Þjóðviljinn - 26.04.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.04.1989, Blaðsíða 11
LESANDI IDAG VIKUNNAR Herborg Gestsdóttir Mynd: Jim Smart. Hvað ertu að gera núna, Her- borg? „Eg er ekkert að gera lengur, komin í frí, hætt að vinna og tekin til við að bíða eftir að verða eldri eins og allir aðrir. Þegar maður er orðinn 76 ára hefur maður ekki mikið fyrir stafni. Ég elda svolítið ofan í sjálfa mig, les, geri handa- vinnu og því um lfkt." Hvað varstu að gera fyrir tíu árum? „Þá var ég að vinna við Borgar- bókasafnið. Þar vann ég samtals í fjörutíu og þrjú ár, allar götur frá því að safnið var í húsnæðishraki í Ingólfsstræti 12 og þangað til það komst í húsnæðíshrakið í Þing- holtsstræti. Ingólfsstrætið var auðvitað ennþá verra, þar skildi hálfur metri skápana í bóka- geymsiunum og viðskiptavinirnir urðu að vera grannvaxnir til að komast að bókunum." Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór? „Ég hafði dálítinn áhuga á læknisfræði en það urðu ekki ráð til þess. Eiginlega lenti ég í þessu bókavarðarstarfi af tilviljun. Ég hafði alltaf lifað og hrærst í bókum og þegar ég kom til Reykjavíkur til að fara í gagn- fræðaskóla Ágústs Bjarnasonar var ég fljót að finna safnið og kom mikið þar. Svo fór stúlka sem vann þar í barneignarfrí og ég fékk starfið hennar um stund- arsakir - en hún kom ekki aftur. Ég hafði þá hætt í menntaskóla og festist í starfinu. Ég hef ennþá skipti við Borgar- bókasafnið. Bæði nota ég litla útibúið á Hofsvallagötu og ágæta þjónustu sem þau kalla Bókin heim. Þá legg ég lista inn til þeirra og þær tína bækurnar til jafnóð- um og þær koma inn úr útláni." Hvaða frístundagaman hef- urðu? „Nú eru allar mínar stundir frístundir. Ég er dálítið farin að tapa sjón en mitt aðaltómstunda- gaman hefur alltaf verið að lesa. Tvö dagblöð, sitt hvorum megin frá, les ég afar vendilega." Hvaða bók ertu að lesa núna? „Ég er að lesa glæpareyfara sem stendur, en síðasta bókin sem ég las var kirkjugarðsbókin eftir Björn Th. Björnsson, Minn- ingarmörk í Hólavallagarði. Bráðskemmtileg bók. Þær sendu mér líka síðast nýju Sturlunguút- gáfuna. Ég þurfti auðvitað ekki að lesa hana en var forvitin að skoða viðbótarheftið. Svo las ég nýlega bestu bók ársins í fyrra, Býr íslendingur hér, um Leif Muller. Það er óvenjulegt að sjá svona bók, skrifaða í alvöru og einlægni." Hvað finnst þér þægilegast að lesa í rúminu á kvöldin? „Mér þykir langþægilegast að lesa í rúminu, en þá er voðalegt að lenda í bók eins og kirkju- garðsbókinni, maður verður út- slitinn og gigtveikur í báðum öxl- um af að halda á þessu!" Hvaða bók myndirðu taka með þér á eyðiey? „Ætli það yrði ekki Sturlunga þótt ég kunni orðið ansi mikið í henni. Ég er óánægð með nýju útgáfuna, og aukaheftið finnst mér fáránlegt. Sturlunga er til að lesa hana, það þarf ekkert annað Finn til skyldleika við íra en textann, ættartölur og örstutt- an formála, 5-6 blaðsíður. Þessar teikningar og uppdrættir eru óþörf. Sturlunga er skemmti- legust af okkar fornbók- menntum, það finnur maður strax við að lesa hana í annað sinn." Hver var uppáhaldsbarnabók- in þín? „Lestrarfélag Langdælinga í Austur-Húnavatnssýslu var geymt heima hjá mér. Það var á við vænan bókaskáp á heimili. Það gekk illa að kenna mér að lesa því ég vildi fremur vera úti, en eftir að ég var orðin læs las ég fljótlega allt lestrarfélagið. Þar var fátt um barnabækur, en ég las Kapítóiu, Fangann af Zenda, Búnaðarritið, Iðunni, Skírni. Allt! Mjallhvíti mun ég hafa átt og las hana í kringum 1920." Hvað sástu síðast í leikhúsi? „Það er orðið geysilangt síðan ég fór í leikhús og bíó. Bæði þarf ég að kvabba um flutninga og svo þarf ég að velta hverjum eyri fyrir mér þó að ég sé með eftirlaun og ellilífeyri. Eg bý í leiguhúsnæði og þegar búið er að borga leigu, hita, rafmagn og öll afnotagjöld- in þá er lítið eftir og betra að líta vel eftir krónunum." Er eitthvað í leikhúsunum núna sem þú vilt helst ekki missa af? „Nei, það held ég ekki, en ef ég færi þá liti ég á það sem unga fólkið er að gera. Eg fór töluvert í leikhús áður fyrr og man eftir einu og einu góðu stykki en líka mörgum vondum! Beðið eftir Godot hjá Leikfélaginu er lang- besta leiksýning sem ég hef séð á ævi minni. Það var líka merkilegt að sjá Harald Björnsson í Antig- ónu hvernig hann forkláraðist uppi á sviði. Hann var nú að mörgu leyti skrítinn, Haraldur, og hafði