Þjóðviljinn - 26.04.1989, Page 4

Þjóðviljinn - 26.04.1989, Page 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Húsnæðisklúðrið Jóhanna Sigurðardóttir hefur nú í nokkra daga barist fyrir póiitísku lífi sínu á þingi. Hún hefur tengt ráðherrastól sinn skilyrðislausri samþykkt húsbréfafrumvarpsins, en hafði þó ekki einusinni tryggt fylgi stjórnarþingmanna við stjórnar- frumvarpið og þannig - með orðum forsætisráðherra - af- hent stjórnarandstöðunni fallöxina. Og er mesta mildi fyrir Jóhönnu, Alþýðuflokkinn og ríkisstjórnina að stjórnarand- staðan skuli ekki þegar vera búin að láta öxarblaðið falla úr því ráðherrann var svo elskulegur að leggjast á höggstokk- inn. Þetta er alveg ótrúlega heimskuleg framkoma í pólitík. En þótt vinnubrögð Jóhönnu kringum húsbréfafrumvarpið séu einsog þau hafa verið er auðvelt að fallast á rök ráðherrans fyrir því að nú þegar þurfi að grípa til ráðstafana í almenna húsnæðiskerfinu, og þótt enn sé margt á huldu um húsbréf er erfitt að leggja trúnað á staðhæfingar andstæðinga þeirra um að himinninn muni falla ofaná Islendinga við þá tak- mörkuðu tilraun sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Það sem auðvitað skiptir mestu máli í þessum efnum er að kostur þeirra sem helst þurfa aðstoðar við húsakaup sé ekki skertur, - og takist með húsbréfakerfinu að auka svo- kallaða innri fjármögnun á íbúðamarkaði væri nokkuð unnið. Eitt er að koma upp sameiginlegum sjóði til að styrkja ungt fólk í íbúðarleit og hjálpa öðrum við að laga húsnæði sitt að aðstæðum. Annað er að skapa einskonar sjálfvirka opin- bera peningadælu sem hellir miljörðum á miljarða ofan til kaupa á sama húsnæðinu án þess nokkurt lát sjáist á. Þær breytingar sem verkalýðshreyfingin knúði fram á sín- um tíma á húsnæðiskerfinu voru að sjálfsögðu gerðar í góðri trú, og hefðu gengið betur ef mótaðilinn - ríkisstjórnin 1983- 87 og félagsmálaráðherra hennar, Alexander Stefánsson, hefðu staðið við sinn hluta. Góður hugur við samningsgerð forðum daga breytir ekki því að kerfið er nú orðið að einskonar Gróttakvörn sem krefst óhemjulegs fjármagns úr ríkissjóði án þess að séð verði nokkur verkalok, án þess að í nánd sé nokkurt jafnvægi við uppfyllingu þeirra þarfa sem knúðu stærstu samtök launafólks til samninganna á sínum tíma. Það er eðlilegt að reyna nýjar leiðir. Aftur er hætt við að húsbréfatilraunin fari á sama veg og átakið frá 1986 ef menn ætla nú að ana áfram á sama hátt og þá án þess að skilja hvar meginvandinn liggur í húsnæð- ismálum á íslandi. Vandinn felst nefnilega ekki út af fyrir sig í gamla kerfinu, og ekki heldur í nýja kerfinu, heldur í þeirri blindu sér- hagsmunaafla og pólitískra kreddukarla að hafa í áratugi staðið í vegi fyrir heilbrigðri uppbyggingu húsnæðis í félags- eign, sem geti staðið við hlið þess séreignakerfis sem menn hafa komið hér upp, raunar með ríkulegri félagslegri sam- hjálp, stundum við þá sem síst þurftu þess með. ~ Húsnæðisvandinn í almenna kerfinu væri annar og miklu viðráðanlegri ef félagslegar íbúðir væru hér til í þeim mæli að húsnæðisþörf lágtekjuhópa og sérstakra félagshópa ann- arra væri þar uppfyllt með sæmilegum hætti, - ef til væru valkostir við séreignina, til dæmis útbreitt búsetukerfi, leiguí- búðir með kostnaðarleigu