Þjóðviljinn - 27.04.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.04.1989, Blaðsíða 7
styrkjalausum í sex vikur. í bókum sínum „Með storminn í fangið“ segir Brynjólfur, eins og áður er á minnst, að or- sakir fátæktarinnar séu fundnar og ráð til að útrýma fátækt. Ráðið er að þjóðin sjálf taki fra- mleiðsiutækin, bankana og versl- unina í sínar hendur, hagnýti auðlindir landsins og skipuleggi atvinnuvegina til hagsmuna fyrir sjálfa sig og þjóðina alla. Sósía- lisminn er ekki lengur einungis vísindaleg fræðikenning heldur staðreynd. Og Brynjólfur gerir samanburð á fátæktinni og mann- skæðum sjúkdómum, með vís- indalegum uppgötvunum tókst að vinna bug á hinum skæðustu drepsóttum. Það græðir enginn á drepsóttum, en voldugir menn græða á styrjöldum og þeir sem mestu ráða í þjóðfélaginu græða á fátækt og þessvegna er fátækti- nni haldið við og örbirgð ræktuð, þrátt fyrir að orsök hennar sé fundin og ráð til að útrýma henni. Það má vissulega segja um Brynjólf Bjarnason það sama og hann sagði um einn félaga sinn dáinn: „Frá æskuárum hefir hann lagt fram alla sína ágætu hæfi- leika, allt sitt óbilandi starfsþrek fyrir málstað íslenskrar alþýðu, sem jafnframt er málstaður ís- lensku þjóðarinnar og alls mannkyns. En ævistarf hans deyr ekki með honum, það lifir áfram í flokki hans og íslenskri verka- lýðshreyfingu. Fordæmi hans heldur áfram að vera afl í frelsis- baráttu fólksins þótt hann sé sjálfur fallinn frá. Með slíku ævi- starfi ávinna menn sér ódauðlegt líf í mannheimum." Ég tek heilshugar undir þau orð að fordæmi hans, fordæmi Brynjólfs, heldur áfram að vera afl í frelsisbaráttu fólksins þótt hann sjálfur sé fallinn frá. Brynj- ólfur gaf í raun alla ævi sína fyrir þátttöku í frelsisbaráttu þjóðar- innar og þeim ávinningum á framfarabrautinni sem hann vann að án launa og oft án skiln- ings á mikilvægi þeirra ávinninga. Ég sá Brynjólf Bjarnason fyrst á Akureyri á heimili einnar gíæs- ilegustu forystukonu íslenskrar alþýðu, jafnt í Sósíalistaflokkn- um og í verkalýðshreyfingunni, Elísabetar Eiríksdóttur og systkina hennar. í þessari heim- sókn gerði ég lítið annað en heilsa Brynjólfi, koma og fara. Ég hafði heyrt margt um hann talað og vissi hver hann var í okkar sam- tökum og taldi mér ávinning af því að hafa skipt við hann fáum orðum, formann Kommúnista- flokksins, ég bjó lengi að heimsókninni. Síðast hafði ég tal af Brynjólfi fyrir nokkrum árum á fundi hér í Reykjavík. Þá voru æviminningabækurnar mínar ný- lega komnár á markað, við töluð- um nokkra stund um gildi þeirra og hann gaf mér góða einkunn sem mér þótti ekki minna til um en handtakið á Akureyri forðum. Þessi fáu og fátæklegu orð eru kveðja frá mér til Brynjólfs, kveðja og þakkarorð fyrir hans mikla framlag í þágu íslenskrar alþýðu, íslenskrar verkalýðs- hreyfingar. Hans nánustu að- standendum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Tryggvi Emilsson Andlát Brynjólfs Bjarnasonar fyrrverandi menntamálaráðherra beinir huganum að ævintýri, sem hefst í hópi íslenskra stúdenta og fleiri menntamanna í Kaup- mannahöfn og Berlín á árunum 1918-1923. Helstu áhrifavalda í þessu ævintýri er að finna í um- róti fyrri heimsstyrjaldar með byltingu bolsivíka í Rússlandi 1917. Brynjólfur Bjarnason, Einar Olgeirsson, Ársæll Sigurðsson og Stefán Pétursson eru meðal þeirra nafna, sem koma upp í hugann um leið og nafn Ólafs Friðrikssonar, foringja jafnaðar- manna frá 1920-1926. Brynjólfur og Einar hafa í meira en hálfa öld verið helstu hugsuðir og forustu- menn í stjórnmálahreyfingu verkalýðsins á íslandi. - í kvæði skálds höfum við lesið: „Bylting- ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 vit eilífðarinnar Spurningin um hinstu rök r A Margs er að minnast þegar Brynjólfur Bjarnason er kvadd- ur. Heimspekingur, stjómmála- leiðtogi og heilsteyptur maður, góður vinur. Gæddur lífsþrótti og