Þjóðviljinn - 26.04.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.04.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRÉTTIR Takeshita boðar afsögn Forusta stjórnarflokksins lömuð af Recruithneykslinu. Noboru Takeshita, forsætisráð- herra Japans, lýsti því yfir í gær að hann ætiaði að segja af vegna Recruit-hneykslisins svo- kallaða, mesta fjármálahneykslis í sögu landsins eftir heimsstyrj- öldina síðari. Hart hefur verið sótt að Takeshita undanfarið vegna hneykslis þessa, en svo að segja öll forusta stjórnar - flokksins, Frjálslynda lýð- ræðisflokksins eins og hann heitir, er í það flækt. Flokkur þessi hefur farið með stjórnartaumana óslitið frá því að Douglas MacArthur hershöfð- ingi, sem stjórnaði landinu nán- ast eins og einvaldur sjógún fyrstu árin eftir heimsstyrjöldina, skikkaði landsmenn til að taka upp þingræði og lýðræði að vest- urlenskri fyrirmynd. En sumra mál er nú að við Recruit- hneykslið hafi Frjálslyndi lýðr- æðisflokkurinn (sem skæðar tungur segja miðlungi frjáls- lyndan og lýðræðissinnaðan) fengið slíkan skell, að hann muni ekki bíða þess bætur. Þar er til máls að taka um upp- haf hneykslisins að Recruit, risa- fyrirtæki er sýslar með útgáfu- starfsemi og fjarskipti, reyndist hafa gefið fjölmörgum áhrifa- mönnum í stjórnmálum stórhöfð- ingiegar gjafir, yfirleitt í reiðufé, áreiðanlega með það fyrir augum að áhrifamenn þessir yrðu fyrir- tækinu innanhandar um margs- konar fyrirgreiðslu. Þetta er síður en svo í fyrsta sinn, að svona nokkuð kemur upp á diskinn í Japan eftir stríð. Takeshita er fjórði þarlendi forsætisráðherr- ann, sem segir af sér á þessu tíma- bili út af slíkum vandræðamálum. Sá næsti á undan honum, sem þeim öriögum laut, var Kakuei Tanaka, er flæktur var í vafasöm fasteignaviðskipti og sagði af sér þessvegna 1974. Takeshita komst upphaflega til frama í stjórn- málum sem skjólstæðingur hans. Fyrir utan almennan álits- Afganistan Áframhaldandi þrátefli egar sovéski herinn hafði sig á brott frá Afganistan fyrir rúmum tveimur mánuðum bjuggust margir við því að stjórn skjólstæðinga Sovétmanna í Ka- búl myndi hrynja eins og spila- borg. En af því hefur ekki orðið og mun vígstaðan lítt hafa breyst frá því að Sovétmenn fóru. Afganskir skæruliðar, mujahi- deen eins og þeir nefna sig, sem gegn Kabúlstjórninni berjast, hafa sem fyrr á valdi sínu mestan hluta dreifbýlisins, en meirihátt- ar borgir eru allar enn á valdi Ka- búlstjórnar. Mujahideen eru eftir sem áður skiptir í fjölmarga hópa, sem fara sínu fram hver fyrir sig. Atlaga skæruliða á dögunum að borginni Jalalabad, sem mis- heppnaðist hrapallega, varð þeim til verulegs álitshnekkis, en Kabúlstjórnin hefur hinsvegar heldur eflst að virðingu, þótt í litlu sé, vegna harðrar varnar liðsmanna sinna við Jalalabad og víðar og úthalds síns þrátt fyrir brottför Rússa. Eftir að þeir fóru hefur meiri athygli beinst en áður að stuðningsaðilum mujahideen. Bandaríkin og Saúdi-Arabía fjár- magna þá og bandaríska leyni- þjónustan CIA og pakistanska- leyniþjónustan útdeila til þeirra vopnum. Hafa þessir aðilar þann- ig á sínu valdi að láta skæruliða- samtök þau, sem þeim eru helst að skapi, hafa forgang í þeim efn- um. Hefur þetta leitt til þess að leyniþjónustur þessar ráða orðið miklu um stríðsrekstur skæru- liða, þannig kvað pakistanska leyniþjónustan hafa knúið þá til áhlaupanna á Jalalabad. Hers- höfðingi einn pakistanskur hefur látið í ljós, að þetta gæti leitt til þess að mujahideen fengju það orð á sig að vera leppar Paki- stans, alveg eins og Kabúlstjórn- in hefur talist vera leppstjórn So- vétríkjanna. dþ. Takeshita - sumir telja að Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn svokallaði, einráður í stjórnmálum landsins frá stjórnartíð MacArthurs, muni aldrei veröa samur eftir hneykslið. hnekki, sem hneykslið hefur valdið flokki þeirra, er hann af völdum þess í alvarlegri forustu- kreppu. Takeshita hefur því Iýst yfir, að hann muni gegna embætti áfram um mánaðartíma, þangað til fjárlög hafi verið afgreidd, en hefur ekkert um það sagt hver verði eftirmaður hans. Sennilega veit hann það ekki sjálfur. Sá sem helst er talinn koma til greina er Masayoshi Ito, fyrrum utanríkis- ráðherra, einfaldlega vegna þess að hann er sá eini af helstu for- ustumönnum stjórnarflokksins, sem ekki er flæktur í hneykslið. En hann er hálfáttræður að aldri, heilsutæpur og kvað þegar hafa gefið í skyn, að hann hefði ekki áhuga á forsætisráðherrastóln- um. Stj