Þjóðviljinn - 27.04.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.04.1989, Blaðsíða 11
MINNING (Sama, bls. 283-284) Brynjólfursagð- ist hins vegar engu sinni hafa hitt Len- ín, en hann varð þá málkunnugur ýmsum, sem síðar urðu kunnir menn, á meðal þeirra Einar Gerhardsen, síðar forsætisráðherra Noregs, John Reed, bandaríska blaðamanninum, Roy, síðar erindreka Komintern í Austur-Asíu og Mexíkó, Rakosi, síð- ar formanni ungverskra kommúnista og Willy Mb4unzenberg, (sem vetur- inn 1920-21 bauð Brynjólfi á þing Al- þjóðasambands ung-kommúnista í Berlín, sem hann sótti ásamt Sigurði Grímssyni rithöfundi). Frá þessari för sagði Brynjólfur síðan á fundi stúd- enta á Garði, (en umræður þeirra á þessum árum rifjaði hann upp í grein í blaði íslendinga í Kaupmannahöfn, Þórhildi, í mars 1984). Skyldunám Brynjólfs vetuma 1920-’21 og 1921-’22 var dýrafræði og jurtafræði, en lífeðlisfræði var val- grein hans. Pví námi lauk hann ekki. Vorið 1922 veiktist hann af lungna- berklum og lá 3 mánuði á Kommune- hospitalet og var síðan 6 mánuði á heilsuhæli. Góðan bata fékk hann, en Garðsstyrkur hans var á enda, þótt framlengdur væri um hálft ár. Einar Olgeirsson og Stefán Pjet- ursson voru þá við nám í Þýskalandi. í bréfi til Brynjólfs sögðu þeir, að í óð- averðbólgunni þarlendis mætti lifa af mjög litlum útlendum gjaldeyri, ef honum væri skipt eftir hendinni. Varð það til þess, að Brynjólfur hélt til Berlínar. Við háskólann þar hlýddi hann um veturinn á fyrirlestra um heimspeki, en sagði sig ekki hafa haft af þeim fullt gagn. Nær daglega hitt- ust þeir félagar, Stefán, Einar og Brynjólfur, og mun fátt mannlegt hafa verið þeim óviðkomandi. Þegar gengi marksins var fest síðla árs 1923, taldi Brynjólfur sig ekki hafa efni á annarri vetrarsetu í Berlín og hélt heim í janúar 1924, en farareyri fékk hann að láni hjá Skúla Guðjónssyni og Dýrleifu Árnadóttur konu hans. III Heimkominn gekk Brynjólfur Bjarnason ekki að vísri vinnu. Hann tók til við tímakennslu, og um hríð var hann uppþvottamaður á efna- rannsóknastofu ríkisins. Fyrst í stað gisti hann hjá Felix Guðmundssyni, áður en hann tók herbergi á leigu með Hauki Björnssyni, á ýmsum stöðum í bænum. Loks fluttist hann á heimili Ottó N. Þorlákssonar, þar sem þeir Hendrik bjuggu saman í herbergi þangað til hann kvæntist. Engin kennslustörf buðust honum haustið 1924 né 1925, og er af því nokkur saga. Ritdóm um Bréf til Láru hafði Brynjólfur birt í Alþýðublaðinu skömmu eftir heimkomu sína og hlotið fyrir hann skilorðsbundinn þriggja mánaða fangelsisdóm. Guð- leysi hans hafði verið við borið, en stjómvöld vildu ekki, að honum stæðu kennarastöður opnar. Trúar- skoðanir Brynjólfs munu hafa mót- ast, þegar hann var á fermingaraldri, og síðan haldist lítt breyttar. Þær setti hann á einum stað svo fram: „f fyrsta lagi eru trúarbrögð ákveðið hug- myndakerfi. Og það, sem greinir þau frá öðrum hugmyndakerfum er, að þau telja sig hafa fulla vissu um hluti, sem eru utan við þekkingarsvið mannsins. Að vísu gildir þetta líka um það, sem við köllum hjátrú, en mun- urinn er sá, að trúarbrögðin eru fast kerfi, sem menn játast, og jafnframt félagslegt kerfi, stofnun, ef undan eru skildar trúarhugmyndir frumstæð- ustu þjóðfélaga. Trúarbrögðin telja sig vita margt um heiminn og hinstu rök hans, sem er handan venjulegrar mannlegrar reynslu, og kunna svör við leyndardómum, sem mannleg skynsemi stendur ráðþrota fyrir.