andlegum styrk umfram annað fólk sem ég hef kynnst. Heimspekin kynnti okkur og úti á vegum hennar urðum við vinir. Vegir heimspekinnar eru gerðir úr hugsunum og orðum manna sem helga sig spurningunni um hinstu rök lífs og tilveru. Spum- ingin er uppspretta endalausrar viðleitni til að leggja nýja vegi, brjóta sér leið yfir ófærur og bjóða öðrum í fylgd með sér. Sjaldnast komast menn langt áleiðis. Stundum hrekur þá af leið. Spurningin sjálf er göldrótt. Er veruleikinn ekki allur annar en hann sýnist? Hver eru, hvar eru, mörk lífs og dauða? Er lífið einungis líf þessa kynduga líkama sem hvert okkar ber? Vinur minn, hvar ert þú nú til að fylgj a spurningunni eftir? Þessari spurningu sem hleypur fram úr okkur, kemur aftan að okkur þegar minnst varir og leikur sér að okkur, eltir okkur uppi. Sem við komumst ekki undan af því við gengumst henni á vald, sórupi henni hollustu án þess að okkur væri ljóst að þar með hefði hún tekið við stjórninni í eitt skipti fyrir öll. Kannski var okkur það ljóst undirniðri. Að þess eins væri að bíða að við yrðum loks, það sem þú ert orðinn núna, órofa hluti af spurningunni sjálfri. Heimspeki stundum við til að bera þessari spurningu vitni, leyfa henni að leika sér að okkur og leika við okkur ef og þegar henni þóknast. Þannig voru sam- ræður okkar, og dauðinn, þetta fullkomna tákn takmarkana okk- ar og endanleika, staðfestsir fjarlægðina og þögnina sem eru uppspretta allrar ræðu, líka þeirrar ræðu sem heimspekin er og hefur verið um aldir. Þögnin sjálf er eilífðin sem þú vildir fanga með orðum heimspekinn- ar, fá að skoða í krók og kring í mynd hugtaka og raka, fá að sam- einast í huganum og vera samt þú sjálfur. Þú sjálfur, sérhver mann- eskja hún sjálf um alla eilífð, sjálfstæð og einstök í sönnum, ævarandi heimi. Hvernig má það vera? Hvernig get ég, getur þú, hann eða hún haft ævarandi gildi, lifað eilíflega í heimi sem virðist ofur- seldur eyðingu og sundrung efn- isins? Er manneskjan ekki annað en blossi í eilífðinni? spurðir þú, og svaraðir: hún hlýtur að vera annað og meira. Rökin í Gátunni miklu voru meðal annars: Það er til sjálfstæður hlutveruleiki; þess- um sannleika verður vart neitað; en sannleikurinn er verðmæti; og verðmæti hafa ekki gildi nema þau vari eilíflega; ef manneskjan er ekki marklaust slys í mark- lausum heimi, þá hefur hún líka, hefur sérhver manneskja, í sér fólgið ævarandi gildi. Hún hlýtur því að lifa um alla eilífð. Get ég hrakið þessi rök? Hlýt ég að fallast á að sú lífsnauðsyn að viðurkenna ævarandi gildi sé mér jafnframt röknauðsyn svo að ég verði að fallast á eilíft líf þeirrar sjálfstæðu einstöku veru sem hvert okkar er? Eflaust get ég hnotið um rökin. Margt hefur gildi þótt það hafi ekki ævarandi gildi. Og hvað um sjálft eilífðar- hugtakið? Er það skiljanlegt okk- ar takmörkuðu skynsemi? Hefur það skýra merkingu? Nei, en samt er okkur ljóst hvað við er átt og þess vegna missir rökgreining þess marks. Hverful, endanleg verðmæti, líf sem blossar upp og slokknar, fullnægir ekki þeirri skynsemi sem lýtur valdi spurn- ingarinnar um hinstu rök. Þess vegna rís sú krafa að lífsnauðsyn verði röknauðsyn; að úrslitavald- ið sé að líf okkar hafi eilíft gildi, það séu rökleg frumsannindi vegna þess að til þeirra vísi öll rök að endingu. Jafnvel þótt alla mælikvarða skorti. Jafnvel þótt öll einstök rök bresti. Jafnvel þótt trúna bresti. Þú sagðir: við skulum velja lífið, ekki trúa einu eða neinu, bara kveða upp þann úrskurð með sjálfum okkur: á þessu byggjast allir hlutir. Ann- ars væru þeir marklausir. Allt vita tilgangslaust. Og það skulum við aldrei sætta okkur við. Þú vissir sem var að ég var ef- ins. Að ég sló því á frest að taka endanlega afstöðu, að ég hafði ekki enn kannað allar leiðir, ekki skyggnast inn í aila króka og kima í þessu máii. Þú beiðst eftir bréfi frá mér sem ég var enn að semja