Þjóðviljinn - 03.05.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.05.1989, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 3. maí 1989 80. tölublað 54. árgangur Fossvogsdeilan Hefnd Davíðs til vansæmdar DeilurReykjavíkur og Kópavogs um Fossvogsbraut verða ekki leystar með einhliða aðgerðum, segir Sigurjón Pétursson Borgarráð Reykjavíkur sam- þykkti samhljóða á fundi í gær að mótmæla einhliða upp- sögn bæjarstjórnar Kópavogs á samningi Reykjavíkur og Kópa- vogsbæjar um land undir hugsan- iega Fossvogsbraut. Hefrndarað- gerðir Davíðs Oddssonar með neitun á framlengingu á samningi sveitarfélaganna um sorphirðu voru ekki ekki lagðar fyrir borg- arráð á fundinum í gær, en Sigur- jón Pétursson lagði fram bókun, þar sem segir að „slíkar hefndar- aðgerðir framkvæmdar í fljót- ræði og af vanstillingu séu Reykjavíkurborg til vansæmdar, verði þær staðfestar af meirihluta borgarstjórnar". Heimir Pálsson, forseti bæjar- stjórnar Kópavogs, sagði í sam- tali við Þjóðviljann í gær, að það væri stórpólitískt alvörumál ef þjónustusamningum milli sveit- arfélaga væri fyrirvaralítið sagt upp í hefndarskyni út af ósícyldum málum. Þegar svo við bættist að um öryggismál íbúanna eins og heitt vatn eða brunavarnir væri að ræða, eins og Davíð Oddsson hefði látið í veðri vaka, þá væri um svo alvarlegt mál að ræða að spurning væri hvort lög- gjafarvaldið þyrfti ekki að grípa inní til þess að tryggja öryggi íbú- anna. Heimir sagði hins vegar að Kópavogsbúar væru fullfærir um að Íeysa sín sorphirðumál sjálfir, og þegar væru hafnar athuganir á því, hvernig þeim málum yrði best fyrir komið. Verður meðal annars gerð gaumgæfileg athug- un á því, hvort ekki sé fram- kvæmanlegt að hefja flokkun sorps í heimahúsum. Ákveðið fyrirtæki hefði þegar boðist til þess að taka við öllum pappírsúr- gangi frá Kópavogi, og breyta honum í pappírsmassa. Heimir sagði að ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogs hefði ekici þurft að koma neinum á óvart, hún væri efnislega sam- hljóða þeirri ályktun sem bæjar- stjórn hefði gert um málið fyrir 10 árum, þegar hugmyndum um Fossvogsbraut var hafnað af Heimir Pálsson: Höfum ekki leyfi til að loka augunum fyrir nýrri þekk- ingu um umhverfismál við skipulagningu borgarinnar. Ljósm. Jim Smart. hálfu Kópavogs. „Með uppsögn þessa hluta samningsins erum við að árétta að þessi dalur sé ekki lokaður fyrir öllu skipulagi um alla framtíð. Við teljum líka að upphaflegu forsendurnar fyrir Fossvogsbraut séu brostnar, þar sem hugmyndin um framíeng- ingu hennar um Elliðaárdalinn upp á Suðurlandsveg hefur verið lögð á hilluna. Þá teljum við ekki síður mikilvægt að taka tillit til breyttrar þekkingar og breyttra viðhorfa til umhverfismála frá því hugmyndin um Fossvogsbraut var sett fram 1964. Við höfum ekki leyfi til þess að láta sem sú þekking sé ekki fyrir hendi," sagði Heimir Pálsson. AUir stjórnmálaflokkar í Kóp- avogi, Fossvogssamtökin, íþrótt- afélögin í Kópavogi og fleiri aðil- ar munu standa fyrir baráttufundi um verndun Fossvogsdalsins í Snælandsskóla næstkomandi laugardag kl. 14. Borgarráð Reykjavíkur sam- þykkti á fundi sínum í gær að Reykjavíkurborg beitti sér fyrir könnun á þýðingu Fossvogs- brautar fyrir umferðarkerfi höf- uðborgarsvæðisins og áhrif henn- ar á umhverfi Fossvogsdalsins. Samþykktin var gerð með at- kvæðum meirihlutans, án mótat- kvæða. -ólg Isafjörður Tímamót í safnaöarstarfi Safnaðarstjórn borin ofurliði íalmennri atkvœðagreiðslu um staðsetningu nýrrar kirkjubyggingar. 75% á móti en aðeins 25 % með. Framhaldsaðalfundursafnaðarins á sunnudag Hugmyndum stjórnar ísafjarð- arsafnaðar að byggja kirkju á lóð fyrir framan nýja Fjórðungs- sjúkrahúsið í stað þeirrar gömlu sem skemmdist illa f eldi sumarið 1987, var hafnað í almennri at- kvæðagreiðslu safnaðarins um málið á laugardag. Af þeim sem greiddu atkvæði voru 75% á móti en aðeins 25% með. Þessi atkvæðagreiðsla markar að mörgu leyti viss tímamót í safnaðarstarfi innan kirkjunnar því hingað til hefur það verið lenska að stjórn viðkomandi safnaðar hafi úrslitavald í málefn- um hans en ekki að deiiumál séu útkljáð með lýðræðislegum kosn- ingum. Svo eicki sé minnst á fyrir- hugaðar staðsetningar annarra bygginga í öðrum sveitar- og bæjarfélögum sem deildar meiningar eru um hvar eigi að vera. Á kjörskrá voru 2076 og þar af greiddu 1169 atkvæði. 290 sögðu já en 896 nei og 10 seðlar voru auðir. Að sögn Gunnlaugs Jónas- sonar formanns sóknarnefndar ísafjarðarsafnaðar verður fram- haldsaðalfundur safnaðarins á sunnudag þar sem fjallað verður um niðurstöðu kosningarinnar og spáð í framhaldið. Gunnlaugur sagði að það hefði verið ljóst frá byrjun að skiptar skoðanir væru innan safnaðarins um staðsetn- ingu nýrrar kirkju en það hefði þó komið honum á óvart hversu mikill munurinn hefði verið. Hann sagðist búast við fjöl- mennum safnaðarfundi á sunnu- daginn í ljósi þess hversu margir hefðu teícið afdráttarlausa af- stöðu í málinu. Ljóst er að söfnuðurinn er margklofinn í afstöðu sinni til kirkjumálsins. Sumir vilja láta endurbyggja gömlu kirkjuna, aðrir að hún verði rifin og ný byggð á grunni hennar og svo eru þeir til sem vilja láta reisa nýja kirkju inní Firði. -grh 1. maí, dagur samstööu og samninga. Á bls. 3 er fjallað um samn- ingana og viðbrögð við þeim. Á bls. 4-5 eru samningarnir birtir ásamt yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar og bókunum. Þar eru líka fleiri myndir eftir Jim Smart frá baráttudegi alþýðu, 1. maí.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.