Þjóðviljinn - 29.04.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.04.1989, Blaðsíða 3
1. MAÍ F Sigurður T. Sigurðsson Otrúlegt óréttlæti viðgengst - Ef það á að fara að skipta þjóðinni enn frekar upp en orðið er, þá nær það engri átt. Það er svo mikið óréttlæti sem viðgengst í þjóðfélaginu bæði í Iaunamálum og aðbúnaði og öllum kjara- og réttindamálum, að það er ótrú- legt. Það versta er að það vita allir af þessu misrétti, viðurkenna það allir, en ekkert gerist, segir Sigurður T. Sigurðsson, formað- ur Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði. - Launamunurinn er orðinn tvítugfaldur og ef stefnan er sú að auka hann enn frekar, þannig að þeir sem halda þjóðfélaginu uppi, eiga að sitja enn eina ferð- ina eftir og þurfa að slást á annan og harðvítugri máta fyrir sínu kaupi en aðrir launþegar í landinu, þá hljótum við að taka upp önnur vinnubrögð. Ekki síst gagnvart ríkisstjórn sem ætlar sér þessi tvískipti, að láta alla sitja við sama borð þegar á að skerða launin en hækka síðan ákveðna hópa þegar henni dettur í hug að afnema kaupránið. Þessi vinnu- brögð geta ekki gengið lengur. Það vekur óneitanlega athygli að Verkamannafélagið Hlíf, sem er eitt það stœrsta í landinu, á ekki fulltrúa íforystusveit Alþýðusam- bandsins og Verkamannasam- bandsins. - Þetta eru skilaboðin sem við fengum af síðasta þingi VMSÍ og ASI þinginu í vetur sem leið. Þeir kæra sig ekki um að hafa okkur með og auðvitað erum við ekki sáttir við slíkt. Mér skilst að þeir séu ekki sáttir við okkar mál- flutning, segja að ég tali of mikið kaffiskúramál. Það er eitthvað nýtt ef menn mega ekki segja sannleikann um stöðu launamála og það innan herbúða forystu verkalýðshreyfingarinnar. Slíkt getur varla ýtt undir árangur ef ekki má tala út um hlutina, segir Sigurður og kímir. Hver er staða hreyfingarinnar. Það virðast allir bíða, enginn er í þeirri stöðu að geta eða vilja taka af skarið. - Mitt álit er það að einhver hluti sé að bíða eftir því að rétt- lætið sem ríkti gagnvart einum hóp, gæti hugsanlega ríkt gagnvart öðrum. Þegar verið er að tala um að þröngt sé í búi og atvinnuvegirnir þoli ekki kauphækkun, þá eigi það sama að gilda fyrir Jón og séra Jón. Nú fá opinberir starfsmenn hækkun og ætli ráðherrarnir okkar bæði úr Alþýðubandalaginu og öðrum flokkum fái það ekki metið sam- kvæmt úrskurði Kjaradóms. Ef það á að leika þennan leik þá för- um við bara í hungurleik við hyskið. Við verðum að fara að taka af skarið. - Ég sé ekki aðra leið eins og staðan er núna en að Hlíf og Dagsbrún taki höndum saman og leiði þessa baráttu. Það er búið að stilla mönnum upp við vegg og það fyrir löngu síðan með eilífum yfirlýsingum um að það verði að lækka launin. Og ekki bara það, heldur hafa verið kaupránslög í gildi lengstan hluta síðasta samn- ingatímabils. Þegar þeim er síðan aflétt koma ráðherrar og halda áfram sama söngnum, það verður að lækka kaupið. Þetta eru menn með 300 þús. króna laun sem eru að tala um vandann sem stafar af launum þeirra sem hafa um 30 þús. krónur á mánuði. - Það verður að segjast eins og er að hljóðið er frekar dauft í fé- lagsmönnum. Það er að mörgu leyti skiljanlegt. Það er búið að keyra fólkið niður. Launin hrökkva