Þjóðviljinn - 25.04.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 25.04.1989, Blaðsíða 11
LJÓSVAKINN I DAG Blendin og óblandin ánægja Ingibjörg Haraldsdóttir Hemmi Gunn á miðvikudags- kvöldið. Hótaði að vísu að koma aftur seinna, en í bili erum við laus við þessa þætti hans sem yfir 70% þjóðarinnar ku hafa horft á sér til vonandi blendinnar ánægju í vetur. Ef ánægjan var óblandin er eitthvað að, annaðhvort mér eða þjóðinni. Umfram allt eigum við ekki að vera neikvæð, segir Hemmi Gunn. En ég heimta að fá að vera neikvæð. Það sem ég hef séð af þáttum Hemma Gunn í vetur hef- ur að mestu leyti verið illa unnin, andlaus lágkúra. Auðvitað á af- þreying rétt á sér. En áhorfendur eiga líka rétt á að sú afþreying sé vel unnin. Laddi er frábær gam- anleikari, en það þarf einhver að skrifa fyrir hann texta. Hallæris- legar ambögur og vandræða- gangur er yfirleitt ekkert fynd- inn, þótt Hemmi Gunn haldi það. Þessvegna er ekkert víst að beinar útsendingar séu alltaf rétt- lætanlegar. Að minnsta kosti þarf að undirbúa þær betur en hér er gert. Innbyggð sjálfsgagnrýni Eitt af því sem gerir sjónvarpið að merkiíegu fyrirbæri er að það er búið innbyggðri sjálfsgagnrýni sem dregur tennurnar úr utanað- komandi gagnrýnendum. Lítum t.d. á Spaugstofuna - Randver Þorláksson tók af mér ómakið á laugardaginn var þegar hann sýndi okkur Hemma Gunn í spaugilegu ljósi. Annað dæmi var Mannlegi þátturinn hans Egils Helgasonar á sunnudagskvöldið. Þar var fjallað um fréttamálfar fjölmiðla. Stórmerkur þáttur, fannst mér, og vonandi að hann hafi einhver áhrif á þá sem hlut eiga að máli. Eitt af mörgu sem vel var sagt í Mannlegum þætti var að frétta- menn ættu að vera „kurteislega aðgangaharðir“ við stjórnmála- menn og aðra sem þeir þyrftu að leita upplýsinga hjá, spyrja þá út úr á venjulegu mannamáli og krefjast svara í sama dúr. Spyrja hreinlega „hvað áttu við með því? Hvað þýðir þetta orð?“ Fólkið sem hlustar og horfir á fréttirnar á nefnilega heimtingu á að skilja það sem sagt er. Einsog nú er rnálum háttað fara fréttirn- ar fyrir ofan garð og neðan hjá flestum nema litlum hópi innvígðra. Sumardagskrá Sumardagskrá sjónvarpsins var kynnt í vikunni sem leið. Það sem þar var kynnt er smám sam- an að líta dagsins Ijós - t.d. var fréttaþátturinn Hringsjá á dag- skrá í fyrsta sinn á laugardags- kvöldið. Ég varð fyrir svolitlum vonbrigðum með þann þátt. Vonandi á hann eftir að lagast. En satt að segja bjóst ég við ein- hverju öðru en þessu þreytandi flokkspólitíska þrasi um það sem „efst er á baugi“ - hvort stjórnin falli eða standi, hvernig kaupin gerist á eyrinni, hvort Steingrím- ur hafi nú gleymt einhverju... Þátturinn var eins hefðbundinn og nokkur þáttur getur verið - maður tekur eitt stykki vinstri- mann og eitt stykki hægrimann, bætir við vinsælum fjölmiðlagaur og lætur þá karpa í smástund. Búið. Ef þeir ætla að halda þessu formi áfram vil ég a.m.k. mælast til að svosem ein kvenmannsdula verði höfð með næst, til til- breytingar. Ennfremur að athug- að verði hvort ekki hafi gerst eitthvað fréttnæmt í menning- armálum þjóðarinnar. Ég hef orðið áþreifanlega vör við það upp á síðkastið og ég er ekki ein um að vera orðin hundleið á at- vinnulífinu og peningunum. Annar nýr þáttur hóf göngu sína á laugardagskvöldið - Fólkið í landinu. Að vísu sé ég ekki neinn mun á þessum þætti og undanfara hans, Manni vikunn- ar, en það er aukaatriði. Viðtal Sigrúnar Stefánsdóttur við Guð- rúnu Ólafsdóttur var stórfróðlegt og skemmtilegt, kryddað með bútum úr kvikmyndum föður Guðrúnar, Ólafs kristniboða, frá Kína, en þær myndir voru teknar fyrir seinni heimsstyrjöld og hafa mikið heimildargildi einsog nærri má geta. Stríðsleikur Albert nokkur Jónsson er stjórnandi þáttaraðar