þegar þú kvaddir þetta jarðneska líf. Og nú heldur þú mér vakandi með óorðuðum spurningum sem eltast við mig og ég elti í þeim samræðuleik sem heimspekin er, hefur verið og á að vera. Sam- ræðuleik þar sem mælikvarðarnir á gildi allra hluta eru lagðir á vog- arskálar. Þér hefði ekki fallið orðið „leikur“ í þessu sambandi. Heimspeki er annað en léttúðugt tal. Þar á sjálf alvara lífsins að vera gegnumlýst, ef ekki brotin til mergjar. Leikur er það samt. Leikur og lán sem birtist í orðun- um „lífið leikur við okkur“. Því að lífið leikur sannarlega við þann sem eignast hlutdeild í gæð- um lífsins og fær að tala um þau við aðra, deila lífinu með öðrum í samræðu sem engan enda tekur, af því að hún stefnir markvisst á vit eilífðarinnar sjálfrar. Þannig gekkstu hiklaust, oftast einn og án lifandi samneytis við aðra heimspekinga, af lífsnauð- syn til móts við gátuna miklu. Og hélst áfram ótrauður yfir veg- leysur fræðanna þar sem flestir farast eða sitja fastir og komast hvorki aftur á bak né áfram. Sjálfur þekktirðu mörk þín. Líka mótlætið, efa, ótta og angist. En þú gekkst þessu ekki á hönd og leyfðir því aldrei að ráða stefn- unni, eins og við gerum svo mörg á þessum tímum tómhyggjunnar, helsprengju andans. Á slíkum tímum er verkefni heimspekinnar kannski aðeins eitt. Áð hlúa að spurningunni sjálfri um hinstu rök. Reyna að sjá til þess að hún gleymist ekki eða splundrist í þeim ógnarhá- vaða röklausra orða og athafna sem yfir veröldina gengur. Reyna að rækta þessa spurningu sem gerir okkur kleift að horfast í augu við tómið, eyðingu og dauða. í hverri mynd sem þau birtast. Loka aldrei augunum nema til þess eins að sameinast spurningunni um uppruna og endalok alls. ♦ Verk þeirra, sem þannig hafa lifað, hugsað og starfað, eru kyndlar í myrkri óvissunnar og ráðleysisins. Hvaðan þeim berst orka til að veita yl og birtu er hulin gáta. Hluti af gátunni miklu. Orkan brýst fram í þeirri undrun sem þau vekja. Undrun sem felst í aðdáun á því hvernig tekist er á við óleystan vandann, hvernig vandinn er fangaður í orðum og kenningum, hvernig honum er lýst, hvernig hann er kynntur og sögð á honum deili. Á þann hátt að sífellt er minnt á ókunnar hliðar og rætur, leyndar- dóma sem hann býr yfir og óráðnir eru. Um leið og lesand- inn er spurður: Er þama ekki svona sem við skulum líta á mál- ið? Og lesandinn verður að taka afstöðu eða gefast upp ella. Þannig rit samdi Brynjólfur. Höfundurinn er ævinlega fyrsti lesandi. Og þegar vel er að verki staðið knýr hann sig til að skoða og reyna að bæta afstöðu sína til efnisins. Efnið sjálft setur kröf- urnar sem höfundur og lesandi þurfa að læra að beygja sig undir. Brynjólfur segir á einum stað um rit sín að þau hefðu gert sitt gagn í skrifborðsskúffunni. í einni sam- ræðu okkar skýrir hann þetta svo að hann hafi sínar efasemdir um að þau hafi nokkurt gildi fyrir annan en hann sjálfan; hins vegar viti hann að fyrir sig hafi þau haft ákaflega mikið gildi; ástæðan til að gefa þau út sé þörfin til að ráðgast við aðra og líka að útgáfa þeirra kunni að hafa gildi fyrir einhverja aðra. Hann leit á bækur sínar sem ófullkomin svör við brýnum úrlausnarefnum sem kölluðu á ný skrif þar sem efninu væru gerð betri skil. Ritin voru tilraunir sem brýndu hann sífellt til nýrra átaka við efnið án þess að hann væri nokkurn tíma sáttur við það hvernig til hefði tekist. „Eins og ég hef margtekið fram,“ sagði Brynjólfur, „eru þetta í mínum huga aðeins bráðabirgða- svör, rétt einsog maður svarar börnum, sem maður þarf að gefa einhverja úrlausn, þegar þau bera fram spurningar um hluti, sem þau hafa ekki þroska til að skilja. Maður talar við sjálfan sig einsog maður talar við barn.