margt á móti sér. Það var eftirminnilegt að sjá hann standa dýrlegan á sviðinu." En í bíó? „Ég hef misst af Kristnihaldinu ennþá, en það er kannski eina íslenska kvikmyndin sem mig langar til að sjá." En í sjónvarpi? „Ég fylgdist auðvitað með Matador, það var sérstakur þátt- ur, kúltfveraður þáttur. Svo horfi ég á Derrick, hef gaman af að hlusta á þýskuna. Ég horfi á frétt- ir, en nú er niður fallið mitt eftir- lætisefni sem eru veðurfréttir. Fólk er sífellt að japla á að það eigi að vera meira íslenskt sjón- varpsefni, en það er enginn gæða- stimpill að efni sé framleitt hér. Meiriparturinn af því er tilgerð- 'arlegt, simpilt og ómenningar- legt. Eg vil svolítið undanskilja Egil Helgason sem er með Mann- lega þáttinn, og móðir hans, hún Guðrún Ólafsdóttir, stóð sig vel sem fyrsta manneskjan á landinu á laugardagskvöldið." En í útvarpi? „Ég hlusta töluvert á útvarp ef ég get sneitt hjá endurtekning- um. Oft heyri ég í Þjóðarsáiinni á rás 2 og finnst ágætt að heyra hvernig fólkið í landinu hugsar og talar. Það er stutt í ofsóknirnar hjá íslendingum. Þeir vilja halda því fram að þeir séu siðaðir, þol- inmóðir og tillitssamir. Ég hef ekki orðið vör við það." Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? „Ég hef aldrei á ævi minni kos- ið með flokki. Ég er aldrei svo ánægð með flokk. Fyrst og fremst hef ég kosið á móti hinum! En alltaf sama flokkinn." Hvaða stjórnmálamann langar þig mest til að skamma? „Ég vildi skamma hvern ein- asta stjórnmálamann á landinu fyrir utan Jóhönnu Sigurðardótt- ur og Ólaf Ragnar Grímsson." Hvernig myndir þú leysa efna- hagsvandann? „Ég hefði gert það strax í haust áður en þing kom saman með mjög hörðum bráðabirgðalögum sem hefðu slegið niður peninga- valdið í landinu. Til að bæta á- standið þarf byltingu í efnahags- lífinu, og hún fæst ekki nema með mikilli grimmd." Hvernig á húsnæðiskerfið að vera? „Það á að vera nóg til af leigu- íbúðum og hafa kerfið þannig að fólki sé gert kleift að eignast lág- markshúsnæði, byrja smátt, stækka svo við sig með aðstoð ef þörf krefur og fá hjálp til að minnka við sig aftur. Fólk á ekki að fá lán nema í svona kerfi. Svo eiga dvalarheimilin að standa opin þegar fólk er orðið eitt. Fólk á að hafa öryggi í húsnæðismál- um, en í borginni er eytt meira í að skemmta gömlu fólki en hjálpa því." Hvaða kaffitegund notarðu? „Merrild. Mér þykir Nicaraguakaffið því miður ekki nógu gott." Hvað borðarðu aldrei? „Ég borða aldrei hvalkjöt. Mér var boðið að smakka það einu sinni fyrir fjörutíu árum og ég þarf þess ekki aftur. Siginn fisk gæti ég ekki heldur látið inn fyrir mínar varir." MyiuHiðu vilja búa annars staðar en á íslandi? „Nei, ekki hér eftir. En ef ég væri ung núna gæti ég vel hugsað mér að fara til Irlands og ganga í írska lýðveldisherinn. Eg hef alltaf fundið til skyldleika við íra." Hvernig finnst þér þægilegast að ferðast? „í bíl. Það er notalegt að fljúga en ekki eins þægilegt." Hvernig sérðu framtíðarlandið fyrir þér? „Það er erfitt að segja. Ætli sennilegasta framtíðarlandið sé ekki rústir eftir kjarnorkustyrj- öid með dauðu hafi í kring? Ef einn kafbátur springur í grennd við okkur nægir það til þess að við getum ekki veitt fisk í þúsund ár. Ein sprengja á Keflavíkurflugvöll nægir líka, - eða í Aðaldalinn." Hvaða spurningu langar þig að svara að lokum? „Mig langar ekki til að svara heldur spyrja hvernig á því stend- ur að Mjólkursamsalan sullar svona miklum sykri í alla hluti? Og af því ég var að reyna nýja eðaljógúrtið þeirra þá langar mig að spyrja hvaða sultutau þeir hafi notað í Grúsíu." SA þJÓÐVILIINN FYRIR50ÁRUM Breiðfylking afturhaldsins neit- ar að svara til saka frammi fyrir þjóðinni. Vantrauststillaga Sósí- alistaflokksinsfelldmeð41 at- kvæði gegn 4. Almenn herskylda lögleidd í Bretlandi. Kaupum flöskur, stórarog smáar, viskípela, glös og bón- dósir. Flöskubúðin Bergstaða- stræti 10. Sími 5395. Sækjum. Opið allan daginn. 26.APRIL miðvikudagur ífyrstu viku sumars, sjötti dagur hörpu, 116. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 5.17 en sest kl. 21.36. Tungl minnkandi á þriðja kvartili. VIÐBURÐIR Fæddur Björgvin Guðmundsson tónskáld 1891. Þjóðhátíðardagur Tansaníu. DAGBÓK APÓTEK Reykjavfk. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúðavikuna 21 .