Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 22.04.1989, Blaðsíða 24
ÁRNI BERGMANN í síðustu viku var haldið upp á reyklausan dag. í því tilefni skrifaði kollegi Oddur Ólafs- son á Tímanum greinarstúf. Hann hóf máls á því, að sem betur fer hafi með fræðslu og áróðri tekist að ná drjúgum ár- angri hér á landi í því að draga úr reykingum. Aftur á móti hefðu hliðstæð fræðsla og áróður ekki dugað til að draga úr drykkjuskap unglinga eða minnka fjölda þeirra sem ánetjast eiturlyfjum. vísu um ýmsar þverstæður að ræða. Til dæmis læra alkóhólistar (og dópistar - sumstaðar eru þeir allir felldir undir einn flokk þeirra sem „háðir eru efnum“) að þeir gangi með sjúkdóm. Alkó- hólismi er sjúkdómur stendur þar (ofinn samann úr sálrænum, fé- lagslegum og líkamlegum þátt- um). Þetta gætu menn, ef þeir endilega vildu, notað sem smugu til að sleppa frá ábyrgð: látið mig í friði, ég er veikur maður. En það er samt mjög rækilega reynt að láta menn ekki komast upp með slfkt. Sjúkdómstalið á að lík- indum að fá menn ofan af því að líta á sjálfa sig sem ræfla (það er hættulegt, því þá er stutt í niður- stöðuna: ég er bara ræfill, ég get ekkert gert). Sjúkdómstalið minnir menn líka á það, að þótt aðrir menn geti t.d. bragðað áfengi sér til skaðlítillar skemmt- unar, þá getur alkóhólistinn það ekki. Engin miskunn hjá Magn- úsi með það. Ber dópistinn (alkinn) ábyrgð á sjálfum sér? Oddur veltir því fyrir sér hvernig á þessu stendur og slær fram tillögu að svari. Hún er á þessa leið: „Þú sjálfur eða hinir“ „í áróðri gegn reykingum er einstaklingurinn gerður ábyrgur um eigin heilsu. Það er á hans valdi hvort hann reykir eða ekki. Reykingamaður er einnig gefður ábyrgur fyrir að eitra andrúms- loftið fyrir öðrum. Löstur hans er honum sjálfum að kenna. Hann eitrar út frá sér og bakar öðrum óþægindi og jafnvel heilsutjón. Dópistinn. Er hann ræfill? Ónei. Ber hann ábyrgð á sjálfum sér? Ónei. Veldur hann öðrum tjóni og áhyggjum? Ónei. Á hann að hætta af sjálfsdáðum? Ónei. Á hann að sjá sér farborða? Ónei. Á yfirleitt að banna honum nokk- uð? Ónei. Svona má lengi telja, og ef ein- hver fellur ekki inn í hallelúja- kórinn um hinn dyggðum prýdda dópista, er sá hinn sami kallaður fordómafullur. Þegar eiturlyf eru annarsvegar er allri ábyrgð og fordæmingu kastað yfir á smyglarann og eiturlyfjasalann. Áð honum beinist ásökunin með allskyns þjóðfélagslegu ívafi, en aldrei að dópistanum. Hann þarf að vernda og styðja og styrkja eftir bestu getu. Skað- ræðisgripirnir eru dópsalarnir." Heljartök og illur vani Skoðum þessa messu nánar, því margt er við hana að athuga. í fyrsta lagi: aðalástæðan fyrir því að það gengur betur að taka tóbak frá fólki en dóp og brenni- vín er utan við þessa ræðu. Hún er blátt áfram í því fólgin, að Bakkus eða þá hassið ná miklu sterkari tökum á sfnu fólki en nik- ótínið. Ávaninn, „þörfin“ getur verið sterk í báðum tilvikum, en tóbak breytir þó ekki persónu- leika manna í þeim mæli sem sterkari vímuefni gera. Og ung- lingar geta aldrei komist á það forboðna og freistandi flug í tó- 24 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ baki sem brennivín eða hasspípa gefa. Sölumenn dauðans 1 öðru lagi: þegar um dóp er að ræða er eðlilegt að athygli og for- dæmingar samfélagsins beinist í mjög ríkum mæli að sölumönn- unum. Við vitum nógu mikið um það, hvernig útsendarar eitur- mafíanna vinna að því að „mark- aðssetja“ sína vöru, til að fyllast mögnuðu hatri í þeirra garð. Að minnsta kosti er ekkert óeðlilegt við það, að við sækjum þá til margfalt þyngri ábyrgðar en þá krakka sem þeir góma í sitt við- skiptanet - m.a. með skírskotun til skammsýnnar uppreisnarþarf- ar þeirra og þeirrar allt að því eðlislægu og fáfróðu bjartsýni unglingsins, sem heldur alltaf að hann sleppi-þótt einhverjiraðrir kunni að fara illa út úr dópi. Hæpin leit að ástæöum Þar með er ekki sagt að Oddur Ólafsson fari með tómt fleipur. Það skiptir vissulega máli hvernig tekið er á þessari miklu spurn- ingu: hver er ábyrgð hvers og eins - og þá þess sem drekkur eða dópar sér og öðrum til lífsháska. Óddur Ólafsson hefur áhyggj- ur af því, að samfélagið hafi sam- einast um að taka alla ábyrgð af alkanum eða dópistanu. Þetta er ekki út í bláinn sagt. Það er vissu- lega mikið um sálfræðilegt og fé- lagsfræðilegt hjal um þessa hluti, þar sem sérhæfðir menn í vanda- málum taka að sér (óviljandi sjálfsagt) hlutverk hjálparhell- unnar. Það er að segja: hjálpa t.d. alkóhólista til að halda áfram að drekka með því að leggjast með honum út í leit að ástæðunni fyrir því „hvers vegna Jeppi drekkur?