órnarandstöðuflokkarnir, sem í þessu máli hafa gert banda- lag gegn stjórnarflokknum, þykj- ast nú í fyrsta sinn eygja mögu- leika á að hnekkja veldi hans. Meðal almennings er álit stjórnar og stjórnarflokks í lágmarki, en jafnframt ber mikið á leiða og vantrausti gagnvart hinu pólit- íska kerfi landsins yfirleitt. Fjármálamenn, sem haft hafa áhyggjur af því að hneykslið yrði Japan og viðskiptum þess út á við til skaða, virðast nú vongóðir um að afsögn Takeshita leiði til þess að þetta endi allt saman vel fyrir þá og stjórnarflokkinn. Og ekki virðast margir gera sér vonir um að hneykslið leiði af sér varan- lega siðbót í japönskum fjármál- um og stjórnmálum. Þar hefurfrá aldaöðli þótt sjálfsagður hlutur að höfðingjar þiggi gjafir af stöndugum þegnum gegn ýmis- konar ívilnunum. dþ. Staða Gorb- atsjovs styrkist Tilkynnt var í Moskvu í gær að 110 rosknir meðlimir miðnefndar sovéska kommúnistaflokksins hefðu sagt af sér. Talið er að hér sé um að ræða ráðstöfun stjórnar Gorbatsjovs til að losna við gamla og íhaldssama menn frá Brezhnevstímanum. Meðal þeirra, sem nú láta af störfum í miðnefndinni, eru nefn- dir Andrej Gromýkó, utanríkis- ráðherra um langt skeið, Níkolaj Tíkhonov, forsætisráðherra síð- ustu ár Brezhnevs og Borís Pon- omarjov, hugmyndafræðingur í þjónustu hans. Reuter/-dþ. Ein Lance-flauganna aldurhnignu - Vestur-Þjóðverjar öndverðir gegn nýjum og langdrægari flaugum í þeirra stað. A tlantshafsbandalag Skiptar skoðanir með Engilsöxum og Þjóðverjum Talað um klofningíNató. Almenn andstaða vesturþýsks almennings við endurnýjun skammdrœgra kjarnaflauga Hans-Dietrich Genscher, utan- ríkisráðherra Vestur- Þýskalands, sagði í gær að Vestur-Þjóðverjar myndu hvergi hvika frá þeirri afstöðu sinni að Atlantshafsbandalagið og Var- sjárbandalagið ættu að hefja við- ræður með það fyrir augum að skammdrægum kjarnaeldflaug- um í Evrópu yrði fækkað. Taldi ráðherrann að stjórn hans ætti sér í þessu máli vísan stuðning fle- stra Nató-ríkja á meginlandi Evr- ópu. Afstaða Vestur-Þýskalands í máli þessu er mjög á sömu lund og Varsjárbandalagsins, en það lagði til fyrir skömmu að téð varnarbandalög tækju upp við- ræður um fækkun og jafnvel út- rýmingu skammdrægra kjarna- vopna í Evrópu. Belgar eru í þessum efnum svipaðs sinnis og Vestur-Þjóðverjar, en hinsvegar var í gær haft eftir talsmanni hol- lenska utanríkisráðuneytisins að stjórn hans væri andvíg nýnefndri tillögu vesturþýsku stjórnarinn- ar. Genscher hefur hvað eftir annað fullyrt, að afstaða stjórnar hans í þessu máli sé í fullu sam- ræmi við stefnu Atlantshafsband- alagsins. Þeir Helmut Kohl, sam- bandskanslari Vestur-Þýska- lands, ætla næstu dagana að ræða málið við Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands og Ciriaco De Mita, forsætisráðherra Ítalíu. Kominn er á daginn djúpstæð- ur ágreiningur innan Atlantshafs- bandalagsins út af skammdræg- um kjarnaflaugum. Bandarfkin og Bretland vísa tillögu Vestur- Þýskalands um viðræður um fækkun þessara flauga á bug og vilja að nýjar flaugar verði stað- settar í Evrópu í stað Lance- flauganna, sem Atlantshafs- bandalagið hefur þar nú og gerast gamlaðar. Þær flaugar draga 120 kílómetra, og Bandaríkjamenn og Bretar vilja að í stað þeirra séu settar flaugar er draga allt að 450 km. Niðurstöður skoðanakannana benda til þess, að þorri Vestur- Þjóðverja frábiðji sér þessar nýju flaugar. Fólk þarlendis er löngu orðið þreytt á því að vera í fram- línu Atlantshafsbandalagsins og staðsetningu fjölmennra herja og fjölda kjarnavopna í landinu, sem því ástandi fylgir. Þar að auki er Vestur-Þjóðverjum kappsmál að gera ekkert, sem orðið geti til þess að spilla batnandi sam- skiptum þeirra við austantjalds- lönd. Dick Cheney, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, kallaði umrædda afstöðu vesturþýsku stjórnarinnar alvarleg mistök, eftir að hann, James Baker utan- ríkisráðherra og Brent Scowcroft þjóðaröryggisráðunautur ræddu málið nýlega við Genscher og Gerhard Stoltenberg, varnar- málaráðherra Vestur-Þýska- lands. Talið er að ófarir vestur- þýsku stjórnarflokkanna, kristi- legra demókrata og frjálsdem- ókrata, í kosningunum í Vestur- Berlín og Hessen fyrir skömmu hafi leitt til þess, að vesturþýska stjórnin hafi gerst eindregnari í þeirri afstöðu sinni að koma á viðræðum um fækkun skamm - drægra flauga. Reuter/-dþ. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 26. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.