varla fyrir brýnustu nauðsynjum, hvað þá afborgun- um af okurlánum vegna húsnæð- iskaupa. Fólk á ekki mikið eftir þegar það hefur þrælað allan sól- arhringinn. Þetta er vítahringur sem erfitt er að komast út úr en það verður að rjúfa hann. Matarreikningarnir eru hér svimandi háir. Þekkist trúlega hvergi annað eins í heiminum. Verkalyðsleiðtogar teknir tali á 1. maí Björn Grétar Sveinsson Baráttuhugurinn vex frá degi til dags „Fyrr í vetur var lítill hugur í fólki, það var svona hálf domm vegna ástandsins í atvinnumálum einsog það horfði við í kringum áramótin. Fólk var reiðubúið að taka tillit til efnahagsástandsins en nú er bara búið að ofbjóða því svo hrikalega að baráttuhugur þess fer vaxandi dag frá degi. Því veldur ekki síst sú óbilgirni at- vinnurekenda að fallast ekki einu sinni á að verkafólk fái samskon- ar hækkun og félagar BSRB. At- vinnurckendur geta ekki reitt sig á langlundargeð manna öllu lengur,“ sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður verkalýðs- félagsins Jökuls á Höfn á Horna- firði, í l.maí spjalli við Þjóðvilj- ann. „Við höfum haft hér tíða vinnustaðafundi og það fer ekki á milli mála að fólk er reiðubúið að slást fyrir hærra kaupi fyrst at- vinnurekendur skiija ekkert ann- að. En það er alveg ljóst að verði farið í verkföll munu kröfurnar 1L gjörbreytast, þá munum við sprengja þennan BSRB ramma í loft upp. Dagsbrúnarfundurinn lýsir móralnum vel, það er hugur í fólki. Annað er náttúrlega uppi á teningnum þar sem er atvinnu- leysi en við getum ekki beðið lengur eftir atvinnurekendum. Það hefur átt sér stað 15% til- færsla á launum frá verkafólki í þessu þjóðfélagi en þrátt fyrir það erum við reiðubúin að gang- ast inná gerð varnarsamnings einsog BSRB samningurinn er óneitanlega. Atvinnurekendur hafna jafnvel þessu og er það með eindæmum ósvífið.“ Þú átt sem sé von á því að átök geti orðið mjög hörð? „Já, ef ekki verður samið í næstu viku (l.-6.maí) stefnir í mjög harða vinnudeilu. En það væri með ólíkindum ef atvinnu- rekendur færu útí slíkt vegna þessarar lágu krónutölu. Hvað býr eiginlega að baki? Eru þeir reiðubúnir að leggja allt undir vegna 2000 króna hækkunar eða á að hrekja ríkisstjórnina frá völdum hvað sem það kostar?" Nú hefur mikið verið rœtt um kjarajöfnuð í þjóðfélaginu og að BSRB samningurinn sé á slíkum nótum. Hvernig finnst þér að best mœtti stuðla að jöfnuði? „Það er náttúrlega skref í þá átt að semja um krónutöluhækkanir. En allir taxtar Verkamannasam- Vilborg Þorsteinsdóttir Viljum sömu réttindi og BSRB „Við í verkalýðshreyfingunni verðum að sækja fram að því marki að fá það sama og BSRB fékk í samningum sínum við rík- ið. Þetta er ný og annarskonar staða en yfirleitt áður þegar hin almenna verkalýðshreyfing hefur gengið á undan í kjaradeilum og samið en samningar ríkisins og BSRB siglt síðan í kjölfarið,“ sagði Vilborg Þorsteinsdóttir, for- maður Verkakvennafélagsins Snótar í Vestmannaeyjum, í sam- tali við 1. maí blað Þjóðviljans. Vilborg kvaðst eiga von á því að það þyrfti jafnvel að fara í hart til þess að ná þessu fram en þær Snótarkonur væru ekki búnar að ræða baráttuaðgerðir til hlítar. Hún ætti ekki von á öðru en að þær tækju þátt í aðgerðum sem almenn samstaða væri um í verkalýðshreyfingunni en þær myndu ekki „draga vagninn eins- og í fyrra.