Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 9
FOSTUDAGSFRETTIR Alþingi Húsbréfum vísað frá Stjórnarandstaðan hyggst koma í vegfyrir að húsbréfafrumvarpfélagsmálaráðherra verði að lögum. Jóhanna Sigurðardóttir leggur enn ráðherradóm að veðifyrir afgreiðslu málsins í vor Jón Gunnar Árnason látinn Jón Gunnar Arnason mynd- höggvari lést á Borgarspítalanum í fyrrinótt. Hann var fæddur í Reykjavík 15. maí 1931 og var því á 58. aldursári er hann lést. Jón Gunnar var lærður járn- smiður, en stundaði nám í högg- myndalist hjá Ásmundi Sveins- syni og í London. Hann var einn af stofnendum félagsskaparins SÚM, Nýlistasafnsins og Mynd- höggvarafélagsins. Jón Gunnar leitaði í list sinni út fyrir formalisma módernismans og leitaðist við að gefa högg- myndalistinni ný tengsl við um- hverfið og samfélagið. Hann var áhrifamaður í félagsmálum og hafði mótandi áhrif á yngri kyn- slóð listamanna hér á landi. Þjóðviljinn vottar aðstandend- um Jóns Gunnars samúð vegna sárs missis. Stjórnarandstaðan hyggst koma í veg fyrir að húsbréf- afrumvarp Jóhönnu Sigurðar- dóttur verði að lögum í vor. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma stranda húsbréfin í félagsmála- nefnd neðri dcildar alþingis því án fulltingis einhverra stjórnar- andstæðinga skortir húsbréfa- kerfi meirihlutafylgi í deildinni; stjórnarliðarnir Alexander Stef- ánsson og Stefán Valgeirsson eru andvígir húsbréfum. Félagsmála- ráðherra ítrekaði í samtali við Þjóðviljann í gær að hún stæði við fyrri yfirlýsingar um að segja af sér embætti hljóti málið ekki afgreiðslu löggjafarsamkom- unnar fyrir þinglok. Þjóðviljinn hefur fyrir því traustar heimildir að það séu samantekin ráð stjórnarand- stöðuflokkanna fjögurra að koma því til leiðar að afgreiðslu húsbréfafrumvarpsins verði frestað fram á haust. Það verði gert með þeim hætti að Geir Ha- arde, annar af fulltrúum Sjálf- stæðisflokksins í félagsmálanefnd neðri deildar, leggi fram tillögu um að frumvarpinu verði vísað frá, þeas. til frekari umfjöllunar í ríkisstjórn og þar með svæft framá næsta þing. Tillögu þessa samþykki fulltrúi Kvennalista, Kristín Einarsdóttir, tveir Sjálf- stæðismenn, Eggert Haukdal auk flutningsmanns, og Alexander Stefánsson. Guðrún Helgadóttir, Jón Kristjánsson og Jón Sæ- mundur Sigurjónsson hyggist hinsvegar halda í heiðri sam- komulag í ríkisstjórn um að veita húsbréfum brautargengi. Félagsmálaráðherra sagði mál- atilbúnað þennan koma sér gjör- samlega í opna skjöldu, einkum sinnaskipti Sjálfstæðismanna því Þorsteinn formaður Pálsson hefði lýst yfir eindregnum stuðningi við húsbréfakerfið við fyrstu um- ræðu í neðri deild. Þjóðfélagið hefði ekki efni á því að fresta afgreiðslu húsbréf- akerfis fram á haust og menn yrðu að hafa hugfast að nokkrir mánuðir liðu frá samþykkt frum- varps þangað til kerfið færi í gang. Félagsmálaráðherra hefur ítr- ekað lýst því yfir að hún legði ráðherradóm að veði fyrir því að húsbréfafrumvarp verði sam- þykkt fyrir þingslit í vor og sagði hún í gær að þau orð stæðu óhögguð. Stjórnarandstæðingar báru einkum við tímaskorti þegar Þjóðviljinn innti þá eftir orsökum andstöðunnar, málið þyrfti miklu ítarlegri umfjöllun, ekki væri réttlætanlegt að keyra jafn um- deilt frumvarp í gegnum þingið á örfáum dögum. Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðismanna, sagði að sitt sýndist hverjum um húsbréfakerfið í flokki sínum og því hefðu fulltrúum hans í fé- lagsmálanefnd neðri deildar ver- ið gefnar frjálsar hendur um af- greiðslu þess. Kristín Einarsdóttir kvað margt í óvissu um húsbréfakerfið og að sitthvað í hugmyndinni fengi vart staðist, ss. þá gefnu for- sendu að Seðlabanki gæti ætíð keypt húsbréf án stór affalla, pungað máski út með miklar fjár- upphæðir sem ekkert væri á bak við nema pappír. Engu að síður væri hún fjarri því andvíg hús- bréfum, málið þyrfti bara miklu meiri umfjöllun. Júlíus Sólnes, formaður Borg- araflokksins, sagðist styðja frá- vísun því aukin umfjöliun tryggði betra frumvarp að hausti. Hann játti því að vera í hópi þeirra sem mælt hefðu með því að vísa mál- inu til ríkisstjórnar á ný, þetta væru samantekin ráð manna úr öllum stjórnarandstöðuflokkun- um. ks BHMR Viðræður í voða vegna verkfallsbrots? Páll Halldórsson: Lítum svo á að sjávarútvegsráðuneytið hafi gerstsekt um verkfallsbrot Páll Halldórsson formaður BHMR sagði í gær að vafi léki á því hvort samninganefnd BHMR mætti í dag á samningaf- und, sem samninganefnd ríkisins boðaði til. „Sjávarútvegsráðu- neytið er farið að stunda ver- kfallsbrot með því að gefa út reglugerðir um lokanir á svæðum í stað þeirra skyndilokana sem Hafrannsóknastofnun stóð fyrir áður. Hér er um að ræða mjög alvar- legt mál, því með útgáfu reglu- gerða er verið að fara framhjá fískifræðingunum og það ef á að stunda þetta er ráðuneytið að ganga beint í það að brjóta verk- fallið niður. Ef slíkt á að við- gangast er búið að stefna þessum viðræðum í mikla hættu, “ sagði Páll. Sjávarútvegsráðuneytið segist hins vegar vera í fullum rétti og hafi áður gefið út reglu- gerðir um lokanir veiðisvæða. Hafrannsóknastofnunin hafi að- eins haft með að gera skyndilok- anir sem vari lengst í vikutíma. í gær voru samningar BSRB við ríkið samþykktir með miklum meirihluta í öllum félögum og Páll var spurður um áhrif þessa á samningaviðræður BHMR og ríkisins. „Ég hef það nú fyrir reglu að tjá mig ekki um innan- hússmál hjá öðrum samtökum, en samningur BSRB verður ekk- ert girnilegri fyrir okkur þótt hann hafi verið samþykktur. Hluti af okkar baráttu núna er barátta fyrir sjálfstæðum samn- ingsrétti og því viljum við ekki vera að blanda okkur í mál ann- arra félaga. Þótt við höfum sagt að við viljum ekki BSRB- samninginn hefur því ekki fylgt nein ráðlegging til BSRB-félaga um hvernig þeir eigi að meta þann samning. Þegar við reiknum þennan BSRB-samning fyrir okkar fólk þýðir það áframhaldandi kaupmáttarhrun út þetta árið, þannig að við getum ekki fallist á þennan samning, allra síst þegar við höfum verið á þriðju viku í verkfalli,“ sagði Páll Halldórs- son. phh Ari Ingimundarson yfirfangavörður og aðstoðarmaður hans Sigríður Jóhannesdóttir við opnun Kvenna- fangelsisins í gær. Mynd þóm. Kvennafangelsi ríkisins Kvennafangelsi ríkisins að Kópavogsbraut 17 var formlega opnað í gær. Við það tækifæri talaði Hall- dór Ásgrímsson