Þjóðviljinn - 27.04.1989, Page 1

Þjóðviljinn - 27.04.1989, Page 1
Fimmtudagur 27. apríl 1989 78. tölublað 54. árgangur Samningarnir Halldór hellir olíu á eldinn Sjávarútvegsráðherra segirfiskvinnsluna ekkiþola kauphœkkun. BSRB- samningarnir og samningarASI ífyrra alltofháir. Asmundur Stefánsson: Atök efekki semst nœstu daga. Björn GrétarSveinsson: Furðulegyfirlýsing og röng. ÓlafurRagnar Grímsson: BSRB-samningarnir samþykktir einróma í ríkisstjórninni að er rétt að halda ró sinni þó að Halldór sé með yfirlýsing- ar um að fískvinnslan þoli engar kauphækkanir en bæði hann og ríkisstjórnin og atvinnurekendur verða að gera sér grein fyrir því að annaðhvort semja menn á næstu dögum eða að siglt verður í átök, sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ við Þjóðviljann í gær. Halldór Ásgrímssonar sjávar- útvegsráðherra lýsti því yfir á fundi Sambandsfrystihúsanna í gær um að fiskvinnslan þoldi eng- ar kauphækkanir og að BSRB- samningarnir núna og samningar ASÍ í fyrra hefðu verið alltof háir. Ásmundur sagði að ef fólki yrði stillt þannig upp við vegg að það yrði að fara í átök til þess að ná samningum þá sé ljóst að kröfugerð Alþýðusambandsins yrði tekin til endurskoðunar. „Það er allra hagur að samn- ingar náist án átaka núna.“ Fulltrúar Alþýðusambandsins og VSÍ hittust hjá sáttasemjara í gærmorgun en ekkert nýtt kom fram á þeim fundi. Síðdegis í gær var miðstjórnarfundur ASÍ og í framhaldi af honum fundaði mið- stjórn með samninganefnd Al- þýðusambandsins. „Á fundinum kom fram ein- dregin samstaða um að samið yrði nú þegar. Það er ljóst að fé- lögin hafa brugðist mjög vel við að afla verkfallsheimildar en á þessu stigi er ekki hægt að segja hvenær gripið verður til verkfalls- vopnsins,“ sagði Ásmundur. „Við höfum nú þegar látið 15 % af okkar launum í að rétta við fiskvinnsluna með því kaupmátt- artapi sem við höfum orðið fyrir,“ sagði Björn Grétar Sveins- son varaformaður Verkamanna- sambandsins í gær. Björn Grétar sagði þessa yfir- lýsingu sjávarútvegsráðherra all furðulega á þessum tímapunkti og ranga. „Það er rangt að samningarnir í fyrra hafi verið óraunhæfir. Ef maður skoðar reikninga fisk- vinnslufyrirtækis sem veltir milj- arði á ári í útflutningsverðmætum þá hefur launahlutfallið aukist úr 18% í 18,8% á þessu tímabili. í þessu dæmi gerir það rúmar 9 miljónir króna. Fjármagnskostn- aður og gengistöp vegna afurða- lána hefur hinsvegar aukist um 62 miljónir króna á sama tíma. Vandinn liggur því ekki í launun- um heldur í fjármagnskostnaði og gengisþróun einsog hún var fyrri part ársins,“ sagði Björn Grétar. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagðist ekkert hafa um þessi ummæli Halldórs að segja nema það að þegar hann lagði samningana við BSRB fyrir ríkisstjórnina hefðu þeir verið samþykktir þar samhljóða, en Halldór gagnrýndi þessa samn- inga á fundinum með Sambands- frystihúsunum og sagði þá óraun- hæfa. Viðraði Halldór ekkert þetta álit sitt á BSRB-samningunum innan ríkisstjórnarinnar? „Nei, ég hef ekki heyrt mikið af þessum skoðunum hans, enda samþykkti ríkisstjórnin samning- ana einróma á sínum tíma.“ Þú ert þá ekki sammála Hall- dóri um að BSRB-samningarnir hafi verið of háir? Samningar náðust snemma í gærmorgun milli Fóstrufélags íslands og viðsemjenda sem eru ríki og Reykjavíkurborg og eru það fyrstu kjarasamningar fóstra eftir að félag þeirra fékk sjálf- stæðan samningsrétt. Arna Jónsdóttir formaður samninganefndar Fóstrufélags íslands sagði í gær að launaliðir samninganna væru á svipuðum nótum og BSRB-samningarnir, en auk þess hefðu verið skráðar bókanir um ýmis sérmál fóstra „Nei, ætli við höldum okkur ekki við núverandi framleiðslu en höfum æðarvarpið sem aukabú- grein,“ sagði Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri Járnblendi- verksmiðjunnar á Grundar- tanga, en undanfarin ár hefur verið gerð tilraun með að koma upp æðarvarpi við verksmiðj- una. Það er Bergmann Þorleifsson sem hefur séð um að koma