“ Finnst þér að verkalýðshreyf- ingin eigi að taka virkari þátt í almennri umrœðu og stefnu- mótun ( þjóðfélaginu? „Það er vitaskuld verið að ræða slíka hluti í röðum hreyfingarinn- ar en það er spurning hvers megnug hún sé til að auka umsvif sín í þjóðfélaginu þegar hún á mikið óunnið á þeim vettvangi sem hún hefur þegar haslað sér völl á. Þar á ég td. bara einfald- lega við jafnrétti á milli fólks sem vinnur sörnu eða afar svipaða vinnu en er annarsvegar í BSRB og hinsvegar í verkalýðsfélögum. Það er sláandi hve mikill munur er á ýmsum grundvallarréttind- um fólks í þessum félögum og það er afar brýnt verkefni að félagar í verkalýðshreyfingunni öðlist sama lífeyrisrétt, fæðingarorlof og veikindarétt og félagar í BSRB. Þetta er hið nærtæka verkefni þótt vitaskuld sé einnig brýnt að hreyfingin sé með á nót- unum í umræðu td. um Evrópu- bandalagið og hugsanlega flutn- inga vinnuafls milli landa og því hvernig skipta eigi síminnkandi þjóðarköku." Hvernig horfir ástand atvinnu- mála við fólki í Vestmannaeyj- um? „Það hefur verið næg vinna í Eyjum alveg frá því í haust, meira að segja yfirvinna á köflum í fyrsta skipti í mörg ár. En það eru ýmsar blikur á lofti í þeim efnum, það er rætt um vélvæðingu í fisk- vinnslunni og gámaútflutningur ferskfisks hefur verið einna mest- ur frá Vestmannaeyjum. Einnig eru menn alltaf að velta fyrir sér hagkvæmninni af frystitogurum. Þetta þrennt veldur því að verka- fólk sem veltir þessum málum fyrir sér er nokkuð uggandi um atvinnu sína. Setji maður sig í al- gjörar svartsýnisstellingar þá blasir bara auðnin við vegna tækniþróunarinnar. Menn hafa sagt sem svo að verkamenn hafi einnig fyllst böl- móði þegar tæknin leysti skófl- una af hólmi en þá hafi þeir ein- faldlega farið að gera eitthvað annað. En það er bara ekki um svo auðugan garð að gresja í at- vinnumálum í svona sjávarplássi einsog Vestmannaeyjum. Hér er fiskvinnslan undirstaða alls. En þetta er kannski svartagallsraus á 1. maí. Égbiðykkurfyrirkveðjur til íslensks verkafólks í tilefni dagsins!" ks bandsins eru svo lágir að það er ekki rætt um að jafna kjör manna sérstaklega innan þess. Hitt er svo annað mál að til lengri tíma litið mætti ná fram jöfnuði í þjóðfélaginu með tilstyrk ríkis- valdsins, td. í gegnum trygginga- kerfið og skattakerfið. Verka- lýðshreyfingin þarf að hafa hönd í bagga með þessu, ég nefni ma. upptöku virðisaukaskatts um áramótin í 2-3 þrepum, nýtt skattaþrep á hátekjufólk og hærri skattleysismörk lægri tekna. En tímaskortur veldur því að þetta er ekki í deiglunni nú í augnablikinu heldur skammtíma- samningur á sömu nótum og BSRB samningurinn. Síðar mun- um við leggja meiri vinnu í skatt- amálin.