Þjóðviljinn - 25.04.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.04.1989, Blaðsíða 3
______FRETTIR________ Sóknarsamningarnir Hljóta að sUHqa ASI Pórunn Sveinbjörnsdóttir: Um helmingur Sóknarfélaga nýturgóðs af lífald- ursreglunum. Mikilvœgtaðfá húsmóður- reynsluna betur metna Eg held að þessir sa/nninpar hljóti að styrkja ASI í þeirri kröfu að fá sömu samninga. Þeirra staða var orðin hræðileg fyrir BSRB-samningana, því VSI var með hugmyndir um mjög lágar kauphækkanir, sem hefðu lítið haft að segja upp í þær verð- lagshækkanir sem orðið hafa, sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Starfsmannafélagsins Sóknar, sem samdi við ríki, Reykjavíkurborg og nokkrar hálfopinberar sjálfseignarstofn- anir á laugardaginn. Þeir samningar eru mjög í anda BSRB-samninganna og sagöi Þórunn að lítiö hefði náðst fram yfir þá samninga og ekki hefðu verið gerðar kröfur til stjórnvalda eða viðsemjanda um frekari tryggingar kaupmáttar en voru í BSRB- samningnum. -Líf- aldursreglur eru þær sömu og í BSRB-samningunum og þær þýða fyrir okkur að um helming- ur Sóknarfélaga færist upp á við. Fólk getur færst um eitt, tvö eða jafnvel þrjú þrep, vegna þessara lífaldurbreytinga, sagði Þórunn. Sókn var fyrst félaga til að fá húsmóðurreynslu metna inn í vinnu á almennum vinnumarkaði árið 1973 í formannstíð Aðal- heiðar Bjarnfreðsdóttur. - Það var ein af stærstu kröfunum okk- ar núna að fá húsmóðurreynsluna betur metna og við náðum því fram með þessu, sagði Þórunn. Manneskja sem kemur út á vinnumarkað 36 ára gömul fékk reynslu sína áður metna sem 6 ára starfsaldur, en kemur samkvæmt samningunum inn með 18 ára starfsaldur, enda hefur hún iðu- lega margvíslega reynslu, svo sem af barnauppeldi og heimilis- rekstri. Nú ef manneskja hefur flutt sig frá öðru félagi, Iðju til dæmis, og til okkar þá hefur hún hingað til mest fengið metið 6 ára starfsreynslu, en nú er farið eftir lífaldursreglunni. Þetta er mjög veigamikið atriði fyrir okkur, sagði Þórunn. Sóknarfélagar greiða atkvæði um samninginn á félagsfundi annað kvöld og hafa um 2000 fé- lagar atkvæðisrétt, en rúmlega 3000 taka laun eftir Sóknarsamn- ingum, yfirgnæfandi meirihluti konur. -Þessi munur á tölum liggur í því að allstór hluti fólks á þessum samningum hefur ekki hirt um að sækja um félagsskírteini í fé- laginu. En það er engin fyrirstaða fyrir þá sem vilja sækja skírteini fyrir fundinn á miðvikudag og öðlast þar með kosningarétt, sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir. -phh Fylgiskönnun Skáís Metfjöldi óráðiima Sjálfstœðisflokkur meðfyrrafylgi, klofnir Borgararfylgislausir. Alþýðubandalag upp- að Kvennalista Iskoðanakönnun sem Stöð tvö birti frá Skáís á sunnudag kom í Ijós að óráðnir eru fleiri en nokkru sinni þau réttu tvö ár sem liðin eru frá síðustu þingkosning- um. 47,3 af hundraði sögðust ekki mundu kjósa, skila auðu, Álverið Kauprániö bætt Samið um allt að 6,5% launahœkkun Verkamenn í Álverinu í Straumsvík hafa náð samningum um sérstaka launahækkun vegna þeirrar kjaraskerðingar sem þeir hafa orðið fyrir í vetur líkt og annað launafólk. Samningarnir þýða allt að 6,5% hækkun launa, þar sem innifalin er hækkun bónus- greiðslna vegna aukinnar fram- leiðni. Knúið hafi verið á um hækkun um nokkurn tíma en skriður komst ekki á samninga fyrr en verkamenn höfðu gripið til yfirvinnubanns í lok síðustu viku. Kjarasamningar starfsmanna álversins gilda til 1. september n.k. en auk þessarar sérhækkun- ar sem samningar tókust um, hækka laun álversmanna um 2,7% nú 1. maí og aftur um 1% þann 1. ágúst. -Ig- vera óákveðnir eða vildu ekki svara, en voru í síðustu könnun Skáís rúm 42 prósent og þaráður rúm 40 prósent. I DV-könnunum, þarsem óráðnir eru yfirlcitt mjög margir, hefur hlutfall þeirra í orðið hæst nú í janúar, 46 prós- ent. Sjálfstæðismenn virðast loks hafa náð fyrra fylgi þeirra sem afstöðu taka, en fylgissókn Kvennalista fjarar enn út, og