Þjóðviljinn - 25.04.1989, Síða 1

Þjóðviljinn - 25.04.1989, Síða 1
Þriðjudagur 25. apríl 1989 76. tölublað 54. árgangur Sendiherrar Benedikt vill biðlaun Benedikt Gröndal sendiherra skrifarforsetum Alþingis bréf. Oskar athugunar á rétti sínum til biðlauna 7 árum eftir að hann lét afþing- mennsku. Benedikt Gröndal: Fyrstframkvœmdin hefurorðiðþessi, sé ég ekki ástœðu til að gefa ríkinu þetta eftir Benedikt Gröndal: Ekki ástæða til að gefa biðlaunin eftirfyrst aðr- ir taka þau. Benedikt Gröndal, fyrrum al- þingismaður Alþýðuflokksins og núverandi heimasitjandi send- iherra fyrir Asíu og Kyrrahafs- lönd ritaði forsetum Alþingis bréf í síðustu viku þar sem hann óskar úrskurðar á því hvort hann eigi rétt á biðlaunum alþingismanna. Benedikt fór af þingi vorið 1982 og tók þá við störfum sendiherra í Stokkhólmi. „Það er eingöngu vegna þess hvernig þetta ákvæði laganna hefur verið framkvæmt að ég fer fram á þetta og ég sé enga ástæðu til að gefa ríkissjóði þetta ef ég á löglega kröfu til þessara bið- launa,“ sagði Benedikt Gröndal í samtali við Þjóðviljann í gær. Hann sagði að hann hefði ekki gert kröfu til þessara biðlauna á sínum tíma enda hefðu lögin að sínu mati ekki verið hugsuð í þeim anda sem nú hefur verið framkvæmt eftir. Biðlaun alþing- ismanna sem hætta eftir a.m.k. 10 ára þingmennsku samsvara 6 mánaða launum og gefa ríflega 800 þúsund krónur. „Eg mundi að öðru jöfnu ekki samþykkja hvernig þessum lögum hefur verið framfylgt. Þeg- ar lög um eftirlaun Alþingis- manna og biðlaun voru samþykkt var alveg ákveðin hugsun í þessu og hún var sú að gefa þeim sem höfðu setið lengi á Alþingi gott tækifæri á að hætta án þess að lenda í atvinnu-og afkomuvand- ræðum. Það var viljandi verið að greiða fyrir eðlilegri pólitískri endurnýjun. Ég tel að þetta hafi ekki verið hugsað á þann hátt að menn sem færu beint í önnur embætti ættu að fá þetta og mundi ekki styðja það, sagði Benedikt. En þjóðfélagið og lífið er nú einu sinni þannig að á ég að neita mér um þetta ef ég á þennan rétt? Ég sé ekki hvaða ástæðu ég ætti að hafa til þess, úr. því að aðrir sem eru stórefnamenn ganga eftir þessu og hika ekki og gegna ekki gagnrýni. En nú er bara búið að taka upp aðra framkvæmd á þessu en til stóð í upphafi og laga- bókstafurinn er skýr vilji menn túlka þetta svona, þannig að það er erfitt að segja mönnum að þeir eigi ekki rétt á þessu," sagði Ben- edikt Gröndal. phh W1 JHj í • -' W ■ i( mm Mikill baráttuhugurvar áfjölmennumfundi Dagsbrúnar ígær þarsem fyrst til að boða verktall frá og með 1. maí takist samningar ekki í yfir 700 félagsmenn samjDykktu einróma verkfallsheimild til handa vikunni? Mynd-Jim Smart trúnaðarmannaráði félagsins. Verða Dagsbrún og Hlíf í Hafnarfirði Alþýðusambandið Verður verkfall fyrsta maí? Dagsbrún með stórfund. GuðmundurJ. Guðmundsson: Þetta er hersýning. GuðmundurÞ. Jónssonformaður Iðju: Fólker orðið afar reitt. Ríkissáttasemjari boðar fund á morgun Takist ekki samningar nú þegar i þessari viku, þá er þolin- mæði okkar þrotin og við verðum þá að grípa til þeirra vopna sem við eigum, segir Guðmundur Þ. Jónssson formaður Iðju. Mikillar reiði gætir í Alþýðusambandsfé- lögunum að ekki skuli enn vera kominn neinn skriður á viðræður við atvinnurekendur, þremur vikum eftir að BSRB