Þjóðviljinn - 26.04.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.04.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Bókmenntir Ekki sú fyrsta af þrjátíu Nýr höfundur, Heiður Baldursdóttir, hlaut íslensku barnabókaverð- launin I voru afhent í gær í fjórða sinn. Þau hlaut í ár Heiður Baldursdótt- ir, þrítugur kennari þroskaheftra við Safamýrarskólann, fyrir ævintýrabókina Álagadalinn. I dómnefnd sátu Sigrún Klara Hannesdóttir frá Barnabókaráði, Ragnar Gíslason frá forlaginu Vöku-Helgafelli sem gefur bókina út, Ármann Kr. Einarsson sem er aðili og hvatamaður að sjóðnum, Jón Freyr Þórarinsson frá Sumargjöf og Anna Sigurðar- dóttir nemandi í Öldutúnsskóla fyrir hönd lesenda. Svo vill til að nýr höfundur hef- ur hlotið þessi verðlaun í öll skiptin. Þó eru þeim engin skil- yrði sett sem senda handrit til sjóðsins. í ár bárust 23 handrit, en árið 1986 þegar þau voru veitt í fyrsta sinn, komu 80. „Þá fannst okkur að margir hefðu farið í skúffur sínar og dregið upp gömul handrit,“ sagði Sigrún Klara; „nú skrifar fólk frekar beint fyrir þessa samkeppni." Heiður Baldursdóttir sagði að Álagadalurinn hefði verið í smíð- um í tvö til þrjú ár. Börnin henn- ar hefðu lesið söguna jafnóðum og gefið margar góðar ábending- ar. En var þetta það fyrsta sem hún skrifaði af þessu tagi? „Ég skrifaði sögur þegar ég var stelpa en í menntaskóla eiga nemendur að skrifa heimildarit- gerðir en ekki skáldskap og ég hætti alveg í langan tíma.“ Hvað lastu sjálf þegar þú varst lítil? „Þá lá ég í þjóðsögum Jóns Árnasonar og spennubókum. Ég tók á safninu einmitt bækur með svona ævintýralegum titlum og mig langar til að börn vilji fá bók- ina mína lánaða, að bókarheitið laði þau að sér. Ég var ekki menningarleg í bókavali, uppá- haldið mitt var Bob Moran sem ég skil ekki núna. Ég greip í hann um daginn og fannst hann aga- legur! En ég held að ég skilji hvers vegna krakkar eru sólgnir í þessar bækur á tímabili. Þetta eru oft fyrstu stóru bækurnar sem þau lesa. Þau hafa verið að lesa stuttar sögur og þegar þau byrja að lesa „alvörubækur“ sækja þau í að taka sama flokkinn aftur og aftur. Það gefur þeim öryggi. Þetta er ákveðið stig í að læra að lesa, og auk þess sækjast böm eftir spennu." Álagadalurinn er þá upphaf á bókaflokki? „Ég ætla ekki að skrifa þrjátíu bækur um þessar persónur, en mér hefur dottið í hug að skrifa aðra.“ SA Heiður Baldursdóttir með börnum sínum. Mynd Jim Smart Pýsk-íslenska Ollum kröfum vísaö fra Ríkisskattanefnd, sem er nokk- urs konar hæstiréttur í skatt- Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl: Mun verjast innheimtufyrir rétti. Garðar Valdimarsson: Skuld Þýsk-íslenska stendur óhögguð vegna vanreifunar. í niðurstöðu ríkisskattanefndar segir að ríkis- akerfinu hefur vísað frá kærum Þýsk-íslenska og ríkisskattstjóra UMFÍ Landhreinsun í sumar Ungmennafélagshreyfingin hef- ur ákveðið að nota samtaka- mátt sinn til að hreinsa almenni- lega til við þjóðvegakerfi lands- manna í sumar. Ráðgert er að ganga meðfram 5000 km. vegak- afla og tína upp allt að 100 tonn af rusli. - Okkur finnst þetta vera brýnt verkefni og full ástæða til að hreinsa til, segir Jóhanna Le- opoldsdóttir sem hefur unnið að undirbúningi þessa mikla hreins- unarátaks á vegum Ungmennafé- lagsins. Að sögn Jóhönnu er reiknað með að allt að 8000 félagar í hreyfingunni taki höndum saman en hreinsað verður helgina 10,- 