Þjóðviljinn - 29.04.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.04.1989, Blaðsíða 1
Laugardagur 29. apríl 1989 80. tölublað 54. árgangur 1. MAI-BLAÐ Útvarpsráð íslenskt tal áallt barnaefni Útvarpsráð samþykkti í gær að framvegis verði sett íslenskt tal við allt efni í sjónvarpi, sem ætlað er börnum yngri en 10 ára. Er þá miðað við að efni verði talsett annaðhvort með sögumanni eða leikröddum eftir atvikum. Mynd- efni, sem svo tii einvörðungu byggir á leikhljóðum er hér und- anskilið. Einnig verði leiknir mynda- flokkar þar sem saman veröur að fara fullkomið samræmi raddar og varahreyfingar áfram útbúnir með íslenskum texta. Húsbréfin Hiksta á vöxtunum Líkuraukastá samkomulagi Þingfiokkur Alþýðubandalags- ins tekur afstöðu gegn veruiegri hækkun vaxta af húsnæðisstjórn- arlánum samkvæmt núverandi kerfi þótt hann standi með hús- bréfafrumvarpi Jóhönnu Sigurð- ardóttur að öðru leyti, og var þessi afstaða ítrekuð á þing- flokksfundi síðdegis í gær. Ragnar Arnalds sagði í gær að öll umræðan hafi snúist um hús- bréfin sjálf, og það hafi ekki verið fyrr en í vaxtabótafrumvarpinu sem kom inná þing nýverið að menn sáu að stefnt gæti verið að stórhækkun vaxta af nýjum og gömlum húsnæðislánum jafn- hliða því að gerð yrði tilraun með húsbréfakerfið. Ragnar sagði að fulltrúar Al- þýðubandalagsins hefðu ætíð haft fyrirvara um vaxtahækkanir þótt þeir greiddu götu húsbréfa og samþykktu vaxtabótakerfi. Þingflokkurinn gæti sætt sig við einhverja hækkun, uppí 4-4 Vi%, en engan veginn stökk uppí bankavexti. ks Blaðamenn Tvískiptar viðræður Stjórn, samninganefnd og trúnaðarmannaráði Blaðamannafélagsins var veitt heimild tii verkfallsboðunar á fé- lagsfundi á Hótel Borg í gær. Þá samþykkti fundurinn ályktun þar sem lýst er furðu á þvi að út- gefendur innan FÍP skuli ekki telja sig hafa sjálfstæði til samn- ingagerðar og skorað á þú að brjótast undan alvaldi VSI. Blaðamenn hafa átt í við- ræðum við útgefendur Blaða- prentsblaðanna og Dags á Akur- eyri og eru frekari samningavið- ræður fyrirhugaðar um helgina. Þá hefur verið boðaður samn- ingafundur blaðamanna og FÍP síðdegis í dag. HÍK Hefgamanaf l HIKskorar Olaf Ragnaráfund í Sóknarsalnum. Ólafur Ragnar: Reynum að semja fyrst Ég hef gaman af fjöldafundum, en það voru reyndar öðruvísi samræður sem ég átti við, sagði Ólafur Ragnar Grímsson um áskorun HÍK til hans í Þjóðviljan- um í dag, og segist ætla að athuga gang samningayiðræðna áður en hann svarar HÍK. „Fæ ekki að tala við kennara" sagði fjármálaráðherra í viðtali við Nýtt Helgarblað Þjóðviljans í gær, og taka HÍK-kennarar hann á orðinu með auglýsingu í blað- inu í dag þarsem honum er boðið til fundar í Sóknarsalnum á þriðjudag klukkan fjögur. Ólafur Ragnar sagðist í gær- kvöldi fús til samræðna við kenn- ara, en þá frekar til að reyna að ná samningum en að útvega fjöl- miðlum spennufréttir. „Ég svara áskoruninni eftir helgi" sagði Ólafur sem í gær átti óformlegan viðræðufund með Wincie Jó- hannsdóttur frá HÍK og Páli Halldórssyni formanni BHMR, „og við verðum vonandi búin að semja áður". vro SKOPUM VERDMÆTIN í fiskvinnslu Kjarasamningar Skriður á viðræðum ViðrœðurASÍ og VSÍ hafnar og á að Ijúkafyrir 1. maí. Forysta BHMR ogfjármálaráðherra hittust á óformlegumfundi ígœr. Von um að rammi að samningi náist á nœstu dögum Samningaviðræður hófust á nýjan leik í gær milli Alþýðu- sa'mbandsins og Vinnuveitenda- sambandsins eftir all langt hlé og er ætlunin að reyna að Ijúka samningum fyrir 1. maí. Fyrri hluta dagsins var varið í við- ræðum um sérmál hinna ýmsu hópa innan ASÍ, en ætlunin var að