“ (Með storminn í fangið, III, Reykja- vík, 1982, bls. 85.). Sumarið 1925 mun Brynjóifur hafa verið í sfldarvinnu á Ingólfsfirði á Ströndum, en sumarið 1926 (?) við heyskap í Sölvholti í Flóa. Um haust- ið raknaði úr fyrir honum, er hann varð stundakennari við Kvenna- skólann, og tveimur árum síðar, 1928, varð hann jafnframt stunda- kennari við Gagnfræðaskólann í Reykjavík (Ingimarsskólann). Þá um sumarið, 1928, hafði hann efna- og aldursgreint sfld á Siglufirði. Til þeirra starfa réð hann Einar Olgeirs- son, sem Jónas Jónsson hafði skipað einn þriggja framkvæmdastjóra Sfld- areinkasölu ríkisins eftir stofnun hennar. Tókust á Siglufirði kynni Brynjólfs við Jón Rafnsson, sem varð einn nánasti samstarfsmaður hans upp frá því, og við Þórodd Guð- mundsson, Gunnar Jóhannsson, Að- albjörn Pétursson og Ásgeir Blöndal Magnússon. IV Þegar Alþýðusamband íslands, Al- þýðuflokkurinn, var stofnað 1916, höfðu verkalýðsfélög starfað í landinu allt að 20 ár, en nánast engin jafnaðarmannafélög, svo að sem stjórnmálaflokki var því ýmislegt að vanbúnaði. Innan þess sagði harka- lega til sín sú uppskipting á milli sósí- aldemókrata og kommúnista, sem varð í alþjóðlegu sósíalísku hreyfing- unni. Til klofnings hafði dregið í Jafn- aðarmannafélaginu, - stofnuðu fjór- um árum áður á heimili Ottó N. Þor- lákssonar, - þegar Ólafur Friðriksson var 1921 með meirihluta atkvæða út- nefndur áheyrnarfulltrúi á 3. þing al- þjóðasambands kommúnista, og eftir drengsmálið varð sá klofningur end- anlegur. í Reykjavík varð forysta fyrir vinstri sósíalistum og kommúnistum brátt Brynjólfi Bjarnasyni á höndum, en hana hafði Ólafur Friðriksson áður haft. Sagði Brynjólfur svo frá: „Eftir þessa atburði (ath. brottvísan Nathans Friedmanns úr landi 1921) fer vinstri armurinn að líta á sig sem sérstaka hreyfingu, og nú hefjast átök um stefnu hans, þó ekki fyrir alvöru fyrr en 1924... Jafnaðarmannafélagið sendir enn fulltrúa á þing Alþjóða- sambands kommúnista, 4. heimsþingið. Um þetta leyti fer Kom- intern að reyna að hjálpa til að koma hér upp kommúnistiskum andstöðu- armi. Var sendur hingað norskur full- trúi ... Stofnað var ... „Fræðslufélag kommúnista". Út á við átti það að vera opinbert fræðslufélag... En inn á við pólitískt félag... meðlimirnir voru kringum 30... Um fundi (stjórnarinn- ar) eru til framúrskarandi nákvæmar fundargerðarbækur, (ath. skrifaðar af Ársæli Sigurðssyni) ... Fræðslufé- lagið leystist upp eftir skamman tíma vegna ósamkomulags... Þá var „Jafn- aðarmannafélagið” Sparta” stofnað árið 1926 með 20 meðlimum ... „Sparta“ sótti um upptöku í Alþýðus- ambandið, en var neitað." (Saga Kommúnistaflokks Islands, fjölrit, Reykjavík, 1938, bls. 2-3). Ándhverfa málsmeðferð