Þjóðviljinn - 03.05.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.05.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Fjármálaráðherra Engin holskef la Eg er mjög ánægður með þessa niðurstöðu í samningum ASÍ og VSI. Hún felur í sér víðtækan stuðning við meginatriði þeirrar launastefnu sem mótuð var af okkur og fjölmörgum samtökum launafólks, sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra við Þjóðviljann í gær. Hann sagði fara fjarri að þetta væri einhver holskeflusamningur og að um töluverðar leiðréttingar væri að ræða fyrir þá lægst- launuðu. Fjármálaráðherra varði ráð- stafanir og skuldbindingar ríkis- stjórnarinnar vegna samningsins, þær hefðu greitt götu samnings- gerðar og væru þar að auki til hagsbóta fyrir atvinnulíf í landinu. Afnám vörugjalds og hækkun jöfnunargjalds kæmu íslenskum iðnaði til góða og væri vel rétt- lætanlegt að sjá á bak 100 miljón- um úr ríkissjóði vegna þessa. Er- lendi lántökuskatturinn hefði á sínum tíma gegnt því hlutverki að sporna við þensluskapandi lán- tökum. Fyllilega réttmætt væri að leggja hann niður við núverandi aðstæður. Og lækkun skatts af verslunar- og skrifstofuhúsnæði væri fyrst og fretnst vegna erfið- leika landsbyggðarverslunar. ks Forsœtisráðherra Hagstæöir samningar Þetta eru tvímælalaust hag- stæðir kjarasamningar og engin nauðsyn að grípa til sér- stakra efnahagsráðstafana vegna þeirra. Og þótt það sé ljóst að launahækkanir uppá 10-12 af hundraði er meira en illa staddir útflutningsatvinnuvegir þola þá segir það sig sjálft að miklu verra hefði verið að fá verkföll og þau vandræði sem þeim fylgja, sagði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra við Þjóðviljann í gær og viðræðuefnið var vita- skuld mál málanna eða 1. maí samkomulag ASÍ og VSÍ. Forsætisráðherra sagði fylli- lega réttmætt að létta ýmsum sköttum og gjöldum af fyrirtækj- um sem ættu undir högg að sækja samhliða gerð þessara kjara- samninga. Staða samkeppnisiðn- aðar hefði síst batnað að undan- förnu, ferðamannaþjónustan væri á mörkum þess að standa sig og allir vissu hvernig gengi í versl- un, ekki síst úti á landsbygðinni. ks Viðskiptaráðherra Dregið úr kaupmáttarfalii Pessir samningar eru mjög ánægjulegur atburður, fyrst og fremst vegna þess að hér tókst að semja án þess að til verkfalla kæmi og vegna þess að samning- arnir eru í sama anda og kjara- samningur rikisins og félaga BSRB. Það er sem sé verið að draga úr kaupmáttarfallinu og vernda kjör þeirra sem lægstar hafa tekjur. Þetta hafði Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra Þjóðviljanum að segja um samning ASI og VSÍ í gær. Ráðherrann kvað samning- inn og skuldbindingar hins opin- bera vegna hans marka mikilvæg þáttaskil í samskiptum ríkis- stjórnarinnar og aðilja vinnu- markaðarins. Engu að síður fylg- du samkomulaginu ýmiss vand- kvæði því staða margra greina í útflutningsstarfsemi og samkeppnisatvinnugreinum væri tæp. Viðskiptaráðherra sagðist fagna sérstaklega „róttækri end- urskoðun vörugjalds því ríkis- stjórninni varð á í messunni er hún lagði þetta gjald á aðföng og framleiðslu td. húsgagna- og málmiðnaðar." Hann kvað enn- fremur mikilvægt að kjarasamn- ingi ASÍ og VSÍ yrði fylgt eftir með skipulagsumbótum í at- vinnulífinu á grundvelli þeirra ráðstafana sem ríkisstjórnin hef- ur þegar beitt sér fyrir. Einsog raunar væri farið að gera í iðnaði og sjávarútvegi. ks Húsnœðismál Til K' iii Kvennó tekið Vextir afúthlutuðum lánum verða ekki hœkkaðir ogframlag ríkisins ífélagslega kerfið eykst að raunvirði um 600 miljónir Ríkisstjóni og Kvennalisti sömdu í gærmorgun um sam- Blaðamenn Tvennir samningar Blaðamannafélagið undirrit- aði í gær ný.jaii kjarasamning við FÍP, en í fyrradag gekk félagið frá samningum við útgefendur Blaðaprentsblaðanna. Þessir tvennir samningar við útgefendur eru í flestum atriðum samhljóða. Þeir taka í megin- atriðum mið af samningum BSRB og ASÍ. Nýmæli er þó í þessum samningum að þeir gilda til loka febrúar á næsta ári og kemur til sérstök áfangahækkun 1.500 kr. þann 1. janúar nk. stöðu í húsnæðismálum, Kvenn- alistakonur hyggjast greiða götu húsbréfa og hinn félagslegi hluti húsnæðiskerfisins verður stór- efldur. Samkomulag ríkisstjórnar og Kvennalista er í fjórum greinum: Félagsmálaráðherra skipar nefnd til þess að endurskoða fé- lagslega kerfið og skal hún hafa lokið störfum fyrir 1. nóvember. 