gekk frá sín- um kjarasamningum við ríki og borg. Takist ekki samningar fyrir vikulokin er búist fastlega við þvf að Dagsbrún og Hlíf í Hafnarfirði boði þá þegar verkfall er komi til framkvæmda 1. maí. Á áttunda hundrað Dagsbrún- arfélagar fylltu Bíóborgina á stuttum fundi í gærdag þar sem samþykkt var einróma heimild til trúnaðarmannaráðs um verk- fallsboðun. Jafnframt samþykkti fundurinn harðorða ályktun þar sem atvinnurekendur eru víttir fyrir að neita að ganga til samn- inga við launafólk. Félagið sé til- búið að semja á grundvelli BSRB-samninganna, en muni ekki sitja lengur yfir tilgangs- lausum viðræðum. - Við erum búnir að sitja of lengi án þess að hafa nokkurn hlut út úr því. Þessi fjölmenni fundur okkar er hersýning fyrir þessa karla sem geta ekki talað um annað en gengisfellingu. Þeir skilja hvað okkar samþykkt þýð- ir, sagði Guðmundur J. Guð- mundsson á fundinum í gær. Fjölmörg verkalýðsfélög víða um land hafa þegar aflað sér verkfallsheimildar, en engin hafa ennþá boðað til verkfalls. Á aðal- fundi Iðju sem haldinn verður í dag liggur fyrir tillaga um ver- kfallsheimild og Verkamannafé- lagið Hlíf í Hafnarfirði óskar eftir verkfallsheimild á félagsfundi sem boðaður hefur veirð annað kvöld. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í síðustu viku er líklegast að það verði Dagsbrún og Hlíf sem ríði á vaðið og boði verkfall strax upp- úr næstu helgi, hafi samningar þá ekki tekist. Guðmundur J. Guð- mundsson sagði í gær að þessi tvö félög hefðu myndað með sér fóstbræðralag. - Þetta verður erfitt nema við stöndum saman og við ætlum að standa saman, sagði Guðmundur. Miðstjórn ASÍ hefur verið boðuð til fundar á morgun og þá hefur ríkissáttasemjari einnig boðað samninganefndir ASÍ og atvinnurekenda til fundar við sig. Guðmundur J. Guðmundsson sagði á Dagsbrúnarfundinum í gær að félagið myndi óska þegar eftir viðræðum við ríkisstjórn, einstaka ráðherra og einnig eins- taka atvinnurekendur. -lg- Herœfingar 66% á móti heræfingum Jón Baldvin heimilar œfingarnar. Fœrri hermenn. 17. júní bjargað Mikill meirihluti landsmanna er á móti fyrirhuguðum heræf- ingum Bandaríkjamanna á Suðurnesjum í sumar samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Skáís hefur gert fyrir Stöð 2. 66% lýstu sig andvíga en 34% hlynnta æf- ingunum. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra lýsti því yfir á Alþingi í gær að hann hefði heimilað æfingarnar. Þeim væri seinkað til 20. júní og þriðjungi færri hermenn tækju þátt en áætl- að hafði verið. Steingrímur J. Sigfússon segir að menn fagni ekki þessari niður- stöðu utanríkisráðherra þó vissu- lega sé hún spor í rétta átt. Sjá síðu 2 Félag háskólakennara Heittí kolunum Ragnar Árnason, formaður Félags háskólakennara segist telja möguleika vera á að afstýra megi boðuðu verkfalli félagsins. Þetta kom fram á fundi félagsins í gær en þar voru formaður BHMR og varaformaður sérstak- ir gestir. Mjög skiptar skoðanir komu fram meðal fundarmanna um boðað verkfall og urðu heitar umræður. Háskólarektor sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með atkvæðagreiðslu í félaginu, en 51% greiddu atkvæði með verk- falli sem hefst að öllum líkindum föstudaginn 28. apríl. phh

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.