höfðu hægri menn, sem voru í miklum, þó ekki yfirgnæfandi, meirihluta. Fengu þeir því ráðið 1926, að Alþýðusam- band íslands, Alþýðuflokkurinn, gekk í II. alþjóðasambandið. Ári síð- ar, 1927, fékk Alþýðuflokkurinn fimm þingmenn kjörna. Gekk hann 1928 til stuðnings við ríkisstjórn Framsóknarflokksins og kom fram nokkrum umbótamálum. Vinstri menn, þá nær allir komm- únistar, hugðu þá á flokksstofnun. Sagði Brynjólfur svo frá: „í febrúar 1929 ráðast kommúnistarnir í Reykjavík í það að kalla saman ráð- stefnu kommúnista af öllu landinu. Þar mættu alls 14 fulltrúar, 5 frá „Spörtu“, 2 frá ísafirði, 2 frá Siglu- firði, 1 frá Akureyri, 1 frá Eskifirði, 1 frá Seyðisfirði, og 2 frá Vestmanna- eyjum... Deilt var um það á ráðstefn- unni, hvort ætti að skipuleggja vinstri arm innan Alþýðuflokksins ... Varð hitt ofan á, að stefna bæri beint að stofnun kommúnistaflokks ... Árin 1929 og 1930 fer fram beinn undir- búningur undir stofnun kommúnista- flokks. Vorið 1930 kom hingað full- trúi frá Komintern, félagi Langseth, til að aðstoða við þennan undirbún- ing.“ (Sama, bls. 8) Hóf Sparta í ágúst 1930 að gefa óreglulega út Verka- lýðsblaðið. Varð það málgagn kom- múnista í 6 ár ásamt tímaritinu Rétti, sem Einar Olgeirsson hafði eignast 1926 (og enn kemur út). Á þingi Alþýðusambands fslands, Alþýðuflokksins, í nóvember 1930 skiýust leiðir með hægri og vinstri armi þess, kommúnistum. í Reykja- vík 26.-29 nóvember 1930, á heimili Hauks Björnssonar. stofnuðu þeir Kommúnistaflokk íslands, og var Brynjólfur Bjarnason kjörinn for- maður hans. Deildir hafði flokkurinn í Reykjavík, Vestmannaeyjum, Húsavík, Akureyri, Siglufirði og ísa- firði. V í alþingiskosningunum 1931 bauð Kommúnistaflokkurinn fram í 5 kjör- dæmum. Á öllu landinu hlaut hann 1165 atkvæði eða um 3% atkvæða, en í Reykjavík 251 atkvæði. f aukakosn- ingum í Reykjavík 1932 fékk Komm- únistaflokkurinn 651 atkvæði. f verkalýðsmálum setti hann stofnun „ópólitísks fagsambands" á oddinn, en sums staðar úti á landi, þar sem nálega allt starf kommúnista hafði áður verið í verkalýðsfélögum, fundu þeir til einangrunar og gerðu hinum gömlu félögum sínum tilboð um sam- vinnu um þau, svo sem í Verkalýðs- sambandi Norðurlands í janúar 1931. Kommúnistaflokkurinn hélt 2. þing sitt í Reykjavík í nóvember 1932. Umræður á því bergmáluðu umræður innan Alþjóðasambands kommún- ista um afstöðu þeirra til sósíaldem- ókrata, sem mjög höfðu mótast af átökum kommúnista og sósí- aldemókrata í Þýskalandi. Ályktun- artillögu að samþykkt alþjóðasamb- andsins um sósíaldemókrata flutti Brynjólfur á þinginu og sagði síðar svo frá: „... er því haldið fram, að sósíaldemókratar séu höfuðstoð burgeisastéttarinnar á fslandi. Um þetta urðu harðar deilur á flokksþing- inu, sem stóðu dögum saman. Var Stefán Pjetursson foringi andstöðu- nnar ... að sósíaldemókratar væru höfuðstoð auðvaldsins, var samþykkt með talsverðum atkvæðamun.