Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 20
BARNAKOMPAN Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON Eltingarleikur Einu sinni var hreindýr sem var aö fara á grímuball. Hreindýriö var klætt eins og draugur í kjól með sund- hettu. Svo kom blautur hvolpur og hann var klæddur sem hús. Svo sagði hreindýrið við hvolp- inn: - Eigum við að koma í eltingarleik í sundlauginni? Þá sagði hvolpurinn: - Já já, en ekki mjög lengi því að ég verð að vera kominn heim fyrir kvöldmat. Svo fóru þeir í sund. Þegar þeir voru búnir að vera mjög lengi þá kom dauðinn og benti á hvolpinn og þá dó hann. Snædís Baldursdóttir, 9 ára. Þeir eru að syngja um vorið. Þeim þykir það gaman. Rebekka Auður Þórisdóttir, 9 ára Gleðilegt sumar! „Hreindýr eins og draugur í kjól og hundur sem hús.“ Nú er sumarið komið því fyrsti mánuður sumars samkvæmt gömlu tímatali, harpa, er genginn í garð. í Snorra-Eddu er þessi mán- uður líka nefndur gauk- mánuður eða sáðtíð. Nöfnin vísa til þess að bráðum fara farfuglar að birtast og auðvitað kemur hrossagaukurinn iíka. Sá merki fugl spáði fyrir veðri því ef hneggið í honum heyrðist fyrst í austri og suðri boðaði það gott en verra þótti ef hneggið heyrðist úr vestri eða norðri. Hneggið kemur ekki frá goggi fuglsins eins og hljóð flestra fugla heldur er það hávaði frá stélfjöðrum karlfuglsins þegar hann steypir sér á miklum hraða um loftin blá. Á jörðu niðri breytir hrossagaukurinn um tón og svo ískrar í hon- um ef hann fælist. Ljóð Þú litla blómið mitt þú ert fagurt eins og vorið. Eins og sól sem vill hamingju og ást í lífi sínu. Aðalbjörg Þóra, 9 ára Englar og hreindýr dansa bleikan samkvæmis- dans í ævintýri þar sem hólar hallir og nornir eiga heima og refurinn læðist hjá vatni sem rennur. Kristín Ágúst Steiner, 11 ára þessu tré eru 11 dýr falin. Getur þú fundið þau? 20 SÍÐA - NÝrr HELGARBLAÐ Laugardagur 22. april 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.