dætrum hans og öðru venslafólki sendi ég mínar innilegustu vinar- og samúðar- kveðjur. Bjarnfríður Lcósdóttir (Stefán var jarðsettur mánudaginn 10. apríl. Þegar hans var minnst í Þjóðviljanum í liðinni viku var dánar- dægur hans sagt 2. apríl. Rétt er að Stefán lést 3. apríl, og biðst blaðið velvirðingar á þessum mistökum.) VIÐHORF Framhald af bls. 7 legir atburðir hafa átt sér stað í stjórnsýslunni á voru landi - dómskerfið og Alþingi hafa ekki verið látin ósnortin af þeim vá- legu viðburðum. Kerfið gegn ein- staklingnum? Menntamálaráðuneyti Sverris Hermannssonar útbjó fyrir Al- þingi (109) 1986-1987 m.a. tvö þingskjöl er snertu sérkennslu- mál (SÞ 319 og 841). Þessi þings- kjöl eru bæði uppfull af rang- færslum og beinlínis tel ég vera um að ræða fölsun á staðreyndum varðandi þjónustustig í sér- og stuðningskennslu í einstökum fræðsluumdæmum. Um þetta hafa nokkrir þingmenn haft vitn- esku um skeið en enginn brugðist við. Alþingi hefur nú ríkis- reikninga margra ára fyrir fram- an sig og margir eru hneykslunar- fullir í tali m.a. formaður fjárveit- ingarnefndar Sighvatur Björg- vinsson, en honum virðist meira í mun að skíta í fjármálaráðherra Ólaf Ragnar Grímsson og Sturlu Kristjánsson heldur en lesa og „læra heima“ - hann ljáir ein- hverjum öðrum eyru sín. En hvers vegna? - Við því á ég ekki svar - en það gæti reynst fróðlegt forvitnum. Finnst engum nema mér und- arlegt að ríkisendurskoðun skyldi ekki beðin um álit fyrir Borgar- dómi á fjárreiðum fræðsluskrif- stofanna? Hefði etv. mátt fá álit þeirrar virðulegu stofnunar á reikningsfærslum ráðuneytanna, amk. varðandi þá liði er snertu embættismissi einstaklinga. Hvaða orðalag hæfir? Hvað kalla menn það þegar villt er um fyrir dómi með þvf að láta í té rangar tölur (og dagsetja þær síðan e.t.v. með tveim dag- setningum) en hafa um leið að- gang að öllum tölum réttum? Ég kalla það sérstaka bíræfni og vafalaust eru til einhver önnur nöfn á þessháttar í réttarfarssögu íslands. Hvað kalla menn t.d. það að fullyrða e.t.v. gegn betri vitund að einhver einstaklingur hafi skorið sig úr um óráðsíu en vita um gögn á næsta leiti sem segja allt annað? Bíræfið er að minni hyggju of veikt orð. Hæstaréttar- dómar geyma eflaust einhver orð er mundu hæfa slíku (- ég er bara ekki nógu kunnugur en hefi látið mér detta í hug að leita til lög- lærðra manna t.d. í menntamála- ráðuneytinu um aðstoð við að orða þvílíka hluti.) Hvaða orð velja menn því at- hæfi sem kann að felast í því ef ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagsfélagar Suðurlandi Fundurmeð fjármálaráðherra á föstudag Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra verður á fundi að Kirkjuvegi 8, á Selfossi á föstu- daginn 21. apríl kl. 20.30. ATH: Breyttur fundartími. Margrét Frímannsdóttir alþm. mætir einnig á fundinn. Mætið vel og stundvíslega. Afmæliskaffi í fundarhléi. Ólafur Margrét ÆSKUL ÝÐFYLKINGIN Heimsmót æskunnar Fundur hjá undirbúningsnefnd fyrir Heimsmót æskunnar í N-Kóreu, verður haldinn að Hverfisgötu 105, miðvikudaginn 26. apríl, kl. 20.00. - Æsku- lý&sfylkingin. Alþýðubandalagið í Kópavogi Ólafur Ragnar Grímsson á fundi mánudagskvöldið 24. apríl kl. 20.30 í Þinghól, Hamraborg 11, og ræðir stjórnmálaástandið. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Kópavogi Morgunkaffi Einn bæjarfulltrúa Alþýðubandalagsins verður á skrifstofunni í Þinghól, Hamraborg 11, laugardaginn 22. apríl kl. 10-12, og ræðir bæjarmálin. - Stjórnin. menn afneita tilveru gagna fyrir dómi? Jafnvel gagna sem bók- staflega var aflað til að bregða ljósi á eðli máls. Minn málskilningur kallar slíkt „að villa um fyrir dómi“ jafnvel að ljúga. Enginn trúir slíku að óreyndu upp á háttsetta starfs- menn í stjórnsýslunni - þeim vilj- um við treysta og eigum að geta gert. Ég stend því gersamlega ráðþrota þegar ég hef „dóm- skjal“íhöndumdags. 