hef- ur fylgi samtakanna ekki mælst lægra í hálft annað ár. Alþýðu- bandalagið kemur tiltölulega vel útúr könnuninni þráttfyrir stöð- una í kjaramálunum, og vantar aðeins hálft prósent á að ná Kvennalista. Alþýðuflokkurinn er í lægð en Framsóknarmenn ná góðum árangri. Klofnir Borgarar eru heillum horfnir, hvor helm- ingur fær 0,8% í könnuninni, og hafa báðir saman minna fylgi en Flokkur mannsins, sem raunar kemur óvenjuvel út. Niðurstöður Skáís-könnunar- innar eru þessar af afstöðu: Al- þýðuflokkur 9,3%, Framsókn 19,4%, Sjálfstæðisflokkur 41,8%, Alþýðubandalag 12,3%, Kvennalisti 12,8%, Borgara- flokkur 0,8%, Frjálslyndir hægri- menn 0,8%, Flokkur mannsins 1,9%, Þjóðarflokkur 0,8%. í spurningu um stuðning við ríkisstjórnina er nokkuð við það sama og í síðustu Skáís-könnun í mars. Stuðningsmenn eru 32%, andstæðingar 54%, óráðnir 14%. Af þeim sem afstöðu taka styðja 37,3%, 62,7% á móti og hefur staða stjórnarinnar skánað örlítið frá síðasta mánuði. -m „Þetta reddast“ Frumvarp Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar í húsnæðis- málum er ekki um húsbréfakerfí heldur afskræmingu á húsbréfak- erfi. Húsbréfakerfi er að sönnu alls góðs maklegt en þarfnast miklu ítarlegri skoðunar og enn er á huldu hver verða áhrif þess á íslenskt efnahagslíf. Ef húsbréf- akerfi á að ganga upp verður að lækka kaupskyldu lífeyrissjóð- anna, það stóð til en frá því var fallið í makki við Framsóknar- menn. Húsbréfakerfi er umdeilt í þjóðfélaginu, Alþýðusamband ís- lands er andvígt því en Verka- mannasamhandinu líst það ekki óálitlegt, Seðlabankinn segir út- séð um að það gangi upp en Þjóð- hagsstofnun telur óvissuþætti enn býsna marga. Og svo framvegis. Þetta eru sýnishorn af svörum þeirra þingmanna sem Þjóðvilj- inn hefur komið að máli við undanfarna daga og eru andvígir því að húsbréfafrumvarpið verði afgreitt sem lög frá alþingi nú í upphafi sumars. Málið hefur sannarlega tekið dramatíska stefnu frá því Þjóðviljinn flutti þá „frétt“ fyrir tæpri viku að af- greiðslu frumvarpsins væri rétt ólokið í félagsmálanefnd neðri deildar alþingis og hafði eftir Jóni Sæmundi Sigurjónssyni formanni nefndarinnar að hún myndi skila af sér á mánudegi. Það er að segja í gær. Málin hafa nú skipast á þann veg að þingflokkur Alþýðu- bandalagsins er nú eini einhuga bandamaður Alþýðuflokksins og Jóhönnu Sigurðardóttur í því að samþykkja beri hin nýju húsnæð- islög strax í vor. Þetta er athyglis- vert því ýmsir þungviktarmenn flokksins í verkalýðshreyfingunni eru hatrammir fjendur húsbréfa, viðhorf Ásmundar Stefánssonar eru alkunn og einnig má rifja upp að einn fimmmenninga og and- ófsmanna úr stjórn Húsnæðis- stofnunar er Grétar Þorsteins- son, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur. Ljóst var að sitt sýndist hverj- um um húsbréf í þingflokki Framsóknarmanna en eftir að samningar tókust um framgang málsins milli félagsmálaráðherra og framsóknarráðherranna Hall- dórs Ásgrímssonar og Guðmund- ar Bjarnasonar var talið að þeir myndu hleypa málinu í gegn. Vissulega var í samkomulaginu sérstök klásúla um að vissir þing- menn hefðu óbundnar hendur (Alexander Stefánsson) en engu að síður hafði félagsmálaráð- herra ástæðu til að ætla að þorri Framsóknarþingmanna myndi veita málinu brautargengi. Nú er hinsvegar komið á dag- inn að þeim fjölgar óðum í þing- flokki Framsóknarmanna sem andvígir eru því að frumvarpið verði að lögum nú í vor. Um Al- exander þarf ekki að tíunda en á dögunum lýsti Guðmundur G. Þórarinsson því yfir að fresta bæri afgreiðslu málsins og í fréttum í gærkveldi kom á daginn að þeir Guðni Ágústsson og Ólafur Þ. Þórðarson vilja ýmist slá hús- bréfum á frest eða að samþykkja þau með fyrirvörum sem félags- málaráðherra á ugglaust afar bágt með að sætta sig við: þeim að skipuð verði milliþinganefnd til þess að fara ofaní saumana á málinu og semja reglugerðar- drög. Allir eiga þessir heiðursmenn sæti í neðri deild