600 miljóna raunaukning verð- ur á ríkisframlagi í íélagslega kerfið, 100 miljónir í ár og 500 miljónir á næsta ári. Vextir af lánum sem úthlutað hefur verið úr Byggingarsjóði ríkisins verða ekki hækkaðir þeg- ar húsbréfakerfið kemst í fram- kvæmd. Þingflokkur Kvennalistans mun taka þátt í undirbúningi gildistöku húsbréfakerfis og fylgjast með þeirri reglugerðar- smíði sem fram þarf að fara. ks Asmundur Stefánsson, forseti ASI telur að nýgerður kjara- samningur ASÍ og VSÍ nái ekki að snúa við þeirri þróun rýrnandi kaupmáttar sem verið tiefur á þessu ári. Kaupmáttur þessa árs, þrátt fyrir - eða vegna nýgerðra kjarasamninga verður minni en í fyrra. „Það felst engin sókn í þess- um samningum," segir Asmund- ur. Hann vill reyndar líta þannig á nýgerðan kjarasamning að hann sé frestur fram á áramót. „Það sem mestu skiptir er að stjórnvöld nýti þann frest til að ná tökum á efnahagslífinu, verð- bólgunni og atvinnuástandinu, þannig að um áramótin hafi skapast svigrúm til nýrra ávinn- inga," sagði Ásmundur. Það vekur athygli, sérstaklega eftir yfirlýsingar forystumanna ASÍ fyrir samningana um að það væri ekki fjöldi krónanna sem skipti höfuðmáli, heldur sá kaupmáttur sem næðist, því eng- ar tryggingar eru gefnar í þessum samningum. Um það eru þeir Þórarinn V. Þóraririsson fram- kvæmdastjóri VSÍ og Ásmundur Stefánsson sammála. „Það eru engar tryggingar í þessum samn- ingi," segir Ásmundur og ber við að atvinnurekendur og ríkisvald hafí aiveg hafnað öllum slíkum ákvæðum, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá þær á blað. „Við höfum ekki séð möguleika á að tryggja kaupmátt, enda teljum við að málið snúist núna um það Kjararýmun framundan ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 að tryggja atvinnu," segir Þórar- inn. Það var ekki laust við að nokk- urra efasemda yrði vart hjá for- ystumönnum ASÍ í garð BSRB- forystunnar eftir að samningar BSRB voru í höfn og þá einkum vegna þess að ASÍ-forystan taldi að kaupmáttartryggingum væri áfátt. En hver er skoðun Ög- mundar Jónassonar, formanns BSRB á nýgerðum samningi ASÍ? „Mitt mat er það að með þessum samningum tvíeflist kraf- an á stjórnvöld um að standa við skuldbindingar um stöðugt verð- lag. Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni að atvinnu- rekendur vildu helst ekkert semja, en kröfðust þvert á móti stórfelldrar kjaraskerðingar með gengisfellingu og öðru til- heyrandi. Við þær aðstæður hlýtur maður að fagna því að samningar skuli hafa náðst, sér- staklega þar sem í þeim eru ýmis mikilvæg atriði, svo sem vilyrði ríkisstjórnarinnar fyrir að hefja byggingu 200 félagslegra íbúða," segir Ögmundur. Það sem réði sennilega úrslit- um um að þessir samningar náð- ust nú voru vilyrði ríkisstjórnar- innar um að hún myndi koma til móts við ýmsar kröfur deiluaðila. Talið er að tekjutap ríkissjóðs vegna skuldbindinga ríkisstjórn- arinnar nemi um einum miljarði króna og telur Þórarinn V. Þórar- insson að um helmingur þess fjár- magns renni til fyrirtækjanna í landinu. í svari Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra á Alþingi í gær um hvernig þessi kostnaður ríkisins skiptist kom fram að niðurfelling vörugjalds frá 1. september sem atvinnurek- endur höfðu gert kröfu um kostar ríkissjóð um 350 miljónir króna. Þá töpuðust um 100 miljónir vegna þess að skattur á erlendar lántökur verður felldur niður 1. júlí og um 100 miljónir