Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 18
Katalóníu þúsund ár Um þessar mundir halda Katalóníumenn, Katalanar eöa hvað við viljum kalla þá, upp á 1000 ára afmæli upp- hafs síns sem sérstakrar ríkis- einingar og þjóðar. Ákveðið hefur verið að Ólympíuleik- arnir 1992 verði haldnir í Barcelona, og má líta á það sem nokkuð sæmilega af- mælisgjöf frá heiminum til Katalóníu. Þessi hápunktur í rás íþróttaviðburða kemur til með að verða góð auglýsing fyrir þetta land, sem lengi hef- ur verið mikilvægasti hluti Spánar, efnahagslega séð, og hefur í aldaraðir verið í menningarefnum á mörkum Frakklands og Spánar, en jafnframt sérstætt. Katalanar líta á sig sem sér- staka þjóð, enda er tungumál þeirra, þótt rómanskt sé, allólíkt kastilíönsku (spænsku í þrengri merkingu orðsins) og öllu líkara suðurfrönskum mállýskum. Má eðlilegt kalla að þetta skuli hafa þróast þannig, þar eð miklar sam- göngur hafa frá alda öðli verið milli austanverðrar Miðjarðar- hafsstrandar Spánar og Suður- Frakklands. Opinber sögu- skoðun Katalana er að saga þeirra hafi hafist árið 988 er Bor- ell 2. (942-992), þáverandi greifi af Barcelona, neitaði að sverja hollustueið nýkrýndum konungi Frakklands, Húgó Kapet. Húgó þessi var fyrsti konungur af sinni ætt og af honum voru komnir allir Frakkakonungar síðan. Spánarmörk Karlamagnúsar En raunar má vel færa upphaf Katalóníusögu lengra aftur í tím- ann, ef vill. Barcelonagreifar munu hafa verið orðnir sjálfum sér að mestu ráðandi nokkru áður. Líka er hægt að halda því fram að saga Katalóníu sem slíkr- ar hafi hafist á síðustu áratugum 8. aldar, er „Karlamagnús keisari dýr“ herjaði á hið arabísk- íslamska ríki Ómajadaættar er þá náði yfir mestan hluta Pýrenea- skaga. Karlamagnús náði af Óm- ajödum vænni sneið lands sunnan Pýreneafjalla, þar á meðal Barcelona, og gerði hana að stjórnarumdæmi er nefnd var Spænska mörkin (Marca Hispan- ica). Var það mikill siður vald- hafa Frankaríkis, sem jafnan áttu í aga og ófriði við granna sína, að stofna slík stjórnarumdæmi á landamærum veldis síns. Stjórn- endur svæða þessara, sem titlaðir voru markgreifar, voru landvarn- armenn stórveldisins en nutu í staðinn allvíðtækrar sjálfstjórnar gagnvart því. Katalónía hafði þannig tiltölu- lega lítið af íslömskum yfirráðum að segja, miðað við meginhluta Pýreneaskaga, og það átti sinn þátt í að gera landsmenn sér- stæða. Áður en Arabar lögðu undir sig skagann 711 höfðu Vestgotar ríkt þar frá því á þjóð- flutningatímunum. Raunar er, eða var að minnsta kosti, sú kenning uppi meðal málfræðinga að Katalónía hefði fengið nafn sitt af Gotum og Alönum, öðrum þjóðflokki (íranskrar ættar) sem þangað þvældist á þjóðflutning- atímunum, hefði sem sé upphaf- lega heitið „Gotalanía“. Stórveldi við Miöjaröarhaf Árið 1137 giftist dóttir Barcel- onagreifa konungi Aragóníu, eins kristnu smáríkjanna sem smámsaman risu á legg norðan- vert á skaganum og efldust á kostnað íslömsku ríkjanna. Sam- einuðust þessi tvö ríki við það og var heitið Aragónía síðan haft um þau bæði. En á efnahagssviðinu var Katalónía kjarni þessa ríkis, sem á síðari hluta miðalda var stórveldi á Miðjarðarhafssvæð- inu. 1282 lagði Aragónía undir sig Sikiley, Sardiníu 1326 og Suður-Ítalíu 1442. Þetta aragónsk-katalanska ríki var mikið sjóveldi og var jafnvel komist svo að orði að fiskarnir í Miðjarðarhafi syntu undir katal- önskum fána. Árið 1469 gengu ríkiserfingjar Aragóníu og Kast- ilíu, Ferdínand og ísabella, í hjónaband og eftir að þau bæði voru komin til