alþingis. Fimmti efasemdamaðurinn úr hópi stjórnarsinna deildarinnar er Stefán Valgeirsson, oddviti Sam- taka um jafnrétti og félags- hyggju. Samtökin þinguðu um helgina og kom fram í sjónvarpsviðtali við Stefán í þinglok að fylgis- menn hans ælu í brjósti miklar efasemdir um húsbréf, því aðeins mætti taka þau í notkun að eldra húsnæðiskerfi yrði rekið sam- hliða. Þjóðviljinn innti Stefán eftir því í gær hvað hann hefði helst útá húsbréfakerfið að setja og nefndi hann styttingu lánstíma, hækkun vaxta og óvissu um grundvöll útreiknings á vaxtabót- í BRENNIDEPLI um. Hinsvegar brá svo við að hann vildi ekki taka af skarið og lýsa yfir hvort hann hygðist leggj- ast gegn húsbréfum og átti hann fund með félagsmálaráðherra í gær við fimmta mann. Meint sinnaskipti stjórnarandstöðunnar Félagsmálaráðherra fór ekki í grafgötur um það eftir samkomu- lagið við framsóknarráðherrana að húsbréfin ættu erfitt uppdrátt- ar á alþingi nema stjórnarand- staðan legði þeim lið. Sjálf hefur Jóhanna Sigurðardóttir margoft skýrt frá því að fulltrúar 5 af 6 þingflokkum hafi mælt með hús- bréfunum í undirbúningsnefnd- inni sem samdi drögin og þegar við það bættust jákvæð viðbrögð málsvara Kvennalista og Sjálf- stæðisflokks við fyrstu umræðu um frumvarpið í neðri deild hefði ekki þurft frekari vitna við; málið hefði meirihlutafylgi á alþingi. Sinnaskipti stjórnarandstöðunn- ar, einkum og sér í lagi Sjálfstæð- ismanna, hefðu komið sér í opna skjöldu. Það er ljóst að sú frávísunartil- laga sem vofir yfir í félagsmála- nefnd neðri deildar er runnin undan rifjum allra stjórnarand- stöðuflokkanna, samantekin ráð um að koma í veg fyrir að hús- bréfafrumvarpið verði að lögum í vor. Þrjár útgáfur eru uppi á or- sökum þessa málatilbúnaðar stjórnarandstæðinga. Sú fyrsta er sú að andófsfimmmenningarnir úr stjórn Húsnæðisstofnunar hafi, róið í sínum mönnum og ýmist hert þá í andstöðunni eða talið þeim hughvarf. Þetta þykir þó fremur langsótt skýring. Útgáfa nr. 2 er úr herbúðum stjórnarsinna og á þá leið að stjórnarandstæðingar hyggist sæta færi, notfæra sér svardaga Jóhönnu Sigurðardóttur um að hún segi af sér ráðherradómi nái málið ekki fram að ganga í vor, sundra ríkisstjórninni og neyða hana í kosningar. Allir stjórnarfjendur sverja þó og sárt við leggja að þetta sé argasta fir- ra. Útgáfa nr. 3 er frá stjórnarand- stöðunni og náttúrlega sú að hús- bréfakerfið þurfi að skoða betur, margt sé enn óljóst um áhrif þess að verkan. Sumir segja jafnvel að málamiðlun Jóhönnu og Fram- sóknarmanna sé um eitthvað allt annað en húsbréfakerfi. En hver sem skýringin er þá er stjórnar- andstaðan staðráðin í því að bregða fæti fyrir frumvarpið nú í vor. Félagsmálanefnd neðri deildar Hinn eiginlegi vígvöllur átak- anna í þessu máli er félagsmála- nefnd neðri deildar alþingis. Þar hyggst annar fulltrúi Sjálfstæðis- manna, Geir Haarde, leggja fram tillögu um að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar til frekari umfjöllunar. Hlynntir frávísun eru auk hans Eggert Haukdal, Kristín Einarsdóttir og Alexand- er Stefánsson. En andvígir Jón Kristjánsson, Guðrún Helga- dóttir og formaðurinn Jón Sæ- mundur Stefánsson. Nefndin hefur frestað umfjöll- un um húsbréf um óákveðinn tíma. Hún þingaði í gærmorgun og kastaðist þá í kekki með fullt- rúum um frávísun, átaldi Guðrún Helgadóttir stjórnarandstæðinga harðlega fyrir ístöðuleysi og hentistefnu í húsbréfamálinu. Hvað gerir Steingrímur? Þetta vandræðamál hlýtur að verða leitt til lykta á næstu dögum með einhverskonar samkomulagi deiluaðila eða því að „annarhvor lúffar“ einsog einn ráðherra komst að orði í gær. Fél- agsmálaráðherra var svartsýnn í gær og sagði að málið stæði enn klossfast. En annar var uppi hjá Steingrími Hermannssyni forsæt- isráðherra þegar Þjóðviljinn kom að máli við hann á spretthlaupi um ranghala alþingis: „Þetta reddast.“ ks ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.