og íbúðaröryggi, ef verkamanna- bústaðakerfið væri endurreist eða ummótað til að þjóna upphaflegum tilgangi. Væri þriðja hver ný íbúð byggð á félagslegum grunni mundi þrýstingur snarminnka á almenna kerfið og mögu- leikar skapast til að byggja raunverulega brú þar á milli þannig að fjölskyldurnar festi kaup á eigin íbúð þegar þær langartil og hafa efni á, og án þess að ríkið skófli út hundruð- um miljóna á mánuði hverjum. Ef menn ætla að halda áfram að vanrækja félagslegar íbúðarbyggingar verða sífelld vandræði í séreignakerfinu, og hætt við að hvert nýformið reki annað. Slík vanræksla er ávísun á framhald húsnæðisklúðursins, hvað sem húsbréf- unum líður. -m KLIPPT OG SKORIÐ Bjartar vonir vakna Þegar maður fletti blöðunum í gær var útkoman sú, að enginn stjórnmálamaður undi betur við sinn hlut en Júlíus Sólnes, for- maður Borgaraflokksins. Hann var að halda fund aðalstjórnar og þangað bárust inn úrsagnir úr flokknum, en hann sagði að menn hefðu haft um annað að hugsa en það grín og sópað þeim leiðindum til hliðar og undir mis- kunnsamt teppi gleymskunnar. „Samstaðan innan flokksins hef- ur farið fram úr björtustu von- um“ sagði hann. Sama dag kom það á daginn í skoðanakönnunum að Borgara- flokkurinn væri kominn niður fyrir eitt prósent í fylgi. Formað- ur flokksins lét það hvergi á sig fá, en horfði glaður og reifur til framtíðarinnar. Eigi skal haltur ganga. Glaður og reifur skyldi guma hver. Með öðrum orðum: hetjuskapurinn er ekki alveg dauður í pólitíkinni og er það vel. Af kokhreysti Einn af þeim sem voru að kvarta yfir sínum mönnum var efagjarn Sjálfstæðismaður í les- endabréfi íMorgunblaðinu. Þessi bréfritari er hneykslaður á því sem hann kallar „kokhreysti“ Þorsteins Pálssonar: „hvernig hann talar og skrifar eftir að hann gafst upp við að veita ríkisstjórn landsins forstöðu á sl. hausti. Þá hafði hann engar aðrar tillögur til að leysa vanda þjóðarinnar en að fella gengið og lækka matarskatt- inn um helming... Samkvæmt þessum tillögum átti ekki að hjálpa útflutningsatvinnuvegun- um í landinu, sem voru að gefast upp vegna skulda sem safnast höfðu vegna vonlausra rekstrar- skilyrða í stjórnartíð Þorsteins. Nú er búið að koma á annað hundrað þessara fyrirtækjaá rekstrarhætan grundvöll." Ovenjulegt að heyra slík orð úr þessari átt - og því er til þeirra vitnað. Bréfritarinn í Morgun- blaðinu heldur svo áfram og segir: „Ekki er hægt annað en taka undir þau orð sjálfstæðismanns- ins og formanns forstjóranefndar Þorsteins Pálssonar á sl. hausti, að atvinnureksturinn í landinu hefði algjörlega misst trú á Sjálf- stæðisflokknum til að leysa vandamál þjóðarinnar." Sem getur vel verið rétt - þótt hitt geti eins verið, að allir hlut- aðeigendur, og þá lfka „atvinnu- reksturinn" (vel á minnst: hvaða persóna er það?) hafi steingleymt öllu því sem gerðist í fyrra. A.m.k. virðast skoðanakannanir benda til þess - þótt þær séu að því leyti villandi náttúrlega, að helmingur kjósenda neitar að gefa sig upp þessa dagana. Minn flokkur er verstur Við lifum á tímum hinna sam- felldu vonbrigða: stjórnarand- stöðumenn verða fyrir vonbrigð- um með stjórnarandstöðu (sjáið samdráttinn í fylgi Kvennalist- ans) og stjórnarvinir verða fyrir vonbrigðum með stjórnina. Eitt mælskt dæmi