hefjast handa við hin stærri mál, launaliði og samningstíma í gærkvöldi. Þá áttu þau Páll Halldórsson, formaður BHMR og Wincie Jó- hannsdóttir varaformaður ó- formlegan fund með Ólafi Ragn- ari Grímssyni og sagði Páll eftir fundinn að það gæfi alltaf tilefni til bjartsýni þegar menn ræddu saman. Er ætlunin að þessum óf- ormlegu viðræðum verði haldið áfram og standa vonir til að takist að ná samkomulagi um ramma kjarasamnings, jafnvel á næstu dögum. Grunnurinn í viðræðum ASÍ og VSÍ er BSRB-samningurinn, en þó er ágreiningur milli aðila hvernig eigi að yfirfæra þann samning yfir á almenna markað- inn. Telur ASÍ að hækkanir samningsins eins og þær liggja fyrir eigi að koma ofan á núver- samninga aðildarfélaga en VSÍ telur að aðeins sé andi ASÍ, svigrúm til að semja um þá pró- sentuhækkun sem BSRB- samningurinn þýddi fyrir opin- bera starfsmenn eða um 9,5- 10%. Verði aðferð ASÍ notuð leiði það til mun meiri prósentu- hækkunar fyrir ASÍ-félaga. VSÍ hefur enn fremur sett ákveðin skilyrði fyrir gerð kjarasamnings, sem sambandið telur að ríkis- stjórnin eigi að uppfylla. Er þar um að ræða kröfu um að ríkis- stjórnin lækki skatta á fyrirtæki verulega auk aðflutningsgjalda. Þá vill fiskvinnslan að rekstrar- staða fyrirtækja í sjávarútvegi verði bætt, en verðbætur þær sem ríkið hefur greitt á frosinn fisk munu sennilega falla niður um næstu mánaðamót. Er flestum ljóst hversu óraunhæft það er að greiða til lengdar útflutningsbæt- Dagvistun Reykjavík Dulin hækkun vistgjalda Borgaryfirvöld sýna hug sinn til barnafólks á baráttudegi verkalýðsins Frá 1. maí verða foreldrar sem vista börn sín í leikskólum Reykjavíkurborgar að greiða aukagjald nái þeir ekki í ungviðið á slaginu 12 eða 5. Innheimt verð- ur gjald fyrir hálfa klukkustund eða kr. 600. Fyrir stóran hóp fólks þýðir þetta beina hækkun dagvistargjalda og þykir súrt í broti því ekki er liðinn mánuður frá því gjöldin voru hækkuð um 20 af hundraði. Um árabil hefur það tíðkast á leikskólum að taka tillit til vinn- utímaforeldra. Matartími manna hefst kl. 12 og stór hluti fólks lýk- ur störfum kl. 5 dag hvern. Það gefur því auga leið að það er vandkvæðum bundið að sækja börnin á slaginu og vegna þessa Fer alltaf í gönguna Ég hlusta nú ekki á barlóminn í þingmönnunum um þeirra kjör, það tæki mig hálft ár að vinna fyrir mánaðar biðlaunum þeirra, segir Vigdís Magnúsdóttir fisk- vinnslukona. Vigdís Magnúsdóttir er fimm barna móðir sem starfað hefur við fiskvinnslu í 29 ár, 20 ár í Bol- ungarvík og níu ár hjá Granda í Reykjavík. „Við hvað starfar þú Vigdís?" Ég hef unnið hér í níu ár við pökkun. Annars er ég fisktæknir með háskólagráðu. Við fengum námskeið uppi í háskóla sem gaf okkur 10% hærri laun á sínum tíma. „Hver eru kjör ykkar hér?" Kjör okkar eru nú þau að þær sem hæstar eru á taxta hafa 9000 fyrir vikuna í dagvinnu, en ég hef nú ekki náð þeirri upphæð enn því ég hef ekki unnið hér í full tíu ár. „Hvernig tekst þér að lifa á þín- um launum?" Fólk sem er orðið svona full- orðið eins og ég rétt skrimtir, en ég myndi ekki vilja vera með stórt heimili eins og hér áður fyrr. Það var nú einhvern veginn þann- ig að kröfurnar voru aðrar og það er erfitt að bera tímana saman. Maður keypti það sem hægt var ur á fiskafurðir sem fjármagnað- ar eru með erlendum lánum. Enn er ósvarað spurningunni um gengisfellingu en ljóst er að ASÍ mun setja fram stífar kröfur um kaupmáttartryggingar. phh Sjá síðu 2 Vigdís Magnúsdóttir að greiða, ekki var nú verið að taka allt með kortum og afborg- unum eins og nú tíðkast. Lágmarkslaun verkamanns í dag ættu ekki vera