5.10.1987- undirritað af Knúti Hallssyni, lögfræðingi og ráðuneytisstjóra og Þórunni J. Hafstein lögfræð- ingi. Bréf þetta er svar við beiðni ríkislögmanns um gögn fyrir Jón- atan Sveinsson, lögmann Sturlu Kristjánssonar. Þar er sagt að skilað hafi verð áfangaskýrslu uin fræðsluskrifstofur 14.4.1987 - og ráðuneytið hafi ekki ákveðið um framhald málsins - það var líka undarlegt því um var að ræða samstarfsverkefni með öllum fræðsluráðum í landinu og full- trúi þeirra Hjörtur Þórarinsson vann að fyrstu gerð skýrslunnar (hann virðist hafa glatast út úr frágangi skýrslunnar). Jú, þetta er ægilegt þegar ég núna veit að lokaskýrsla var til- búin 15. júní 1987 þ.e. tæpum fjórum mánuðum áður en lög- fræðingarnir í ráðuneytinu skrif- uðu bréf sem afneitaði henni (5.10.87). En hvað með það? Jú, í skýrsl- unni er að finna upplýsingar sem trúlega hefðu getað hrundið mál- atilbúnaði menntamálaráðuneyt- isins í hendurnar á ríkislögmanni. Og hverjum gat þá dottið í hug að fela þær upplýsingar? Þetta var engin „saklaus" af- neitun vitneskju fyrir frekum fjölmiðli - nei, það var verið að afneita tilvist samanburðargagna sem voru talin mikilvæg í dómi. Ekki dregur það úr skelfingu minni þegar upp rennur sú stað- reynd að áfangaskýrslan, sem var þó viðurkennd í bréfinu 5.10.1987, hefur að geyma upp- lýsingar er stutt geta margvísleg rök fræðsluráðs á Norðurlandi eystra og fræðslustjórans fv. og hnekkt um leið m.a. áburði á hann um að ólöglega hafi verið staðið að fjármögnun fræðslu- skrifstofu. Fræðsluskrifstofa Norðurlands eystra er eina fræðsluskrifstofan á landinu sem fer að lögum um helmingaskipti kostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga. Allar aðrar fræðsluskrifstofur fá meiri hluta framlaga frá ríki. Ekki síst ef þar er líka að finna bendingar um að svokallaðir „samstarfsörðugleikar" hafi fyrst og fremst átt heima í tiltekinni deild ráðuneytis og komi Sturlu ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 því harla lítið við. í lokaskýrsl- unni er að finna upplýsingar um sérkennslu í fræðsluumdæmum, sem eru á þann veg, að þær styðj a athugasemdir skólastjórnenda á Norðurlandi eystra (feb. 19870 en hrekja um leið rangfærslur þingskjalanna (sþ 319 og 841) sem áður var drepið á. Auðvitað segja menn ráðherr- um (næstum) alitaf satt - auðvit- að ijúga engir háttsettir starfs- menn stjórnsýslunnar á íslandi (nema) viljandi. Það hlýtur að vera bara í útlöndum sem slíkt gerist. Þá koma alltaf sannleiks- leitandi fjölmiðlar, rannsóknar- blaðamenn og „matlokkar" til hjálpar og fletta ofan af svínarí- inu. f útlöndum segja ráðherra af sér vegtyllum vegna jafnvel minnsta gruns um misferli - hátt- settir embættismenn sæta refsing- um fyrir afbrot sín - a.m.k. í bíó. En hver tekur í taumana á ís- landi ef uppvíst verður um hneyksli í stjórnkerfinu? Ég bara. spyr. Gaman hefði ég af því að hitta þann mann og taka í höndina á honum. Akureyri um páskaleytið 1989 Benedikt Sigurðarson P.S. Að lesnum framburði fyrrver- andi menntamálaráðherra og húskarla hans í ráðuneytinu - bæði skriflegum og munnlegum - verður nokkuð ljóst að nær allar ávirðingarnar sem bornar voru á fræðslustjórann fyrrverandi eru upprunnar í einni skrifstofu menntamálaráðuneytisins og síð- an tuggnar upp og endurteknar með persónulegu orðfæri og áherslum allra hinna. Ef til vill hefur málatilbúnaður menntamálaráðuneytisins í þessu máli gegn Sturlu og sérkennslu á Norðurlandi verið með þvflíkum endemum að réttarfarsvenjum verði að breyta. Það hefur verið tíðkað af dómstólum að upplýs- ingar stjórnvalda eru ekki ve- fengdar - „eru réttar“. En þegar sú venja hefur verið „misnotuð" - og aðrar upplýsingar stjórn- valda jafnvel stangast á við vitnis- burð fyrir dómi - þá er dómskerf- inu augljós vandi á höndum - og stjórnkerfið í „vondu máli“. Mörgum valdsmanninum hef- ur reynst valt að treysta því að sá er næstur situr mæli sannast. Ekki er heldur víst að einstakir ráðuneytisberserkir séu öllum ráðherrum jafn ráðhollir. halda skátarnir í Kópavogi sína árlegu kaffisölu í Félagsheimili Kópavogs frá kl. 3—6. Hlaðborð með girnilegum kökum. Einnig verða skátarnir með kaffi, vöfflur og rjóma í Digranesi meðan á skemmtiatriðum stendur. Styrkið okkur í starfi! KVENN ADEILDIN URTUR & SKÁTAFÉLAGIÐ kópar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.