um hið síðarnefnda mátti sjá í Alþýðublaðinu í gær. Þar birtist grein eftir Alþýðu- flokksmann, Jón Baldur Lor- ange, sem fjallar um það, hve erf- itt það sé að vera Alþýðuflokks- maður um þessar mundir. Og það sem meira er: greinarhöfundur rekur erfiðleika sína til þess, að ráðamenn flokksins sem í ríkis- stjórn sitja séu ekki aðeins flæktir í leiðinlegar (en kannski óhjá- kvæmilegar) málamiðlanir eins og gengur og gerist í ríkisstjórn- um. Málið er alvarlegra: þeir virðast, segir þar, vinna gegn jafnaðarstefnunni á flestum svið- um í ríkisstjórn. í greininni segir: „Berst Alþýðuflokkurinn fyrir afnámi lánskjaravísitölu? Nei, hann berst þvert á móti gegn af- námi hennar! Berst Alþýðuflokkurinn gegn „okurvöxtum“? Nei, hann styður frelsi markaðarins. Ráðherrar flokksins sjá enga ástæðu til að knýja niður vexti með handafli sem neyðarúrræði vegna stöðu sjávarútvegsfyrirtækja og heim- ila í landinu... Berst Alþýðuflokkurinn gegn matarskattinum? Nei, hann berst þvert á móti vonlausri baráttu fyrir matarskattinum. Berst Alþýðuflokkurinn fyrir fleiri skattþrepum? Nei, hann berst gegn öllum breytingum í þá átt að að hinir tekjuhærri beri réttlátari skatt og að skattaáþján meðaljónsins linni. Berst Alþýðuflokkurinn fyrir skatti á fjármagnstekjur? Nei, ráðherra flokksins virðist tefja framgang þess. Annars ætti hann að vera búinn að koma málinu í höfn fyrir löngu. Og dapurlegasta við þetta allt saman er að hinir aðilar ríkis- stjórnarinnar komast ekkert áfram í áðurnefndum málum vegna andstöðu míns eigin flokks, Alþýðuflokksins.“ Hvar er í heimi hæli tryggt? stendur þar. Ég sem hugsa Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref, segir í kvæði Hall- dórs Laxness. En það kemur ekki mál við Hannes Hólmstein, lekt- or í Háskólanum. Hann hefur sett upp tilkynningu þess efnis, að þótt aðrir háskólakennarar fari kannski í verkfall á föstudag- inn þá muni hann ekki gjöra það. Að vísu er vandséð hvernig Hannes hefði átt að komast í verkfall vegna þess að kennslan er búin hjá honum og öngvir stúdentar þurfa að ganga upp til prófs hjá honum. En það er sama. Hann hefur gefið út sína yfirlýsingu til að minna á það, að hann, Hannes Hólmsteinn, sé í Háskóla íslands til að hugsa og leita sannleikans. Og því geti hann náttúrlega ekki hætt - og kallar sér til vitnis Jónas Hall- grímsson: „Jónas orti þegar huldukonan kallaði en ekki þegar launaumslagið kom inn um bréfalúguna". Æjá. Syndum vér fiskarnir, sögðu hornsílin. ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MöröurÁrnason, Silja Aöalsteinsdóttir. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrir blaöamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Elísabet Brekkan, Guömundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, ÓlafurGíslason, Páll Hannesson, SiguröurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þor- finnur Ómarsson (íþr.), ÞrösturHaraldsson. -----------------------------------------—--------- . Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. 1 Skrif stof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 80 kr. NýttHelgarblað: 110kr. Áskriftarverð á mánuði: 900 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 26. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.