Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 15
Ljósm. ólg Páfinn á NorðuHöndum Biskup Rómar, efftirmaður Péturs postula og Staðgengill Krists á jörðinni í fyrsta skipti á íslandi í júnímánuði Hann hefur verið kallaður Staðgengill Krists og eftirmaður Péturs postula, páfínn í Róm og Patríarki vestursins, krýndur yfírmaður kaþólsku kirkjunnar og trúarleið- togi 850 miljóna kaþólikka í öllum heimsálfum. í fyrsta skipti í nærri 2000 ára sögu kristninnar kemur þetta æðsta yfirvald kaþólsku kirkjunnar hingað til íslands. Hann kemur í boði kaþólska biskupsins á íslandi og erindi hans er að heimsækja söfnuð sinn hér á landi. „Eg er þess jafnframt fullviss að dvöl mín á Norðurlöndunum mun styrkja samkirkjulegt starf,“ sagði páfínn þegar hann talaði til norrænna blaða- manna á Péturstorginu síðastliðinn miðvikudag. Það var sólríkur dagur og vor í lofti og tugþúsundir pflagríma höfðu lagt leið sína á Péturstorgið til þess að hlusta á staðgengil Krists á jörðinni. Hann ræddi um Ieyndardóm upprisunnar og þau orð Péturs á uppstigningardegi, þar sem hann sagði við fjöldann: „Guð hefur gjört þennan Jesús sem þið krossfestuð að bæði Kristi og Konungi“. Og páfinn sagði: „Kristur er konungur kirkjunnar, hún er iík- ami hans, sem hann galt fyrir með blóði sínu. Frá sínum dýrlega Konungi tekur kirkjan stöðugt á móti því lífi sem flæðir frá kross- inum. Kristur er einnig Konung- ur alheimsins, því dauði hans á krossinum hefur gefið allt líf og alla sögu Guði. Kristur er líka konungur eilífs lífs, því hann mun koma að dæma lifendur og dauða...“ í hvítri skykkju Hinn heilagi faðir er klæddur hvítri skykkju og hvítri kollhúfu. Hann situr í sæti undir skýli sem sett hefur verið upp á torginu fyrir framan Péturskirkjuna. Umhverfis hann eru nokkrir hátt- settir prelátar, og pálmatrjám hefur verið komið fyrir á sviðinu til skrauts. Páfinn talar á mörgum tung- umálum og ávarpar pflagríma- hópana, hvern fyrir sig. Þegar hóparnir eru nefndir hrópa þeir oe veifa fánum til páfans. Aheyrendur eru stúkaðir af á torginu, og að áheyminni lokinni eru það aðeins þeir sem næst sitja hásætinu, sem fá að koma í ná- lægð hans heilagleika. Nálægð hans veldur geðshræringu, konur og menn gráta og hrópa „pabbi, pabbi!“ og reyna að snerta hönd hans. Foreldrar sjúks drengs sem páfinn kyssti fara að gráta af geðshræringu. Við blaðamenn fáum einnig að taka í höndina á páfanum. Hann er fámáll og liggur lágt rómur, en af máli hans má heyra að hann vænti sér mikils af ferðinni til Norðurlanda. Fyrsti slavinn í páfastóli En hver er hann þessi dáði maður? Skírnarnafn hans er Karol Jos- eph Wojtyla, og hann var fæddur í Wadowice í Póllandi 18. maí 1920, sonur offiséra í pólska hemum. Hann er fyrsti slavinn sem gerist páfi, og fyrsti páfinn sem ekki er af ítölsku þjóðerni í 455 ár. Hann var að sögn alinn upp við strangan trúaraga og harðræði, og móðir hans, sem þjáðist af nýrnaveiki, lést af barnsburði þegar hann var 9 ára. Eldri bróðir hans lést af skarlatsótt þegar hann var 12 ára. Á skólaárunum hneigðist hann að íþróttum, leik- list og bókmenntum, og markmið hans þá var að leggja stund á bók- menntirogverðaleikari.Á háskól- aárunum lagði Wojtyla stund á heimspeki og leiklist. Á sama tíma tók hann að hneigjast að trúarlegri dulhyggju. Þegar Þjóð- verjar réðust inn í Pólland 1939 fór Wojtyla huldu höfði, lagði stund á nám og leiklist og hafði ofan af fyrir sér með steinhöggi. Hann starfaði á stríðsárunum með neðanjarðarhreyfingu kristilegra lýðræðissinna, og vann meðal annars að því að bjarga gyðingum undan nasist- um. Jafnframt tók hann virkan þátt í leiksýningum neðanjarðar- hreyfingarinnar sem leikari. Úr leiklistinni í prestinn Árið 1941 urðu persónulegir atburðir til þess að hugur hans tók að hneigjast frá leiklistinni að trúarlegu starfi og árið eftir hóf > hann prestsnám. Hluta af náms- tímanum var hann í felum undan Þjóðverjum, en hann lauk prests- námi 1946. Þá var hann sendur af pólska kardinálanum til Rómar, þar sem hann lauk doktorsnámi í heimspeki 1948. Eftir heimkom- una gerðist hann prestur í Krak- ow og lauk þaðan öðru doktorsp- rófi í guðfræði, áður en guðfræði- deildinni var lokað af yfirvöldum 1949. Árið 1954 varð hann prófessor í siðfræði við kaþólska háskólann í Lublin og var valinn í pólsku vísindaakademíuna 1959. Auk margra fræðirita um heimspeki, siðfræði og guðfræði, þá skrifaði hann bæði ljóð og leikrit. Þegar yfirvöld leyfðu skipan erkibisk- ups í Krakow 1964 var hann va- linn í embættið. Wojtyla tók þátt í Öðru Vatíkanþinginu 1963 og var útnefndur kardínáli af Páli VI. 1967. Virk þátttaka hans í stjórn kirkjulegs starfs leiddi til þess að hann var kosinn páfi í október 1978 að Jóhannesi Páli I. látnum, en hann ríkti aðeins í 34 daga. Sjá næstu síðu Laugardagur 22. apríl 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.