“ En hvernig metur þú stöðu og hlutskipti verkalýðshreyfingar- innar í þjóðfélaginu, svona burtséð frá vinnudeilu augna- bliksins? „Verkalýðshreyfingin er lif- andi afl í samtímanum þótt vita- skuld megi færa eitt og annað í betra horf. Hún mætti til dæmis ■ leggja mun meiri vinnu í stefnu- markandi atriði sem ná til lengri tíma. Og skipulagslega er hún ékki nógu sterk. Samsetning vinnuhópa hefur breyst gríðarlega á örfáum árum en menn hafa ekki lagað sig nægi- lega vel að þeirri staðreynd. Það verður stöðugt flóknara mál að ná samstöðu þótt fáránlegt sé að túlka öll skoðanaskipti sem grundvallarágreining eða jafnvel klofning. Verkafólk er enn stéttvíst eins- og Dagsbrúnarfundurinn sýnir, þar fylla menn kvikmyndahús kl. 1 á virkum degi. Þetta höfum við einnig reynt hér í minni sveit og fyllt félagsheimili í miðjum vinnutíma á rúmhelgum dögum. Það má ef til vill segja að hjá verkalýðshreyfingunni snúist umræðan of mikið um baráttu- mál líðandi stundar og að meiri gaum þyrfti að gefa framtíðarsýn, auknum jöfnuði og skiptingu þeirra verðmæta sem verkafólk skapar með vinnu sinni. Það er fáránlegt að fjármagnseigendur á gráa markaðinum, í bönkum og einnig í verkalýðshreyfingunni skuli vera þeir einu í þessu þjóðfélagi sem hafa allt sitt á hreinu." Eitthvað að lokum? „Já að lokum vil ég óska ís- lensku verkafólki til hamingju með baráttudaginn!“ ks ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 SUMARTÍMI Vinsamlega athugið að skrifstofur okkar verða opnar frá kl. 8:00 til kl. 16:00 frá 2. maí nk. SAMVINNU TRYGGINGAR ARMULA3 1 Ragnhildur Guðmundsdóttir Kjarasamningar em eilífðarmál Ástásðan er m.a. sú að við erum að rembast við að halda uppi bændaþjóðfélagi, sem að stórum hluta er tóm endaleysa. Ég held að það hljóti að vera krafa okkar númer eitt að ná niður verðlagi á matvörum. Við getum ekki hald- ið uppi einhverri tilbúinni „bændastétt“ hér á íslandi með því að banna innflutning á kjúk- lingum, eggjum og kartöflum. Þessar greinar eru ekki neinn landbúnaður heldur framleiðslu- iðnaður. Það eru örfáir aðilar sem gína yfir markaðnum og hafa allt sitt á þurru. Það verður að snúa þessari öfugþróun við. - Á okkar félagssvæði eru núna um 150 manns án atvinnu og það er mun verra ástand en þekkst hefur um langt árabil. Það vekur þó sérstaka athygli að þetta slæma atvinnuástand er í allt öðr- um greinum en áður hefur þekkst. Það er ekki bágborið ástand í venjulegri verkamanna- vinnu, fiskvinnslu eða hafnar- vinnu, heldur fyrst og fremst í þjónustugreinum. Það var tíma- bundið atvinnuleysi hjá okkur í vetur vegna gæftaleysis, en það hefur allt blessast. Ég veit ekki hvernig hlutirnir þróast, en eins og ástandið hefur verið síðustu misserin bæði á vinnumarkaðin- um, innan verkalýðshreyfingar- innar og ekki síst um vinnubrögð stjórnvalda gagnvart launafólki, þá get ég ekki verið bjartsýnn, segir Sigurður T. Sigurðsson. -Ig- - Ástandið í dag leggst ekkert of vel í mig en hins vegar er það undir okkur sjálfum komið hvernig við stöndum að undir- búningi næstu kjarasamninga. Það er verkefni sem við þurfum að snúa okkur að strax en ekki einhvern tíma í sumar og þýðir ekki að slá slöku við í þeim efn- um. Það segir sig nefnilega sjálft að það gengur ekki að fólk þurfi að þræla myrkranna á milli til að hafa í sig og á og geti ekki lifað mannsæmandi lífi í þjóðfélagi sem við kennum við velferð", segir Ragnhildur Guðmundsdóttir formaður Félags íslenskra síma- manna og varaformaður BSRB. Þó að kjarasamningur BSRB við ríkið hafi verið notaður sem viðmiðun við gerð kjarasamn- inga hjá öðrum stéttarfélögum er ýmislegt í honum sem formaður