undir 50.000 krónum. „Vinnur þú yfirvinnu?" Já bónusinn, það er álagið sem við leggjum á okkur. Þessa viku höfum við verið þrjú kvöld til klukkan tíu í grálúðunni. Það er erfitt að viðurkenna það, en því er ekki að neita að ég finn svolítið til þreytu. „Hvað ætlar þú að gera á 1. maí?" Ég hef alltaf farið í göngu á 1. maí, nema kannski í grenjandi stórhríð, ég man þó ekki eftir að hafa sleppt þvi. eb í byggingarvinnu Lækka vömverðið! „Það mætti svo sem ýmislegt gera, það væri kannski heppi- legra að lækka vöruverð en að hækka launin um einhverjar krónur, maður sér nú aldrei neitt gagn í slíkum aðgerðum þegar vöruverðið hækkar alltaf jafnóð- um," sagði Valdimar Sigfússon í byggingarvinnu á Bráðræðisholt- inu. Hann er fjölskyldumaður sem vinnur mikla yfirvinnu til þess að endar nái saman. Valdimar Sigfússon Á póstinum Ekki með í kerfinu Eftir 18 ára starf er ég komin f efsta þrep í skalanum, þ.e. 8. þrep. Þeir mega semja eins og þeir vilja, en við fáuin enga hækk- un, segir Anna Hjörleifsdóttir póstafgreiðslukona sem varð fyrir svörum er Þjóðviljamenn bar að garði í kaffitíma hjá starfs- fólki póstsins í Ármúianum í gær. - Hvað áttu við? „Við erum ekkert með í kerf- inu þessar gömlu. Það er bara yngra fólkið sem fær hækkun, þ.e.a.s. þeir sem eru með styttri starfsaldur." - Hvernig endast þér launin? „Ég gæti ekki verið hér ef mað- urinn minn hefði ekki góðar tekj- ur því það getur enginn lifað á okkar launum og borgað það sem þarf að borga. Það er auðvitað skammarlegt." Anna Hjörleifsdóttir - Er unnin mikil yfirvinna hér á póstinum? „Það er aukavinnuskylda upp á 52 tíma á mánuði en það furðu- lega við það er að hinn leyfilegi kvóti er 50 tímar þannig að tveir tímar eru í rauninni ólöglegir. eb í Hampiðjunni Við sköpum verðmætin hefur um árabil gilt munnlegt samkomulag foreldra og fóstra um að börn séu sótt í síðasta lagi kl. 12.15 í hádegi og; 17.15 síðdeg- is. En þessu á sem sé að breyta því fyrir þenna stundarfjórðung hyggjast forráðamenn dagvistar- mála innheimta hálftímagjald. ks Mér finnst í rauninni fátt hafa breyst á þessum tuttugu árum sem ég hef unnið hér, nema þá helst það að Iðja, verkalýðsfé- lagið okkar hefur lagast. Þeir eru farnir að starfa meira með fólk- inu og veita því eftirtekt sem er að gerast í verksmiðjunum, sagði Sumarlína Ólafsdóttir trúnaðar- maður starfsfólks í Hampiðjunni, - sem man þá tíð er tónlistin úr útvarpinu átti að yfirgnæfa glam- rið í vélunum. Hver er vinnuaðstaðan? - Hér hefur nú ekki verið mikið eftirlit. Heyrnarhlífarnar komu fyrir svona tíu árum síðan, fyrir þann tíma vorum við með glamrandi músík í hátölurum sem áttu að yfirgnæfa lætin í vélunum. Reyndar voru vélarnar ekki eins margar þá. Hvernig fœrðu launin til þess að duga? - Þau duga ekkert, ég vinn aukavinnu, sé um þrif á vélum hérna hverja helgi árið um kring. Ég hef þrifið vélarnar s.l. tíu ár. Ég myndi vilja geta unnið átta tíma vinnudag og fengið mannsæmandi laun. Vélarnar eru mjög þreytandi. Við hér Sumarlína Ólafsdóttir erum að vona að það semjist sem fyrst því við höfum ekki efni á verkfalli. Við erum þó búin að samþykkja verkfall ef ekki takast samningar, en ef samningar tak- ast fáum við það sama og þeir hjá BSRB. Hvað þýðir það fyrir ykkur? - Einhver hækkun í krónutöl- um, en við hefðum viljað að það væri varanlegra. Það er svo margt sem við viljum en það gengur bara aldrei upp. Þeir sem eru í framleiðslunni ættu að vera vel launaðir en ekki þeir sem sjá um þjónustu. Það erum við sem framleiðum sem sköpum verð- mætin. - eb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.