Þjóðviljinn - 03.05.1989, Síða 2

Þjóðviljinn - 03.05.1989, Síða 2
FRETTIR Pjónusta Þjónustu- samband stofnað Fjögur stéttarfélög aöilar að stofnun landssambandsins með 1400félagsmenn - Menn áorka afskaplega litlu svona hver í sínu horni en sam- eiginlega höfum við mun meiri möguleika til að efla og styrkja félögin, bæði út á við gagnvart viðsemjendum, ríkisvaldi og öðr- um og einnig inn á við í verkalýðs- hreyfingunni, innan ASÍ, en þar hafa lítil félög með beina aðild átt á brattann að sækja. Tilgangur- inn með stofnun Þjónustusam- bandsins er einkum sá að skapa okkur samstarfsgrundvöll hlið- stætt og er hjá öðrum landssamb- öndum, sagði Sigurður Guð- mundsson nýkjörinn forseti Þjón- ustusambands íslands. Þann 1. maí var haldinn stofn- fundur nýs landssambands starfs- fólks í þjónustugreinum, Þjón- ustusambands íslands. Aðilar að stofnun þess voru Félag starfs- fólks í veitingahúsum, Félag framreiðslumanna, Félag ís- lenskra kjötiðnaðarmanna og Fé- lag hárgreiðslu- og hárskera- sveina. Innan tíðar er búist við að Félag matreiðslumanna gerist að- ili að landssambandinu auk hinna ýmsu stéttarfélaga í ferðaþjón- ustu. Nú þegar eru félagsmenn hins nýja landssambands um 1400. Að sögn Sigurðar Guðmunds- sonar hefur hugmyndin að stofn- un landssambands starfsfólks í þjónustugreinunum verið til í hartnær tvo áratugi, en það var ekki fyrr en á síðasta ári sem skriður komst á málið. Aðspurð- ur hvað hafi ráðið úrslitum um stofnun landssambandsins núna sagðist Sigurður ekki vera í neinum vafa um að það hafi fyrst og fremst verið slæmt atvinnu- ástand innan þjónustugreinanna. Bókmenntir Myndarleg hersýning Nýstárleg ráðstefna Aldraðir sýna æ meiri áhuga á samvinnu og samstöðu. Hér æfir fólk í Félagi áhugamanna um íþróttir aldraðra í takt, og um helgina voru stofnuð Landssamtök aldraðra. Eldri borgarar Landssamband aldraðra 10 félög sameinast á Akureyri í júní Laugardaginn 29. apríl var haldin ráðstefna eldri borgara þar sem samþykkt var tillaga um stofnun Landssambands félaga eldri borgara. Ráðstefnuna sóttu fulltrúar frá 10 félögum aldraðra víðvegar að af landinu. Tillaga að lögum Landssambands aldraðra var lögð fram og verður hún tekin fyrir á stofnfundi sem að öllum líkindum verður haldinn á Akur- eyri 19. júní næstkomandi. Ráðgert er að samtökin stuðli að samvinnu félaga aldraðra og komi fram fyrir hönd þeirra gagnvart Alþingi, ríkisstjórn og öðrum sem hafa með málefni aldraðra að gera fyrir landið í heild. Hópur fólks sem komið er á efri ár hefur verið nokkuð af- skiptur í umræðum um velferð- armál miðað við ýmsa aðra hagsmunahópa. Með stofnun Landssambands .aldraðra er von til þess að þetta breytist, því víðs- vegar á landinu hafa nú verið stofnuð félög eldra fólks sem öll hafa það að markmiði að gera efri árin sem léttbærust og ánægju- legust. Guðríður Ólafsdóttir fram- kvæmdastjóri Félags eldri borg- ara í Reykjavík sagði í samtali við Þjóðviljann að það væri margt sem þyrfti að lagfæra varðandi málefni eldra fólks, t.d. er óger- legt að lifa á núverandi ellilífeyri. Guðríður lagði einnig áherslu á félagslega þáttinn, því við starfs- lok hendir það marga að verða viðskila við vinnustað, vinnufé- laga og stéttarfélag sitt. Ein- manaleiki og leiði veldur heilsu- tjóni og jafnvel ótímabærum dauða. Húsnæðismálin eru einnig mikið vandamál, en æskilegt er að fólk geti sem lengst lifað eðli- legu og sjálfstæðu lífi í eigin hús- næði. eb Þingið Skáldskaparmál