dómsmálaráð- herra um stefnu í íslenskum fang- elsismálum. Ráðgert er að allir kvenfangar landsins fái þarna vistun svo og karlmenn sem þegar hafa afplán- að hluta af sínum fangelsisdómi. Gagngerar breytingar hafa átt sér stað frá því að Neyðarathvarf Ríkisins, réð ríkjum í húsinu. Þeir fangar sem koma til með að dveljast í húsinu munu stunda nám eða vinnu utan fangelsisins. Húsið er á tveim hæðum, fanga- klefar á þeirri efri en almenning- ur vistmanna og starfsfólks á þeirri neðri. Allir gluggar hússins eru rimlalausir. Stefnt er að því að opna vinnu- aðstöðu fyrir fanga í óinnréttuðu rými í kjailara. í húsinu er aðstaða til læknis- skoðunar, en læknir, sálfræðing- ur og félagsfræðingur er ávallt innan handa fyrir fanga. Yfirfangavörður Kvennafang- elsis ríkisins er Ari Ingimundar- son en honum til aðstoðar er Sig- ríður Jóhannesdóttir. Þau eru bæði lærðir fangaverðir. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að loka eða draga úr starf- seminni á Skólavörðustíg með til- komu þessa nýja fangelsis. eb Menntamálaráðherra Nemendur eiga rétt á útskrift Menntamálaráðherra ítrekar bréflega að skólastjórum sé ísjálfsvald sett hvort þeir leggi samræmdu prófin fyrir Svavar Gestsson menntamála- ráðherra sendi skólastjórum grunnskóla og fræðslustjórum bréf í gær þar sem ítrekað er að skólastjórum er heimilt að nota samræmdu prófin sem send hafa verið út til skólanna þó svo að þau muni ekki gilda sem samræmd próf heldur eingöngu sem skólap- róf. í bréfinu segir að menntamála- ráðuneytið hafi ákveðið breytingu á fyrirkomulagi sam- ræmdra prófa í grunnskóla einsog kennarasamtökin hafa lengi bar- ist fyrir, en sú breyting felst m. a. í því að haldin verða samræmd könnunarpróf í ýmsum náms- greinum á ýmsum stigum grunn- skólans í stað þess að halda að- eins samræmd próf á síðasta ári skólans. Þá munu samkvæmt nýj- um lögum um framhaldsskóla samræmd próf ekki lengur lögð til grundvallar inntöku nemenda í framhaldsskóla. „En ráðuneytið leggur áherslu á að nemendur í 9. bekk eiga rétt á að útskrifast úr grunnskóla nú í vor og mun í samráði við alla hlutaðeigandi aðila gera ráðstaf- anir til þess að svo geti orðið,“ segir orðrétt í bréfinu. Þá tekur menntamálaráðherra fram að framhaldsskólum sé óheimilt að mismuna nemendum á nokkurn hátt við innritun og skiptir þá engu hvort skráð er á prófskírteini að nemendur hafi þreytt próf sem áttu að vera sam- ræmd eða ekki og mun ráðuneyt- ið fylgjast vandlega með því að engin mismunun eigi sér stað við innritun í framhaldsskólana._sáf Handbolti Með Spáni og Júgóslövum íslendingar leika í C-riðli í heimsmeistarakeppninni í hand- bolta í Tékkóslóvakíu á næsta ári með Júgóslövum, Spánverjum og liði frá Ameríku, sennilega Kú- bönum eða Bandaríkjamönnum. í D-riðli leika Sovétmenn, Austurþjóðverjar, Pólverjar og ótiltekið Astulið. Þrjú lið fara úr hvorum riðli í milliriðil. í A-riðli leika Ungverjar, Sví- ar, Frakkar og eitthvert Afríku- lið, í B-riðli etja gestgjafarnir kappi við Suðurkóreumenn, Svissara og Rúmena. Þrjú efstu úr A- og B-riðlum lenda svo samanímilliriðli. Laugardagur 22. apríl 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.