Þjóðviljinn - 26.04.1989, Page 3

Þjóðviljinn - 26.04.1989, Page 3
FRETTIR Bensínverð Verðsprenging í Rotterdam 61% verðhœkkunfrá 1. febrúar. Bensínverð hér á landi á eftir að hœkka á nœstunni Verð á bensíni á olíumarkaðn- um í Rotterdam hefur hækk- að úr 182 bandaríkjadölum tonn- ið 1. febrúar s.l. í 290 dollara nú í apríllok. Hækkunin nemur 61% og er meiri en menn muna síðan í olíukreppunni miklu. Verð á gas- olíu hefur hækkað á sama tíma úr 145 dollurum tonnið í 164, og þot- Blóðbankinn Ástandið fer versnandi Að óbreyttu ástandi verður neyðarsími Blóðbankans fluttur í heilbrigðisráðuneytið kl. 9.00 í fyrramálið og ráðuneytinu látið eftir að skipuleggja neyðarþjón- ustu hans. Fram til þessa hafa náttúrufræðingar á vakt sjálfir af- greitt undanþágubeiðnir vegna neyðartilvika, en þeir vilja ekki sjá um það lengur. Ástandið er nú orðið þannig að erfitt getur verið að ná í menn á vakt ef óvænt slys ber að höndum. SA ubensíni úr 172 dollurum í 191 dollara. Hörður Helgason hjá Olíu- verslun íslands sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að ekki væri fullkomlega ljóst hvað orsakað hefði þessa miklu verðspreng- ingu á bensíni, sem væri óvenju- leg að því leyti, að yfirleitt væru verðbreytingar á olíuvörum sam- stíga. Hins vegar mætti segja að hér væri um ýmsar samverkandi orsakir að ræða. Olíuslysið í Al- aska hefði hækkað bensínverð í Bandaríkjunum og aukið á olíusölu frá Evrópu þangað. Þá hefði nýverið orði sprenging á ol- íupalli í Norðursjó, sem hefði stöðvað olíuvinnslu. Þá fer nú í hönd sumarleyfistími þegar bens- ínneysla eykst verulega, og það hefur áhrif á eftirspurnina. Hörð- ur sagði að menn byggjust við því að þessi mikla verðhækkun myndi ganga til baka á næstu 2 mánuðum, en óhjákvæmilega yrði bensínverð hér á landi að hækka á næstu vikum af þessum sökum. Hörður sagði jafnframt að nú væri verð á bensíni hér á landi lægra en í mörgum Evrópu- löndum. -ólg Siglufjörður Heimamenn stofna hlutafélag Vilja kaupa þrotabú Sigló-síldar. Breytirengu fyrir okkur, segirframkvœmdastjóri Sigluness hf Fyrir helgina stofnuðu heima- menn á Siglufirði fyrirtækið Sunnu hf., sem ætlað er það verk- efni að kaupa og reka þrotabú Sigló hf. eftir að leigusamningur skiptaráðanda við fyrrverandi Húsbréf Samkomulag í nánd Samkomulag er í sjónmáli í deilum um húsbréf. Nú er ráðgert að lögfesta húsbréfin, nota sumarið til að velta fyrir sér á- greiningi og hefja ekki fram- kvæmd laganna fyrr en í nóvem- ber. Miklu skiptir um þetta sam- komulag að Kvennalistinn mun hafa látið af andstöðu við það. Jóhanna Sigurðardóttir segist sætta sig vel við þessa tilhögun. ___________________SA Benedikt fær ekki biðlaunin Beiðni Benedikts Gröndal, fyrrum formanns Alþýðuflokks- ins um biðlaun alþingismanna hefur verið hafnað. Friðrik Ól- afsson, skrifstofustjóri Alþingis sagði í gær að biðlaunakrafa fyrndist á fjórum árum og því yrðu þau ekki greidd í þessu til- elli. Um sjö ár eru síðan Benedikt hætti þingmennsku og gerðist sendiherra. phh eigendur Sigló hf. rennur út eftir 7 mánuði. En sem kunnugt er stofnuðu þeir fyrirtækið Siglunes hf. tveim dögum áður en Sigló hf. varð gjaldþrota. Fyrri eigendur Sigló hf. eru jafnframt eigendur Marbakka hf. í Kópavogi, og töidu heimamenn á Siglufirði, sem jafnframt eiga stórar