“ (Sama, bls. 17-18). Aðeins tveimur mánuðum síðar ícomst nazistar til valda í Þýskalandi, þ.e. gagnbylting- in. Fram eftir árinu stóðu þó deilur í flokknum að nafninu til a.m.k. um þá stefnu, sem mörkuð var í ályktun þessari. Úr honum hvarf þá Stefán Pjetursson, sem ásamt þeim Brynjólfi og Einari hafði verið helsti boðberi kommúnismans hérlendis, og ef til vill þeirra áhrifamestur í fyrstu. Alþjóðasamband kommúnista virtist þó hafa snúið við blaðinu gagnvart sósíaldemókrötum þegar í febrúar 1933, og í mars birti Verka- lýðsblaðið samfylkingarboð þess til sósíaldemókrata, og tók flokkurinn hér það upp. f bæklingi sínum 1933, Samfylkingu þrátt fyrir allt, sagði Brynjólfur: „... höfum við kommún- istar sent Alþýðuflokknum tilboð um samfylkingu, tilboð um sameiginlega baráttu í þeim málum, sem brýnust eru, eins og sakir standa ... Baráttu gegn launalækkunum, versnandi vinnuskilyrðum ... fyrir atvinnubót- um, atvinnuleysisstyrkjum og atvinnuleysistryggingum ... gegn sví- virðingu fátækralaganna, sveitar- flutningum og sultarstyrkjum ..." (bls. 3-4). Boði þessu hafnaði Alþýð- uflokkurinn, sem einblíndi á þær breytingar á kjördæmaskipun og kosningalögum, sem fram fengust á alþingi 1933. f alþingiskosningunum 1933 fékk Kommúnistaflokkurinn í öllu landinu 2.673 atkvæði (7,5%), og í janúar 1934 fékk hann í Reykjavík kjörinn bæjarfulltrúa, Björn Bjarnason, síðar stofnanda Iðju, en hafði síðri fram- gang í alþingiskosningunum 1934, að nýja fyrirkomulaginu, 3.098 atkvæði á öllu landinu (6.0%), hvort sem hann galt flokkadrátta eða bættrar stöðu Alþýðuflokksins, m.a. vegna klofnings Framsóknarflokksins. Með 10 þingmenn að baki sér gekk Al- þýðuflokkurinn til myndunar ríkis- stjórnar með Framsóknarflokknum undir forsæti Hermanns Jónassonar. Kom sú ríkisstjórn þeirra á alþýðu- tryggingum 1936 og skipulagsnefnd atvinnumála („Rauðku”) 1934, sem forgöngu hafði um hraðfrystiiðnað, en stjórnin vann ekki bót á atvinnu- leysinu. Stefnu á alþýðufylkingu tók AI- þjóðasamband kommúnista á þingi sínu í Moskvu sumarið 1935. Skömmu áður hafði Kommúnista- flokkurinn ítrekað tilboð sitt til Al- þýðuflokksins, sem hafnaði því enn, en um haustið og veturinn, 1935-’36, hlaut Kommúnistaflokkurinn nokkr- ar undirtektir úti á landi, einkum á Siglufirði og í Vestmannaeyjum, og í Háskóla fslands náðu róttækir stúd- entar undir forystu kommúnista meirihluta í stúdentaráði. Og 1. maí 1936 var í Reykjavík sameiginleg kröfuganga nær allra verkalýðsfélag- anna. Á þingi Alþýðusambands fs- lands, Alþýðuflokksins, í nóvember 1936 var samt sem áður hafnað „ein- dregið og í eitt skipti fyrir öllb sam- fylkingarboðum kommúnista. Sam- fylkingarboðin drógu þó ekki úr störfum kommúnista að uppbyggingu flokks síns, og hófu þeir útgáfu dag- blaðs, Þjóðviljans, í nóvember 1936, að miklu leyti fyrir forgöngu Einar Olgeirssonar, sem varð ritstjóri hans, en blaðamaður varð Sigurður Guð- mundsson, sem kvaddur var heim úr jarðfræðinámi í Svíþjóð. Viðhorf breyttust við alþingiskosn- ingarnar 1937. í þeim hlaut Komm- únistaflokkurinn 8,5% atkvæða og 3 þingmenn, Brynjóif, Einar Olgeirs- son og ísleif Högnason, en Alþýðufl- okkurinn 19% atkvæða og 8 þing- menn. Nokkrum vikum síðar var í Dagsbrún