Þjóðviljinn - 26.04.1989, Side 12

Þjóðviljinn - 26.04.1989, Side 12
“SPURNINGIN' Hverniglíst þéráhús- bréfakerfið? Guömundur Árnason, skrifstofumaöur Ég hef nú ekki kynnt mér það nógu vel. Ég held að fólk hafi al- mennt ekki áttað sig á hvað er verið að tala um og það mætti skoða málið betur áður en frum- varpið er afgreitt. Gunnar Bergman, sjómaður Ég er ekki nógu hress með það, málið virðist mjög óljóst. Mérsýn- ist sem kerf ið sé alveg jafn slæmt fyrir þá sem ætla að kaupa í fyrsta sinn og einnig þá sem þurfa húsnæði til skemmri tíma. Anna Björnsdóttir meinatæknir Ég hef ekki sett mig nógu vel inn í málið og kynningin hefur farið framhjá mér. Það er þó betra ef biðtími eftir lánum styttist og hærri lán bjóðast. Skarphéðinn Ragnarsson, skrifstofumaður Ég þekki það ekki nógu vel og það vantar meiri kynningu. Þótt menn viti hvað um er rætt hafa menn ekki áttað sig á því út á hvað kerfið gengur í smáatriðum. Anna Lúthersdóttir, leiðbeinandi Mér líst mjög vel á það og ég styð Jóhönnu heils hugar. Gamla kerfiö var ómögulegt og því vil ég fá húsbréfakerfið sem fyrst. Það er alveg nógu vel kynnt ef menn hafa á annað borð áhuga á að fylgjast með. pJÓÐVIUINN Miðvlkudagur 26. apríl 1989 77. tölublað 54. örgar gur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN co4 'ia.a ÁLAUGARDÖGUM 681663 Unnið við lokafrágang við nýja foreldrarekna dagvistarheimilið í Hafn arfirði. Mynd - Þóm. Hafnarfjörður Foreldrar opna dagheimili Nýttforeldrarekið dagvistarheimili tekur tilstarfa innan skamms. Rétt ár liðiðfrá stofnunfor- eldrafélags. Góður stuðningur bæjaryfirvalda og mikill áhugi foreldra hefur ýtt málinu áfram Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á frágang nýs dag- vistarheimilis í Hafnarfirði sem félag foreldra mun sjá um rekst- urinn á. Það er Hafnarfjarðar- bær sem sér um endurbætur á húsnæðinu sem áður var rekið sem æskulýðs- og tómstundaskóli en var upphaflcga byggt sem ver- búð fyrir fiskvinnslufólk. Það var fyrir réttu ári síðan sem um 20 foreldrar í Firðinum stofn- uðu sérstakt foreldrafélag um rekstur dagheimilis í bænum. Eftir samningaviðræður við bæjaryfirvöld, leit að hentugu húsnæði undir starfsemina og endurbætur á því, hillir nú loks undir að draumur félagsins um foreldrarekið dagheimili rætist. Nýjar leiðir - Það hefur vissulega farið drjúgur tími í undirbúning, en bæjaryfirvöld hafa sýnt þessu máli góðan skilning og munu nú á næstunni afhenda okkur húsnæð- ið tilbúið undir rekstur, en þau sjá um að útbúa það, en við mun- um aftur sjá um rekstur heimilis- ins, segir Guðrún Margrét Ólafs- dóttir einn þeirra foreldra sem er í forsvari fyrir félagið. hópur fólks sem vill reyna nýjar leiðir og taka sjálft þátt í rekstrin- um. Við höfum ætlað að skipta niður á tvær deildir eftir aldri en það er mun meiri þörf á rými fyrir yngri börnin og því mun okkar heimili vera nokkuð ungt svona fyrst til að byrja með. Verið að ráða starfsfólk Kristín Karlsdóttir forstöðumaður nýja heimilisins leggur á ráðin með nokkrum félagsmönnum um reksturinn á nýja heimilinu. Samkvæmt samningi um rekst- ur heimilisins sem foreldrafélagið og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa gert, leggur bærinn til hús- næði og stofnbúnað auk rekstrar- styrks, en að öðru leyti munu for- eldrar annast og kosta rekstur heimilisins. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta form er reynt þar í bæ en foreldrarekin dagheimili hafa starfað undanfarin ár bæði í Kóp- avogi og á Akureyri, og einnig í Reykjavík en þar hafa borgaryf- irvöld skorið verulega niður rekstrarstyrki til slíkra heimila. Guðrún Margrét segist hins vegar vera bjartsýn um framtíð heimilisins í Hafnarfirði. - Þeir sem starfa með okkur hafa sýnt þessu mikinn áhuga enda er þetta Foreldrafélagið hefur þegar ráðið forstöðumann að heimil- inu, Kristínu Karlsdóttur fóstru, og að sögn Guðrúnar er þessa dagana verið að ganga frá ráðn- ingum annarra starfsmanna, - Við leggjum mikið upp úr því að fá menntað fólk til starfa en það er erfitt. Ég vil hvetja alla sem áhuga hafa á að taka þátt í þessu starfi, að hafa samband við okkur. - Það hefur vissulega farið mikill tími í þennan undirbúning, en það eru allir mjög ánægðir með hvernig mál hafa þróast og við bíðum spennt eftir því að geta opnað heimilið nú á næstu vik- um, sagði Guðrún Margrét. -Ig-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.