kröfur í þrotabú Sigló hf., að skiptaráðandi hefði gengið fram hjá þeim með því að leigja fyrrverandi eigendum þrotabúið án nokkurs útboðs. Því hafa heimamenn nú stofnað sérstakt fyrirtæki sem ætlað er að bjóða í þrotabúið þegar leigusamningur- inn við Siglunes hf. rennur út eftir 7 mánuði. Aðstandendur hins nýja fyrirtækis heimamanna, sem heitir Sunna hf., eru Siglufjarðar- bær, rafveitan, Verkalýðsfélagið Vaka, Þormóður rammi hf.,Eg- ilssfld og allir þjónustuaðilar skipa og útgerðar á Siglufirði. Guðmundur Skarphéðinsson framkvæmdastjóri Sigluness hf., sem nú rekur þrotabú Sigló hf., sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að stofnun þessa nýja félags breytti engu um áform Sigluness um rekstur á Siglufirði. Sunnu hf. væri frjálst að bjóða í þrotabúið þegar til uppboðs kæmi. Hins vegar sagði Guðmundur að nei- kvæður fréttaflutningur undan- farið af þessu gjaldþrotamáli kæmi illa við rekstur Sigluness hf. þar sem fjölmiðlar hefðu reynt að sverta fyrirtækið í augum al- mennings. Stjórnarformaður í hinu nýja fyrirtæki Siglfirðinga, Sunnu hf., er Sigurður Fanndal verslunar- maður. -ólg. Öll aðstaða til þess að skipuleggja heilstætt, sveigjanlegt og lifandi skólastarf yrði betri í einsetnum skóla. Myndin er tekin í Hvassaleitisskóla. Einsetinn skóli Fimm ára áætlun Ef stefnt yrði markvisst að því á næstu fimm árum að fjölga stofum í skólum til þess að þeir yrðu einsetnir árið 1995 þarf að bæta 50-80 miljónum króna ár- lega við það framlag sem nú er ætlað til skólabygginga á fjár- lögum, en það eru 385 miljónir. Þessi upphæð miðar við það að bætt sé við 464-632 stofum í skólum landsins svo því mark- miði megi ná að hægt sé að ein- setja skólana. Þetta kemur fram í skýrslu sem Jón Torfi Jónsson dósent í HÍ hefur unnið á vegum vinnuhóps sem Svavar Gestsson mennta- málaráðherra skipaði um leng- ingu skóladags og einsetinn skóla. Með honum í vinnuhópn- um voru Gerður G. Óskarsdótt- ir, ráðunautur menntamálaráð- herra um uppeldis og skólamál og Guðrún Ágústsdóttir aðstoðar- maður menntamálaráðherra. Einsetinn skóli hefur í mörg ár verið efst á óskalistum þeirra sem láta sig skólamál einhverju varða og kemur þar margt til. Sé skóli einsetinn geta allir nemendur verið á venjulegum vinnutíma í skólanum og þá væri hægt að skapa mun betri aðstæður en nú fyrir þroska þeirra, uppeldi og nám. „Samfella, regla og festa mundi einkenna vinnutíma nem- endanna. Þessi skipan er eftir- sóknarverð fyrir mörg heimili og öll aðstaða til þess að skipuleggja heilstætt, sveigjanlegt og lifandi skólastarf yrði mun betri en nú er,“ segir m.a. í skýrslunni. Skýrsluhöfundur tínir margt til sem rökstuðning við því að grunnskólinn yrði einsetinn. Skólatími lengist og svigrúm skapast til þess að laga kennsluna að hverjum nemanda fyrir sig hvað varðar sérstaka aðstoð eða sérstök áhugamál og þannig mætti spara töluverða peninga í sérkennslu, sem nú er greitt sér- staklega fyrir, því hún yrði í auknum mæli í höndum bekkjar- kennara. Þá bendir hann á að aðstaða margra foreldra muni gjör- breytast ef grunnskólar verða einsetnir þar sem þriðjungur landsmanna á aldrinum 16-75 ára eigi börn innan 12 ára aldurs en á 61% heimila vinna báðir foreldr- ar úti og á 8% heimila í landinu vinnur einstætt foreldri úti. Vantar um 500 