samþykkt (breytingar)til- laga frá formanni félagsins, Héðni Valdimarssyni, vara-formanni Al- þýðuflokksins, um upptöku samn- inga um sameiningu Alþýðuflokksins (Alþýðusambands íslands) og Kom- múnistaflokksins. Viðræður hófust þá milli flokkanna, og buðu þeir fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnar- kosningunum í Reykjavík í janúar 1938, en úrslitin ollu þeim vonbrigð- um. Um tveimur vikum síðar, 9. febrú- ar 1938, samþykkti miðstjórn Alþýð- uflokksins brottvikningu Héðins Valdimarssonar úr flokknum. Og þegar Jafnaðarmannafélag Reykja- víkur tók afstöðu með Héðni, vék sambandsstjórnin því lfka úr flokkn- um. Þótt enginn annar þingmanna flokksins styddi Héðin, naut hann stuðnings margra forystumanna hans, á meðal þeirra Péturs G. Guð- mundssonar, Sigfúsar Sigurhjartar- sonar og Arnórs Sigurjónssonar. Ásamt Kommúnistaflokknum, sem þá um leið var lagður niður, stofnuðu stuðningsmenn Héðins Sameiningar- flokk alþýðu, - Sósíalistaflokkinn, í Reykjavík 24.-27. október 1938. Héðinn Valdimarsson var kjörinn formaður hans, en Brynjólfur Bjarnason formaður miðstjórnar. VI í október 1939, réttum sex vikum eftir upphaf síðari heimsstyrjaldar- innar gerðu Ráðstjómarríkin þá kröfu á hendur Finnlandi, að það féll- ist á tilfærslu landamæra ríkjanna á Kirjálaeiði 30 mflur norður á bóginn, 30 ára umráð Ráðstjórnárríkjanna yfir Hankö-skaga, sovéskt skipalægi í Lappvík og sitthvað fleira gegn tvö- falt stærra landsvæði í sovésku Karel- íu. Þeirri kröfu hafnaði Finnland, og hófu Ráðstjórnarríkin hernaðarað- gerðir gegn því 30. nóvember 1939, sem urðu upphaf „Vetrarstríðsins” svonefnda. Mikil reiðialda reis þá gegn Ráðstjórnarríkjunum í Vestur- Evrópu, einkum á Norðurlöndum. f miðstjórn Sósíalistaflokksins flutti formaður hans, Héðinn Vald- imarsson, 2. desember tillögu að á- lyktun um samúð með Finnlandi. Til- lagan var samþykkt með 6 atkvæðum gegn 5, en var að flokkslögum áfrýjað til flokksstjórnar, þar sem hún var felld með 18 atkvæðum gegn 14, en einn stjórnarmanna sat hjá. Meiri- hluti miðstjórnar sagði sig úr flokkn- um, þeir Héðinn Valdimarsson, Arn- ór Sigurjónsson, Ólafur Einarsson, Pétur G. Guðmundsson, Þorlákur Ottesen og Þorsteinn Pétursson, (sem verið hafði framkvæmdastjóri Kommúnistaflokksins). Jafnframt gerðu andstæðingar Sósíalistaflok- ksins að honum harðari hríð en nokk- ur stjórnmálaflokkur eða samtök hafa sætt hérlendis, fyrr eða síðar.- Brynjólfur Bjarnason gekk á milli flokksmanna og skýrði mál, og komu forystuhæfileikar hans þá vel í ljós. Skýring hans á klofningi Sósíalista- flokksins mun nú þykja forvitnileg: „...þar sem flokkurinn átti að vera almennur andfasiskur flokkur, var mikið lagt upp úr stærð hans. Hins vegar lögðu þeir, sem komu úr Kommúnistaflokknum, og ýmsir aðr- ir ríka áherslu á, að hann yrði skipu- lagður sem forystuflokkur, þ.e. að hann hefði fast skipulag með ákveðn- um skyldum fyrir félaga sína og öll áhersla lögð á að gera alla starfandi; að hann yrði lýðræðisflokkur í þess orðs bestu merkingu, að það yrði fjöldinn í flokknum, en ekki nokkrir menn, sem mótuðu pólitík hans. Það er erfitt að sameina þessi tvö sjón- armið: borgaralega umbótamenn og sósíalíska byltingarmenn, og það hlaut að koma fram í þróun flokks- ins... Fyrir okkar flokki lá því tvennt: Annað hvort hlaut hann að klofna fyrr eða síðar eða það varð að takast að gera hann að heilsteyptum sósíal- ískum flokki, og þá var næstum óhjá- kvæmilegt, að úr honum kvarnaðist. Hið þriðja var ekki til.