11. júní. Hvert félag mun sjá um tiltektina á sínu svæði og vænst er þátttöku sem flestra landsmanna og leitað verður eftir samstarfi við ýmsa aðila s.s. sveitarfélögin. - Það er mikill áhugi fyrir þessu verkefni í Ungmennafélög- unum og við eigum sannarlega von á góðri þátttöku og mikilli landhreinsun í sumar, sagði Jó- hanna. _|g. skattstjóri hefði átt að láta skatt- rannsóknarstjóra framkvæma nýja skattrannsókn á skattfram- tali Þýsk-íslenska frá 1985 eða krefja skattrannsóknarstjóra um rannsóknarskýrslu hans á skatt- aframtali Þýsk-íslenska áður en hann endurákvarðaði gjöld Þýsk- íslenska. Þetta hafi ekki verið gert og því er málinu vísað frá. Telja kunnugir að ríkisskatt- stjóri hafi valið ranga leið í þessu máli. í stað þessa að leggja á fyr- irtækið á grundvelli mjög vara- hugaverðs bókhalds, hefði verið réttara að áætla skatta á fyrirtæk- ið. Ríkisskattanefnd fellir þó ekki niður áður álögð gjöld ákveðin af ríkisskattstjóra á Þýsk-íslenska, en það er í höndum Gjald- heimtunnar að innheimta þær 45 miljónir sem á voru lagðar, auk 20 miljóna í dráttarvexti. Þýsk- íslenska kærði hins vegar væntan- lega innheimtu Gjaldheimtunnar til borgarfógeta og mun málið verða tekið þar fyrir þann 18. maí. Niðurstaða ríkisskattanefndar er talið áfall fyrir ríkisskattstjóra og kvaðst Jón Steinar Gunn- laugsson hrl. verjandi Þýsk- íslenska munu verjast „með kjafti og klóm“ fyrir borgarfóg- eta og beita fyrir sig úrskurði ríkisskattanefndar. „Ríkisskatta- nefnd hefur úrskurðað auka- álagningu ríkisskattstjóra ólög- lega og kippt grundvellinum undan skattlagningunni á þeim grundvelli,“ sagði Jón Steinar í samtali við Þjóðviljann í gær. Guðmundur Vignir Jósefsson, Gjaldheimtustjóri sagði að Gjaldheimtan gæti ekki annað en haldið áfram innheimtu sinni á skattaskuld Þýsk-íslenska, það væri þeim skylt. „En ég skal ekki segja um hvernig málið fer fyrir borgarfógeta, það verður að koma í ljós.“ Garðar Valdimarsson, núver- andi skattrannsóknarstjóri sagð- ist ekki vilja tjá sig um forsendur dómsins, en benti á að ríkis- skattanefnd hefði ekki fellt niður áður ákveðna álagningu ríkis- skattstjóra. Hún væri áfram til innheimtu. Um væntanlega niðurstöðu málsins hjá Borgar- fótgeta vildi hann ekki spá, málið væri ekki í hans höndum lengur. Garðar var á sínum tíma skatt- rannsóknarstjóri þegar meint skattsvik Þýsk-íslenska komu fram í dagsljósið en gerðist síðar ríkisskattstjóri skömmu eftir að málinu var vísað þangað. Vék hann því sæti og sérstakur ríkis- skattstjóri var skipaður, Sig- mundur Stefánsson núverandi skattstjóri í Reykjanesumdæmi. -phh Heræfingum mótmælt Alþýðubandalagið í uppsveitum Árnessýslu hefur mótmælt harð- lega fyrirhuguðum heræfingum Bandaríkjahers á Miðnesheiði í sumar. Ér lýst fullri ábyrgð á hendur utanríkisráðherra fyrir að ögra íslenskri alþýðu með því að leyfa ósómann. Þá vekur stjórn félagsins athygli á því að á hverju hausti stundi bandarískar her- flugvélar lágflugsæfingar yfir afr- éttarlöndum uppsveitarmanna. Æfingar þessar nái einatt niður undir byggð með tilheyrandi eldsneytistöku á flugi. Þessi svæði teljist ekki til svokallaðra „varnarsvæða“ og er því beint til utanríkisráðherra að hann láti kanna hvað hér sé á ferðinni og með hverra leyfi. 