sem haldið var frá föstudagskvöldi og fram á sunnudagskvöld tókst vel. Alls voru haldnir átján fræðilegir fyrirlestrar um íslenskar forn- bókmenntir, sögur og kvæði, og sátu hátt á annað hundrað manns undir þeim. „Okkur fannst allt ganga af- skaplega vel,“ segir Gísli Sigurðs- son, einn forsvarsmanna ráð- stefnunnar. „Þátttakan var þref- alt meiri en við var búist. Við þykjumst hafa staðfest að í landinu sé ennþá fullt af fólki sem hefur áhuga á rannsóknum á ís- lenskum fornbókmenntum, og einnig að hér sé margt fólk sem er að rannsaka þessar bókmenntir á nýstárlegan og frjóan hátt. Það þyrfti að halda svona þing árlega til að taka púlsinn á fræðunum." Margar skemmtilegar kenn- ingar voru settar fram í erindum á ráðstefnunni. Skáldskapargildi dróttkvæða var endurmetið, grunnur lagður að nýrri aldurs- greiningu Islendingasagna m.a. út frá kenningum um skáldsögur svo fátt eitt sé nefnt. í haust verða erindin gefin út í nýju tímariti sem á að heita Skáldskaparmál. SA Vertíðin Sú besta í nokkur ár Vertíðin í ár er ein sú albesta sem komið hefur undanfarin ár og eru margir bátanna búnir eða langt komnir með kvóta sína. Svo getur farið vegna 10% sam- dráttar í botnfiskveiöum að lítið verði afgangs í haust og því minna um atvinnu í mörgum sjávar- plássunum en nú er. Aflahæsti báturinn á vertíðinni er Þórunn Sveinsdóttir VE sem um mánaðamótin var búin að fá um 1708 tonn og sló þar með 19 ára gamalt landsmet Grindvík- ings sem var 1704 tonn. Að sögn Hilmars Rósmundssonar for- manns Útvegsbændafélags Vest- mannaeyja er þetta búið að vera alveg hörkuvertíð. Sömu sögu höfðu heimildar- menn Þjóðviljans að segja frá Grindavík og Þorlákshöfn. í Grindavík er Vörður ÞH afla- hæstur með tæp 1000 tonn. í Þor- lákshöfn hefur Jóhann Gíslason aflað mest eða um 1500 tonna. -grh Stúka á KR - völlinn Nú nálgast óðum sá tími þegar keppnistímabilið í knattspyrnu hefst fyrir alvöru og til að bæta vallaraðstöðuna við Frostaskjól og auka verulega fjölda áhorfenda á heimaleiki KR í sumar hefur stjórn félags- ins ráðist í byggingu stúku sem fullbúin mun taka 2000 manns í sæti. Jafnframt mun veitinga- og salernisaðstaða verða bætt verulega. Auk þess er verið að reisa vegalega klukku við enda vallarins. Hungurvaka A hádegi í dag miðvikudag 3. apríl efnir hópur framhaldsskól- anemenda til tveggja sólarhringa hungurvöku í eða við fjármála- ráðuneytið og er hún til stuðnings kjarabaráttu kennara. Nemend- urnir vilja að deiluaðilar setjist að samningaborðinu strax jafnframt því sem þeir vilja fá að vita hvað bíður þeirra á næstunni. Þá krefj- ast þeir þess að því verði bjargað sem bjargað verður svo skólaárið verði ekki ónýtt hjá þeim 14 þús- und framhaldsskólanemendum sem bíða þess eins að fá að ljúka námi vetrarins. Útgáfustarfsemi í Frakklandi Belgísk - franski rithöfundurinn Hubert Nyssen flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspeki- deildar Háskóla íslands mánu- daginn 8. maí klukkan 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn fjallar um útgáfustarfsemi í Frakklandi og verður fluttur á frönsku. Helstu upplýsingum um útgáfustarfsemi Nyssens verður dreift í fjölriti og umræður að fyrirlestrinum loknum fara fram á ensku. Plasteinangrun og Sæplast sameinast Stjórnir Plasteinangrunar hf. og Sæplasts hf. hafa ákveðið að sam- eina félögin. Sæplast mun kaupa öll hlutabréfin í Plasteinangrun hf. en lætur í staðinn 35% hlut í Sæplasti hf. og verður fram- kvæmdastjóri