“ (Með storm- inn í fangið I, Reykjavík, 1973, bls. 77). VII Breskur her hernam fsland 10. maí 1940, en eftir að þýskur her hernam Danmörku 9. aprfl hafði Alþingi falið „ráðuneyti íslands” meðferð kon- ungsvalds og utanríkismála. Breski herinn hóf miklar framkvæmdir, og hvarf þá atvinnuleysi, sem verið hafði landlægt í áratug. Sósíalistaflokkur- inn barðist í bökkum að halda Þjóð- viljanum úti, og sumarið 1940 vann Brynjólfur Bjarnason við móttekju á Kjalarnesi ásamt Guðjóni Benedikts- syni múrara, en um sumarið 1941 fór hann í Bretavinnu, í vinnuflokk undir umsjá Sigurvins Össurarsonar, og hlóð grjótgarða að Geithálsi og Lög- bergi. f ársbyrjun 1941 gerðu verkamenn í Reykjavík verkfall. Uppskipun í höfninni stöðvaðist og framkvæmdir hersins töfðust. Hótaði herinn að senda hermenn til uppskipunarstarfa en á meðal hermanna var dreift frétt- abréfi um tildrög verkfallsins. Tók herinn 7 (?) menn höndum. Til að leysa aðra undan hegningu játuðu tveir þeirra á sig samningu og dreif- ingu bréfsins, Eggert Þorbjarnarson, síðar framkvæmdastjóri Sósíalista- flokksins, og Hallgrímur Hallgríms- son sem barist hafði í borgarastyrj- öldinni á Spáni. Varð Brynjólfi þá að orði: „Það er lífshamingja að eiga slíka félaga og vini.“ í aprfl 1941 bannaði breski herinn Þjóðviljann, handtók ritstjóra hans, Einar Olgeirsson og Sigfús Sigur- hjartarson, og blaðamann, Sigurð Guðmundsson, og flutti þá til Bret- lands. Hátíðarhöld voru bönnuð 1. maí 1941. (f nóvember 1940 varð formlegur aðskilnaður Alþýðuflok- ksins og Alþýðusambands fslands, og sat Alþýðuflokkurinn í ríkisstjóm með Framsóknarflokknum og Sjálf- stæðisflokknum). Sósíalistaflokkur- inn hóf útgáfu Nýja tímans, dagblaðs undir ritstjórn Gunnars Benedikts- sonar. Innan tveggja mánaða varð þó ger- breyting á sambúð Sósíalistaflokksins og hernámsliðsins, 22. júní 1941, þeg- ar Þýskaland réðst á Ráðstjómarrík- in. Og tveimur vikum síðar tóku Bandaríkin að sér hervernd íslands. Um þá atburði sagði Brynjólfur: „Heimsstyrjöldin, sem hófst 1939, hefur á þessu tímabili gerbreytt um eðli, eftir að Hitler réðst á Sovétríkin, eftir uppgjöf Frakklands og eftir að nazistar hafa farið eins og logi um mestallt meginland Evrópu. Þarmeð hafa líka gerbreyst öll viðhorf og verkefni allra raunverulegra verka- lýðsflokka um allan heim, einnig okk- ar flokks... Við höfum ekki breytt um skoðun á stríðinu. En stríðið hefur breyst og þess vegna höfum við breytt um afstöðu til þess... Á þessu tímabili hafa Bandaríkin gert fsland að hern- aðarbækistöð. Með samningi við Bandaríkin hefur fsland látið af hendi réttinn til allra hernaðarafnota af landinu af fúsum