vegna .lækkunar á skatti á verslunar- og skrifstofuhúsnæði úr 2,2% í 1,5%. Að kröfu ASÍ mun ríkisstjórn- in grípa til aukinna niður- greiðslna á verði landbúnaðaraf- urða frá 1. apríl til áramóta, þannig að þær verði á sama verði út árið. Þetta loforð kostar ríkis- sjóð um 500-600 miljónir króna og má segja að þarna sé hert á því loforði sem BSRB náði fram í sín- um samningum, en þar gaf ríkis- stjórnin loforð um að verð land- búnaðarafurða myndi ekki hækka umfram laun lágtekju- fólks á samningstímanum. Þá gaf ríkisstjórnin loforð um að greiðslum verðbóta á freðfisk úr Verðjöfnunarsjóði fiskiðnað- arins yrði ekki hætt um þessi mánaðamót eins og útlit var fyrir, I BRENNIDEPLI heldur héldu þær áfram til ára- móta en færu lækkandi á næstu mánuðum. Enn fremur lofar ríkisstjórnin að bæta frystíiðnað- inum niðurfellingu verðbótanna „með einum eða öðrum hætti", batni ytri skilyrði greinarinnar ekki. Ekki hefur komið fram hvað miklar upphæðir er þarna um að tefla, en ljóst er að ríkis- stjórnin hefur með þessum að- gerðum tekið á óbeinan hátt þátt í að fjármagna nýgerðan kjaras- amning ASl og VSÍ. Samt bera forystumenn fisk- vinnslunnar sig illa undan þessum samningum. „Það er ekkert óeðlilegt," segir Þórarinn V. Þór- arinsson. „Forystumenn útflutn- ingsatvinnuveganna telja sig hafa Nýgerður kjarasamningur ASÍog VSlfyrirbyggir ekki áframhaldandi kaupmátt- arrýrnun á árinu. Engar kaupmáttartryggingar í samningnum. Á blaði er samningstíminn til ára- móta, en meira en líklegtað íreyndsé hannfram ífebrú- areða lengur. Ásmundur Stefánson: Það felst engin sókn íþessum samningum. Þórarinn V. Þórarinsson: Ekki hægt að tryggja kaup- mátt. Ögmundur Jónasson um ASI-samninginn: Tví- eflir kröfuna á stjórnvöld aðþau standi við skuld- bindingar um stöðugt verð- lag bága reynslu af því að treysta lof- orðum þessarar ríkisstjórnar og það er vantrú í röðum okkar fé- lagsmanna á yfírlýsingum ríkis- stjórnarinnar að hún muni tryggja samkeppnisaðstöðu út- flutningsgreinanna. Megintrygg- ingin sem við höfum gagnvart rík- isstjórninni er sú að það er býsna fjarlægt að ríkisstjórnin lifi án at- vinnulífsins, því treystum við þessum yfirlýsingum ríkisstjórn- arinnar." Flestar yfirlýsingar ríkisstjórn- arinnar í tengslum við þennan kjarasamning eru með fremur loðnu orðalagi: „Rfkisstjórnin mun beita sér fyrir..ríkisstjórnin mun sporna við..., ríkisstjórnin mun skipa nefnd..." Treystir Ás- mundur Stefánsson þvf að staðið verði við þessi fyrirheit af hálfu ríkisstjórnarinnar? „Við höfum kannski lært það af f eynslunni að það er aldrei neinu að treysta. Hins vegar er erfitt í samningum við stjórnvöld að ganga frá mál- um á annan hátt en þennan. Hvað stjórnmálamenn standa við fer síðan væntanlega eftir þeim þrýstingi sem kjósendur beita þá. En auðvitað er sumt af þessum málum þess eðlis að þau verða ekki leyst í eitt skipti fyrir öll og því eðíilegt að skipa nefndir í málið." Nú var samið til áramóta. Tel- ur Ásmundur þessa tímasetningu heppilega með hliðsjón af því að . yfirleitt hefur þótt mjög erfitt að virkja fólk til aðgerða í desember og jafnvel janúar? Þýðir þetta ekki í reynd að samningstíminn er a.m.k. til febrúar eða mars? „Það er alveg rétt að janúar er sjaldnast góður verkfallsmánuð- ur. Það getur þó farið nokkuð eftir aðstæðum og ekki hægt að útiloka að til verkfalls geti komið á þeim árstíma né að hægt sé að gera samning án verkfalls. En það er meira en líklegt að samn- ingagerð geti dregist fram í febrú- ar," sagði Ásmundur Stefánsson. í því sambandi er vert að hafa í huga að ein heilagasta reglan sem VSÍ viðhefur í samningum er sú að kjarasamningar taki aldrei gildi nema frá undirskriftardegi. Það er því meira en líklegt, eins og Ásmundur orðar það, að samningstíminn sé í reynd öllu lengri en dagsetningar samnings- ins segja til um. phh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.