-27. apríl er í Ingólfs Apóteki og Laugarnesapóteki. Fyrrnef nda apotekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til lOfridaga). Siðarnef nda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardogum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavfk sími 1 11 66 Kópavogur......................sími 4 12 00 Seltj.nes.........................sími 1 84 55 Hafnarfj..........................sími 5 11 66 Garðabær.......................sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabflar: Reykjavík.......................sími 1 11 00 Kópavogur......................sími 1 11 00 Seltj.nes.........................sími 1 11 00 Hafnarfj..........................slmi 5 11 00 Garðabær.......................sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavfk, Sol- tjarnarnes og Kópavog er í Hoilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tinia- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borg arsp ital i n n: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspitalans: opin allan sólahringinn slmi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sfmi 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabœr: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyrl: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Kef lavfk: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Noyöarvakt læknas. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspftalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, ogeftirsamkomulagi. Fæðingardelld Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspltala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítall: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspftali Hafnarfirði: alladaga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spltallnn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Sjúkrahúsið Akureyri: alladaga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alladaga 15.30-16og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavfk: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKl'. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Simi: 622266, opið allansólarhringinn. Sálf ræðistöðin. Ráðgjöf í sálf ræðilogum efnum.Simi 687075. MS-f élagið Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 10-14. Sími 688800. Kvennaráðgjöf in Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími21500, símsvari. Sjálf shjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbia og homma á mánudags-ogfimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Slminn er 91-28539. Félag eldri borgara. Opið hús I Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14.00. Bilanavakt (rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakts. 686230. Vinnuhópur um sif Jaspellamál. Simi 21260 alla virka daga kl. 1-5. Lögf ræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús" krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugaf ólks um alnæmlsvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið f síma 91 - 22400 allavirkadaga. GENGIÐ 25. apríl 1989 kl. 9.15. Sala Bandarikjadollar.............. 52,76000 Sterlingspund.................. 89,86300 Kanadadollar................... 44,36800 Dönskkróna.................... 7,28230 Norskkróna..................... 7,80010 Sænskkróna................... 8,32570 Finnsktmark................... 12,67960 Franskurfranki................ 8,36460 Belgískurfranki................ 1,35260 Svissn. frahki................... 32,06900 Holl.gyllini....................... 25,09990 V.-þýsktmark.................. 28,31540 ftölsklira.......................... 0,03865 Austurr. sch....................... 4,02290 Portúg.escudo................ 0,34250 Spánskurpeseti............... 0,45590 Japansktyen................... 0,40187 Irsktpund........................ 75,49700 KROSSGATA 1 árAH-i ctarfdofctR y 2 3 m * S e 7 Iörbirgð9etja11 lélega 12príla14skáld15 hjara17mas19fugl21 ilát22samtals24tryllti 25guðir Lóðrétt:1kná2 hræddi3öfl4hæðir5 þjóta6svall7kjafta10 sandali 13 hali 16 sam-tals17fönn18sveifla 20reyki23svik Lausnásfðustu krossgótu Lárétt:1vist4glas8 völlinn9spöl11Óðni 12alltaf14að15iðin 17snara19örg21átu 22nasa23luku25 akka Lóðrétt:1 vísa2svöl3 töltir4 glófi 5 liö 6 Anna 7sniðug10plöntu13 9 a » 10 m 11 12 13 • i« • m 15 i« m 17 ia 9 i» 20 21 0 22 23 m 24 • 2* ' aðan16nösk17sál18 auk20rak23AA Miðvikudagur 26. apríl 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍDA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.