og frjáisum vilja. fsland áskilur sér að vísu allan form- legan rétt í þessum samningi, en á nú í raun og veru sjálfstæði sitt og þjóðart- ilveru undir náð Bandaríkjanna.” (Með storminn í fangið I, Reykjavík, 1973, bls. 104-105). f ársbyrjun 1942 náðu sósíalistar meirihluta í Dagsbrún, stærsta verka- lýðsfélagi landsins, þegar Sigurður Guðnason var kosinn formaður fé- lagsins, en í stjórn þess Eðvarð Sig- urðsson og Hannes Stephensen ásamt öðrum. Til margra verkfalla hafði í þann mund verið boðað, en ríkis- stjórnin batt að löum kaupgjald og verðlag og bannaði verkföll. Hófust þá „skæruverkföll”. Sagði Brynjólfur svo frá: „Þá var hinum almennu verkföllum aflýst, en tekin upp ný aðferð, svo kallaðurskæruhernaður. Verkamenn á einstökum vinnustöðum lögðu nið- ur vinnu, þar til atvinnurekandinn neyddist til að verða við kröfum þeirra. Þetta var almenn hreyfing undir forystu Sósíalistaflokksins... Á þennan hátt tókst að hækka kaup stórra hópa verkamanna. Kaup- þvingunarlögin urðu ónýtt papp- írsgagn...” (Með storminn í fangið I, bls. 26). Árið 1942, sem varð að lokum hið mikla þáttaskilaár í síðari heimsstyrj- öldinni, varð líka sigurár Sósíalista- flokksins. í bæjarstjórnarkosningum í janúar hlaut flokkurinn framgang, en síðan urðu tvennar alþingiskosn- ingar vegna breytinga kjördæma- skipan og kosningalögum. f hinum síðari, 18.-19. október, fékk flokkur- inn 11.059 atkvæði (18,5%) og tíu al- þingismenn kjörna, (af 52). „Það hafði skapast eins konar jafnvægisá- stand milli stéttanna. Hvorki borgar- astéttin né verkalýðsstéttin hafði afl til að sigrast á hinni. “ (Með storminn í fangið I, bls. 27). Þingflokkunum tókst ekki stjórnarmyndun og sat „utanþingsstjórn“ næstu tvö ár. Lýðveldi var stofnað 17. júní 1944, en þá hillti undir lyktir heimsstyrjald- arinnar. Um sumarið sömdu Sósíal- istaflokkurinn, Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisílokurinn um myndun ríkisstjórnar undir forsæti Ólafs Thors, nýsköpunarstjórnarinnar, sem sat á þriðja ár, ár mikilla sögu- legra tímamóta, sem jafnframt mörkuðu þáttaskil í sögu Sósíalistafl- okksins, í stjórnmálasögu íslensku verkalýðshreyfingarinnar. í henni fór Brynjólfur Bjarnason með mennta- mál en Áki Jakobsson með atvinnu- mál. Brautryðjendastarfið var á enda. VIII Úr kynnum við Brynjólf Bjarna- son, sem ná allt aftur til 1942, er margs að minnast. Að lokum skulu þó tekin upp orð Sigfúsar Sigurhjart- arsonar: „Ef ég ætti að lýsa Brynjólfi Bjarnasyni, eins og ég þekki hann, þá myndi ég gera það svona: Hann nýtur náttúrufegurðar og útivistar sem dreyminn drengur, hann skoðar fyrir- bæri efnisheimsins með augum vís- indamannsins, því þekkingarþrá er honum eðlislæg, hann ornar sér við yl frá hugsjónum um betri heim og bjartara mannlíf, og hann leitar hvfld- arlaust að leiðum til að gera hugsjón- irnar að veruleika - hann er hug- sjónamaður og raunsæismaður. (Sigurbraut fólksins, Reykjavík, 1953, bls. 385-386). Reykjavík, 25. apríl 1989 Haraldur Jóhannsson Fimmtudagur 27. aprfl 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.