Sæplasts jafnframt framkvæmdastjóri Plasteinangr- unar hf. Ástæður sameiningar- innar er þær ma. að bæði félögin framleiða vörur fyrir sömu kaup- endur, rekstrarvandi fiskvinnslu og útgerðar sem hefur haft í för með sér samdrátt og veruleg van- skil. Þannig afskrifuðu fyrirtækin samtals tæplega 20 miljónir króna af útistandandi kröfum um síðustu áramót. Við sameining- una verður rekstur fyrirtækjanna endurskipulagður sem mun hafa í för með sér margvíslegar aðgerð- ir ss. uppsagnir og fækkun starfs- manna og sölu eigna. Með þessu móti teljaforráðamenn fyrirtækj- anna að takist að skapa öflugt og traust fyrirtæki. Next Stop á Borginni í kvöld klukkan 22 gengst Next Stop hreyfingin fyrir tónleikum á Hótel Borg. Markmið hreyfing- arinnar eru bætt samskipti austurs og vesturs, friðarhugsjón og umhverfisvernd. Tónleikarnir eru liður í undirbúningi að þátt- töku íslenskra ungmenna í för 5 þúsund Norðurlandabúa til So- vétríkjanna í haust. Á tónleikun- um koma fram hljómsveitirnar Risaeðlan sem leikur bræðing af klassík og rokki, Kátir piltar sem er þekkt af öllu öðru en ólund og hefðbundinni sviðsframkomu og Sniglabandið sem fremur bifhjól- arokk af djúpri útlifun og ómældri kostgæfni. Bókageriarmenn styija BHMR Á nýafstöðnum aðalfundi Félags bókagerðarmanna var samþykkt að lýsa yfir stuðningi við kjara- baráttu BHMR. Jafnframt er óbilgirni fjármálaráðherra að neita svo dögum skiptir raunhæf- um og efnislegum samningavið- ræðum við BHMR, harðlega fordæmd. Aðalfundurinn sam- þykkti að veita BHMR 50 þúsund króna stuðning í yfirstandandi vinnudeilu,_____________ SÍS og Gulli í eina sæng í gær tók til starfa nýtt hlutafélag í fataiðnaði sem tekur við rekstri fataverksmiðj unnar Gefjunar og Saumastofunnar Sólarinnar hf. (Kamabæjar) Nýja fyrirtækið ber nafnið Sólin - Gefjun og eru eigendur þess að jöfnu Samband íslenskra samvinnufélaga og hlut- hafar Saumastofunnar Sólarinn- ar hf. Fataverksmiðjan verður til húsa að Nýbýlavegi 4 í Kópavogi og verða starfsmenn 22 og koma jafnmargir frá hvoru fyrirtæki fyrir sig. Til þessa samstarfs er stofnað vegna erfiðleika í iðnað- inum og til þess að styrkja ís- lenska fatagerð. Kirkjudagur aldraðra Á ári aldraðra 1982 var uppstign- ingardagur valinn kirkjudagur eldra fólks í landinu í samráði við Ellimálanefnd Þjóðkirkjunnar. Upp frá því hefur kirkja íslands yfirleitt helgað eldra fólkinu þennan dag. Hefur það sums staðar tekið þátt í guðsþjónustu með því að lesa texta dagsins og jafnvel stigið í stólinn. Einnig hefur það, þar sem farið er að æfa kóra, annast kirkjusönginn og færist það í vöxt. Kirkjudagur aldraðra nýtur sífellt meiri vin- sælda, bæði eldri og yngri og skipar orðið virðulegan sess í þeim söfnuðum þar sem svona starfsemi verður við komið. Bannað yngri en 14 ára Vinnueftirlit ríkisins hefur látið semja og gefið út reglur um bún- að vélknúinna garðsláttuvéla og annað sem varðar öryggi við noktun þeirra. Þær taka gildi 1. maí. í reglunum um garðsláttu- vélar og einöxla garðyrkjuvélar eru ákvæði um, að nauðsynlegar öryggis- og noktunarleiðbeining- ar á íslensku skuli fylgja með vél- knúnum garðsláttu- og garð- yrkjuvélum þegar þær eru seldar eða afhentar. I leiðbeiningunum skal ma. koma fram að börn innan 14 ára aldurs má ekki ráða til að stjórna hættulegum, vél- knúnum tækjum af þessu tagi. 2 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudatfur 3. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.