í Sjónvarp- inu sem hann nefnir Island og umheimurinn. Því miður horfði ég ekki á fyrsta þáttinn, en á sumardaginn fyrsta var sýndur þáttur númer tvö og hét Herfræð- in og hafið. Við fyrstu sýn var þessi þáttur ómengaður áróðurs- þáttur fyrir Nató. Þegar betur er að gáð má þó ef til vill segja að hann hafi verið mislukkaður á- róðursþáttur. Hann var að vísu óvenjulega vandaður og bar lítil merki þess að vera framleiddur af fátækri sjónvarpsstöð, a.m.k. hlýtur að hafa fylgt þessu tals- verður ferðakostnaður því að umsjónarmaður þáttarins var á þönum út um allar jarðir að sýna okkur ummerki heimsstyrjalda og fleira slíkt. Albert er afskaplega ábúðar- fullur ungur maður og leggur augsýnilega mikið kapp á að vera traustvekjandi. Hann talar ekki um stríðsleik í Norðurhöfum, ónei, herfræði skal það heita. Fær til liðs við sig prófessora og her- pótintáta úr austri og vestri, tekur stutt viðtal við Svavar Gestsson og leyfir kröfu her- stöðvaandstæðinga ísland úr Nató herinn burt að hljóma í sek- úndu eða svo. Af hverju mislukkast áróður- inn? Ég er ekki alveg viss um að svo hafi verið, en skyldi ekki ein- hverjum hafa brugðið við að sjá inn í þennan skuggalega heim Al- berts og félaga, þar sem ísland er bara haglega staðsett eyja fyrir flugvélar og kafbáta að athafna sig á og við? J afnvel fj ölmiðlarýni Moggans varð nóg um, sýndist mér. Satt að segja held ég að þátt- urinn hafi leittt í ljós svo varla verður betur gert hvílíkar ógöngur við erum komin í með því að flækjast í vígbúnaðarnet Nató þar sem við sitjum kyrfilega föst og getum engin áhrif haft á gang mála. Eða halda menn að einhver fari að hlusta á íslend- inga, biðja þá um leyfi til að nota þessar fínu græjur sem hér hefur verið komið upp til að lemja á Rússum? Albert Jónsson kvað endan- lega í kútinn þá staðhæfingu að „varnarliðið" á Miðnesheiði sé hér til að verja ísland og íslend- inga. Þarna fékkst það staðfest, svart á hvítu, að hernaðarbrölt Nató og Bandaríkjamanna á og við ísland er eingöngu þeirra mál, þeirra brjálaði stríðsleikur, einsog herstöðvaandstæðingar hafa auðvitað margoft bent á í gegnuni árin. Mörgum spurningum er þó ósvarað enn og nú ætti Sjónvarp- ið að taka á sig rögg, framfylgja sinni frægu „hlutleysisstefnu“ og fela einhverjum herstöðvaand- stæðingi að gera þátt um hina hliðina á málinu, til þess að bæði sjónarmiðin komi fram. í þeim þætti yrði fjallað um fjörutíu ára baráttu gegn hernum, þar yrði rætt við frammámenn úr röðum herstöðvaandstæðinga um rökin gegn veru Bandaríkjahers hér á landi og þróun þessara mála sýnd frá sjónarhóli þeirra sem ekki líta á ísland sem ósökkvandi flug- vélamóðurskip. Matador in memoriam Nú skreppur maður ekki oftar til Korsbæk á sunnudagskvöld- um. Áreiðanlega er mörgum eft- irsjón í Matador-þáttunum og seint verður komið með aðra slíka þáttaröð að fylla í skarðið. Betri sápuóperu er ekki hægt að hugsa sér og reyndar vafamál hvort nota beri svo óvirðulegt orð um þennan framhaldsmynda- flokk þótt hann sé byggður upp samkvæmt formúlunni. Vér kvökum og þökkum. Ábúðarmiklir umsjónarmenn nýrrar Hringsjár. En varekkertfréttnæmt í menningarlífinu? þJÓÐVILJINN FYRIR50ÁRUM Ætlar Chamberlain ennþá að rétta Hitler hönd til samninga þrátt fyrir allt? Sendiherrar Breta og Frakka farnir aftur til Berlínar. Verkalýðsfélögin skilja hvert af öðru viðÁlþ.samb. Undirbúning- ur 1. maí hátíðahaldanna gengur hið bezta. Tregur af li en sæmilegar gæftir síðastliðnaviku. 25.APRÍL þriðjudagur í fyrstu viku sumars, fimmti dagur hörpu, 115. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 5.21 en sest kl. 21.33. T ungl minnkandi á þriðja kvartili. VIÐBURÐIR Gangdagurinn eini. Eldgos við Hrafnabjörg 1913. APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúða vikuna 21 .