Félags íslenskra símamanna er ekki ánægð með og sem brýnt verður að taka til endurskoðunar þegar undirbúningsvinna hefst á fullu við gerðs nýs kjarasamnings á grunni þess sem nýlega var gerður og samþykktur hjá að- ildarfélögum BSRB. - Að sjálfsögðu var BSRB- samningurinn skref framá við en að mínu mati og margra annarra eru kjarasamningar eilífðarmál sem taka í raun aldrei enda. En núverandi samningur hefur þann kost að hann opnar möguleika á því að búa til nokkurn veginn tryggan grunn til að byggja næstu kjarasamninga á. En ef einhver árangur á að nást í haust verðum við að hefjast handa strax en ekki geyma það til síðsumars því það er svo geysilega margt sem við þurfum að huga að áður en kem- ur að næstu samningalotu, jafn- framt því sem við verðum að ganga staðfastlega fram í því að ríkisstjórnin standi við þau loforð sem hún gaf þegar við samþyk- ktum að ganga til samninga við ríkið. - Þá finnst mér að verkalýðs- hreyfingin eigi að láta mun meira til sín taka við mótun þjóðfélags- ins frá því sem nú er því það er mjög margt sem þarf breytinga við. Ennfremur finnst mér það algjör óhæfa að fjármagns- eigs-endur geti makað krókinn á meðan við hin þurfum að herða sultarólarnar svo ekki sé talað um auðsöfnun til sífellt færri aðila sem bitnar í auknum mæli á landsbyggðinni. Landsmenn eiga að hafa jöfn tækifæri til menntunar og atvinnu án tillits til búsetu en þetta hefur raskast til muna eftir því sem fjármagnið hefur streymt í æ ríkara mæli hingað á suðvesturhornið frá undirstöðuatvinnuvegunum. - Á mánudaginn er 1. maí og hann er í mínum huga fyrst og fremst baráttudagur en ekki há- tíðisdagur. Jafnframt er hann dagur samstöðu þar sem fólk kemur saman til að sýna félags- legan þroska og berjast fyrir bættum kjörum og fylgja því síð- an fast eftir með öllum tiltækum ráðum“, sagði Ragnhildur Guð- mundsdóttir. -grh Sjómannadagssamtökin eiga héifrar atdar starfað baki. Meöal heistu baráttuméía þeirra, er aö minnast sjómanna sem farast afslysförum, vinna að slysavömum a sjó og búa sjómönnum, sem öörum öryggi a æv:kvoidinu. Vistmenn víðsvegar að af landinu hafa notið athvarfs og umönnunar á Hrafnistuheimiíunum í fíeykjavtkog Hafnarfirði. Sjomannadagssamiökin hafa.ávailt verið / forysiu i bvocinau dvaiarh&mua Og enn heldur starfid afram. Markviss endurnýjun fer nú fram a Hrafnistu í Reykjavík. í nóvember veröa teknar i notkun 28 verndaðar þjónustuíbúdir við Naustahlein, í næsta nágrenni vid Hrafnistu i Hafnarfirði. Þessar íbúðir sem hinar fyrri við Boðahlein njota þjónustu og öryggis dag og nótt frá Hrafnistuheimilinu. Á komandi sumri verður hafist handa um byggingu slíkra íbúöa á vesturloð Hrafnistu i Reykjavík. Þörfin fyrir fleiri dvalar- og hjúkrunarheimili fyrir aldraða með nútíma þjónustu er síst minni nú en áður. svo er einnig um sjúkrarými aldraðra. Verndaðar þjónustuibuðir eins og samtök okkar byggja, draga úrþessari þörf, enda fylgja þeim þjónusta og öryggi. Hagnaður Happdrættis DAS rennur oskiptur til velferðarmala aldraðra. Miði í Happdrætti DAS er framlag i þagu allra landsmanna - fyrr eða síðar. Eflum stuðnina við aldraða. Miði á mann fytir hvem aldraðan

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.