Þjóðviljinn - 26.04.1989, Síða 7

Þjóðviljinn - 26.04.1989, Síða 7
MENNING Bókmenntir Eg er lífsglaður bölsýnismaður Vesturþýski rithöfundurinn Giinther Grass í viðtali við sovéskt blað Ég er lífsglaður bölsýnis- maður, segir vesturþýski rit- höfundurinn Gúnther Grass í fróðlegu viðtali við sovéska blaðið Literatúrnaja gazéta á dögunum. Ég er lífsglaður vegna þess að mér finnst líf í frelsi dásamleg gjöf og undur. Ég er bölsýnismaður vegna þess hvernig menn fara með þessa gjöf, hve brotthættar undirstöður mannlífsins verða vegna yfirgangs pólitískra kerfa hvert við annað, manna hver við annan í samfélagi, vegna yfirgangs gagnvart nátturunni. Þetta þekkjum við og rannsökum en gerum ekk- ert til að andæfa. Giinther Grass lét svo um mælt að þessir hlutir allir væru til um- ræðu í nýlegri skáldsögu hans, Rottan. Hann kom víða við í við- talinu, sagði frá dvöl sinni í Kalk- útta á Indlandi, en um þá geypi- legu eymd sem hann kynntist þar hefur hann samið bók með frá- sögnum, kvæðum og teikningum. Grass ætlaði reyndar eitt sinn áð gerast myndlistarmaður en freistaðist til að skrifa skáldsögur og komst að því að þær taka svo mikinn tíma að engu öðru verður sinnt af viti. Erfið skrif og auðveld Grass ræðir um það í viðtalinu að hann hafi alltaf tekið sér til fyrirmyndar rithöfunda sem höfðu virk afskipti af þjóðfélags- málum - t.d. landa sína Heinrich Mann, Kurt Tucholsky og Ernest Muhsam. Um leið hefði hann fljótt komist að því, að hann gæti ekki sagt það sem hann vildi með því að beita aðferðum raunsæis- skáldsögu nítjándu aldar. Við lifum, segir hann, í heimi sem er fullur af þverstæðum. Ekki er til einn sannleikur heldur margir, og allir standa þeir í rifrildi og reyna að sanna sig. Mannlífið er mjög flókið, og það verður sá sem skrifar að sjá og viðurkenna. Ég vil að sjálfsögðu ekki að lesand- anum leiðist, svo ég gleymi ekki skemmtilegum uppákomum í bókum mínum. En ég geri nokk- uð strangar kröfur til lesenda minna, ég reyni að ögra þeim. Til eru margir hæfir höfundar sem reyna að skrifa léttar skemmtunarbókmenntir, en ég er ekki einn af þeim og verð að bíta í það súra epli að ýmsir les- endur mínir munu telja bækurnar of flóknar og hafna þeim. En mér finnst það svik við bók- menntirnar að reyna að skrifa fyrir alla, gera öllum til geðs. Saga af sjálfskaparvíti Grass kvaðst vona að skáld- saga hans Rottan kæmi bráðlega út á rússnesku. Hún er, segir hann, um allar þær hættur sem maðurinn sjálfur hefur skapað - tortímingarkerfin, eyðingu skóga, sívaxandi eyðimerkur, eitrun vatna. Sumt er ekki lengur hægt að bæta fyrir og bók mín er ekki síst um það. Þar ræðir rotta við mann, þau tala sitt í hvora áttina en svo verður stórslys og stefna þeirra fellur saman. Þetta er bók um hugsanlega sjálfstor- tímingu mannsins. Hún hefur að sjálfsögðu vakið upp óánægju en einnig fundið sér formælendur marga. Pólitík dagsins Um pólitík dagsins mælti Grass á þessa leið: Hann er afar hrifinn af perestrojku Gorbatsjovs og vill styðja hana með öllum mætti gegn öflum í austri og vestri sem kynnu að vilja grafa undan henni. Honum finnst það afskaplega uppörvandi að einmitt í Sovét- ríkjunum, landi sem virtist eins og steinrunnið, gerast breytingar sem fela í sér möguleika á að breyta heiminum. Ef, segir Grass, umbæturnar takast í So- vétríkjunum, og landið stígur skref í átt til lýðræðislegs sósíal- isma - en ég er sósíaldemókrati - þá mun það neyða Vestrið til að taka upp endurskoðun á kapítal- ísku kerfi, annars verður það ekki samkeppnishæft. Og hin gamla ímynd óvinarins fölnar, hún virkar ekki lengur. Og við eigum að halda áfram samræðum okkar af sem mestri hreinskilni, það er strax góðs viti að svona viðtal fer fram og verður pretnað í Moskvu í heilu lagi. AB endursagði úr Literatúrnaja gazeta. Norbert Orth, Elísabeth Balslev og Cornelius Hauptmann. Kór íslensku óperunnar syngur með undir stjórn Peters Ford. Óperan Tannháuser var frum- flutt í Parísaróperunni vorið 1860 að beiðni Napóleons þriðja sem fékk mikinn áhuga á verkum