stofur Menntamálaráðuneytið stóð fyrir könnun í öllum fræðsluhér- uðum landsins til þess að fá hug- mynd um hver margar stofur vantar í skóla landsins svo hægt sé að einsetja þá. í vor reyndust 42.312 nemend- ur skráðir í almennan grunn- skóla, þar með taldir forskóla- nemendur. Fjöldi bekkjadeilda er 2.264 og því að meðaltali 19 nemendur í hverjum bekk. í BRENNIDEPLI í könnuninni var spurt um fjölda kennslustofa sem notaðar eru til almennrar kennslu og reyndust þær vera 1.591. Auk þess eru 499 kennslustofur notað- ar fyrir verk- og listgreinar. Ýmsar leiðir eru til þess að áætla hversu margar stofur vant- ar til þess að hægt sé að einsetja alla skóla. Ein er sú að ganga út frá hugmyndum skólastjórnenda og samkvæmt því vantar 696 stof- ur í öllu landinu, þar af 216 í Reykjavík og 182 í Reykjanesi. Fæstar stofur vantar á Vestfjörð- urm eða 34. Önnur leið er að reikna mun- inn á fjölda almennra stofa og fjölda bekkjardeilda og vantar þá 673 stofur til að hægt sé að ein- setja skóla. Sé athugað hversu margar stofur eru tvísetnar kem- Skýrsla um lengingu skóladags og einsetningu grunnskóla. Vantar um 500 stofur til að einsetja skóla á nœstu fimmárum. Vantar bara herslumun til þess að fjárveitingar nœgi til þess ur í ljós að þær eru 656 talsins. Eitt sem taka þarf tillit til þegar svona áætlun er gerð er mann- fjöldaspá Hagstofunnar, en þar kemur fram að nemendum mun fækka eftir því sem árin líða. Hagstofan lét gera slíka spá árið 1985. Miðað við hana má gera ráð fyrir að árið 1995 þurfi um 64 færri kennslustofur en í dag til þess að ná því markmiði að ein- setja skólana og að árið 2000 verði bekkir 305 færri en nú. Niðurstaða skýrsluhöfundar er sú að miðað við fjölda kennslu- stofa í ár muni í mesta lagi vanta 632 stofur skólaárið 1995-1996 og að minnsta kosti 467 stofur. Skólaárið þar á undan þarf a.m.k 526 stofur ef einsetja á skóla innan fjögurra ára frá og með deginum í dag. Vantar ekki mikið á í útreikningum Jóns Torfa er miðað við að hver skólastofa kosti um 4,5 miljónir króna og er þar miðað við staðla mennta- málaráðuneytisins. Jón Torfi bendir þó á að fulltrúum sveitarfélaga þyki þessi upphæð lág og telji kostnaðinn við hverja stofu mun hærri. í Reykjavík er kostnaðurinn við stofu reiknaður ' 6-7 miljónir króna. Á fjárlögum fyrir árið í ár er 385 miljónum ætlað til skóla- bygginga. Töluverður hluti þess fer til íþróttamannvirkja en sam- kvæmt fjárlögum virðist um 250 miljónum ætlað í ár í fjölgun stofa. Sveitarfélögin eiga svo að reiða fram jafn háa upphæð og ríkið, þannig að samtals má ætla að um 500 miljónir fari í að fjölga stofum í ár, þar af er miðað við að í Reykjavík verði 353 miljónum varið til skólabygginga í ár. Niðurstaða Jóns Torfa er sú að til að húsakostur leyfi einsetn- ingu þurfi um 50-80 miljónir til viðbótar fjárlögum og fram- lögum sveitarfélaga árlega næstu fimm árin, en þá er einungis mið- að við almennar stofur. Látum skýrsluhöfund eiga lok- aorð í þessum brennidepli: „Mið- að við þessar tölur og miðað við að einsetning komist á á 5 árum þarf því ekki miklu hærri upphæð en nú er lögð til skólabygginga. Vandinn er sá að svo virðist sem minna fari beinlínis til fjölgunar skólastofa en hér er gefið til kynna.“ Sáf ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.