upp æðarvarpinu við verksmiðjuna en hann sér jafnframt um fisk- eldisstöð sem hefur verið rekin „Nei, ég er það ekki. Það er rétt að minna á það í þessu sam- bandi að BSRB-samningarnir eru framm í september í takt við iðnaðarmannasamninga sem VSÍ sem nánar yrði fjallað um á samn- ingstímanum. Arna sagði að meðal annars hefði náðst samkomulag um að taka til umfjöllunar undirbún- ingstíma fóstra á vinnustað, svo- kallaða samstarfsdaga þegar börn koma ekki á dagheimili og fóstrur skipuleggja starfið fra- mundan. Þá hefði náðst sam- komulag um að ræða um mat á námskeiðum fóstra, en ætlunin væri að slík námskeið gæfu rétt til launahækkana fyrir þátttakend- ur. Fyrir nokkur þessara atriða við Járnblendiverksmiðjuna í nokkur ár. „f sumar ættu fyrstu ungarnir að fara að skila arði, því þeir eru nú þrevetra og því orðnir kyn- þroska,“ sagði Bergmann. Undanfarin fjögur ár hefur Bergmann verið með 40-60 unga á vorin. Fyrsta veturinn drápust þeir allir, en sex lifðu af annan veturinn og það eru þeir sem eru kynþroska núna. Þriðja veturinn lifðu 17 ungar af og í vetur hafa 27 ungar verið við verksmiðjuna. „Ætli inneign okkar hjá Sam- gerði á sínum tíma og þegar þeir samningar voru gerðir töluðu þeir í VSÍ ekkert um gengis- fellingar eða aðrar kjaraskerð- ingar. Samkvæmt því er það varla væri búið að tímasetja viðræður, en öðrum væri vísað til samstarfs- nefndar fóstra og viðsemjenda þeirra. Samningurinn verður kynntur fóstrum á félagsfundi í dag og vildi Arna ekki fjalla um hann nánar fyrren eftir þann fund. Eftir fjármálaráðherra var í gær haft að hann telji þennan samning ásamt nýgerðum Sókn- arsamningi bera vott um „víð- tæka samstöðu með launastefnu ríkisstjórnarinnar". Arna sagðist kjósa að orða þetta á annan veg. bandinu sé ekki um 2000 krónur fyrir innlagðan dún síðan við byrjuðum," sagði Bergmann og bætti því við að það væri töluvert í það að æðardúnninn leysti járn- blendið af hólmi. „Þetta er fyrst og fremst gert til þess að lífga upp á vorið. Það er ' mjög gaman af þessu þegar fugl- inn spígsporar hér í kringum okk- ur, að ég tali ekki um ef hann fer að verpa undir veggjunum hérna.“ -Sáf fyrr en í október sem eitthvað þarf að gera, og kannski rétt að þeir bíði með hróp og köll þangað til,“ sagði Ólafur Ragnar að lok- um. -Sáf/m Samkomulag um launaliði samn- ingsins hefði ráðist af mjög þröngri samningsstöðu Fóstrufé- lagsins, en hins vegar væru fóst- rur ánægðar með þá umfjöllun sem sérmál þeirra hefðu fengið og sýndi það ótvíræða kosti þess að semja sem sjálfstætt stéttarfé- lag. Fyrsta reynsla af því væri því mjög jákvæð og hefði breytt að- stöðu fóstra mikið. Arna sagði hins vegar að eitt mál væri óleyst, en það væri samningar fóstra við sveitarfélög. Launanefnd sveitarfélaga hefði nýverið samið við bæjarstarfs- mannafélög og lýst því yfir að þau teldu að þeir samningar giltu fyrir fóstrur er vinni hjá sveitarfé- lögum. Fóstrur hefðu flestallar gengið úr bæjarstarfsmannafélögunum við stofnun Fóstrufélags íslands, og þar sem bæjarstarfsmannafé- lögin hefðu sagt upp launalið gildandi samninga litu fóstrur þannig á að launaliður samninga FÍ væri jafnframt laus. Afstaða sveitarféíaga kæmi þeim mjög á óvart. phh Útför Brynjólfs í dag Útför Brynjólfs Bjarnasonar verður gerð í dag frá Fossvogs- kirkju og hefst kl. 13.30. Hans er minnst í Þjóðviljanum í dag á síð- um 5-11. Glaðbeittar fóstrur hampa glóðvolgum kjarasamningi sínum fyrir utan Grettisgötuna i gær: Sigurhanna Sigurjónsdóttir, Björg Bjamadóttir, Kristín Dýrfjörö og Arna Jónsdóttir, formaöur samninganefndar. ^ (Mynd: þóm) Fyrstu samningamir í höfn Launaliðirítakt við önnurBSRB-félög, ýmis sérmálfóstra. Arnajónsdóttir: Breytir miklu að semja sem sjálfstœtt stéttarfélag Grundartangi Varpár í jámblendinu Tilraun með œðarvarp við Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga. Berg- mann Þorleifsson: Fyrst og fremst til að lífga upp á vorið

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.