valda runnu ríkin saman. Þar með varð til ríkið Spánn. í því ríki varð Kastilía pólitískur kjarni og auðurinn, sem barst frá nýunnum löndum handan Atlantshafs, kom henni einkum til góða, en Katalóníu hnignaði hlutfallslega. Óánægja út af þessu og þunghentri stjórn valdhafa í Madríd leiddi til þess að Katalanar gerðu uppreisn um miðja 17. öld, er Spánarveldi var tekið að hnigna og her þess upp- tekinn í stríðum á Niðurlöndum og í Þýskalandi (þrjátíu ára stríð- inu), kusu Lúðvík 13. Frakka- konung greifa af Barcelona og voru sjálfstæðir 1640-52. En eftir að friður hafði verið saminn norðar í álfu tókst Spánarkon- ungi að brjóta Katalóníu undir sig á ný. Katalanar gerðu aðra misheppnaða tilraun til að ná sjálfstæði í spænska erfðastríð- inu, en á 18. öld fleygði landi þeirra fram í efnahagsmálum og varð það í þeim efnum eitt þróuð- ustu svæða álfunnar. Borgarastríöiö og Franco Þjóðemisstefna magnaðist með Katalönum á 19. öld sem með öðrum Evrópumönnum og sú staðreynd að land þeirra var þróaðra í efnahagsmálum en aðr- ir spænskir landshlutar jók sjálfs- traust þeirra og sjálfstæðisvilja. 1912 fékk Katalónía takmarkaða sjálfstjóm, sem aukin var 1932 er Spánn var orðinn lýðveldi. Katal- anar urðu því einhverjir dyggustu stuðningsmenn lýðveldisstjórn- arinnar í borgarastríðinu, sem lék landið svo hörmulega á þeim ára- tug, en jafnframt sundurþykkir. Vegna mikils iðnaðar hjá þeim og mikilvægis Barcelona sem hafn- arborgar var verkalýðsstétt þar fjölmenn, og meðal hennar náðu anarkó-syndikalistar miklu fylgi, þannig að segja má að Katalónía hafi um skeið orðið höfuðvígi þeirrar stefnu í heiminum. En í odda skarst með anarkó- syndikalistum og lýðveldisstjórn- inni, sem bældi uppreisn þeirra Franco reyndi að útrýma þjóðe i Rætt við Baltasar listmálara um þjóð hans, sögu hennar og einkenni og fæðingu hans sjálfs og uppvöxt Sá Katalani er flestir íslend- ingar kannast við er áreiðan- lega Baltasar listmálari, sem búsettur hefur verið hérlendis uppundir þrjá áratugi. Hann er fæddur í Barcelona 9. jan. 1938, er spænska borgara- stríðið geisaði enn af fullri .grimmd. Hann var sjálfur hætt kominn af völdum þess þegar nýfæddur og kemst svo að orði að allttil fullorðinsára hafi hann lifað í skugga Francos. „Stundarfjórðungi eftir að ég kom í heiminn kom flugher Francos og gerði sprengjuárás á borgina,“ sagði Baltasar í viðtali við Þjóðviljann. „Ég var í snatri vafinn inn í teppi og farið með mig niður í kjallara. Þar var ég skírður í flýti, en presturinn sem það gerði var ekki fyrr kominn út á götu að skírninni lokinni en sprengja varð honum að bana. Hann gat því aldrei skilað skírn- arvottorðinu til hlutaðeigandi yfirvalda, þannig að þegar ég gifti mig löngu síðar uppi á Islandi, varð ég fyrst að láta skírast í Landakotskirkju.“ „Þegar leið að lokum stríðsins og falangistaherinn nálgaðist Barcelona sendi faðir minn okk- ur, mig og móður mína, út í sveit, þar sem fjölskyldan átti sumar- hús. Pabbi, sem var franskur, lét draga franska fánann að hún við húsið og það hefur kannski orðið okkur til lífs. Móðir mín var sem sé dóttir Baltasars Samper, sem var tónskáld og þekktur katal- anskur sjálfstæðissinni. Eftir honum heiti ég. Slíkir áttu síst af öllum á nokkru góðu von frá Franco og hans mönnum. Svo komu til húss okkar Marokkó- menn, sem Franco skipaði oft í fremstu víglínu. Þeir hafa sjálf- sagt haldið að við værum Frakkar og voru hinir alúðlegustu, kysstu mig og kjössuðu. En ég fékk af þeim lús og var það í fyrsta og eina