-27. apríl er í Ingólfs Apóteki og Laugarnesapóteki. Fyrrnefnda apótekið eropið um helgar og annast næturvörslu alladaga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnef nda apótekiö er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur...............sími 4 12 00 Seltj.nes...............sími 1 84 55 Hafnarfj................sími 5 11 66 Garðabær................sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabilar: Reykjavík...............simi 1 11 00 Kópavogur...............sími 1 11 00 Seltj.nes...............sími 1 11 00 Hafnarfj................sími 5 11 00 Garðabær................sími 5 11 00 L/EKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, simaráðleggingar og tima- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspitalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnartjörður: Dagvakt, Heilsugæslan simi 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt8-17áLæknamiö- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspitalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftirsamkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala:virkadaga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðinvið Barónsstíg ópin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeíid: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spitalinn:alladaga 15-16og 18.30-19. Sjúkrahúsið Akureyri: alla daga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúsið DAGBÓK Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alladaga 15.30-16og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavik: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opiö allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Simi 687075. MS-félagiðÁlandi 13. Opiðvirkadagafrá kl. 10-14. Sími 688800. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunariræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin ’78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Félag eldri borgara. Opið hús í Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga ogsunnudagakl. 14.00. Bilanavakt (raf magns- og hitaveitu: s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Simi 21260allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opiö hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið i síma 91 - 22400 allavirkadaga. GENGIÐ 24. apríl 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar.......... 52,51000 Sterlingspund............. 90,01500 Kanadadollar.............. 44,21700 Dönsk króna................ 7,30320 Norskkróna................. 7,81050 Sænskkróna................. 8,33100 Finnsktmark............... 12,69280 Franskurfranki............. 8,38010 Belgískur f ranki....... 1,35700 Svissn.franki............. 32,19790 Holl. gyllini............. 25,17800 V.-þýsktmark.............. 28,41680 Itölsklíra................. 0,03869 Austurr. sch............... 4,03690 Portúg. escudo............. 0,34260 Spánskur peseti............ 0,45640 Japanskt yen............... 0,40031 Irsktpund................. 75,76900 KROSSGÁTA Lárétt: 1 spil4ílát8 I Rlóttuna Q kinnknrn 11 I 1 2 3 4 B 3 guöi 12 sífellt 14 að 15 vinnusöm 17 lykkja 19 gröm21 borðuðu22 þefa24enduðu25 hrúga Lóðrétt: 1 staka2köld 3gengur4hanski5 hjálp 6 kvenmannsnafn 7fyndin 10jurt13 skelin16glúrin17andi 18 einnig 20 kveikur 23 samtök Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 gust4skók8 túlkaði9óskar11 alin 12angist 14 nn 15nets 17skæni 19tær21 eik 22 nart 24 frið 25fáti Lóðrétt: 1 gróa 2 stag 3túrinn4skatt5kal6 Óðin7kinnar10sníkir • 1 i 9 ÍÍS 11 Í2 13 □ 14 18 r^i L J L. J 19 20 iV 22 23 24 r: 29 1 13sein 16strá 17sef 18æki 20ætt23af Þriðjudagur 25. apri'11989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.