“. Eins og menn vita er það auðveldasta leit í heimi. Hver hefur ekki verið feiminn við stúlkur, hver hefur ekki „verið bældur í æsku“ (eða barinn), h ver hefur ekki orðið fyrir stórkost- legum vonbrigðum með hjóna- bandið, börnin, foreldrana, starfsframann og forsætisráð- herrann? Hver er sá að honum finnist ekki hann sjálfur ljótur, leiðinlegur, heimskur, mis- heppnaður og ætti helst ekki að vera til? Hængurinn er svo sá, að þegar menn eru lagstir í leitina að Ástæðunum Miklu, þá komast þeir ekki nema með miklum erf- iðismunum út úr henni aftur. Eins víst þeir sitji blýfastir í sinni sjálfsvorkunn. Óg drekki áfram eins og fara gerir eða stundi ann- an vímubúskap. Þú sleppur ekki En svo er annað sem Oddur Ólafsson lætur sér sjást yfir. Og það er það, að alkóhólistum og dópistum er - þegar þeir leita sér aðstoðar og meðferðar hjá þeim sem þekkja til vanda þeirra af eigin reynslu - alls ekki sleppt frá því að skoða sjálfa sig og sína ábyrgð. Ekki sleppt frá því að gera sér grein fyrir því að þeir valdi öðrum tjóni og sársauka. Ekki sleppt frá því að taka ábyrgð á sjálfum sér. Er þetta sjúkdómur? í meðferðarheiminum er að Það getur enginn annar En fyrst og síðast er mönnum kennt einmitt þetta: að þeir verði að taka ábyrgð á sjálfum sér. Það pínir vonandi enginn ofan í þá brennivíni eða dóp. Þeir lyfta sjálfir hendinni sem á glasi eða sprautu heldur. Og formúlan er fyrst og síðast þessi: það getur enginn hætt (að drekka eða dópa) nema hann vilji það sjálf- ur. Vilji það sjálfur. Það getur enginn annar tekið það að sér fyrir alkann eða dópistann. Og þetta tal - eða innræting ef menn vilja það heldur - er einmitt mjög - gagnlegt vegna þess að það beinir athyglinni FRÁ ástæðunum óteljandi-þeim sálrænu, ogupp- eldislegu og þjóðfélagslegu. Beinir mönnum frá því að leita að sökudólgum út um alla fjölskyldu og allt samfélagið. Það er því misskilningur mikill hjá Tímamanni að hafa miklar áhyggjur af því sem hann kallar „hallelújakórinn um hinn dyggð- um prýdda dópista". Eða að minnsta kosti óþarfi. Slíkur kór er ekki til. Aftur á móti er til tvennskonar samúð með mönn- um sem eru „efnum háðir“. Önnur er velviljuð en máttvana og getur verið skaðleg að því leyti að hún drepur málum á dreif, slær þeim á frest. Hin er líka á góðum vilja reist, en um leið á meira raunsæi, og strangari kröfugerð til allra sem hlut eiga að máli. Og það er hún sem helst skilar árangri - eins þótt mönnum hljóti jafnan að finnast að þeim miði grátlega seint áfram. Hvað er „Næsti áfangi Sovét"? Þúsundir ungra Norðurlandabúa til Sovétríkjí • ill mÁrl/inm CíA>jn V-» »ifn mól KrÁnrt janna í haust Fyrir skömmu komu til Kaupmannahafnar 200 ungir Sovétþegnar. Er það í frá- sögur færandi einkum vegna þess að þessi hópur er með þeim fyrstu frá Sovétríkjunum sem fer til útlanda án þess að nokkur opinber stofnun eða samtök hafi séð honum fyrir fararleyfi. Rússarnir ungu - græningjar, leikhúsfólk, tónlistarmenn, stúd- entar og ýmsir aðrir - taka þátt í „alþýðudiplómatíu“ sem kallast „Næsti áfangi Sovétríkin“ (Next Stop Sovjet). Þessi hreyfing varð til í hitteðfyrra þegar hópur ungra Dana fór til Bandaríkjanna að ræða við jafnaldra um vígbúnað, umhverfismengun og tilraunir með kjarnorkusprengjur, sem þá héldu enn áfram í Nevadaeyði- mörkinni. Síðan hafa mál þróast á þann veg að risin er hreyfing á öllum Norðurlöndum sem ætlar í haust í baráttu- og kynnisferð til Sovétríkjanna. Þar ætla menn að gera margt í senn - kynnast jafn- öldrum með svipuð áhugamál, ræða hvað ungt fólk getur til mála lagt til að rífa niður járntjaldið og hleypidóma sem fylgja skipting- unni austur-vestur og við-þeir, ennfremur verður sérstök áhersla lögð á að létta ógn vígbúnaðar og mengunarslysa af norðurslóðum. Gert er ráð fyrir að um 5000 manns af Norðurlöndum fari til Sovétríkjanna á vegum „Next Stop Sovjet", þar af allt að 100 manns frá íslandi. Liði verður skipt í 150 áhugahópa af ýmsu tagi - þar verða leikhópar, rokk- sveitir, skáld, íþróttamenn, vide- oteymi og mótorhjólakappar svo dæmi séu nefnd. Tvö hundruð Rússar koma til Kaupmannahafnar í sambandi við undir- búning ferðarinnar miklu. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.