skiptið á ævinni, sem ég hef orðið lúsugur. Þessi afi minn komst naumlega undan falangistum til Frakk- lands, fyrir tilstilli fjölskyldu Maurice Ravel tónskálds, sem hann þekkti vel. Það mátti ekki tæpara standa, því að afi var ný- farinn að heiman þegar falangist- ar komu eftir honum. Hefðu þeir náð honum, hefði áreiðanlega farið fyrir honum eins og García Lorca og mörgum fleiri. Hann flutti síðan til Mexíkó og tók þar sáeti í stjórnarnefnd, einskonar útlagastjórn sem Katalanar mynduðu þar. Hann dó í útlegð. Ég er raunar nokkuð svo fjöl- þjóðlegs uppruna. Föðurættin er sem sé frönsk, og móðurætt móð- ur minnar er af Böskum komin." Kallaöir Gyð- ingar Spánar „Hver eru einkum þjóðar- einkenni Katalana, að þínu mati? „Kastilíumenn kalla okkur gjarnan Gyðinga eða Skota Spánar, segja okkur sparsama og níska. Ég held að Katalönum sé best lýst með katalanska orðinu seny, en í því felst að maður sé praktískur og skynsamur, næmur og opinn fyrir möguleikum. Kastilíumenn eru stoltir og ráð- ríkir, Katalanar hinsvegar ekki alveg fráhverfir því að gefa sig undir annarra yfirráð, haldi þeir eignum sínum og ég tala nú ekki um ef þeir halda sig geta grætt á því. Þeir eru ekki afskaplega miklir bardagamenn, en iðju- samir, leggja sig alla fram og ekki lausir við ævintýramennsku í peningamálum. Að því leyti eru þeir ekki ósvipaðir íslendingum. Það getur endað með því að sumir verði auðkýfingar, en aðrir lendi í fangelsi. En rétt er að geta þess að Katalanar eru ekki blindir einstaklingshyggjumenn í gróðafíkn sinni, heldur leggja þeir mikla áherslu á að tryggja efnahagslegt öryggi fjölskyldu og ættar. Efnahagslega séð hefur Katalónía lengi verið mikilvæg- asta svæði Spánar; á Francotím- anum komu þannig þrír ijórðu hlutar vergrar þjóðarframleiðslu þaðan, þótt Katalanar væru ekki nema sjö miljónir af 35 milj. landsmanna. Það er mest vefnaðar- og pappírsiðnaður, húsgagnaframleiðsla er mikil og margt annað. Fyrstu þrjár aldimar eftir að Ameríka fannst bönnuðu Spán- arkonungar Katalönum að flytj- ast þangað. Það var vegna þess að það var svo mikil þörf fyrir þá í verslun og iðnaði heima fyrir, því að Kastilíumenn kunnu ekki mikið á þessháttar, og svo var búið að reka Gyðingana úr landi. í Katalóníu sluppu þeir raunar betur en annarsstaðar, enda hafa Katalanar yfirleitt verið umburð- arlyndir í trúmálum. Það er raun- ar sagt að talsvert gyðingablóð renni í æðum Katalana, þar eð margir Gyðingar þar gerðust kristnir að nafni, til að fá að vera um kyrrt, og aðlöguðust hinum síðan smámsaman.“ Götur og kenni- leiti skírð upp á spænsku Við spyrjum Baltasar um skýr- ingu á því, að Katalónía skyldi um skeið verða eitt af helstu vígj- um anarkó-syndikalista. Hefði ekki mátt cetla að svoleiðis nokk- uð cetti miður vel við skap lands- manna? „Það kom til af andúð þeirra á kastilíanska valdinu. Reynslan af því valdi ól upp í mönnum andúð á því opinbera, lögreglu, öllu valdi yfirleitt. Én aldrei fengu þeir sárar að kenna á valdinu frá Madríd en á stjórnartíð Francos. Hann lagði allt undir miðstýr- ingu, reyndi að færa iðnaðinn til Madríd og það varð meira að segja að flytja allan fisk frá höfiiunum, þar sem honum var skipað á land, til Madríd áður en honum var dreift um landið. Öll sjálfstjórn Katalana og annarra þjóðemisminnihluta var af þeim tekin og ekki bara það, heldur var skipulega reynt að útrýma katalönskunni, katalanskri 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 22. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.