Wagners eftir að tónskáldið flutt- ist til Parísar. Henni var tekið af- leitlega í fyrstu, en er nú talin meðal stórvirkja höfundar. ís- lenskir áheyrendur sem tóku Hollendingnum fljúgandi afar vel í hittifyrra fá nú annað tækifæri til að heillast inn í björg Wagners. Leiklist Tónlist Jazz og blús á Borginni Annað kvöld, fimmtudags- kvöld kl. 21.30, efna stuðnings- menn Jazzvakningar til blústón- leika á Hótel Borg. Pað er magn- að lið söngvara og hljóðfæra- leikara sem kemur fram: Andrea Gylfadóttir, Björk Guðmunds- dóttir og Megas syngja, Helgi Guðmundsson blæs í munnhörpu og Stefán S. Stefánsson í saxafón. Björn Thoroddsen þenur gítar- inn og Guðmundur Ingólfsson slær píanó, Gunnar Hrafnsson bassa og Guðmundur Steingríms- Nýr formaður Listahátíðar Valgarður Egilsson læknir hefur verið kosinn nýr formaður stjórnar Listahátíðar í stað Ingólfs Guðbrandssonar sem lætur af störfum af heilsufarsástæðum. Listahátíð verður að ári og sagði Valgarður í stuttu samtali við Þjóðviljann að á næstu vikum yrði að taka góða skorpu við að safna efni. „Við höfum lagt netin víða og sjáum glytta í vonir hér og þar.“ Þegar við spurðum nýja formanninn hvort hann kviði starfinu fram- undan neitaði hann því, og bætti við: „Ég hlakka til að fást við þetta verkefm, það er eins og að búa til listaverk úr listaverkum." Bókmenntir Ævisaga Enid Blyton gefin út Það orð hefur löngum farið af frægum barnabókahöfund- um að þeir væru afleitir for- eldrar. Því elskulegri og hlý- legri sögur sem þeir skrifa, því ótugtarlegri eru þeirvið börnin sín. Nýlega kom út ævisaga Enid Blyton eftir dóttur hennar Imogen Smallwood: Bernsku- ár í Grænagerði (A Childhood at Green Hedges). Imogen gerir sitt besta til að sýna Enid sanngirni, en augljóst er hvað henni hefur fundist móðurinni þykja lítið vænt um sig. son trommur. Ágóðinn verður notaður til að borga skuldir eftir tónleika St. Louis Kings of Rythms. Myndlist Daöi hjá FÍM Daði Guðbjörnsson opnar málverkasýningu í FÍM-salnum, Garðastræti 6 í Reykjavík, föstu- daginn 28. apríl kl. 17-19. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga hér heima og erlendis og tekið þátt í mörgum samsýningum. Salurinn er opinn virka daga kl. 13-16 og kl. 14-18 um helgar. Sýningin stendur til 16. maí. Reyndar virðist stelpan hafa alist upp í furðulegri einangrun. Enid Blyton sleit snemma sam- bandið við foreldra sína, föður telpunnar og foreldra hans, og virðist líka hafa slitið sambandið við stelpuna sjálfa, eftir einu atviki að dæma sem Imogen lýsir. Einn daginn þegar hún sótti vas- apeningana sína sagði þjónn í húsinu henni að konan með dökka hrokkna hárið sem borg- aði henni þá væri móðir hennar. Það segist hún ekki hafa vitað fyrr! Enid Blyton var fremur bóka- framleiðsluvél en rithöfundur; kannski er rangt að ætlast til þess af manneskju með hennar smekk á það sem hún bauð annarra manna börnum að lesa að hún sé góð við börnin sín. En nöturlegt er til þess að hugsa að meðan hún drakk ávaxtasafa með aðdáunar- fullurn litlum telpum inni í stofu þvældist dóttir hennar um of- skreytt húsið, einmana og ráð- villt. SA Elisabeth Balslev Sinfónían Tannháuser Wagners Sjálfur Wagner verður sunginn og leikinn á fjórtándu áskriftar- hljómleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands annaðkvöld. Það er óperan Tannháuser sem verð- ur flutt, hljómsveitarstjóri er Petri Sakari og meðal einsöng- vara eru Kristinn Sigmundsson, Dýrin í Hálsaskógi Dýrin í Hálsaskógi hafa ákveð- ið að leggja land undir fót og flytja sig frá Hveragerði til Hafn- arfjarðar. Leikritið hefur verið sýnt fyrir fullu húsi síðan í mars- byrjun í Hveragerði og nú á að bjóða íbúum á höfuðborgarsvæð- inu að sjá hana líka. Sýningar verða í Bæjarbíói í Hafnarfirði á laugardag kl. 14 og 17 og sunnu- dag kl. 14. Úr Dýrunum í Hálsaskógi. Miðvikudagur 26. apríl 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Sjónvarpstæki Qárfestíng í gæöum JNOWCAP HÆU ogFRYSTISKAPAR Ótrúlegt verð

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.