“ Sjálfsögun, sjálfuppeldi Brynj- ólfs er mér ráðgáta. Lausn gát- unnar virðist fólgin í óvanalega ef ekki ofurmennskum viljastyrk. En hvað er viljastyrkur? Vilji er tvennt: löngun og þrá annars veg- ar, ákvörðun og ásetningur hins vegar. Styrkur viljans virðist fel- ast í einingu þessa tvenns: að ork- an sem felst í lönguninni samein- ist vitinu sem felst í ásetningnum. Orkan er ósjálfráð, vitið sjálfrátt. Styrkur viljans er þá það að sjál- frátt vitið sameinast hinni ósjál- fráðu orku. Hvernig sú samein- ing á sér stað er hins vegar óljóst. Og hvort hún eigi sér stað virðist undir hælinn lagt. Að átt geti sér stað að viljinn sé einn og heill, að orkan og andinn séu eitt, til vitnis um það eru verk Brynjólfs og ævistarf hans allt. Gátan sjálf er samt óleyst. í heimspekinni gengur hún undir mörgum heitum og tekur á sig margar myndir. í ritum Brynjólfs sjálfs má finna hana í ýmsum búningi. í Fornum og nýjum vandamálum (1954) er að henni vikið í ýmsum greinum meðal annars um hughyggju og efnis- hyggju og um viljafrelsi. í Gát- unni miklu (1956) er spurningin um merkingu, tiigang og vit tengd gátunni um ævarandi gildi einstaklingsins í heimi sem lýtur lögmálum orku og efnis. í Vitund og verund (1961) er fjallað um samband vitundar og hlutveru- leika í fjórum ritgerðum, þar sem tekist er á við efann um allan endanlegan sannleik, glímt við vandann um tilviljun, nauðsyn og tilgang í hlutveruleikanum, leitast við að skýra forsendur per- sónulegrar ábyrgðar og loks er það fegurðin sjálf, hið fullkomna tákn um einingu vitundar og ver- undar, sem er skoðuð og skil- greind. Hvarvetna í þessum þremur fyrstu bókum Brynjólfs er það eining vits og veruleika, anda og orku, hugsunar og hlutveru, sem er lögð til grundvallar. í ritinu Á mörkum mannlegrar þekkingar (1965) rís því spurningin um það á hvaða forsendu þessi eining geti verið þekkt og skilin, hvernig vit- ið og orkan geti sameinast í vís- indum, hvernig sönn þekking hlutveruleikans sé möguleg. Hér eru dregin mörk þess sem við get- um þekkt og með rökum rakið og hins sem okkur rennur í grun án þess að geta höndlað það í skýrum hugtökum. Að því búnu leggur Brynjólfur til atlögu við gátuna um frelsi viljans í lög- gengum heimi í ritinu Lögmál og frelsi (1971). Hér er það eining sjálfsveru og hlutveru í vilj at- höfnum sem reynt er að hugsa og skýra til hins ýtrasta. Samruni lögbundinnar orku og sjálfráðrar ákvörðunar í henni felst merking og styrkur viljans. Loks í sjötta og síðasta heimspekiriti Brynj- ólfs, Heimi rúms og tíma (1980), er spurningin sú hvemig hugsa megi samruma orku og vits þeirrar sjálfsvitandi veru, sem hvert okkar er, í heimi sem órofa heild samkvæmt lögmálum rúms og tíma. Hvernig heimurinn í heild sinni sé gerður þannig að frelsi og eilíf gildi séu möguleg. í Samrœðum um heimspeki (1987), þar sem þessi mál ber á góma með ýmsum hætti, skýrir Brynjólfur í eftirmála nokkrar höfuðforsendur kenninga sinna og þau mörk sem hann vildi sjálf- ur setja þeim. í ritum sínum öllum á Brynjólf- ur í orðaskiptum við hina ýmsu heimspekinga og kenningasmiði. Rökræða hans er ævinlega sam- ræða eins og eiginleg heimspeki hefur alla tíð verið. Þó að gátan mikla, spurningin um hinstu rök, sé hvarvetna það sem allt snýst um og ferðinni ræður, ber hún orðræðuna hvergi ofurliði. Held- ur opnar henni sífellt nýja sýn til næstu hæðar sem hugurinn ber okkur hálfa leið til. Hvað er handan næstu hæðar? Og hvað er handan þeirrar síðustu sem okk- ur ber að hvort sem okkur er það ljúft eða leitt? Er það hyldýpi myrkurs eða ódáins akrar? Eilífðin er það hvernig og hvort sem hún kemur okkur fyrir sjón- ir. Hverjum þeim sem vill dvelja með spurningunni um hinstu rök er hollt að kynna sér rit Brynjólfs og reyna að aga hugsun sína á þeim mörgu slóðum hugans sem þar má finna. Rit þessi eru and- legur fjársjóður sem við eigum eftir að ausa af um ókomin ár. íslendingum er það mikið lán að hafa eignast Brynjólf Bjamason og verk hans. Páll Skúlason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.