2,1% hækkun byggingavísitölu Vísitala byggingakostnaðar hækkaði um 2,1% í mánuðinum. Helstu ástæður eru 3,3% hækkun á steypu og 6,8% hækkun á sem- enti sem ollu 0,3% hækkun vísi- tölunnar og verðhækkanir ýmissa annarra liða ollu tæplega 1% hækkun vísitölunnar. Síðustu 12 mánuði hefur byggingarvísitalan hækkað um 25,5% en síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 7,3% sem samsvarar 32,8% árshækkun. Sunnlenska atvinnustefnu 10. þing Alþýðusambands Suður- lands sem haldið var í Vík í Mýr- dal á dögunum skorar á sunnlenskar sveitarstjórnir, at- vinnurekendur á Suðurlandi og ríkisvaldið, og þar með talið þingmenn Suðurlandskjördæm- is, að taka höndum saman við sambandið um mótun sunn- lenskrar atvinnustefnu til eflingar og framfara sunnlenskra byggða. Atvinnuástand hefur verið mjög slæmt víða á Suðurlandi undan- farin misseri og í einstaka byggðalögum hefur verið viðvar- andi atvinnuleysi um langt skeið. Þá samþykkti þingið einnig álykt- un þar sem fyrirhuguðum heræf- ingum Bandaríkjahers hérlendis í sumar er mótmælt. 85% í flugmalastjorn Talningu lauk á mánudag í Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins um samninga BSRB og voru þeir samþykktir með um 85% at- kvæða. 61 sagði já, 9 nei, auðir seðlar voru 2 og atkvæði greiddu því 72 af 128 á kjörskrá. Þessi úrslit eru hlutfallslega nánast samhljóða niðurstöðum í hinum samningafélögunum tíu frá því fyrir helgi. Þegar allt er lagt sam- an hafa 6.812 greitt atkvæði af 10.194 á kjörskrá í félögunum el- lefu (66,8%), 5711 sagt já (83,8%), 969 nei (14,2%, 132 skilað auðu eða gert ógilt (1,9%). Reyklaus framtíð Krabbameinsfélag Reykjavíkur stendur fyrir undirbúningsfundi samtakanna S.A. (smokers an- onymous). á morgun fimmtudag. Samtök þessi munu starfa í anda A.A. hreyfingarinnar með það að markmiði að styðja fólk í þeirri viðleitni að halda sig frá tóbaki eftir að það hættir að reykja. Undirbúningsfundurinn verður haldinn í húsakynnum Krabbameinsfélagsins að Skóg- arhlíð 8 í Reykjavík og hefst kl. 20.00 á fimmtudagskvöld. Árleg tón- listarverðlaun Menntamálaráðherrar Norður- landanna hafa ákveðið að Tón- listarverðlaun Norðurlandaráðs sem hingað til hafa verið veitt annað hvert ár, verði hér eftir veitt árlega. Þetta var samþykkt á fundi ráðherranna sem haldinn var í Kaupmannahöfn fyrr í þess- um mánuði. Svavar Gestsson stýrði þessum fundi ráðherranna en hann gegnir nú formennsku í ráðherranefnd menntamála. Sumartíð í Stjórnarráðinu Sumartími tekur gildi í Stjórnar- ráðinu frá og með 1. maí nk. Þá verða skrifstofur kerfisins opnað- ar kl. 8 á morgnana í stað 9 og opið til kl. 16 í stað 17 alla virka daga fram til loka september. Skógræktina út land Skógræktarfélag Rangæinga hef- ur fagnað þeim hugmyndum sem uppi eru um að flytja aðalstöðvar Skógræktar ríkisins út á land. Telur félagið að Suðurland sé vænlegasti kosturinn fyrir aðal- stöðvar Skógræktarinnar en um 2/3 hluta besta skógræktarlands á landinu sé að finna í uppsveitum Suðurlands og þar séu fyrir höf- uðstöðvar Landgræðslu ríkisins. Doktor í lífeðlisfræði Guðmundur Jóhann Arason varði fyrr í vetur doktorsritgerð í lífeðlisfræði við Lundúna- háskóla. Guðmundur fæddist á Fagurhólsmýri í Öræfum 1954 en fluttist síðar til Reykjavíkur. Hann lauk námi frá HÍ í líffærði árið 1979 og stundaði síðan fram- haldsnám við Bedford College í London. Hann starfarnú á Rann- sóknastofu í ónæmisfræði við Landspítalann. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 26. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.